Bændablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 13
Bændablaðið | Þriðjudagur 20. nóvember 200713 Aðalfundur Félags hrossabænda fór fram á Hótel Sögu 9. nóv. sl. Rétt til fundarsetu áttu full­ trúar aðildarfélaganna níu sem mynda heildarsamtökin og var mæting góð; öll aðildarfélögin sendu fulltrúa sína til fundar. Á dagskrá voru hefðbundin aðal­ fundarstörf, auk þess sem þeir Magnús Jósefsson í Steinnesi og Finnur Ingólfsson í Vesturkoti fluttu skemmtileg og fróðleg erindi undir heitinu „Þekking – fagmennska – fjármagn“. Þar fóru þeir yfir sýn sína á hrossa­ ræktina sem atvinnugrein og var gaman að heyra ólík sjónarmið hins gamalgróna hrossabónda og viðskiptamannsins sem sér ónýtt viðskiptatækifæri í hrossarækt­ inni. Félagið heiðraði einnig Guðna Ágústsson, fyrrverandi landbún- aðarráðherra, á fundinum og þakk- aði honum góð störf í þágu íslenska hestsins. Einar Kr. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra ávarpaði fundinn, hvatti hestamenn til frek- ari dáða og kvaðst myndu leggja sitt af mörkum til að atvinnugreinin hrossarækt gæti blómstrað áfram sem nú. Á fundinum var einnig undirritaður samstarfssamningur á milli FHB og Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem kveðið er á um samstarf við rannsóknir og end- urmenntun, meðal annars. Kristinn Guðnason í Árbæjar- hjáleigu var endurkjörinn formað- ur FHB til þriggja ára en um aðra stjórnarmenn var ekki kosið að þessu sinni. HGG Kristinn Guðnason endur­ kjörinn formaður FHB Frá undirritun samstarfssamnings FHB og LbhÍ. Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ og Kristinn Guðnason, formaður FHB, staðfestu samninginn. Guðni Ágústsson með myndina af sjálfum sér sem FHB afhenti hon­ um sem þakklætisvott fyrir störf hans sem ráðherra í átta ár. ÞÓR HF | REYKJAVÍK : Ármúla 11 | Sími 568-1500 | AKUREYRI: Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor. is Það var ekki spurning! Lárus Gestsson í Haukatungu I keypti KUBOTA dráttarvél fyrir 3 árum. Hann segist aldrei hafa átt liprari, öruggari eða sparneytnari vél. Þess vegna var auðvelt að velja sér nýja dráttarvél og nú á Lárus tvær KUBOTA dráttarvélar. Lárus gerir kröfur um gæði. Hvaða kröfur gerir þú ?? www.bbl.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.