Bændablaðið - 27.01.2006, Page 14
14 Þriðjudagur 31. janúar 2006
Nú þegar hefur ráðherra lagt
fram frumvarp til laga um eldi
vatnafiska, frumvarp til laga
um lax- og silungsveiði og frum-
varp til laga um varnir gegn
fisksjúkdómum. Ókomin eru
frumvarp til laga um Veiðimála-
stofnun og frumvarp til laga um
fiskirækt. Segja má að í þessum
fimm frumvörpum sé allt reglu-
verkið um veiðimál í landinu.
Ákvæði um allt er varðar lax-
og silungsveiði, eldi vatnafiska
og innflutning hrogna hefur ver-
ið að finna í einum og sama
lagabálknum, það er lögum frá
árinu nr. 76/1970, sem að stofni
til eru enn eldri. Nú er allur sá
lagabálkur brotinn upp og sett-
ur í fimm lagafrumvörp sem
hvert um sig spanna tiltekna
efnisþætti.
„Breytingar á löggjöf um lax-
og silungsveiði er stórt verkefni
og eðlilega eru þar uppi einhver
ágreiningsmál milli hagsmuna-
hópa. Mörg ákvæða laganna hafa
ekki verið í samræmi við aðstæður
líðandi stundar. Grunnur laganna
er frá því um 1930 og því þarf á
endurskoðun þeirra. Þessu gerði
ég mér mjög fljótt grein fyrir þeg-
ar ég kom hingað í ráðuneytið og
ákvað því að setja vinnu í þetta
mál,“ segir Guðni, sem á árinu
2001 skipaði þriggja manna nefnd
sem skyldi vinna að endurskoðun
laganna.
Gaukur Jörundsson, áður laga-
prófessor og Umboðsmaður Al-
þingis, leiddi starfið og lagði
grunninn en yfirgripsmikil þekk-
ing hans í lögfræði var ekki á síst
á sviði eignarréttar. Gaukur, sem
var bóndi í Kaldaðarnesi í Flóa og
formaður Veiðifélags Árnesinga í
áraraðir, lést haustið 2004 og þá
kom formennska í hlut Þorgeirs
Örlygssonar, sem er dómari við
mannréttindadómstólinn í Strass-
borg.
Sjálfstjórnarréttur veiðifélaga
aukinn
Við smíði þessara lagafrumvarpa
hefur verið höfð náin samvinna
við fjölda aðila, jafnframt því sem
embættismenn landbúnaðarráðu-
neytisins, sem sinnt hafa þessu
starfi, hafa haft samvinnu við önn-
ur ráðuneyti, það er sjávarútvegs-
og umhverfisráðuneyti. Þá hafa
frumvarpsdrögin verið birt á Net-
inu og hefur almenningur þannig
getað fylgst með starfinu og gert
sínar athugasemdir. Fyrir hönd
landbúnaðarráðuneytisins hefur
Atli Már Ingólfsson lögfræðingur
sinnt ýmsum verkefnum er snúa
að endurskoðun laganna um lax
og silungsveiði.
Atli Már leggur áherslu á að í
nýjum lögum um lax og silungs-
veiði gildi sömu hugtök eignar-
réttar og í eldri lögum, það er
hvað varðar rétt manna til að
stunda veiðar. Hins vegar sé
sjálfsstjórnarréttur veiðifélaga í
eigin málum aukinn, veiðitími er
lítið eitt styttur, en hins vegar sett
inn undanþáguákvæði þannig að
almennt ætti lagaumhverfi veið-
anna að verða sveigjanlegra og
háð ákvörðunum hvers veiðifélags
fyrir sig. Þá eru lagaákvæði um
matsgjörðir, bæði hvað varðar arð
og í bótamálum einfölduð - það er
að ekki er lengur gert ráð fyrir
undir- og yfirmati líkt og áður -
heldur munu bótamál í framtíðinni
fara í gegnum eina vandaða máls-
meðferð. Að sögn Atla Más á slíkt
bæði að leiða til þess að lækka
kostnað og jafnframt stytta þann
tíma sem málsmeðferð tekur. Þá
skerpa lögin væntanlegu mjög á
allri stjórnsýslu veiðimála, sem nú
er komin undir hatt hinnar nýju
Landbúnaðarstofnunar, sem tók
til starfa um áramótin.
Netveiði í straumvatni ekki bönn-
uð
Á síðustu árum hafa ágreinings-
efni á sviði veiðimála ekki síst
snúist um hvort hætta eigi alfarið
netaveiðum í ám. Ýmsir hafa haft
afdráttarlausar hugmyndir um
slíkt og telja jafnvel eðlilegt að
Alþingi setji lög sem banni neta-
veiði. Guðni Ágústsson útilokar
slíkt.
„Ég held að komi aldrei til að
Alþingi banni alfarið netalagnir í
straumvatni. Slíkt myndi snerta
ákvæði stjórnarskrárinnar, svo
sem eignarréttarákvæði hennar og
í einhverjum tilvikum atvinnurétt-
arákvæðið líka. Lagasetning um
bann gæti bakað ríkinu miklar
bótakröfur frá fjölda aðila. Í þessu
máli er það mín póltíska sýn að
veiðiréttur um þúsund lögbýla í
landinu verði varðveittur sem auð-
lind jarða og landsbyggðar til
framtíðar,“ segir Guðni og minnir
á að netaveiðin skapi bændum
ekki nándar nærri sömu tekjur og
var fyrir fimmtán til tuttugu árum
eða eftir að fiskeldið kom til sög-
unnar og varð gildur atvinnuveg-
ur.
„Peningalegir hagsmunir
byggðanna og í mörgum tilvikum
eigenda jarða hljóta því oftar en
ekki að felast í því að menn snúa
sér að stangaveiði og nái saman
um skiptingu arðsins á vatnasvæð-
um. Hinu má heldur ekki gleyma,
að til eru ár og vötn sem verða
alltaf hentug til netaveiða og skil-
yrði til stangaveiði þar erfið.“
Landbúnaðarráðherra með fimm ný
lagafrumvörp um lax- og silungsveiði
Veiðimaður á bökkum Laxár í Mývatnssveit. Um þúsund lögbýli í landinu
eiga veiðiréttindi og segir landbúnaðarráðherra mikilvægt að tryggja
þann rétt.
Á liðnu ári hefur stjórn Sam-
taka eigenda sjávarjarða,
SES, haldið starfi sínu áfram
við að kynna málstað samtak-
anna, bæði innanlands og
utan, og bent á að réttur bú-
jarða til sjávarins er mikið
réttlætismál, ásamt því að
vera eitt stærsta byggðamál
síðari tíma. Mál samtakanna
hafa verið kynnt fyrir Evr-
ópuráðinu, sjávarútvegsráð-
herra o.fl. Þótt kynningar-
starfið hafi ekki borið þann
árangur, sem vænst var, þá er
það nauðsynlegur þáttur í því
að efla skilning á málstað
samtakanna. Einn liður í
kynningarstarfinu er heima-
síða samtakanna. Þar er ýmis-
legt fræðsluefni, auk þess sem
nýjum félögum gefst þar kost-
ur á að skrá sig í samtökin.
Á þriðja þúsund jarðir
með land að sjó
Samtökin hafa látið vinna skrá
yfir allar jarðir á Íslandi sem
liggja að sjó. Hún er nauðsynleg
vegna starfsins framundan og til
þess að skilgreina hversu marg-
ar jarðir hér á landi eiga hlut að
máli. Við gerð hennar komu oft
upp álitamál um hvernig bæri
að skrá jarðir, t.d. jarðir sem
búið er að skipta upp. Þrátt fyrir
ýmis álitamál um skráningu, þá
gefur hún ótvíræða niðurstöðu
um að mjög margar jarðir eiga
land að sjó, eða alls um 2.240
jarðir hér á landi.
Margvíslegur málarekstur
Á liðnu ári gerðu samtökin at-
hugasemdir við þrjú frumvörp á
Alþingi. Frumvörp þessi eru:
Endurskoðun laga um lax- og
silungsveiði, nr. 8/2005, endur-
skoðun laga um fiskeldi og end-
urskoðun laga um fiskrækt. Þrátt
fyrir að í ofangreindum frum-
vörpum hafi verið fjallað um at-
riði, sem snerta beint hagsmuni
tengda sjávarjörðum, þá er þeirra
hagsmuna hvergi getið hvað þá
að tekið sé tillit til þeirra sjónar-
miða í þessum lögum. Stjórn
SES hefur margsinnis bent á að
sífellt þarf að minna á rétt sjáv-
arjarða, því allt of oft er réttur
þeirra á ýmsum sviðum snið-
genginn.
Stjórn samtakanna tók þá
ákvörðun á síðasta ári að styðja
kæru Ragnars Aðalsteinssonar,
hrl., til Mannréttindadómstóls
Evrópuráðsins vegna máls
Björns Guðna Guðjónssonar um
grásleppuveiðar í netlögum á
jörð hans. Vonir eru bundnar við
að Mannréttindadómstóllinn
muni taka það mál fyrir.
Á aðalfundi SES árið 2003
var stjórn samtakanna veitt
heimild til þess að stefna ís-
lenskum stjórnvöldum og fara
fram á að réttur sjávarjarða til
útræðis verði virtur á ný og eign-
arréttarleg hlutdeild sjávarjarða í
óskiptri sjávarauðlindinni verði
virt. Ragnar Aðalsteinsson hrl.
hefur á síðasta ári undirbúið
stefnuna og verður hún lögð
fram á fyrrihluta árs 2006.
Augljós réttur
strandjarða til sjávarins
Á aðalfundi samtakanna, sem
haldinn var 29. desember sl.,
fjallaði Ragnar um framvindu
mála og ítrekaði að í lögum allt
frá þjóðveldisöld og síðar væri
réttur strandjarða til sjávarins
augljós að hans mati. Hann benti
á að óeðlilegt væri að stjórnvöld
hefðu tekið, án sérstaks dóms,
eignarsvæði sjávarjarða og bann-
að löglegum eigendum veiðar á
sinni eign, en afhent veiðiréttinn
öðrum aðilum sem engin eignar-
réttindi ættu á viðkomandi
svæði. Slíkt stæðist ekki lög né
mannréttindasáttmála. Hann
sagði að grásleppumálið á
Ströndum hefði tapast vegna
þess að dómstólar hefðu bundið
sig eingöngu við túlkun á lögum
um stjórn fiskveiða og fram-
kvæmd þeirra í þrengsta skiln-
ingi, en í þeim lögum væri ekk-
ert tillit tekið til eignarréttar
sjávarjarða í auðlindinni. Hann
gagnrýndi það að í raun hefði
Hæstiréttur ekki tekið efnislega
afstöðu í umfjöllun sinni um það
mál, heldur einfaldlega tekið, at-
hugasemdalaust, undir niður-
stöðu héraðsdóms án efnislegrar
umfjöllunar. Hann taldi að eftir
að væntanleg stefna samtakanna
hefur verið lögð fram, sem verð-
ur á næstu mánuðum, þá mundi
það taka dómsstóla um eitt til
tvö ár að komast að niðurstöðu.
Hann taldi að niðurstaða Mann-
réttindadómstólsins í grásleppu-
málinu mundi hafa ótvíræð áhrif
á málarekstur SES gegn íslenska
ríkinu.
Sótt að rétti
landeigenda á ýmsum sviðum
Aðalfundurinn 29. desember sl.
var vel sóttur og urðu góðar um-
ræður um verkefnin framundan.
Fram kom að sótt er að rétti
landeigenda á ýmsum öðrum
sviðum og minnt var á að breytt
viðhorf til verðmæta lands gera
það enn brýnna að halda lands-
réttindum á lofti. Sérstaklega
þyrfti að gæta að landsréttindum
þegar ný lagafrumvörp væru
lögð fram og voru nefnd dæmi á
því sviði.
Við afgreiðslu reikninga kom
fram að tekjur samtakanna eru
eingöngu bundnar við árgjald fé-
lagsmanna. Stjórnin lagði því
áherslu á að félagsmenn skiluðu
þeim fljótt og vel og minnti á að
þótt um 500 félagsmenn séu í
SES þá vanti dálítið upp á skil á
árgjöldum. Á aðalfundinum var
samþykkt að hækka árgjald til
SES í kr. 3.500, en það hefur
verið óbreytt frá upphafi eða kr.
3.000.
Stjórn SES skipa: Ómar An-
tonsson, Horni, formaður; Björn
Erlendsson, Reykjavík, ritari og
Sigurður Filippusson, Dverga-
steini, gjaldkeri. Meðstjórnendur
eru: Bjarni Jónsson, Reykjavík
og Pétur Guðmundsson, Ófeigs-
firði.
Minna má á heimasíðu Sam-
taka eigenda sjávarjarða,
www.ses.is /ÁS
Sjávarjarðir og réttur þeirra
Stjórn SES. Frá vinstri: Björn Erlendsson, ritari, Sigurður Filippusson,
gjaldkeri og Ómar Antonsson, formaður. /Bbl. ÁS