Bændablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Þriðjudagur 20. nóvember 20071 Árleg bændahátíð á Austurlandi var haldin í Valaskjálf laugardag­ inn 3. nóvember síðastliðinn. Að sögn Freyju Gunnarsdóttur í undirbúningsnefndinni féll hátíðin niður um nokkurra ára skeið en var nú haldin í tíunda skipti eftir að hún var endurreist. Sitt fyrra blómaskeið átti þessi viðburður hins vegar á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Veislustjóri á hátíðinni var Ómar Ragnarsson sem fór á kostum, enda vanur maður á ferð. Heiðursgestir hátíðarinnar voru Magnús Jónsson veðurstofustjóri og kona hans, Karitas Sigurðardóttir. Skemmtiatriði voru m.a. í hönd- um ,,Heimasætanna“ Sigurlaugar Jónsdóttur og Margrétar Daggar Guðgeirsdóttur sem sungu eins og englar, meðal annars lög eftir Bjartmar Guðlaugsson af nýút- komnum diski þar sem þær syngja lög hans ásamt öðrum. Einnig sungu Vallargerðisbræður, sem mynda kvartett ungra manna úr borg óttans suður þar, og tókst virki- lega vel upp við að syngja raddað ýmsa þekkta gamla slagara og nýja við píanóundirleik. Formaður Búnaðarsambands Austurlands, Vigdís Sveinbjörns- dóttir á Egilsstöðum, afhenti verð- laun og viðurkenningar. Kjarkur og þor sveitanna, verð- launagripur hannaður og smíðaður af Hlyni og Eddu á/í Miðhúsum, var nú afhentur í níunda sinn. Hann kom að þessu sinni í hlut hjónanna Lindu Steingrímsdóttur og Þorsteins Guðmundssonar á Ketilstöðum í Útmannasveit, fyrir uppbyggingu kúabús. ,,Þorsteinn og Linda eiga ekki sínar rætur hér eins og algengast er um þá sem búa hér í sveitunum, en þegar þau fóru að horfa í kringum sig eftir bújörð varð það niðurstað- an að kaupa Ketilsstaði og þangað fluttu þau sunnan af landi vorið 1993 með tvö ung börn. Mér skilst að það sumar hafi alveg vantað hina rómuðu veðurblíðu Austurlands en væntanlega hefur bara þurft að herða þessa Sunnlendinga. Það virðist bara hafa tekist þokkalega og þau hafa ekki setið auðum hönd- um eftir að þau fluttu austur. Árið 1998 fóru þau út í að stækka og endurbyggja íbúðarhús- ið af miklum myndarskap og 2005 var farið út í fjósbyggingu. Þar eru 60 básar fyrir kýr og kvígur auk geldneytaaðstöðu. Auk þess hefur framleiðslurétturinn verið aukinn frá því að vera 89 þúsund lítrar í það sem nú er, 460 þúsund lítrar. Tveir mjaltaþjónar sjá um mjaltirnar í nýja fjósinu, enda eins gott því Þorsteinn er gjarnan á ferð- inni vítt og breitt um Héraðið til að afla heyja,“ sagði Vigdís meðal annars þegar hún afhenti Lindu og Þorsteini farandgripinn sem fylgir þessari vegsemd. Búnaðarsamband Austurlands hefur síðustu ár afhent verðlauna- gripi á bændahátíð fyrir afurðir bæði í sauðfjárrækt og mjólk- urframleiðslu og fyrir hrossa- rækt. Sláturfélag Austurlands og Mjólkurbú Flóamanna gáfu á sínum tíma farandgripi hvort í sinni grein og Félag hrossabænda gaf síðan grip til að verðlauna hrossarækt á svæðinu. Verðlaun fyrir afurðahæsta kúabúið fengu bændur á Hánefs- stöðum við Seyðisfjörð, þau Jón Sigurðsson og Svanbjörg Sigurð- ardóttir. Afurðahæsta sauðfjárbúið var Lundur á Völlum en þar búa bræðurnir Jón og Sigurhans Jóns- synir. Fyrir hæst dæmda kynbóta- hross sem er að koma í fyrsta skipti til kynbótadóms var Guðrún Á. Eysteinsdóttir á Tjarnarlandi, einn- ig í Útmannasveit, verðlaunuð. Eftir borðhald og skemmtiatriði lék hljómsveit Friðjóns Jóhannsson- ar fyrir dansi. SigAð Þeir tóku við viðurkenningum, hver fyrir sína búgrein. Jóhann Jónsson fyrir Hánefsstaðabúið og mjólk­ urframleiðsluna, Jón Jónsson fyrir Lundsbúið og sauðfjárræktina og Einar Eysteinsson fyrir systur sína Guðrúnu, Tjarnarlandsbúið og hrossaræktina. Konurnar sungu „við erum ofaná“ Vala Valtýsdóttir og Ásta Jóhanns­ dóttir syngja af innlifun og mikl­ um sannfæringarkrafti í keppni um hvort konur eða karlar syngja hærra. Nei..nei.. „við erum ofaná“. Hlíðar Eiríksson, Jónas Bjarki Björnsson og Þórarin Magni Ragnarsson malda í móinn og sungu hvað þeir lifandi gátu, en máttu ekki við margnum, konurnar ætluðu sér alltaf að vera ofaná. Bak­ við þá sést í Ágúst Hjartarson og Stefán Kristmannsson gaf þetta strax frá sér, vitandi að það borgar sig ekki að malda í móinn þegar konur eru annars vegar. Fjölmenni var mætt og að sögn Freyju Gunnarsdóttur var þetta ein fjölmennasta Bændahátíðin frá því hún var endurreist. Myndir SigAð Bændahátíð á Austurlandi Glens, glaumur og verðlaunaafhending Rögnvaldur Ragnarsson á Hrafnabjörgum var að sjálfsögðu mættur ásamt Þórlaugu Sigfúsdóttur. Vigdís Sveinbjörnsdóttir formaður Búnaðarsambands Austurlands afhend­ ir Lindu Steingrímsdóttur og Þorsteini Guðmundssyni á Ketilstöðum verð­ launagripinn ,,Kjark og þor sveitanna”. Tvær á tali, Kristín Rögnvaldsdóttir og Sigurrós Soffía Jónasdóttir ræða það sem er efst á baugi. ,,Hvað ætli sé þarna niður á milli brjóstanna á Freyju” veislustjórinn Ómar Ragnarsson og Freyja Gunnarsdóttir í undirbúningsnefnd, stinga saman nefjum, aðallega nefi Ómars.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.