Bændablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 2
 Þuríður Backman alþingismað­ ur bar fram á Alþingi fyrirspurn til landbúnaðarráðherra um erfðabreytt aðföng í landbúnaði. Ráðherra hefur svarað fyrirspurn­ inni sem er í 7 liðum og sagði Þuríður í samtali við Bændablaðið að þetta sé ekkert svar og að hún hafi í rauninni áhyggjur af því. ,,Annað hvort ríkir algert þekk- ingarleysi á málinu eða þá að það er enginn vilji til þess að fylgjast með og vera samstiga Norðurlandaþjóðunum og öðrum Evrópulöndum í þessu máli. Við erum búin að vera með gildandi Evrópureglur í 4 ár sem hefði verið hægur vandi að taka upp og hafa til hliðsjónar. Og að minnsta kosti vera vakandi yfir því að bænd- ur hefðu upplýsta stöðu mála um það hverskonar kjarnfóður það er sem þeir eru að nota. Þeirra sé þá valið,“ sagði Þuríður. Hvaða kjarnfóður er þetta? Hún segir að það komi hvergi fram hvaða kjarnfóður það er sem verið er að selja og segist ekki vera viss- um að bændur geri sér grein fyrir því hvaða kjarnfóður þeir séu að kaupa. Hún segir enn fremur að í svarinu komi ekki fram áhugi né vilji til að bæta úr þessu þó svo, úr því sem komið er, að ætlunin sé að bíða eftir nýju reglunum og innleiða þær en það kemur fram í svarinu. ,,Ég tel að hægt sé að bregðast við og gera ráðstafanir nú þegar til þess að bændur vissu hvað þeir eru með í höndunum. Á því virðist ekki vera neinn áhugi,“ segir Þuríður og bætir við að sá sérfræðingur sem hafi aðstoðað ráðherra við samn- ingu svarsins hafi ekki verið hlut- laus í þessu máli og tali um kyn- bætur með nýrri tækni í stað þess að tala um erfðabreyttan fóðurbæt- ur sem er staðreynd málsins. Þuríður segist ætla að halda áfram með þetta mál vegna þess hve óljóst svar ráðherra sé. Svar ráðherra má finna á vef Alþingis www.althingi.is og er þetta þing- skjal númer 154 og 100. mál. S.dór Fréttir Bændablaðið | Þriðjudagur 20. nóvember 2007 Í nýjasta hefti danska bænda­ blaðsins LandbrugsAvisen er skýrt frá því að bæði tilbúinn áburður og þar af leiðandi allt korn hafi hækkað mjög í verði á þessu ári og spáð er enn frek­ ari hækkun á næsta ári. Hjá áburðarfyrirtæki í Árósum í Danmörku er þegar komin fram 25 til 30% verðhækkun á þessu ári. Þessi mikla verðhækkun á áburði leiðir að sjálfsögðu til verðhækkana á öllum fóðurbæti þótt enn sé ekki hægt að segja til um hve mikil hún verður. Inn í þetta kemur að Rússar hafa stóraukið maísframleiðslu sína en hann er uppistaðan í lífeldsneyti sem keyrir upp verð á maís bæði þar og í Bandaríkjunum sem og á korni um þessar mundir. Þá eru Kínverjar farnir að borða fleira en hrísgrjón og kalla því eftir áburði í stórauknum mæli. Þessi aukna eftirspurn kemur framleiðendum áburðar á óvart því þeir hafa á und- anförnum árum verið að draga úr framleiðslu og loka verksmiðjum vegna minnkandi eftirspurnar. Við þetta bætast svo látlausar hækkanir á olíuverði og allt verður þetta til þess að verð á tilbúnum áburði og fóðurbæti stórhækkar. Ekkert lát á hækkunum Lúðvík Bergmann, framkvæmda- stjóri Búfanga sem er stór innflytj- andi á tilbúnum áburði, sagði að verð bæði á fóðurbæti og áburði hefði hækkað jafnt og þétt allt þetta ár og ekkert lát væri þar á. Pétur Pétursson hjá Fóðurblönd- unni sagði að aðalsendingarnar af tilbúnum áburði kæmu til landsins upp úr miðjum febrúar. Hins vegar yrði að greiða áburðinn núna um leið og hann er pantaður og það væri alveg ljóst að stórfelldar verð- hækkanir væru framundan, bæði á áburði og fóðurbæti. Í sama streng var tekið hjá SS en sú sem rætt var við þar sagði að verð væri ekki komið á þann áburð sem kemur eftir áramótin en ljóst að hækkun væri óumflýjanleg. S.dór/–ÞH Stórfelldar verðhækkanir framundan á tilbúnum áburði og fóðurbæti Hin árlega mjólkurvörusýn­ ing í Herning í Danmörku var haldin dagana 13.­15. nóvem­ ber. Fulltrúar íslenska mjólk­ uriðnaðarins hafa annað hvert ár farið á sýninguna og tekið þátt í margskonar keppn­ um við frændþjóðir okkar á Norðurlöndum. Í ár lék lánið síður en svo við íslensku kepp­ endurnar því allar íslensku mjólkurvörurnar voru stopp­ aðar í sænska tollinum og náðu því ekki til keppni á til­ settum tíma. Skýringin er sú að Íslendingarnir sendu vörur sínar með flugi til Stokkhólms í Svíþjóð en þar átti flutninga­ bíll að taka við vörunum og ferja til Herning í Danmörku. Í Svíþjóð voru tollayfirvöld hins vegar ekki á þeim buxunum að hleypa tæplega 200 íslenskum mjólkurvörutegundum áfram til Danaveldis. Bændablaðið hafði samband við Magnús Ólafsson aðstoð- arforstjóra hjá MS sem var staddur úti á sýningunni. Hann sagði þetta mikil vonbrigði fyrir íslensku keppendurna: „Það á eftir að fara ofan í saumana á því hvað gerðist. Við sendum yfir 200 sýnishorn af stað í síð- ustu viku sem áttu að vera hér úti fyrir helgi. Það var valið að senda ostana með fraktflugi til Svíþjóðar í stað almennrar vélar til Kaupmannahafnar eins og við gerðum árið 2005. Þá reyndar skemmdist hluti af ostunum og því var þessi flutningsleið valin en Flugleiðir bjóða ekki upp á fraktflug til Kaupmannahafnar,“ sagði Magnús Ólafsson en um 20 starfsmenn fyrirtækisins eru á sýningunni. „Ostarnir áttu aldrei að fara inn í Svíþjóð og gegnum toll þar heldur átti að fljúga áfram með þá til Danmerkur eftir millilend- ingu. Við höfum ekki feng- ið nákvæma skýringu á því af hverju þetta gekk svona fyrir sig en þar sem við erum fyrir utan Efnahagsbandalagið þarf að upp- runamerkja vörur sem við vorum í raun búin að gera en það voru einhverjir fleiri skilmálar sem við eigum eftir að fá á hreint. Það er búið að fara fram gríðarlegur und- irbúningur og við vorum hér með dómara og annað. En við ætlum að sofa á þessu og fara yfir málið en þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir okkur,“ sagði Magnús. Sven Ålborg aðalritari Scandi- navian Dairy Contest kvaðst afar leiður yfir því að sumar vörurnar hefðu ekki náð á sýninguna í tíma: „Það var afar óheppilegt hvernig fór fyrir Íslendingum sem iðulega hafa staðið sig glimr- andi vel á Mjólkursýningunni í Herning,“ sagði hann í viðtali við fréttavef Mejeriforeningen. Alls voru 1.734 vörur skráðar til keppni. Mjólkurvörusýningin í Herning 2007 Íslensku mjólkurvörurnar strand í Stokkhólmi! Sigurvegarar á mjólkursýningunni „Scandinavian Dairy Contest 2007“. Lengst til vinstri er Jóakim Danaprins en við hlið hans eru sigurveg­ arar hinnar árlegu mjólkurvörukeppni ásamt forsvarsmönnum sýning­ arinnar. Ljósm: Lars Aarø / Fokus Í hléinu var meðal annars hægt að bragða á framandi eldistegundum og kunnu gestir vel að meta það. Vel sótt haustráðstefna Matís Haustráðstefna Matís var haldin 15. nóvember þar sem margar áhugaverð- ar framsögur voru haldnar. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Einar K. Guðfinnsson, setti ráðstefnuna og því næst hélt Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, erindi um hlutverk fyrirtækisins og framtíðarsýn. Þar á eftir fylgdu ýmis erindi um mat, hollustu matar og möguleika í fiskeldi á Íslandi svo fátt eitt sé nefnt. Í hléi var kynning í básum um líf- og erfða- tækni í matvælaframleiðslu, matarhönnun nema úr Listaháskólanum var kynnt, möguleikar í fiskeldi kynntir og hægt var að bragða á framandi eld- istegundum ásamt því að rannsóknir Matís voru kynntar með hvannalömb og fiskneyslu Íslendinga og fleiru. ehg Mývatnssveit, töfraland jólanna Aðventudagskráin í Mývatns­ sveit, töfralandi jólanna, hefst í ár laugardaginn 24. nóv nk. kl. 15 með heimboði jólasveinanna í Dimmuborgir. Þaðan er boðið í kaffisamsæti í Skjólbrekku. Einnig má nefna hið árlega jóla- bað jólasveinanna í Jarðböðunum laugardaginn 1. des kl. 18, laufa- brauðsdag Dyngjukvenna 8. des og jólahlaðborð allar helgar á Sel hótel Mývatn. Jólasveinarnir verða dag- lega í Dimmuborgum frá 1. des milli kl. 13 og 15. Kaffihúsið í Vogafjósi er opið um helgar milli kl. 14 og 20 og þangað mæta jólasveinarn- ir á mjaltatíma. Ljósmyndasýning Christmas Cities samtakanna með Mývatnssveit sem þátttökuaðila er haldin í Mývatnsstofu og margt fleira. Nánari upplýsingar á www. snowmagic.is Þuríður Backman alþingismaður um svar við fyrirspurn um erfðabreytt aðföng í landbúnaði: Þetta er ekkert svar Lokið við Kaldbaksveg Nú er lokið framkvæmd­ um við Kaldbaksveg en það er vegur sem liggur sunnan Grenjár upp á Grenjárdal í um 400 m hæð. Vegagerðin, KEA, Félag vélsleðamanna í Eyjafirði og Grýtubakkahreppur hafa borið kostnaðinn af verkinu. Þessi vegur er fyrst og fremst ætlaður fyrir útivistarfólk, svo sem þá sem fara með snjótroðaranum upp á Kaldbak, vélsleðamenn, skíðafólk og göngufólk. Hvort einhvern tímann verði hægt að koma upp skíðalyftu þarna uppi skal ósagt látið á þessari stundu en mjór er mik- ils vísir. Jötunn Vélar á Selfossi er í mik­ illi sókn þessi dægrin. Fyrr á árinu stofnaði fyrirtækið vélasöl­ una Total­Maskiner í Danmörku þar sem vöxtur hefur verið hrað­ ari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Alls eru starfsmenn þar ytra orðnir ellefu talsins. Þann 1. des­ ember yfirtekur fyrirtækið form­ lega rekstur Remfló sem áður var í eigu MS. Remfló sérhæfir sig í sölu á alls kyns mjaltabúnaði og rekstrarvörum fyrir kúabændur en fyrirtækið hyggst bráðlega blanda sér í samkeppni á mjalta­ þjónum hér á landi. Þeir verða af gerðinni SAC og eru smíðaðir í verksmiðjum SAC í Hollandi. Íslenskir kúabændur hafa hingað til aðeins getað valið á milli Lely og DeLaval mjaltaþjóna en nú bætist þriðji valkosturinn við. Nýjustu fréttir frá Jötni Vélum eru þær að hinar vinsælu McHale rúllu- og pökkunarvélar eru komn- ar í umboðssölu hjá fyrirtækinu. Að sögn Finnboga Magnússonar fram- kvæmdastjóra er umboðið mikill fengur fyrir Jötun Vélar. „Vélarnar eru írskar og vel þekktar fyrir gæði og áreiðanleika. Þær hafa verið á íslenskum markaði um 15 ára skeið og við ætlum markvisst að auka við markaðshlutdeild þeirra sem við teljum að nú sé um 20%. Þetta eru bæði sambyggðar rúllu- og pökk- unarvélar og aðskildar. Við finnum fyrir því að bændur eru að biðja um afkastameiri vélar og þá er McHale kjörin lausn að okkar mati. Að sjálfsögðu munum við halda áfram sölu og þjónustu á Vicon rúlluvél- um sem við höfum selt um árabil,“ segir Finnbogi og bætir því við að í haust hafi útsendarar McHale komið hingað til lands og heimsótt flesta vélasalana. „Í kjölfarið feng- um við umboðið sem við erum mjög stolt af,“ segir Finnbogi fram- kvæmdastjóri Jötuns Véla. Jötunn Vélar á Selfossi færa út kvíarnar Bjóða upp á McHale heyvinnsluvélar og mjaltaþjón frá SAC Finnbogi Magnússon hjá Jötni Vélum. Með tilkomu SAC mjalta­ þjónsins býðst kúabændum þriðji valkosturinn en Lely og DeLaval hafa verið einráðir á íslenska mark­ aðnum til þessa.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.