Bændablaðið - 27.01.2006, Side 19
19Þriðjudagur 31. janúar 2006
Landbúnaðarráðherra hefur
lagt fram á Alþingi frumvarp til
nýrra laga um landshlutabund-
in skógræktarverkefni og er
stefnt að afgreiðslu þeirra nú á
vorþingi. Nýjum lögum er ætlað
að samræma lagaumgjörð þá
sem gilt hefur, jafnframt því
sem ýmsir agnúar í eldri lögum
verða teknir af. Meðal annars er
breytt ákvæðum um endur-
greiðslur bænda á framlögum
ríkisins til verkefnanna. Í nú-
verandi lögum er þetta endur-
greiðsluhlutfall allt að 15% sem
talið er allt of hátt og er þá með-
al annars litið þá reynslu sem
fengist hefur á Írlandi og í Skot-
landi.
„Reynsla síðustu ára sýnir að
skógrækt hefur hvarvetna eflt
byggð til sveita og á sumum stöð-
um hefur hún skapað nýja bjart-
sýni, trú og styrkt búsetu,“ segir
Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-
herra í samtali við Bændablaðið.
„Bæði fjölgar fólki í skógræktar-
héruðum og þar verða til ýmis sér-
hæfð störf. Jafnframt hefur eftir-
spurn eftir jörðum stóraukist og
jarðarverð hækkað sem ef til vill
er stærsta breytingin. Fyrir fáum
árum var hlutskipti margra bænda
út um land að hrekjast frá óseljan-
legum jörðum sínum. Nú er sú
staða gjörbreytt og landið er eftir-
sótt, bæði vegna skógræktarverk-
efna og annarra verkefna sem gert
hafa sveitina eftirsótta til búsetu.
Sveitin er í tísku nú og kemur mér
ekki á óvart. Almennur efnahagur
þjóðarinnar er miklu betri nú en
fyrir fáum árum og fólkið sér
framtíð í landinu á svo mörgum
sviðum.“
700 bændur
sinna skógrækt
Upphaf landshlutabundinna skóg-
ræktarverkefna má rekja til stofn-
unar Héraðsskóga á Austurlandi
árið 1991. Jákvæður árangur
starfsins eystra sást fljótt og því
var ákveðið að halda áfram á sömu
braut. Suðurlandsskógar og sérstök
lög um þá komu 1997. Lög um
landshlutabundin skógræktarverk-
efni voru svo samþykkt 1999 og á
grundvelli þeirra voru fern sam-
bærileg verkefni annarsstaðar á
landinu sett á laggirnar, það er
Norðurlandsskógar, Vesturlands-
skógar, Skjólskógar á Vestfjörðum
og Austurlandsskógar.
Nú er ætlunin til að sameina
þessi lög í eina heildstæða löggjöf
og nema eldri lög úr gildi.
Um 700 bændur og jarðareig-
endur í öllum landshlutum sinna í
dag skógrækt á jörðum sínum og
margir eru á biðlista Flestir eru
þátttakendur á Suðurlandi. Fram-
lög til málaflokksins hafa aukist
jafnt og þétt á undanförnum árum:
eru nú um 500 milljónir kr. á ári og
verða enn meiri í fyllingu tímans,
en markmiðið er að rækta skóg á
5% af láglendi landsins á næstu
fjörutíu árum.
Eftirtekjan meira en
trjábolurinn einn
Í gildandi lögum um landshluta-
bundin skógræktarverkefni frá
1999 er ákvæði þess efnis að þau
skyldu endurskoðuð eftir fjögurra
ára gildistíma. Að sögn Níels Árna
Lund skrifstofustjóra í Landbúnað-
arráðuneytinu var hins vegar
ákveðið að gefa lögunum nokkuð
lengri líftíma, til að sjá sem best
hvaða ákvæðum eða efnisþáttum í
lögunum gæti sérstaklega þurft að
breyta.
„Inntak nýrra laga verður sama
og hinna eldri, en skerpt verður á
ýmsum þáttum og öll samskipti
milli aðila verða gerð skýrari. Í nú-
verandi lögum eru fjárframlög til
skógræktar skilgreind sem styrkir
til bænda og krafist hefur verið
15% endurgreiðslu af skilaverði
afurða þegar og ef menn fella
skóginn. Í frumvarpinu er þetta
hlutfall lækkað, sem hefur verið
talið svo hátt að allt eins gæti það
gerst að skógarbændur sæju sér
engan hag í að fella skóg,“ segir
Níels Árni.
Hann bætir við að eftirtekja
skógræktarstarfs sé hins vegar sitt-
hvað fleira en trjábolurinn einn.
Þannig sé til dæmis verið að skapa
nýja atvinnugrein í landinu sem
hafi mikil margfeldisáhrif í ýmsum
þjónustugreinum, bæti umhverfi
og geri það fjölbreyttara. Þá sé
samdóma álit færustu lögfræðinga
að þegar kemur að því að skógur-
inn fer að gefa af sér raunverulegar
tekjur í formi viðar, þá sé þar til
bærum yfirvöldum vandalaust að
skattleggja tekjur skógareigand-
anna í gegnum almenna skattkerf-
ið.
Atvinnugrein
og auðlind
Í gildandi lögum um landshluta-
bundin skógræktarverkefni er
ákvæði um fjögurra manna stjórn
sem landbúnaðarráðherra skipi til
fjögurra ára í senn. Einn stjórnar-
manna skal tilnefndur af félögum
skógarbænda á viðkomandi svæði,
annar af Skógrækt ríkisins, sá
þriðji skipaður af skógræktarfé-
lögum og hinn fjórði er skipaður
af ráðherra án tilnefningar og skal
sá vera formaður stjórnar. Í fyrir-
liggjandi lagafrumvarpi er gert ráð
fyrir þriggja manna stjórn, það er
að réttur fulltrúa skógræktarfélag-
anna í stjórn verður afnuminn,
enda um áhugamannafélög að
ræða. Með óbreyttu fyrirkomulagi
geti ýmsir fleiri gert réttmæta
kröfu um fulltrúa í stjórn skóg-
ræktarverkefna, svo sem önnur
áhugamannafélög á sviði náttúru-
verndar sem og sveitarfélög.
„Þessi breyting og raunar frum-
varpið allt ber merki þess að nú er
ekki litið á skógræktarstarf bænda
sem áhugamál, heldur atvinnu-
grein og nýja auðlind,“ segir Níels
Árni Lund. Einnig er í lagafrum-
varpinu ákvæði þess efnis að ráð-
herra sé heimilt að fela skógrækt-
arverkefnum í einstaka tilfellum
ný og aukin verkefni- og er þar
meðal annars horft til verkefna
eins og ræktun Hekluskóga sem
nú eru áform um á Suðurlandi. -
sbs
Landbúnaðarráðherra með frumvarp til samræmdra
laga um landshlutabundna skógrækt
Ákvæði um lægri
endurgreiðslu styrkja
„Skógrækt hefur hvarvetna eflt byggð til
sveita,“ segir Guðni Ágústsson,
landbúnaðarráðherra.
„Ekki litið á skógræktarstarf bænda sem
áhugastarf,“ segir Níels Árni Lund, skrif-
stofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu.