Bændablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 28
Bændablaðið | Þriðjudagur 20. nóvember 2007 Utan úr heimi Hefð hefur komist á að fulltrúar samvinnusamtaka evrópskra bænda, COPA/COGECA, hitt­ ist annað hvert ár á samráðs­ fundi með forystumönnum land­ búnaðarins í Norður­Ameríku; Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó. Þessi fundur var haldinn í Prag 15. og 16. október sl. Fyrir utan það að ræða stöðu alþjóðlegra viðskipta með búvörur og þróun landbúnaðar beggja vegna Atlantshafsins var rætt um hvernig tryggja mætti afkomu bænda, fram- boð búvara á markaði og verð á þeim. Einnig var rætt um stöðu sam- vinnusamtaka bænda og annarra framleiðendafélaga um allan heim nú þegar stórfyrirtæki leggja undir sig sífellt meira af búvörumark- aðnum. Í framhaldi af því var rætt um samkeppnisstöðu landbúnaðar í frjálsu markaðskerfi og að lokum um endurnýjanlegar auðlindir land- búnaðarins hvort sem er við mat- væla- eða orkuframleiðslu. Vaxandi óvissa Leiðtogar bænda beggja megin Atlantsála vilja að bændur geti lifað af starfi sínu. Þeir eru sammála um það að alþjóðlegt efnahagskerfi standi vel um þessar mundir og að verð á búvörum sé nú hátt. Hins vegar, jafnframt miklum möguleik- um sem við blasa, eru ýmsar blikur á lofti sem bætist við þá óvissu sem þegar er fyrir á búvörumarkaðnum. Eftir því sem opinber stuðningur við landbúnað tengist minna fram- leiðslunni, eins og nú er að gerast í ESB, er meiri hætta á verðsveifl- um á markaðnum fyrir búvörur og líforku. Þessar sveiflur bætast við spár um sveiflur vegna breytinga á veðurfari (hlýnun lofthjúpsins) sem og hættu á tíðari tilfellum búfjár- og jurtasjúkdóma, í kjölfar þess að búvörur eru í vaxandi mæli fluttar um víða veröld. Og sem fyrr er sala á búvörum afar háð gengisskráningu gjald- miðla. Veiking bandaríska doll- arans, bæði gagnvart kanadíska dollaranum, evrunni og fleiri gjald- miðlum, er dæmi þar um. Leiðtogi kanadískra bænda, Bob Friesen, er ekki aðeins ósáttur við ríkisstyrki við landbúnað í Bandaríkjunum heldur einnig við lækkandi gengi bandaríska dollarans. Enginn WTO-samningur Sjónarmið fundarmanna gagn- vart fríverslun og sjálfbærri þróun eru ólík. Á sama tíma og Bandaríkjamenn heimta fríversl- un (free trade) boða Evrópumenn heiðarleg viðskipti (fair trade). Á milli þeirra standa Kanadamenn. Evrópubúum finnst umhverfið og sjálfbær þróun of mikilvæg mál til að lúta lögmálum fríverslunar. Viðskiptasamningar verði því einn- ig að taka til málefna sem varða umhverfi og dýravernd. Bandaríkjamenn, á hinn bóginn, telja að viðskipti skuli vera óháð slík- um þvingunum og að sjálfbær þróun sé mikilvægari en svo að ríkisstjórnir heims komi að þeim málum. Formaður samtaka bandarískra bænda (American Farm Bureau Federation), Bob Stalman, hélt fram kostum erfðatækninnar. Með erfða- breyttar lífverur (GMO) að vopni telja samtök bandarískra bænda sig hafa besta möguleika á að auka framleiðni og hámarka framleiðslu sína. GMO er eins og hvert annað verkfæri í því skyni. Þetta er aðeins spurning um það hvort menn vilji heldur nota traktor eða múlasna. ESB gengur hins vegar miklu skemra í þessum efnum og þar er víða eindregin andstaða gegn notk- un erfðabreyttra jurta í landbúnaði. Internationella Perspektiv Bændur í ESB ræða við bandaríska bændur Methagnaður bandarískra bænda Tekjur bænda í Bandaríkj­ unum munu vaxa verulega á þessu ári. Samkvæmt upplýs­ ingum frá bandaríska land­ búnaðarráðuneytinu verða tekjur þarlendra bænda alls 87,1 milljarður dollara eða rúmlega 28 milljörðum meiri en á sl. ári og hafa aldrei verið meiri. Söluverðmæti bandarískra búvara verður í ár 323 millj- arðar dollara og hækkar um 48 milljarða frá árinu áður. Þar af fást 142 milljarðar fyrir upp- skeru nytjajurta, 141 milljarður fyrir búfjárafurðir og skógaraf- urðir og þjónusta gefa 40 millj- arða dollara tekjur á árinu. Hækkandi verð á maís og olíufræi veldur miklu um hækkun teknanna, sem aftur má rekja til þess að eftirspurn eftir lífeldsneyti hefur aukist um 60%. Þá hefur verð á fuglakjöti og mjólk einnig stórhækkað. Á hinn bóginn glímir búfjárræktin við vaxandi fóðurkostnað. Útflutningur Bandaríkjanna á búvörum er einnig meiri en nokkru sinni fyrr. Andvirði þeirra er áætlað 79 milljarð- ar dollara eða 10 milljörðum meira en á sl. ári. Það eru einkum Kínverjar sem kaupa af þeim sojabaun- ir og baðmull. En Bandaríkin flytja einnig inn búvörur fyrir hátt í það jafn mikið og þeir flytja út. Það eru einkum ávext- ir, nýir og niðursoðnir, kaffi, vín og öl sem er flutt inn. Landsbygdens Folk Verndun regn­ skóganna Viðurkennt er að eitt mikilvæg­ asta umhverfismál á heimsvísu um þessar mundir sé verndun regnskóganna. Annars vegar er þar að finna fjölda tegunda jurta og dýra sem eru í útrýming­ arhættu og á hverju ári deyr út fjöldi þeirra. Hins vegar binda regnskógarnir meira af koltví­ sýringi á flatareiningu en nokk­ ur annar gróður, m.a. vegna þess að gróðurinn vex þar árið um kring. Norska ríkisstjórnin fjallar nú um að veita fé til verndunar regnskóga á Amazon-svæðinu í Brasilíu. Stjórnvöld þar í landi hafa áhyggjur af eyðingu þeirra og hafa lagt til að stofnaður verði alþjóð- legur sjóður sem hafi það að mark- miði að draga úr eyðingu skóg- anna. Umhverfisráðherra Brasilíu, Marina Silva, hefur kynnt þá hug- mynd. Sjö norsk umhverfissamtök hafa lagt til að Noregur veiti árlega sex milljarða n.kr. í þennan sjóð. Um 20% af losun lofttegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum í lofthjúpnum stafa af eyðingu regnskóganna. Ein mikilvægasta einstaka aðgerðin til að draga úr þessari losun er að koma böndum á þessa skógareyðingu. Heidi Sörensen, deildarstjóri í norska umhverfisráðuneytinu, hefur lýst því yfir að norska rík- isstjórnin muni taka þessa tillögu til jákvæðrar umfjöllunar við und- irbúning næstu fjárlaga. Stjórnar andstöðuflokkarnir í Noregi hafa einnig tekið jákvætt í hugmyndina. Nationen Stjórnvöld í Noregi hafa fengið samþykki fyrir því hjá ESB að ráða því sjálf hvaða erfðabreytt­ ar lífverur megi eiga viðskipti með og rækta í landinu. Umhverfisráðherra Noregs, Helen Björnöy (nú fyrrverandi) lýsti yfir ánægju sinni með þessa niðurstöðu. Þar með getum við haldið við þeim ströngu reglum fyrir vottun á erfðabreyttum lífver- um sem við höfum haft, sagði hún. Að baki þessa liggur það að á fundi ríkja á Evrópska efnahags- svæðinu, EES, fyrir nokkru var fjallað um að EES tæki upp reglu- gerð ESB, nr. 2001/18/EF, um erfðabreytta ræktun. Á fundinum fékk Noregur því framgengt að geta bannað ræktun á erfðabreytt- um jurtum sem ESB hefur leyft ef Noregur er ósammála ESB um hollustu og umhverfisáhrif við- komandi ræktunar. Ráðherrann bætti því við að með þessu sérákvæði gæti Noregur framfylgt markmiði norsku laganna um siðfræði, samfélagsleg not og sjálfbæra þróun þegar fjallað væri um umsóknir um erfðabreytta rækt- un. Þegar ESB afgreiðir umsóknir um leyfi til erfðabreyttrar ræktunar er ekki fjallað um þessa þætti. Nýja norska reglugerðin stendur mun nær stefnu Noregs í þessum málum heldur en hin fyrri, m.a. varðandi þol nytjajurta gegn jurta- varnarefnum, varúðarsjónarmið, strangara hættumat, tímabundnar leyfisveitingar, siðferðileg sjón- armið, upplýsingaskyldu, eftirlit og kröfur um rekjanleika og varðandi merkingar. Nationen Landbúnaður er stórlega van­ metinn sem leið til að vinna gegn fátækt. Það er meginboðskapur í nýrri skýrslu Alþjóðabankans, „World Development Report 2008“. Þar segir að endurmeta þurfi hlut landbúnaðarins í bar­ áttunni við að uppfylla þúsald­ armarkmið um að draga úr fátækt í heiminum. Hér er á ferð ný stefna bankans. Matvæla- og landbúnaðarstofn- un SÞ, FAO, hefur fagnað þessari nýju stefnu en þetta er í fyrsta sinn síðan 1982 að Alþjóðabankinn hefur beint athyglinni að hlut land- búnaðar í baráttunni við fátækt. Yfirmaður málefna landbún- aðar í deild FAO sem fjallar um hagvöxt, Kostas Stamoulis, hefur vakið athygli á að áðurnefnd skýrsla sýni þá stefnubreytingu sem orðið hefur á síðustu árum innan Alþjóðabankans. Eftir langt hlé er bankinn aftur farinn að veita lán til verkefna í land- búnaði. Vissulega þarf að veita þróunarhjálp til félagslegra verk- efna, segir Kostas Stamoulis, en samfélögin verða ekki sjálfbær ef verðmætasköpun landanna stend- ur ekki undir lífskjörum fólksins og þar er landbúnaðurinn nærtæk- astur. Þrír fjórðu hlutar hinna fátæku í heiminum búa í dreifbýli og flestir þeirra tengjast landbúnaði, segir í skýrslu Alþjóðabankans. Það bein- ir sjónum að því að þróun land- búnaðar í þessum löndum hefur afgerandi áhrif á fátækt og hungur í þessum löndum. Á sama tíma og aukin þörf verður fyrir framleiðslu matvæla vegna fólksfjölgunar, minnkar tiltækt ræktunarland, auk þess sem breytingar á veð- urfari verða einnig íþyngjandi. Framleiðsla á lífeldsneyti hefur áhrif í sömu átt. Í skýrslu Alþjóðabankans má finna varkára sjálfsgagnrýni í þessum efnum. Markaðurinn virk- ar ekki alltaf í þróunarlöndum, segir Kostas Stamoulis, og jafnvel þó að hann virki þá tekst hinum fátæku ekki alltaf að notfæra sér hann. Bankinn mælir sem fyrr með auknu frelsi í viðskiptum, með afnámi tolla og styrkja til landbúnaðar. Jafnframt viðurkenn- ir hann að viðskiptafrelsi eigi ekki jafnt við í viðskiptum með allar afurðir né í öllum löndum. Aukið frelsi í viðskiptum leið- ir til hærra verðs á matvælum. Í Brasilíu bitnar það á hinum fátæku sem eru þriðjungur þjóðarinnar. Í mörgum þróunarlöndum kaupa hinir fátæku meira af mat en þeir framleiða. Þeir verða undir í lífs- baráttunni en hinir, sem framleiða mat umfram neyslu, verða sig- urvegararnir. Nationen Hlutur landbúnaðar er vanmetinn í þró­ unarhjálp, segir Alþjóðabankinn nú Strangar reglur um ræktun erfðabreyttra jurta í Noregi Arla óttast mjólkurskort 175 danskir og 12 sænskir kúa­ bændur hafa sagt sig úr viðskipt­ um við danska mjólkurrisann Arla sem við það missir 300 milljónir kg af mjólk út úr ársrekstrinum. Povl Krogsgaard aðstoðarfor- stjóri Arla Foods segir að ef þetta haldi áfram muni fyrirtækið fara að vanta mjólk til framleiðslu á ostum. Hann segir það órökrétt að skortur skuli vera á mjólk á sama tíma og ESB sé að auka mjólkurkvótann. LandbrugsAvisen

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.