Bændablaðið - 27.01.2006, Qupperneq 36
36 Þriðjudagur 31. janúar 2006
Póstmálin
við Djúp
Eins og fólk eflaust man kom
upp deila milli bænda við Djúp
og Íslandspósts vegna breytinga
á póstþjónustu sem Íslandspóst-
ur hugðist gera þar. Til stóð
koma upp járnkassa eða gámi
við heiðarsporð Steingríms-
fjarðarheiðar þar sem í átti að
setja allan póst og átti hann að
vera óvarðveittur í a.m.k. hálf-
an sólarhring eða lengur, eftir
færð, þar til landpóstur kæmi til
að sækja hann og dreifa. Af
þessu varð ekki að sinni að
minnsta kosti.
Indriði Aðalsteinsson, bóndi á
Skjaldfönn, segir í samtali við
Bændablaðið, að nokkrir bændur
hafi „risið upp á afturlappirnar,“
eins og hann orðar það. „Við
nauðuðum í þingmönnum kjör-
dæmisins og sveitarstjórnarmönn-
um og létum öllum illum látum og
höfðum okkar fram í eitt ár að
minnsta kosti,“ segir Indriði.
Póstur aðeins þrisvar í viku
Djúpmenn fá póst til sín aðeins
þrjá virka daga í viku en flestar
aðrar bændabyggðir fá póst sinn 5
daga vikunnar. Þá segir Indriði að
landpóstinum, sem kom með póst-
inn frá Ísafirði, hafi verið sagt upp
en hann kom líka með vörur sem
bændur pöntuðu á Ísafirði eða
með landpóstinum frá Hólmavík.
Niðurstaða þessa máls varð sú
að Þórður Halldórsson landpóstur
var fenginn til að aka alla leið á
Ísafjörð þrjá daga í viku til að
sækja póstinn og dreifa honum
svo í bakaleiðinni. Súðavíkur-
hreppur fékk 2,5 milljóna króna
fjárveitingu, til eins árs, til að
greiða fyrir akstur með nauð-
synjavörur til Djúpmanna. Sömu-
leiðis er lausnin á póstburðarmál-
unum líka bara til eins árs.
„Nú er bara að bíða og sjá
hvað verður að ári í þessu máli,“
segir Indriði Aðalsteinsson.
Svar við spurningunni sem varpað er fram í
titli greinarinnar hefur verulega þýðingu fyr-
ir það hvernig staðið er að ræktunarstarfi í
sauðfjárrækt. Sauðfjárbúskapur í Bretlandi
byggir á nýtingu fjölmargra fjárkynja í
skipulegri blendingsrækt þar sem upphafið
er harðgert fjallakyn þar sem Svarthöfðaféð
er langfyrirferðarmest. Ærnar af þessu kyni
verða á næstu þrepum
mæður blendingsánna sem
verða undirstaða í dilka-
kjötsframleiðslunni. Talið
er að erfðavísar frá fjalla-
kynjunum hafi veruleg
áhrif hjá um 75% allra
sláturlamba í landinu.
K j ö t g æ ð a e i g i n l e i k a r
fjallakynjanna skipta
þannig verulegu máli og
talsvert þykir skorta á að þeir séu nægjan-
lega miklir. Eðlilega velta menn því fyrir sér
hvort beint úrval fyrir auknum kjötgæðum,
meiri vöðva og minni fitu, hafi neikvæð
áhrif á framleiðslueiginleika ánna. Þetta
skiptir ekki minna máli við ræktun eins og
að er unnið hjá íslensku sauðfé.
Rannsóknir sýna hátt arfgengi
á fitu- og vöðvamagni
Á ráðstefnunni í Noregi um kjötgæði sauð-
fjár var gerð grein fyrir niðurstöðum úr rann-
sóknum sem verið hafa í gangi í Skotlandi í
tæpan áratug og eiga að varpa ljósi á þessa
þætti. Þessar rannsóknir byggja á víðtækri
notkun sneiðmyndamælinga. Á þann hátt er
mögulegt að fylgjast með þróun í vefja-
magni og vefjahlutföllum hjá einsökum
kindum um langan tíma, í þessu tilfelli í
fleiri ár. Áður byggðu slíkar tilraunir á því
að slátra með ákveðnu millibili samanburð-
arhópum til mælinga. Það
skýrir að sárafáar eldri rann-
sóknir í þessum efnum finn-
ast vegna mikils kostnaðar
við slíkar tilraunir. Auk þess
verður ónákvæmni þeirra
meiri en þessara rannsókna
vegna þess að mælingar eru
gerðar í mismunandi ein-
staklingum í þessum eldri
rannsóknum.
Rannsóknir þær sem þarna var greint
frá sem Lambe og samstarfsfólk hennar hafa
staðið að byggja á sneiðmyndamælingum á
rúmlega 300 ám af Svarthöfðafé. Ærnar
voru mældar reglulega fjórum sinnum á ári
um nokkurt árabil og vefjasamsetning og
magn þeirra þannig ákvarðað. Auk þess voru
afurðir þeirra mældar, bæði sem frjósemi
(fjöldi lamba) og þungi lambanna.
Niðurstöður þeirra sýna hátt arfgengi
bæði á fitu og vöðvamagni í skrokknum ( á
bilinu 0,4-0,7). Fitumagn í skrokknum hefur
hæst arfgengi en heldur lægra fyrir magn
búkfitu og vöðvamagn. Aldursáhrif á arf-
gengi þessara þátta eru þannig að arfgengið
er hæst þegar ærnar eru þriggja vetra en
lækkar síðan með aldri. Árstíðarsveiflur eru
mestar fyrir arfgengi á fitumagni í skrokkn-
um og er það hæst þegar ærnar eru feitastar á
fengitíma.
Greinilegt jákvætt erfðasamband var á
milli vöðvamagns (sama gilti um vöðva-
hlutfall) og framleiðslugetu ánna. Þetta
samband virtist meira skýrast af jákvæðum
áhrifum vöðvamagnsins á fjölda lamba
fremur en mjólkurlagni ánna metin sem
vaxtarhraði lambanna.
Samband fitunnar við framleiðslueigin-
leika virðist ekki jafn sterkt. Þó að það sé í
flestum tilvikum jákvætt er fitumagnið háð
því (eða hlutfall þess) á hvaða árstíma er að
ræða og einnig er það breytilegt eftir hvort
um er að ræða búkfitu eða skrokkfitu. Magn
búkfitu fyrir og um fengitíma hefur þannig
mest jákvæð áhrif en hins vegar hefur fitu-
magnið í skrokknum meiri áhrif þegar kem-
ur að tímabilinu fyrir burð hjá ánum. Þannig
er greinilegt að samspil er á milli fituforða
úr mismunandi vefjum eftir árstímum. Höf-
undarnir benda á að þó að sterk erfðatengsl
séu á milli búkfitu og fitu í skrokknum sé
þar ekki um fullkomið samband að ræða
þannig að fyrir hendi eru ákveðnir mögu-
leikar á því að breyta þessum hlutföllum.
Höfundar benda á að erfðasamband á
milli fitu og vöðva sé mjög lágt þannig að
möguleikar í ræktunarstarfinu til að fá fram
breytingar í þá veru sem menn óska við mis-
munandi aðstæður eru miklir.
Þessum rannsóknum er haldið áfram.
Með meiri gögnum er vonast til að renna
styrkari stoðum undir niðurstöðurnar. Einn-
ig eiga þær að gera mögulegt að skoða betur
samband eiginleika hjá lömbunum og ánum
sem tengjast vefjamagni og hlutföllum í
skrokknum. Einnig eru vonir bundnar við
að geta greint möguleg áhrif breytinga
vegna úrvals fyrir auknum kjötgæðum á
vanhöld lamba og fleiri þætti sem tengjast
móðureiginleikum ánna. Skoðun höfund-
anna virðist samt mjög eindregið sú að úrval
fyrir auknum kjötgæðum hjá Svarthöfðafé
(og öðrum fjallakynjum) á grundvelli óm-
sjármælinga muni, auk meiri kjötgæða,
einnig skila sér í meiri afurðaeiginleikum
hjá ánum. /JVJ
Hvaða áhrif hafa aukin kjötgæði
á framleiðslueiginleika ánna?
Jón V. Jónmundsson,
ráðunautur BÍ
jvj@bondi.is
Stjórnun og
ábyrgð í félögum
Um hvað er fjallað á námskeiðinu?
Fyrir hverja er þetta námskeið?
Hvað er gert?
Kennari
Tími
Stjórnun félaga, aðallega hlutafélaga.
Kjörna og ráðna stjórnendur. Þeir sem sitja í
stjórnum félaga og fyrirtækja á vegum bænda
eru hvattir til að koma.
Gerð verður grein fyrir hlutverki og ábyrgð
stjórnenda (félagsstjórnar og
framkvæmdastjóra), samskiptum þeirra og
verkaskiptingu. Einnig verða skoðaðar reglur
um viðskipti félaga við stjórnendur þeirra.
Áslaug Björgvinsdóttir lögfræðingur og
dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
Efnt verður til þriggja námskeiða sem standa
í níu kennslustundir.
Það fyrsta verður á Hvanneyri föstudaginn
10. febrúar kl. 10:00-17:00. Næsta námskeið
verður í Eyjafirði föstudaginn 24. febrúar kl.
10:00-17:00 og það þriðja föstudaginn 3.
mars, kl. 10:00-17:00 á Suðurlandi. Verð:
16.600 kr.
Haldið í samstarfi við Bændasamtök Íslands