Bændablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 26
Bændablaðið | Þriðjudagur 20. nóvember 2007 Tveir nýir klaufskurðabásar eru komnir til landsins, annars vegar á Suðurland og hins vegar á Vesturland. Kynbótastöð Suður­ lands mun reka básinn á Suður­ landi en umsjónarmaður hans verður Guðmundur Skúlason. Á Vesturlandi verður Guðmundur Hallgrímsson á Hvanneyri umsjón­ armaður bássins þar. Báðar hafa þeir farið á námskeið í klaufskurði í Danmörku. Það er viðurkennd staðreynd að illa hirtar klaufir og fótamein hafa verulega neikvæð áhrif á líðan kúa og þar með nyt og frjósemi. Básinn á Suðurlandi var kynntur nýlega á tilraunabúinu á Stóra Ármóti i Flóahreppi fyrir kúabændum. Mikill áhugi er á básnum á meðal kúabænda enda virkar hann vel og er afkasta mikill. Það voru hjónin og klaufskurð- armeistararnir Bent og Jonna Frandsen frá Danmörku sem sýndu verklag sitt og handbragð á opna húsinu. „Básinn virkar mjög vel og það er mikil ánægja með hann. Ég hef trú á því að kúabændur verði duglegir að nýta sér básana á Vesturlandi og Suðurlandi, þetta er jú nauðsynlegur liður í vellíðan kúnna og hefur áhrif á nyt þeirra,“ sagði Guðmundur Skúlason að- spurður um nýju básana. MHH Klaufskurðarbásar á Vestur­ og Suðurlandi Dönsku hjónin ásamt þeim Guðmundi Skúlasyni (t.v), sem mun sjá um básinn á Suðurlandi og Guðmundi Hall­ grímssyni á Hvanneyri (t.h.), sem mun sjá um básinn á Vesturlandi. Guðmundur Skúlason, klaufskurðarmeistari að störfum. Jonna fylgist vel með. Ekkert jafnast á við vel snyrtar klaufir enda hafa þær jákvæð áhrif á nyt og frjósemi kúnna. Fjölmargir kúabændur komu í opna húsið á Stóra Ármóti og kynntu sér nýja klaufskurðarbásinn. Í sumar var gert verulegt átak í endurgerð Litlabæjar í Skötufirði. Er endurbygging hússins nú langt komin og lík­ legt að það verði opið almenn­ ingi næsta sumar. Fjöldi manns hefur komið að húsinu undan­ farin sumur og skoðað það utan en húsið er allt í gömlum stíl, útveggir hlaðnir úr torfi og grjóti, torf á þaki en stafnar úr timbri. Endurbygging bæjarins hófst árið 1999 en þá tók Þjóðminjasafn Íslands bæinn til varðveislu. Síðan hefur verið unnið að endurgerð hússins með nokkrum hléum þó. Litlibær er í Skötufirði í Ísa- fjarðardjúpi og stendur örskammt frá þjóðveginum. Jörðin fór í eyði árið 1969, en á skilti sem stendur við göngustíg heim að húsinu er eftirfarandi lýsing: Litlibær var reistur árið 1895 af tveimur vinafjölskyldum sem upphaflega bjuggu hvor í sínum hluta hússins. Frumbyggjendurnir hétu Finnbogi Pétursson og Soffía Þorsteinsdóttir og Guðfinnur Ein- arsson og Halldóra Jóhannsdóttir. Fólkið mun hafa lifað af sjávar- fangi ekki síður en landbúnaði því þarna er lítið undirlendi og land grýtt og því óheppilegt til rækt- unar. Húsið er 3.9 x 7.4 að grunn- fleti en portbyggt loft er yfir jarð- hæð. Tvö útieldhús voru skammt frá íbúðarhúsinu. Alls munu 20 til 30 manns hafa búið í Litlabæ þegar flest var. Kristján Kristjánsson bóndi á Hvítanesi sem er örskammt frá Litlabæ er barnabarn Finnboga og Soffíu. Hann er uppalinn í Litlabæ og eigandi jarðarinnar. Kristján og kona hans Sigríður Hafliðadóttir hafa sýnt ófáum ferðalöngum hús- ið undanfarin ár. Kristján segir að mikill straumur fólks sé heim að bænum, þannig skrifuðu um 1.300 manns í gestabók þar sum- arið 2005. Kristján segist vonast til að næsta sumar verði opnað safn í Litlabæ sem sýni litla bóndann í sínu daglega amstri við sjósókn og landbúnað. Svo vel vill til að Kristján segist hafa varðveitt margt af gömlu áhöldunum sem notuð voru hér áður og þau verða væntanlega flutt aftur í sín gömlu heimkynni með vorinu. Nefnir hann þar m.a. skilvindu og strokk. Einnig er hluti af innbúi afa hans og ömmu þarna og gamlar bækur, en Finnbogi var bókamaður og keypti bækur sem bendir til að fjárhagur fjölskyldunnar hafi verið þokkalegur þrátt fyrir ómegð. ,,Ég er mjög ánægður með þetta og tel að vel hafi tekist til með þessa uppbyggingu. Það hefur tek- ist að varðveita þetta gamla sem hægt var en sumt var algerlega ónýtt. Hér mun fólk geta séð hvern- ig þetta var í gamlatímanum en svo hafa nútíma þægindi eins og rafmagn og fleira verið tekið inn i húsið,“ sagði Kristján á Hvítanesi að lokum. ÖÞ Endurbyggingu Litlabæjar að ljúka Litlibær í Skötufirði, uppbyggingin er nú langt komin. Ljósm. ÖÞ Kristján Kristjánsson hefur sýnt fjölmörgum Litlabæ á undanförnum árum. Hér er hann í sumar ásamt tveimur ferðalöngum. Ljósm. ÖÞ

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.