Bændablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Þriðjudagur 20. nóvember 20071 Það var ekki síður fróðlegt að fylgjast með Ásthildi Skjaldar­ dóttur á Bakka á Kjalarnesi en Berglindi þegar hún fræddi 7. M í Engjaskóla um búið sitt og störf­ in sem því líferni fylgja að búa í sveit. Þar var hundurinn Týri í aðalhlutverki, á myndbandi þó, en kýrtönn sem Ásthildur kom með í boxi og hafði til sýnis vakti mikinn áhuga krakkanna. Líkt og Berglind byrjaði Ást- hildur á að sýna krökkunum mynd- band frá sínum heimaslóðum og var á víð og dreif flissað yfir því sem fyrir augu bar. Eftir myndbrot af kú sem var úti á túni að bíta gras með sogvörn fyrir vitunum heyrðist úr stofunni: „Æi, greyið, finnur hún ekki til?“ „Nei, nei, hún finnur ekkert til. Við urðum að setja þessa sogvörn á kúna því hún tók upp á þeim ósið að sjúga mjólk úr hinum kúnum og það er ekki nógu gott,“ útskýrir Ásthildur fyrir þeim. Einnig kom fyrir atriði þar sem sýnt var þegar spenar á kú voru þvegnir og veitti sko ekki af því tuskan varð móleit og þá kom spurning frá einum nemandanum: „Þarf að þvo þeim oft?“ „Já, það þarf að þvo þeim tvis- var á dag fyrir mjaltir allan ársins hring. Það er ekki nóg að þekkja allar kýrnar í fjósinu, heldur verð- ur maður að þekkja alla spenana,“ svaraði Ásthildur. Keisaraskurður á kú og spangólandi hundur Kálfurinn Framtíð og kýrin Monsa gegndu einnig lykilhlutverki í myndbandi Ásthildar, svo að ekki sé minnst á hundinn Týra sem er mikið matargat og vinur allra á bænum, jafnt dýra sem manna. „Hér sjáið þið hana Framtíð sem hefur ferðast meira um dag- ana en flestir af hennar jafnöldrum. Þegar hún var tveggja daga gömul var hún viðstödd blaðamannafund í Þjóðmenningarhúsinu þar sem Guðna Ágústssyni, fyrrum landbún- aðarráðherra, var gefin hún af konum í landbúnaði. Hann ætlaði síðan að gefa hana áfram til Bændaskólans á Hvanneyri en það fékkst ekki leyfi til þess vegna sóttvarna svo að Framtíð er ennþá búsett hjá okkur á Bakka,“ útlistar Ásthildur og rekur merka sögu Framtíðar. Því næst stelur kýrin Monsa senunni þar sem hún sleikir höfuð Ásthildar hátt og lágt á mjaltatíma. „Þetta er gott á meðan hún sleikir ekki á mér andlitið því tungan á henni er jafn gróf og sandpappír. En vissuð þið, krakkar, að með- alkýr drekkur á bilinu 30-90 lítra af vatni á dag?“ „Nei, vá,“ hljómar þá um stof- una en síðan verður þögn þegar Ásthildur varar þau við næsta atriði þar sem gerður er keisaraskurðar á kú. Atriðið er áhrifamikið en þó ekki sýnt að fullu og krakkarnir eru hugsi á eftir. „Birgir maðurinn minn er í karlakór og þarna sjáið þið hann æfa sig í fjósinu og Týra finnst það óskaplega gaman og byrjar að span- góla með,“ segir Ásthildur undir atriðinu og krakkarnir skellihlæja að tilburðum fjórfætlingsins. Fjársjóður í ferðatösku Ásthildur útskýrir fyrir krökkunum hversu örar tæknibreytingar hafa orðið síðustu árin í landbúnaði og að allt leiði það af sér að störfin verða léttari fyrir bændurna. Hún kynnir Bændablaðið, Frey og Nautaskrána og skýrir frá því hvernig netsíður og tölvuforrit geta einnig hjálpað til við störf bóndans. Að því loknu dregur Ásthildur fram á sjónarsviðið stærðar ferða- tösku þar sem kennir ýmissa grasa. Þar má sjá sogvörnina frægu, gömul kol, kálfamerki, tönn úr kú, kálfa- pela, sýnishorn úr legubásadýnu, beisli, nýtt og gamalt mjaltatæki og kúahálsband með tölvukubbi á. Þetta lét hún ganga milli krakkana og þóttu þeim hlutirnir missniðug- ir en mjaltatækin og sýnishorn af legubásadýnu vöktu mesta athygli, enda magnað að kýr skuli liggja á samanpressuðu kurli úr endurunn- um íþróttaskóm! Að endingu fór Ásthildur yfir ættfræði með krökkunum og þótti þeim spennandi að sjá ættartré kúnna hennar og fannst einum rosa- lega skrýtið að hún myndi öll nöfn- in á þeim. Það var þó ekki laust við að þau yrðu svolítið rugluð á öllum nöfnunum og tengingunum, sam- anber dæmið hér að neðan: „Einu sinni átti ég Sælu sem átti hana Vælu, Væla átti svo Nælu sem átti síðan Gælu. Nú, Væla eignaðist Möndlu sem eignaðist Hnetu og Döðlu en einnig átti Væla hana Kleinu sem eignaðist Kringlu, Snúð og Bita. Ásthildur hefur sinnt skólaheim- sóknum í átta ár. Hún segir starfið alltaf jafn gefandi og ánægjulegt sé hve vel krakkarnir taki eftir og hversu áhugasöm þau séu. Þessi fræðslustund tókst í það minnsta stórvel og verður krökkunum án efa minnisstæð um langa hríð. Krakkarnir höfðu fyllt út ættartréð sitt heima áður en skólaheimsókn bónd­ ans átti sér stað og voru þau mjög áhugasöm um uppruna sinn. Af ættfræði kúa og ferðasaga Framtíðar Ásthildur fór þá leið í ættfræðinni að teikna upp ættartré nokkurra kúa sinna á töfluna og þóttu nöfn eins og Rósmundur, Dúbba og Hr. Ótrúlegur frekar spaugileg. nægingu og þá hvá strákarnir við og segja hana sko vera klikkaða í meira lagi. Berglind: Það er engin spurn- ing vitlaus og allar spurningar eru góðar. Nautstyppi er rosalega skrýt- ið (krakkarnir hlæja), hér áður var það þurrkað og notað sem pískur og kannski ætti kennarinn nú bara að vera með eitt svoleiðis! (hlátrasköll krakkanna magnast). En í alvöru talað krakkar af hverju er svona erf- itt og mikið mál að tala um upphaf og kynþroska en það er alltaf verið að tala um dráp og dauða? Það er eitthvað að hjá okkur mannfólk- inu hvað þetta varðar því við erum svo hallærislega feimin við að ræða þetta. Ég er trúuð kona og fer með bænirnar mínar og þið megið ræða þetta varlega heima en það kom í raun hér áður frá kirkjunni að það ætti að vera eitthvað svona uss uss að tala um fólk sem kynverur. Óhætt er að segja að grafarþögn hafi verið í bekknum við þessa fræðslu og nokkur umhugsun var meðal nemenda í hópnum áður en talið barst að naglaklippum fyrir kýr og mjólkurkvóta. Fimleg fótsnyrting kúa Þegar klaufsnyrtirinn Sigurlaug Leifsdóttir birtist á myndbandinu mátti heyra krakkana hvá og segja ýmis undrunarorð og í kjölfarið spurði Martin af hverju þyrfti að klippa neglurnar á kúnum? Berglind: Við tölum ekki um neglur á kúm heldur klaufir. Þegar kýrnar eru búnar að standa á bás allan veturinn slitna ekki klaufirn- ar og þær fara að ganga á hælunum á sér. Því er nauðsynlegt að snyrta þær og leyfa kúnum að fara í örlitla fótsnyrtingu. Hanna: Eru þetta þá eins og risa naglaklippur? Páll: Er þetta vont? Berglind: Nei, kúnum finnst þetta ekki vont og þær finna í raun lítið fyrir því þegar þær eru snyrtar. Að lokinni umræðunni um fót- snyrtingu kúa útskýrði Berglind fyrir krökkunum stærð túna sinna, að þau væru í raun eins og 100 fótboltavellir, „vá, eins og 100 Liverpool-vellir“, heyrðist þá í einum gallhörðum Liverpool-aðdá- anda. Í kjölfarið kom áhugaverð spurning úr bekknum; Eru bóndar eins og þú ríkir? „Nei, ekki mjög, allavega ekki í peningum talið. En bændur eru mjög ríkir að eiga dýrin sín og vera í svona miklum tengslum við nátt- úruna,“ segir Berglind og útskýr- ir jafnframt fyrir börnunum að bændur líkt og sjómenn vinni eftir kvótakerfi. Benedikt: Er þá kvóti til svo að bóndinn snúi sér líka að öðru eins og til dæmis að rækta korn? Berglind: Ekki beint, en þetta er góður punktur hjá þér. Eftir umræðurnar lagði Berglind verkefni fyrir krakkana þar sem hún hafði sett mismunandi efni úr sveitinni í sex krukkur og þeim var falið að leysa úr um hvað væri í hverri krukku. Það gekk prýðilega hjá krökkunum að fínna út úr því hvað væri grasfræ, tilbúinn áburð- ur eða fóðurbætir svo eitthvað sé nefnt. Í lok tímans gafst Berglindi örlítið færi á að fara yfir ættartré með börnunum sem þau höfðu fyllt út heima hjá sér og voru þau mjög áhugasöm um uppruna sinn. Það var ýmislegt skeggrætt þessar fjórar kennslustundir sem skólaheimsókn bóndans stóð yfir og var samdóma álit jafnt kennarans sem nemend- anna að nú væru þau mun fróðari um hvað gerist í sveitinni. Snæfríður María Björnsdóttir er hér alveg að kikna undan þunga nýja og gamla mjaltatækisins. Jóel Einar Halldórsson virðir fyrir sér sýnishorn úr legubásadýnu sem endurunnin er úr gömlum íþróttaskóm. Hanna og Rán hjálpuðust að við að greina tilbúna áburðinn. Myndir og texti: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.