Bændablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 11
Bændablaðið | Þriðjudagur 20. nóvember 200711
Aðalfundur
N.R.F.Í.
Nautgriparæktarfélag Íslands heldur aðalfund
sinn í félagsheimilinu Þingborg í Flóa laugar-
daginn 24. nóvember, og hefst hann kl. 13.00
Auk aðalfundarstarfa verður rætt um nýja
umsókn um innflutning erfðaefnis.
Stjórnin
Halldór Runólfsson yfirdýralækn
ir hefur staðfest að enginn riða
hafi greinst í sauðfé á Barðaströnd
eftir rannsóknir á sýnum sem
tekin voru í haust. Í sumar bárust
Sigurði Sigurðarsyni, dýralækni
og helsta sérfræðingi landsins í
riðuveiki, ábendingar í símtali
frá vegfaranda sem ekki vildi
láta nafns síns getið og þóttist
hafa séð riðueinkenni á kindum á
Barðaströnd.
Sigurður fór strax vestur og skoð-
aði kindur í högum og þótti honum
nokkrar stirðar í hreyfingum. Þegar
fé var komið í heimahaga í haust
fór Sigurður í alls þrjár ferðir vestur
til að skoða fé og taka sýni. Einnig
reyndi hann að nálgast sýni úr kind-
um sem komnar voru í sláturhús.
Niðurstöður úr rannsóknum
á þessum sýnum leiddu í ljós að
engin kind var smituð af riðuveiki.
Vestfirðir eru svokallað hreint
svæði en þar hefur aldrei fundist
riða og garnaveiki hefur ekki fund-
ist þar í meira en 20 ár og er hætt
að bólusetja við henni.
Halldór biður bændur um að
hika ekki við að láta vita um grun-
samlegar kindur, riðusýni eru tekin
þeim að kostnaðarlausu og er gott
að bændur rifji upp fyrir sér ein-
kennin sem geta verið eftirfarandi:
Ótti, öryggisleysi og fælni, kláða-
tilfinning í húð, kippir og titringur
eða stjórnleysi vöðva. Eins breytist
oft „málrómur“ kindanna, kvört-
unarhljóð heyrist í jarminu. Frá
þessu var skýrt í BB.
Engin riða í fé á Barðaströnd
Case 895
Árgerð ’92
með Tríma tækjum
Orkel 1250
Árgerð ´00
Með hnífa og net
Nýjar og notaðar
Vélar
Velger
dobble action rúllusamstæða
Árgerð ´04
McCormick MC 105
Árgerð ´07
Ekin 340 tíma
Stoll Robust 15
Keeman Klassic 170
fóðurvagn
Árgerð ’06
McCormick MC 115
Árgerð ’05
takkaskipt,
ekin 1376 tíma
Stoll Róbust 30 tæki.
McHale Fusion rúllusamstæða
Árgerð ’04