Bændablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 1
20
Dagur með bónda
nýtur mikilla vin
sælda í skólunum
22
Greinargerð LK
um innflutning á
nýju kúakyni
20. tölublað 2007 l Þriðjudagur 20. nóvember l Blað nr. 271 l Upplag 17.000
16
Stundar búskap
þrátt fyrir lömun
neðan mittis
Hættir á toppnum
Brynjar Vilmundarson, hrossabóndi á Feti í Rangárþingi, var
útnefndur „Ræktunarmaður ársins 2007“ á uppskeruhátíð hesta
manna sem fram fór á Broadway 10. nóv. sl.
Þetta er í þriðja sinn sem Brynjar hampar þessum verðlaunum og í tólfta
sinn sem bú hans er tilnefnt til verðlaunanna, en ekkert annað bú hefur
verið tilnefnt svo oft frá því verðlaunaveitingar þessar hófust. Brynjar
hefur nú selt búið og skilar því af sér á komandi ári. Það má því segja að
hann hætti á toppnum og eins og Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðu-
nautur BÍ, sagði við afhendingu verðlaunanna verður það nýjum eiganda
gríðarmikil áskorun að taka við arfleifð þessa magnaða ræktunarmanns.
Á meðfylgjandi mynd eru þau hjón Brynjar Vilmundarson og Kristín
Torfadóttir með verðlaunin. Sjá nánar á bls. 12-13 Bændablaðsmynd: HGG
Þessi kalkúnaungi kom í heiminn í áliðnum október og nær því væntanlega að lifa af jólin, en kalkúnum er slátrað 10
12 vikna gömlum. Hann býr á Reykjum í Mosfellsbæ þar sem Jón Magnús Jónsson starfrækir gamalgróið alifuglabú.
Landbúnaðarráðherra lagði fram
frumvarp á Alþingi í síðustu viku
um breytingar á lögum um fram
leiðslu, verðlagningu og sölu á
búvörum. Með breytingunum
er markmiðið að fella úr lögum
ákvæði um verðmiðlunargjald og
verðtilfærslugjald á mjólk.
Landbúnaðarráðherra lagði fram
frumvarp á Alþingi í síðustu viku
um breytingar á lögum um fram-
leiðslu, verðlagningu og sölu á
búvörum. Með breytingunum er
markmiðið að fella út úr lögunum
ákvæði um verðmiðlunargjald og
verðtilfærslugjald. Markmiðið með
frumvarpinu er að minnka afskipti
ríkisvaldsins af framleiðslu og
vinnslu mjólkurafurða.
Í umsögn fjármálaráðuneytis segir
að markmið frumvarpsins sé að
draga úr afskiptum ríkisvaldsins af
framleiðslu og vinnslu mjólkuraf-
urða og bregðast við athugasemd-
um Samkeppniseftirlitsins um að
jafna samkeppnisstöðu afurða-
stöðva.
Jákvætt skref
Haraldur Benediktsson, formaður
Bændasamtaka Íslands, sagði í sam-
tali við Bændablaðið að hér væri
um að ræða tímabæra einföldun á
starfsumhverfi mjólkuriðnaðarins
og því jákvætt skref. Fyrir bændur
minnkar þetta ýmiss konar milli-
færslur og eftir að mjólkuriðnaður-
inn er orðinn að næstum einu fyr-
irtæki eru þessar jöfnunaraðgerðir
óþarfar. Mjólkuriðnaðurinn hefur
burði til að gera þetta sjálfur.
,,Við hjá Bændasamtökunum
höfum tekið þátt í að móta þetta og
það er mikil samstaða hjá bændum,
verkalýðshreyfingunni og mjólk-
uriðnaðinum um þessar breyting-
ar,“ sagði Haraldur Benediktsson.
Rekstrarstyrkir
Verðmiðlunargjaldið hefur verið
m.a. notað til að lækka flutnings-
kostnað mjólkur en verðtilfærslu-
gjaldið lækkaði verð tiltekinna
afurða í heildsölu
Í frumvarpinu er lagt til að
lögbundið verðmiðlunargjald skv.
19 gr. laganna og lögbundið verð-
tilfærslugjald skv. 22. gr. verði
afnumið. Verðmiðlunargjaldið
hefur hingað til verið notað sem
rekstrarstyrkir til afurðastöðva, til
að jafna flutningskostnað framleið-
enda og til að styrkja flutning hrá-
efnis og mjólkurvara milli afurða-
stöðva og til fjarlægari staða þar
sem ekki eru fyrir afurðastöðvar.
Verðmiðlunargjaldið nam 0,65 kr.
á hvern lítra af mjólk sem lögð var
inn í afurðastöð innan greiðslu-
marks.
Verðtilfærslugjaldið hefur aftur
á móti verið notað til að lækka
verð tiltekinna afurða í heildsölu.
Gjaldið hefur verið 2,65 kr. af
hverjum lítra mjólkur.
Tekjur og gjöld ríkisins lækka um
383 milljónir króna
Í fjárlögum 2007 námu gjöld fjár-
lagaliðarins „Verðmiðlun landbún-
aðarvara“, samtals 383 m. kr.
og voru þau að fullu innheimt
af ríkistekjum. Af þeirri fjárhæð
komu 296 m.kr. til á viðfangsefn-
inu „Verðtilfærslugjald á mjólk“
og 87 m. kr. á viðfangsefninu
„Verðmiðlun landbúnaðarvara“.
Verði frumvarpið að óbreyttu sam-
þykkt munu tekjur og gjöld ríkis-
sjóðs lækka um 383 m. kr. S.dór
Frumvarp um afnám verðmiðlunar- og verðtilfærslugjalds komið fram á Alþingi
Dregið úr ríkisafskiptum
Þriggja fasa
rafmagn ekki á
2.489 lögbýlum
Í svari iðnaðarráðherra við
fyrirspurn frá Jóni Bjarnasyni
á Alþingi um þriggja fasa raf
magn kemur fram að 2.489
lögbýli í landinu hafa ekki að
gang að þriggja fasa rafmagni
og eru það 38% þeirra.
Langflest þeirra eru á Norð-
urlandi eða 1.170 en fæst á Vest-
fjörðum eða 50. Á Vesturlandi
eru 437 lögbýli án þriggja fasa
rafmagns, 351 á Austurlandi og
481 á Suðurlandi. S.dór
Stórbruni varð á bænum Stærra
Árskógi á laugardag þegar fjósið
brann til kaldra kola ásamt nær
liggjandi hlöðu. Í fjósinu voru
um 220 nautgripir og brunnu
þeir inni, utan hvað rúmlega 30
kvígur komust út af eigin ramm
leik og var bjargað í hús á næsta
bæ, Kálfsskinni.
Fjósið á Stærra-Árskógi er að
hluta til gamalt en byggt var við það
fyrir tæpu ári. Auk þess voru marg-
ir gripir geymdir í hlöðunni. Talið
er að eldsupptökin hafi verið í raf-
magnstöflu í mjólkurhúsi en hjónin
á bænum, sem voru ein heima, urðu
eldsins vör þegar nýr mjaltaþjónn
gaf merki um að hann fengi ekkert
rafmagn. Þegar komið var út í fjós
varð ekki við neitt ráðið, húsið log-
aði stafnanna á milli. Ekki er ljóst
hvers vegna eldurinn magnaðist
svo hratt sem raunin var en kenn-
ingar eru á lofti um að gas í haug-
húsi undir eldra fjósinu sé orsökin.
Norðan bálviðri var og kafalds-
bylur sem gerði allt björgunar-
starf afar erfitt. Leiða varð vatn um
langa leið heim að fjósinu og þurftu
slökkviliðsmenn að setja dælur
með jöfnu millibili á slöngurnar
svo ekki frysi í þeim jafnharðan.
Slökkvistarfi lauk um áttaleytið um
kvöldið en vakt var staðin við húsin
fram á sunnudag. Veðrið gekk niður
þá um nóttina og hófst rannsókn á
rústunum þegar dagur rann.
Ljóst er að þetta er mesti skepnu-
fellir sem orðið hefur af völdum
elds sem um er vitað hér á landi.
Tjónið er metið eitthvað á annað
hundrað milljóna króna. –ÞH
Hátt í 200 nautgripir brunnu
inni á Árskógsströnd
Riðuveiki komin upp
í Hrunamannahreppi
Riðuveiki varð vart á bæn
um Skollagróf í Hruna
mannahreppi í síðustu viku.
Auður Lilja Arnþórsdóttir,
dýralæknir á Landbúnaðar
stofnun, sagði að riðuveiki
hefði oft komið upp á þessu
svæði. Lögum samkvæmt
bera að aflífa allar ær í Skolla
gróf en þær munu vera um
130.
Auður sagði að ekki hafi þótt
ástæða til að skera niður á fleiri
bæjum í Hrunamannahreppi en
þeim sem veikinnar hefur orðið
vart á hverju sinni og þannig
verður það núna. Hún sagði að
veikinnar hefði að þessu sinni
orðið vart á besta tíma þar sem
allt fé er heima við. Vorið væri
versti tíminn, ær með lömbum
og ef til vill búið að sleppa fé.
S.dór
Hver á þessa
bláu hönd?