Bændablaðið - 27.01.2006, Síða 28
28 Þriðjudagur 31. janúar 2006
Sveppurinn Rhizoctonia solani er
algengur í jarðvegi og getur hann
smitað ýmsar plöntutegundir.
Kynjaða stig hans nefnist Thanate-
phorus cucumeris en algengt er hjá
sveppum að þeir finnist á tvenns
konar formi eftir því hvort þeir
mynda gró með kynæxlun eða
ekki. Tegundin greinist í nokkra
smitstofna og nefnist sá AG 3 sem
aðallega smitar kartöflur. Á ís-
lensku hefur sveppurinn verið
nefndur rótarflókasveppur sem er
þýðing á danska heitinu „rodfilt-
svamp“. Einkennin sem sveppur-
inn veldur á kartöflujurtinni eru
margvísleg og misskaðleg.
Einkennin
1)Svartkláði (en.: „black scurf“).
Þegar haustar og öldrun byrjar
hjá kartöflujurtinni vex þétt
mygla sveppsins á yfirborði nýju
kartaflanna og dökknar hún síð-
an og harðnar. Myndar hún
brúna eða svarta, harða skán, 1-5
mm þykka, sem fer ekki af við
þvott en hægt er að fjarlægja
hana ef ýtt er við henni með
nöglinni. Skán þessi verður
áberandi kolsvört þegar hún
blotnar. Hún er dvalarmygla
sveppsins og í henni lifir svepp-
urinn veturinn á plöntuleifum í
jarðveginum og á kartöflum í
geymslu. Ef kartöflur með
svartkláða eru notaðar sem út-
sæði vaxa sveppþræðir út úr
dvalarmyglunni að vori og geta
smitað spírur sem eru að vaxa
upp að yfirborði jarðvegsins.
2)Spíruskemmdir. Það fer eftir
ástandi útsæðisins og skilyrðum
í jarðveginum hversu mikil
hætta er á að spírurnar smitist af
sveppnum. Sveppurinn getur
drepið spíruendann og stöðvað
þannig lengdarvöxt spírunnar en
þá vex út hliðarspíra neðan við
dauða toppinn. Toppur þeirrar
spíru getur einnig drepist og
kemur þá enn ein hliðarspíra út
úr þeirri spíru o.s.frv.. Afleiðing-
in verður sú að spíran kemur
seint upp á yfirborðið eða alls
ekki og fækkar þá stönglum í
grasinu eða jafnvel að engin
kemst upp frá þeirri móðurkart-
öflu og myndast þá eyða í röð-
ina. Blöðrukláði getur einnig
haft svipuð áhrif.
3)Stöngulsár (en.: „stem canker“).
Sveppurinn getur einnig smitað
spíruna neðan við toppendann
og veldur þá skemmd á þeim
hluta stöngulsins sem er neðan-
jarðar og lýsir sér sem brúnn,
sokkinn og ílangur blettur. Oft er
dekkri rönd í jaðri hans. Getur
hann náð hringinn í kringum
stöngulinn. Flutningskerfin í
stönglinum eru tvö, viðaræða-
kerfið sem flytur vatn og upp-
leyst næringarefni úr jarðvegin-
um og upp á við í plöntunni og
sáldæðakerfið sem flytur fram-
leiðslu grænna plöntuhluta niður
til róta og nýju hnýðanna. Nýju
kartöflurnar myndast á renglum
út frá þeim hluta stöngulsins
sem er milli móðurkartöflunnar
og jarðvegsyfirborðsins. Sárin á
stönglinum trufla verulega flutn-
ing í sáldæðakerfinu, þ.e.a.s. á
framleiðslu blaðanna niður í
nýju hnýðin. Afleiðingin verður
sú að viss uppsöfnun verður á
kolvetnum í blöðunum, þau
dökkna, þykkna, geta fengið
ljósa díla og blaðjaðrar verpast
upp á við. Ef skemmdin er rétt
undir jarðvegsyfirborði myndast
græn hnýði í yfirborðinu eða
upp á stöngulinn. Ef skemmdin
er neðar myndast margar, smáar,
aflagaðar og ljótar kartöflur þétt
upp við stöngulinn, kannski
vegna þess að sveppurinn
skemmir renglurnar og veldur
því að þær verða stuttar og
greinóttar. Brot á stöngli rétt
ofan eða neðan við jarðvegsyfir-
borðið eins og getur orðið í
miklu roki leiðir til svipaðra ein-
kenna á grasinu, smáblöð verp-
ast upp og græn hnýði myndast
upp á stöngulinn.
4)Aflagaðar kartöflur. Nýmynd-
aðar kartöflur undir sjúku grasi
eru oft afbrigðilegar. Í vægustu
tilfellum geta þær náð eðlilegri
stærð og lögun en ákveðið net-
mynstur með dökkum blettum
kemur fram, sérstaklega á þeim
endanum sem er gegnt naflanum
og þar vantar oft augun. Vaxtar-
sprungur eru einnig algengar.
5)„Dry core“. Einkenni sem
ganga undir þessu enska heiti og
eru eignuð rótarflókasveppi.
Blettur eða hola sést á hýðinu og
getur hýðið verið heilt en innan
við er holrými sem í þverskurði
gæti minnt á lirfunag og er oft
breiðara neðst en í opinu sjálfu.
Ein skýring er sú að sveppurinn
smiti inn um loftauga þegar kart-
aflan er í mikilli bleytu.
6)Gráleggur. Loks skal getið um
einkenni sem virðast vera sak-
laus en það er gráleit slikja sem
kemur neðst á stöngulinn, frá
jarðvegsyfirborði og eitthvað
upp á stöngulinn. Er þetta kynj-
aða stig sveppsins (Thanate-
phorus cucumeris) og þarna
myndast kynjuð gró (basíðugró).
Þessi einkenni geta verið á grös-
um sem sýna engin önnur ein-
kenni og eru ekki talin skaða
plöntuna. Óvíst er hvaða þýð-
ingu þessi sveppavöxtur hefur.
Smithringrás
Svartkláðinn ber með sér smitefni
og því meira sem af honum er á út-
sæðinu þeim mun meira verður af
smiti kringum spírurnar. Ákveðin
skilyrði þarf á haustin til að
svartkláði myndist. Á síðustu árum
er orðið algengara hér að grös séu
sviðin tímanlega með efninu Regl-
one og kartöflurnar síðan látnar
liggja í jörðu í 1-2 vikur eða jafn-
vel lengur. Þetta er talið æskilegt
því þá má stöðva vöxtinn þegar
heppilegri stærð á kartöflunum er
náð auk þess sem komast má hjá
því að garðurinn sýkist af síðbú-
inni kartöflumyglu og að kartöfl-
urnar smitist við upptökuna. Einn-
ig styrkist og þykknar hýðið með-
an kartöflurnar liggja í jörðu og
þær skaddast þá minna í upptöku
og það dregur úr blöðrukláða. Hins
vegar bætir þessi hæga visnun,
sem verður með Reglone, skilyrðin
fyrir myndun svartkláða sem verð-
ur ekki í sama mæli ef grös falla
vegna frosta eða þegar stönglum er
kippt upp. Að vissu leyti líkist
sviðnunin því sem gerist þegar
grös visna af sjálfu sér þegar full-
um þroska er náð eins og gerist
víða erlendis við lengri og betri
vaxtarskilyrði. Annar sveppur sem
getur notið góðs af slíkri visnun er
Phoma-sveppurinn sem veldur
Phoma-rotnun. Hann getur mynd-
að smitefni í gróhirslum á visnandi
stönglum.
Spírurnar eru viðkvæmar með-
an þær eru að vaxa upp á yfirborð-
ið. Því lengri tíma sem það tekur
því meiri hætta er á að þær sýkist
af rótarflókasveppi. Þar ræður
mestu hversu vel kartaflan er for-
spíruð, hvernig jarðvegurinn er
unninn og hve hlýr hann er orðinn.
Útsæðiskartafla sem með hæfilegri
forspírun er kominn á það þroska-
stig þar sem tilhneiging til stöngul-
vaxtar er mest, hefur spírað í góðri
birtu og myndað stuttar, kröftugar
og grænar spírur, er best búin undir
að verjast rótarflókasveppnum. Ef
slík kartafla hins vegar er sett nið-
ur í kaldan og blautan jarðveg þar
sem nægt smit er fyrir hendi er
henni samt hætt við smitun.
Þótt sveppurinn Rhizoctonia
solani sé algengur í jarðvegi er tal-
ið að sá smitstofn hans sem sýkir
kartöfluna fylgi kartöfluræktun og
að samfelld ræktun kartaflna í
sama landi auki smitmagnið í jarð-
veginum.
Varnir
Almennt má hvetja til þess að
vanda til forspírunar og láta útsæð-
ið spíra í góðri birtu. Eins má hvetja
til þess að vanda til jarðvinnslu á
vorin og setja ekki niður fyrr en
jarðvegur er orðinn vel hlýr. Sums
staðar er miðað við að jarðvegshiti
hafi að lágmarki náð 7-8 °C, annars
staðar 10°C. Nokkurra daga spretta
á haustin vegur fljótt upp það sem
tapast í sprettu við að seinka niður-
setningu að vori. Því dýpra sem út-
sæðið er sett, því lengur er spíran að
vaxa upp á yfirborðið og þeim mun
hættara við smitun.
Ekki ætti að setja niður útsæði
sem er með áberandi miklum
svartkláða því það smit skiptir
miklu máli. Varðandi jarðvegssmit-
ið þá eykst það eftir því sem oftar
eru ræktaðar kartöflur í sama landi.
Eina leiðin til að draga úr því er að
hvíla landið en hætt er við að til
þess þurfi minnst 3-4 ára hvíld svo
það telji eitthvað, en þó hlýtur að
muna um hvert ár. Það virðist skipta
máli hvaða ræktun er í garðinum
meðan hann er hvíldur en upplýs-
ingar um það eru nokkuð misvís-
andi.
Það hefur lengi tíðkast erlendis
að setja einhvern sveppaeyði á út-
sæðið um leið og sett er niður til að
verja spírurnar gegn sveppnum
meðan þær eru að vaxa upp á yfir-
borðið. Sveppaeyði í duftformi er
þá stráð yfir útsæðið í spírunarköss-
um eða í sáðvélinni og í seinni tíð
er fáanlegur búnaður sem úðar
fljótandi sveppaeyði eða stráir
sveppadufti á útsæðið þar sem það
fer á færsluböndum í sáðvélinni. Á
síðustu áratugum hefur höfundur
gert nokkrar tilraunir með dyftun
útsæðis hjá bændum á vegum
Rannsóknastofnunar landbúnaðar-
ins. Ályktun af þeim tilraunum var
sem hér segir: Dyftun útsæðis gat
flýtt fyrir að grös kæmu upp, en
einungis í kaldari árum skilaði það
sér í aukinni uppskeru að hausti.
Rótarflókasveppur var ekki árvisst
vandamál. Algengt var að ekkert
bæri á rótarflókasveppi í görðum
ári eftir að þar voru áberandi ein-
kenni. Það var því ekki talið réttlæt-
anlegt að mæla hér með dyftun út-
sæðis með sveppaeyðum að jafn-
aði.
Nokkuð hefur borið á tjóni af
völdum rótarflókasvepps á undan-
förnum árum. Vel má vera að að-
stæður séu að breytast m.a. vegna
betri sprettuskilyrða, minni áburð-
arnotkunar og aukinnar notkunar á
Reglone til sviðnunar á grösunum.
Meira hefur borið á svartkláða en
gerði á árum áður. Veitt hefur verið
undanþága til notkunar á efninu
Monceren sem inniheldur virka
efnið pencycuron og geta ræktendur
sem telja sig verða fyrir tjóni af
völdum rótarflókasvepps notað
Monceren á útsæðið til varnar
sveppnum. Af öðrum efnum sem
notuð hafa verið erlendis í sama til-
gangi má nefna azoxystrobin, fenp-
iclonil, fludioxonil, flutolanil, tolc-
lofos-methyl og validamycin.
Kartöflusjúkdómar
Rótarflókasveppur
Einkenni rótarflókasvepps á kart-
öflugrasi
Gráleggur. Kynjaða stig sveppsins
neðst á stöngli
Sár á stöngli neðanjarðar. Örvar
benda á sár og dauðan renglu-
enda
Netmynstur og ónýt augu
Svartkláði
Groddalegar vaxtarsprungur
Margar smáar og ljótar kartöflur
undan sýktu grasi
Einkenni er kallast „dry core“á er-
lendum málum
Sigurgeir Ólafsson,
starfsmaður
Landbúnaðarstofnunar