Bændablaðið - 27.01.2006, Qupperneq 35

Bændablaðið - 27.01.2006, Qupperneq 35
35Þriðjudagur 31. janúar 2006 KÁLFAMJÓLKURDUFT Elitekalv no. 1 www.fodur.is Sími 570-9800 Ódýr og góð lausn á kálfauppeldi. Frábær samsetning næringarefna. Leiðbeiningar á íslensku. Stórlækkað verð. Útsölustaðir: Fóðurblandan, Reykjavík. FB Búvörur, Selfossi. FB Búvörur, Hvolsvelli. Bústólpi, Akureyri. RARIK flytur í Hveragerði RARIK hefur ákveðið að flytja starfsemi sína frá Selfossi í Hvera- gerði en þar hafa bæjaryfirvöld út- hlutað fyrirtækinu lóðina við Mánamörk 2, sem er rétt við Suð- urlandsveginn. Áætla má að við flutninginn komi 10-14 ný stöðu- gildi til Hveragerðis. MHH Skessuhorn skýrir frá því að mikil eftirspurn sé eftir iðnaðarlóðum í Borgarnesi sé mikið að aukast. Á síðasta fundi bæjarráðs Borgarbyggðar voru teknar fyrir umsóknir þriggja aðila um iðnaðarlóðir við Sólbakka í Borgarnesi en þar er eins og kunnugt er skipulagt og byggingarhæft iðnaðarhverfi með allmörgum lóðum. Samþykkt var að úthluta tveimur lóðum, en einni afgreiðslu var frestað. Balta ehf. fékk úthlutað lóð við Sólbakka 24 og Hildigunnur Davíðsdóttir / Trémenn sóttu um og fengu úthlutað lóð númer 30, en frestað var ákvörðun um úthlutun lóðar númer 31. Eftirspurn eftir iðnaðarlóðum í Borgarnesi Íslenskir sérfræðingar hafa að undanförnu verið að kenna Dön- um að búa til íslenskt skyr sam- kvæmt framleiðslusamningi fyr- irtækisins Agrice ehf. sem er í meirihlutaeigu MS. Skúli Böðv- arsson, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, sagði í samtali við Bændablaðið, nýkominn frá Danmörku, en þangað fór hann ásamt íslenskum tæknimönnum til að koma framleiðslunni í gang, að eftir sé að fínstilla ým- islegt til þess að framleiðslan verðir ekta íslenskt skyr. Skúli segir að aðalmálið núna sé að markaðssetja skyrið, þ.e. að kenna Dönum að borða íslenskt skyr. Markaðssetning er rétt ný- hafin og þeir, sem henni stjórna, eru mjög bjartsýnir því að fólk, sem smakkað hefur íslenska skyr- ið, tekur því mjög vel. Íslendingar eru þarna að selja Dönum aðferðina við að bú til skyr og síðan mun Agrice ehf. fá pró- sentur af hverri seldri skyrdós. Skúli líkir þessu við hinn fræga norska ost Jarlsberg sem í dag er framleiddur m.a. í Bandaríkjunum með sömu skilyrðum og íslenska skyrið verður framleitt í Dan- mörku. Þróunarvinna með Dönunum mun halda eitthvað áfram en síðan er búist við að íslenskt skyr, fram- leitt í Danmörku, komi í fulla sölu í marsmánuði næstkomandi. Kenna Dönum að búa til íslenskt skyr

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.