Bændablaðið - 27.01.2006, Qupperneq 33

Bændablaðið - 27.01.2006, Qupperneq 33
33Þriðjudagur 31. janúar 2006 Bandaríkjamenn vilja lífræna mjólk Lífræn mjólk selst sem aldrei fyrr í Bandaríkjunum. Nýjar upplýsingar sýna að salan vex um 23% á ári og nemur hún núna þremur prósent- um af heildarmjólkursölu þar. Það er fyrirtækið Datamonitor sem fylgist með þessum viðskiptum í bandarískum stórmörkuðum, en sí- fellt fleiri stórmarkaðir bjóða upp á lífrænar mjólkurafurðir. „Það er eingöngu framboð á líf- rænni mjólk sem takmarkar söl- una,“ segir George Simeon, for- stjóri mjólkurbúsins Organic Vall- ey í Wisconsin, í viðtali við The New York Times. Það hefur aukið þessa sölu að hefðbundin mjólk hefur fengið slæma ímynd þar sem hún inni- heldur leifar af skaðlegum efnum sem kúnum eru gefin, að því er haldið er fram. Í skýrslu frá Datamonitor er því haldið fram að aukning á sölu líf- rænnar mjólkur stafi af notkun hormóna og fúkkalyfja í hefðbund- inni mjólkurframleiðslu. Neysla Bandaríkjamanna á líf- rænni mjólk er þó hvernig nærri eins mikil og Dana en hlutur líf- rænnar mjólkur í Danmörku nemur 26% af allri mjólkurneyslunni. Danir flytja inn mikið af matvælum Árlegur innflutningur Dana á mat- vörum nemur rúmlega 9.500 danskra króna á íbúa. Þessi inn- flutningur er miklu meiri en til flestra annarra landa ESB, sem vekur undrun margra þar sem Dan- ir framleiða sjálfir mikið af mat- vælum, að sögn Klaus Jörgensens, ráðunautar hjá Landbrugsraadet, samstarfsráði dansks landbúnaðar. Að áliti Klaus á þetta sér ýmsar skýringar. Danir ferðist mikið er- lendis og séu alþjóðlegir í hugsun- arhætti; einnig um fæðuval. Jafn- framt sé ljóst að erlendar matvæla- verslanakeðjur, sem reka verslanir í Danmörku, séu hvetjandi hvað þetta varðar. Fjórðungurinn innfluttur Í stórum dráttum má segja að um fjórðungur af matarkaupum Dana sé innfluttur. Það er einkum fiskur, um 9 milljarðar danskra króna; grænmeti og ávextir, um 7 millj- arðar og kjötum 5 milljarðar danskra króna, sem flutt er inn. Alls nemur matvælainnflutningur Dana rúmlega 40 milljörðum danskra króna á ári og hefur meira en tvöfaldast frá árinu 1990. Vatn, hin mikilvæga auðlind Dagana 21. - 27. ágúst sl. var hald- in í Stokkhólmi árleg ráðstefna um vatn, notkun þess og verndun, nefnd „World Water Week“. Ráðstefnan var að þessu sinni haldin aðeins fáum vikum fyrir leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna um framgang þúsaldarmarkmið- anna sem fram fór í New York 14. - 16. september . Fyrrnefnd ráð- stefna um notkun og verndun vatns skilaði mörgum niðurstöðum um mikilvægi vatnsins í baráttunni við fátækt, hungur, sjúkdóma og um- hverfisskaða. Á vatnsráðstefnunni og í vinnu- hópum hennar var jafnt fjallað um „hörð“ tæknileg úrræði svo sem söfnun vatnsforða til að jafna úr- komu- og þurrkatímabil. Dæmi var nefnt um að í Kenya gæti slík vatnsmiðlun tryggt 5-6% árlegan hagvöxt. Á hinn bóginn eru svo“mjúkar“ lausnir til að ná fram breytingum og bótum á nýtingu vatns. Kjarninn í þeim lausnum er að hafa það fólk, sem málið varðar, með í ráðum við breytingar sem gera þarf. Reynsla frá jafnt Sir Lanka og Niger sýnir góðan árangur af slíku samstarfi. Áætlað er að vatnsþörf hvers einstaklings til heimilisnota sé um 50 lítrar á sólarhring. Skortur á bústjórum í dönskum landbúnaði Danskur landbúnaður leitar skýr- inga á því hvers vegna svo fáir ungir menn, sem raun ber vitni, sækjast eftir að verða bústjórar og sjálfstæðir bændur. Dönsku bændasamtökin, Dansk Landbrug, samtök búnaðarskóla í Danmörku og ungliðahreyfing danskra bænda standa að baki könnuninni en fyrirtækið GfK ann- ast verkið. Stefnt er að því að nið- urstöður liggi fyrir á næsta vori, að sögn blaðsins Börsen. Voðaskot í Ástralíu Ástralskur maður, Rudolf Sladier að nafni, hefur verið ákærður fyrir að skjóta á konu, Carrie Tunning, þegar hún ók fram hjá þar sem hann ætlaði að aflífa kú, að sögn blaðsins Sidney Morning Herald. Málsatvik voru þau að góður vinur Rudolfs Sladier, Paul Tyson, sem er bóndi, bað hann að hjálpa sér að slátra kú. Rudolf kom með voldugan riffil, sem hann átti, og saman lokkuðu þeir kúna inn í skúr. Það sem þá tók við gekk ekki eins vel, kúlan hitti ekki kúna held- ur fór í gegnum skúrvegginn og í framhurðina á bíl sem átti þar leið um og Carrie Tunning ók. Hún lýsti atvikinu þannig að hún hefði heyrt ógnar hávaða og séð blóð fossa úr fæti sínum. Maður hennar tók við akstrinum og ók henni á næsta sjúkrahús þar sem kúlan var fjarlægð og henni lofað að hún muni ekki bera varanlegan skaða af. Ákæruvaldið beindi því til kvið- dómsins að dæma Rudolf Sladier sekan um vanrækslu þar sem hann hafi ekki sýnt sjálfsagða varfærni við aflífun kýrinnar. Burt með villisvín frá Danmörku! Í Slésvík og Holtsetalandi, sunnan við dönsku landamærin, lifa villi- svín í skógivöxnu landi. Danir ótt- ast að þessi svín beri með sér svínapest og hafa áhyggjur af því að þau komist yfir landamærin. „Þó að smithættan sé ekki mikil þá tökum við enga áhættu í danskri svínarækt, sem flytur út svínakjöt fyrir milljarða dkr. á ári,“ segir Torben Poulsen, formaður samtaka danskra svínabænda. Þessi umræða hófst með því að Danska náttúruverndarfélagið, Danmarks Naturfredningsforening, lýsti því yfir að leyfa eigi villisvín- um aftur aðgang að Danmörku en norðurþýskir veiðimenn veiddu 28 villisvín í Danmörku fyrir þremur árum. Ekkert þeirra reyndist smit- að af svínapest. Það voru samtök danskra svínabænda sem stóð fyrir þeim veiðum. Samtök danskra sláturhúsa hafa áætlað að útflutningsbann á svína- kjöti vegna svínapestar gæti kostað Danmörku 3,6 milljarða dkr. Upprunamerking lífrænna mjólkurvara í Danmörku Dansk-sænska mjólkurfyrirtækið Arla hefur sett á markað lífræna mjólk þar sem fram kemur á um- búðum hvaðan hún á uppruna sinn. Yfir 150 lífræn kúabú eru með í þessu átaki, annars vegar í Himm- erlandi á norðanverðu Jótlandi og hins vegar á Suður-Jótlandi. Íbúar á Norður- og Mið-Jót- landi fá mjólk frá Himmerland en íbúar á Fjóni og Sjálandi auk Suð- ur-Jóta fá mjólkina þaðan. Það er vörumerkið Harmonie- mjólk frá Arla sem verður þannig upprunamerkt. „Með þessu átaki komum við til móts við auknar kröfur neytenda um að fá að vita um uppruna vör- unnar, eins og farið er að gera um fleiri vörur, svo sem léttvín og egg,“ segir Karsten Jeppesen, starfsmaður Arla. Þetta framtak er aðeins fyrsta skrefið hjá Arla að upprunamerkja mjólkurvörur fyrirtækisins. Með því ætlar fyrirtækið að halda hlut sínum á markaðnum sem hefur fallið úr 29% í 25% á síðustu tveimur árum vegna sóknar ódýrr- ar þýskrar mjólkur inn á danska mjólkurmarkaðinn. „Með því að upprunamerkja lífrænar mjólkur- vörur okkar vonumst við til að auka áhuga neytenda á ekta dönskum vörum,“ segir Karsten Jeppesen og bætir við að á eftir muni fylgja bæði lífrænn rjómi og smjör. AÐ UTAN • Weelink - fóðurkerfi• Básamilligerðir, átgrindur og dýnur• Steinrimlar• Flórsköfukerfi• Kjarnfóðurbásar og kálfafóstrur Stálgrindarhús frá H. Hardeman með uretan samlokueiningum Vekjum athygli á því að við verðum með allar algengustu tegundir af sáðvörum í vor á hagstæðu verði. Ef um séróskir á sáðvörum er að ræða hafið þá samband sem fyrst. Opið alla virka daga frá kl. 8-18 Nýtt símanúmer er: 480 5600 Bjartmar Hannesson, bóndi, söngvari og textahöfundur á Norður-Reykjum í Borgarfirði, hefur sent frá sér plötu þar sem hann syngur eigin texta við ýmis lög. Á plötunni leikur Haukur Ingibergsson á gítar og syngur bakrödd og hann annaðist líka útsetningar. Vilhjálmur Guð- jónsson leikur á bassa. Platan er vel gerð sem og text- arnir en þeir eru flestir bundnir at- burðum í Borgarfirði eða Mýra- sýslu en plötunni fylgir lítill pési sem gerir grein fyrir tilurð text- anna. Bjartmar hefur um áratugaskeið skemmt sveitungum sínum og fleirum með gamanvísum. Gísli Einarsson fréttamaður segir í inn- gangi í pésanum sem fylgir plöt- unni að það sem öðru fremur ein- kenni kveðskap Bjartmars sé orð- gnótt, hugmyndaflug og síðast en ekki síst ómenguð íslensk fyndni. Á diskinum eru 23 lög. Nokkur þeirra eru eftir Bjartmar Hannes- son og tvö eftir þá Bjartmar og Hauk Ingibergsson. Útsetningar og undirleikur eru afar smekkleg eins og Hauks er von og vísa. Hljómdiskur þessi er eigulegur, hann er vel gerður, textarnir snjall- ir og söngurinn ágætur sem og undirleikurinn. Skemmtilegar sögur úr sveitinni        

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.