Bændablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 17
Bændablaðið | Þriðjudagur 20. nóvember 20071 Hörkutól - til góðra verka MotorMax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400 MotorMax Egilsstöðum - Sími 470-5080 / 470-5070 - MotorMax Akureyri - Sími 460-6060 www.motormax.is Utanborðsmótorar frá Yamaha. Getum boðið upp á fjölmargar stærðir af traustum fjórgengis og tvígengis utanborðsmótorum frá Yamaha. Bjóðum örugglega upp á eina bestu viðhalds- og viðgerðarþjónustu sem völ er á. Verð frá 108.500 kr. án vsk Rhino torfærutröllið er engu líkt. Hann fer með þig nánast hvert sem er. Og líka þangað sem vafi leikur á hvort að menn ættu yfir höfuð að fara! 660 cc vél með kappnógum krafti og fjórhjóladrifi. Verð 1.116.000 kr. án vsk. Fjórhjól frá Yamaha eru þekkt fyrir rekstraröryggi og að duga til verksins. Grizzly er fjölhæft hjól byggt á frábærri grind. 421 cc vatnskæld vél skilar þeim krafti sem þú þarft og með einum takka skiptir þú á milli 2WD, 4x4 eða 4x4 með mism. læsingu. Nú getum við boðið Grizzly 450 á mögnuðu tilboði. 699.000 kr. án vsk. Viking vélsleðarnir frá Yamaha eru annálaðir vinnuþjarkar. Áratuga reynsla sannar það. Eigum fyrirliggjandi bæði fjór- og tvígengis Víkinga: Yamaha RS, fjórgengissleði, algjör toppsleði í sínum flokki 1.195.000 kr. án vsk. og Viking 450 lll - gamli góði óbilandi tví- gengissleðinn, hátt og lágt drif, bakkgír, rafstart og óendanlega duglegur! 799.000 kr. án vsk. Rafstöðvar frá Yamaha. Léttar, hljóðlátar og alltaf til taks. Einstaklega vandaðar og gangvissar rafstöðvar og varahlutaþjónustan er eins og best verður á kosið. Verð frá 75.000 kr. án vsk. svo grenjaveiði. Ég hef aðeins stundað refaveiðar eftir slysið til gamans og það hefur gengið vel, ætli ég sé ekki búinn að skjóta fast að 140 refi frá því að ég slasaðist. Ef ég hef bílinn kyrrstæðan í 2-3 klukkutíma hættir tófan að hræðast hann; svo er ég með góðan riffil og skýt af löngu færi. Það eina sem ég hef ekki alltaf séð fyrir er að ná að sækja hræin svo það hefur stundum lent á frúnni eða vinum og kunn- ingjum við mismikinn fögnuð. Einnig bý ég svo vel að hafa lax- veiðiá í túnfætinum þannig að ég skýst stundum á kvöldin yfir sum- artíminn og renni fyrir og ef fisk- urinn er til staðar þá bítur hann á“ Stokkar upp lífið á marga vegu Eins og gefur að skilja mætir Ástþór þrátt fyrir elju sína oft hindrunum vegna fötlunar sinnar og segir hann lífið hafa breyst á marga vegu í kjölfar slyssins. „Þetta er ósambærilegt líf miðað við áður. Það var mikið áfall í upp- hafi að vera lamaður því maður þekkti ekkert hvað þetta var og það olli mesta áfallinu. Fólk í kringum mig vissi heldur ekki hvað það var að vera lamaður eða bundinn í hjólastól og hafði eingöngu mynd af stofnun í huga sér. Sumir vilja að ég hætti þessu bjástri og fari að taka því rólega en aðrir hafa stutt mig dyggilega í því sem ég er að gera og hjálpað mér. Þetta stokkar upp lífið á svo marga vegu, það er ekki bara hömlur á því að komast um heldur einnig í samskiptum við annað fólk,“ útskýrir Ástþór og segir jafnframt: „Maður kemst að því þegar maður lendir í þessari aðstöðu hverjir eru í raun vinir manns. Sumir vissu ekki hvort þeir ættu að heimsækja mig eða hvernig þeir ættu að ræða við mig eftir slysið en ég er sami maðurinn og áður. Sumir byggðu vegg í upphafi, meira af hræðslu heldur en annarri tilfinningu, og vissu ekki hvernig þeir áttu að fara að því að ræða við mig. Ég droppa til að mynda ekk- ert inn í kaffi eins og áður til vina minna á Patreksfirði því þar eru mörg húsin á tveimur til þremur hæðum og mikið til gömul hús sem eru ekki hugsuð fyrir fatlaða. Þetta pirrar mig svolítið og einnig það að helstu stofnanir og verslanir sem ég sæki þar eru ekki aðgengilegar fyrir fatlaða. Ég kemst til dæmis ekki inn í apótekið, til lögreglunn- ar, sýslumannsins eða á bæjarskrif- stofurnar. Þetta eru þeir staðir sem ég þarf helst að sækja en þar verð- ur starfsfólkið alltaf að koma út á móti mér.“ Skólamál í lamasessi og fólksfækkun Eins og fram hefur komið vill Ástþór og fjölskylda hans hvergi annars staðar búa og halda áfram að stunda bústörfin en þó gætu þau áform breyst því skólamál í hreppn- um eru í uppnámi. „Skólamálin í fyrrverandi Rauðasandshreppi eru í lamasessi vegna skilningsleysis bæjaryfir- valda að veita úrlausn. Eins og ástandið er núna er mjög fráhrind- andi fyrir ungt fólk að setjast að í sveitum þarna. Hún Amelía Eik okkar á að vera í skóla á Patreksfirði en þar sem við höfðum engan þar til að annast hana fékk hún að flytja í vetur til föðurbróður síns á Bíldudal. Við erum að berjast fyrir því að úrbætur verði, sérstak- lega vegna þess að Sigurður Páll hefur skólagöngu á næsta ári og við viljum hvergi annars staðar vera. Þetta á ekki að vera svona þungt í vöfum því fólk á rétt á þessu,“ segir Ástþór brúnaþungur. Hann er ómyrkur í máli þegar talið berst að sveitarfélaginu og almennt að þróuninni sem orðið hefur undanfarin ár fyrir vestan. „Sveitarfélagið stendur völtum fótum, þannig séð, vegna gríð- arlegrar fólksfækkunar. Um 1990 bjuggu 1200 manns á Patreksfirði en núna nær sú tala varla 600. Þar af er fjöldinn allur af Pólverjum og brot af þeim sest þar að. Í land- búnaði er engin afurðastöð eftir á Vestfjörðum, við höfum mjólk- ursamlag í Búðardal en sláturfé er sent á Hvammstanga, Blönduós og Sauðárkrók svo að þetta er farið að jaðra við slæma meðferð á búfénu vegna erfiðra fjallvega sem það er flutt um. En við viljum trúa því að eitthvað verði gert til að laða fólk að því ef ekkert gerist næstu 5-10 árin þá koðna þessir staðir niður,“ segir Ástþór. Í alþjóðlegri raförvunarmeðferð Ástþór hefur í þrjú ár verið þátttak- andi í fjölþjóðlegu verkefni fyrir mænuskaddaða. Hann kemur reglu- lega til Reykjavíkur vegna þess og fór meðal annars í sína fyrstu utan- landsferð á vegum verkefnisins. „Við erum þrír hér á landi sem tökum þátt í verkefninu. Það felst í raförvun í lömuðum vöðvum lík- amans. Ég finn að ég verð ekki eins kulsækinn og áður og meðferðin gerir mér bara gott. Raförvunin eykur blóðflæði og sár gróa mun fyrr. Ég hruflaði mig til dæmis í haust og sárið greri á tveimur vikum sem áður hefði tekið ein- hverja mánuði að gróa. Með þessu er verið að styrkja bein og vöðva- massa og þetta á að halda líkaman- um í sama horfi og áður, sem getur komið sér vel ef einhvern tíma verður hægt að tengja mænuna aftur,“ útskýrir Ástþór og spurður um hvort stutt sé í að slík aðgerð verði möguleg svarar hann: „Lifum við ekki öll í voninni? Við vitum ekki hvort það verður hægt eftir fimm ár eða 50 en það er mikil vinna í gangi varðandi mænuskaddaða og þetta er í raun eitt af því fáa sem enn er ekki unnt að framkvæma í læknavísindunum. Hvort það verður í gegnum stofn- frumuræktun eða á einhvern annan hátt er hins vegar erfitt að spá um.“ Höfuðstöðvar verkefnisins eru í Vínarborg og segir Ástþór ákaflega ánægjulegt að kynnast þessum gjörólíka heimi miðað við bænda- starfið, það er hátæknilæknisstörf- um. „Ég fór í fyrstu utanlandsferð- ina mína á vegum verkefnisins tíu mánuðum eftir slysið. Ég fór aldrei til útlanda þegar ég var á fótum og þetta var því stórt stökk úr fjár- húsunum. Ég fór rétt fyrir jól en Vínarborg er mikil jólaborg og það var tilkomumikið að sjá öll jóla- ljósin í borginni. Ég hef farið þris- var og mér finnst gaman að koma til útlanda en ég myndi ekki vilja flytja þangað. Í fyrsta skiptið flug- um við til Frankfurt og keyrðum til Vínaborgar og það var ekki lófa- stór blettur óbyggður. Ég saknaði þess í Þýskalandi að maður sá svo lítið af hraðbrautunum fyrir trjám,“ útskýrir Ástþór. Erfiðast að temja sér þolinmæði Það hefur verið lærdómsríkt að eiga stund með Ástþóri og mættu marg- ir taka elju hans og lífssýn sér til fyrirmyndar. Í raun er það ótrúlegt hversu miklu hann fær áorkað þrátt fyrir fötlun sína og aðdáunarvert er að hann skuli ekkert láta stoppa sig. Hann áréttar fyrir blaðamanni að það sé fyrst og fremst viljinn sem þurfi til því annars væri á brattann að sækja. „Það er mjög margt sem ég hef lært síðan ég lenti í slysinu, þetta er náttúrlega gjörólíkt líf. Erfiðasta skrefið sem mér hefur fundist að stíga er að temja mér þolinmæði og einnig að skipuleggja mig. Ég er svo miklu lengur að öllum hlutum en áður; bara það að fara inn og út úr bílnum eða til dæmis traktornum tekur mig mikinn tíma. Varðandi bústörfin þá var ég áður kannski klukkutíma að gefa fénu tvisvar á dag en nú tekur það mig 6-8 klukkutíma í hvert sinn svo það er mikill munur. Það hefur því aldrei reynt eins mikið á þol- inmæðina og eftir slysið og ég verð að nýta hverja einustu stund,“ segir Ástþór brosandi og bætir svo við: „Það sem er einnig erfitt er að ég er þannig gerður að ég á erfitt með að biðja um aðstoð og sennilega er það vegna þess að áður fyrr var ég hinum megin við borðið, að hjálpa öðrum.“ ehg

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.