Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 1
Bændasamtök Íslands ákváðu að skila ekki inn umsögn um frum- varp ríkisstjórnarinnar um inn- leiðingu á ákvæðum 1. kafla við- auka I við EES-samninginn og matvælareglugerðar Evrópusam- bandsins. Vilja samtökin fá rýmri tíma til að fara yfir frumvarpið og leggja því til að afgreiðslu þess verði frestað til haustsins. Í stað umsagnar lögðu samtökin fram greinargerð þar sem rökstutt er í 20 liðum hvers vegna þau telja að rétt sé að fresta afgreiðslu frum- varpsins. Helstu ástæður þess eru þær að tíminn sem gafst til umsagnar, um fjórar vikur, hafi verið allt of stutt- ur. Hins vegar hafi stjórnvöld unnið að málinu um alllangt skeið án þess að hafa um það samráð við hags- munaaðila. Þegar Bændasamtökin hafi leitað eftir gögnum og upplýs- ingum um aðdraganda þess að ráð- ist var í þessa frumvarpssmíð hafi komið í ljós að leynd hvílir yfir samningum ríkisvaldsins við ESB og frumgögn málsins fengust ekki afhent. Fyrir vikið sé ekki ljóst hvort allar þær breytingar sem frum- varpið felur í sér verði leiddar af samningum landsins við ESB eða hvort þar sé bætt við ákvæðum sem engin þörf sé á að taka upp og ekk- ert samráð hafi verið haft um. Samtökin benda á að efni frum- varpsins skjóti skökku við þá stöðu sem uppi er í heiminum með auk- inni eftirspurn eftir matvælum. Það gangi þvert á þróunina í öðrum löndum að opna fyrir aukinn inn- flutning sem grafið gæti undan inn- lendri framleiðslu. Víða um heim er verið að takmarka og hefta útflutn- ing á búvöru til þess að styrkja mat- vælaöryggi viðkomandi landa. Síðast en ekki síst telja samtök- in skorta á að lagt hafi verið mat á þá áhættu sem tekin er með því að leyfa óheftan innflutning á hráu kjöti, eggjum og mjólk. Þar sé bæði um að ræða heilsufarslega áhættu fyrir menn og dýr, en einnig áhrif á rekstrarstöðu heillar atvinnugreinar sem ekki búi við mikið öryggi fyrir. Slík mat þurfi að eiga sér stað áður en hægt sé að taka afstöðu til frum- varpsins. –ÞH Sjá nánar um málið á bls. 6 og 7. 14 Innflutningur á hráu kjöti ávísun á stór- slys, segir Friðrik V. 18 Ný tækni skapar ný tækifæri í bleikjueldi 9. tölublað 2008 Miðvikudagur 14. maí Blað nr. 282 Upplag 17.000 10 Slátrun hefur verið hætt í Búðardal við misjafnar undirtektir Fram kemur í nýbirtri rann- sóknarskýrslu frá Harvard háskólanum í Bandaríkjunum, að hænan sé nánasti núlif- andi ættingi risaeðlunnar Tyrannosaurus Rex. Þessi nið- urstaða fékkst með því að bera prótein úr vel varðveittri beina- grind risaeðlu, sem fannst árið 2003, saman við prótein fjölda núlifandi dýrategunda. Ivan Noes Jørgensen, forstöðu- maður eggjapökkunarstöðvar- innar Hedegaard Foods í Dan- mörku, svaraði því aðspurður að hann sæi þarna möguleika á að selja söguna af egginu og hæn- unni á nýjan hátt. „Það gæti verið gaman að velja úr stærstu eggin og selja þau sem risaeðluegg,“ sagði hann. Landbrugsavisen Nánasti núlifandi ættingi risaeðlunnar er hænan Matvælastofnun hefur sent fjöl- mörgum sauðfjárbændum bréf þar sem segir m.a. að sl. haust hafi búfé á þeirra vegum verið slátrað og hin nýju eyrnamerki vantað, sem sé brot á reglugerð nr. 289/2005, en samkvæmt henni beri umráðamaður sauð- fjár ábyrgð á að allt fé sem alið er á hans vegum sé merkt með viðurkenndu merki, sam- anber 4. grein reglugerðarinnar. Jafnframt segir þar að óheimilt sé að flytja ómerkt dýr til slátr- unar. Þá segir í bréfinu að „verði um frekari brot að ræða með þeim hætti að búfé yðar/fyrirtækis yðar sé ómerkt eða vanmerkt mun Matvælastofnun tilkynna það til hlutaðeigandi sýslumanna með ósk um meðferð málsins sbr. 21. gr. reglugerðarinnar.“ Síðan endar bréfið á því að segja bændum að þeir fái 10 daga til að koma fram andmælum. Enginn getur borið ábyrgð Jóhannes Sigfússon, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, sagði í samtali við Bændablaðið að í raun geti enginn borið ábyrgð á því að eyrnamerki detti ekki úr eyra hvar sem er, til að mynda á löngum flutningum á bílum eða í sláturhúsaréttinni. Hann bendir líka á að lambið sé eyrnamarkað, eins og tíðkast hafi hér á landi um aldir, þannig að alltaf sé hægt að rekja það til hjarðar. Þess vegna eigi það engu máli að skipta þótt merki detti af einu eða tveimur lömbum í stórri hjörð. Hitt sé annað mál ef svo vildi til að menn kæmu með stóran hóp ómerktan, en þá sé sjálfsagt að láta menn bæta úr því. Hótanir gera illt verra „En að vera að agnúast út í og jafn- vel hóta bændum kæru til sýslu- manns, þótt það komi tvö eða þrjú lömb án eyrnamerkis, þykir mér fáránlegt. Það er í raun eng- inn vandi að koma þessu í gott lag með samvinnu við bændur, en að vera með svona hótanir hleyp- ir bara illu blóði í menn. Þeir hjá Matvælastofnun hafa lagt til að setja tvö merki í hvert lamb, merki í hvort eyra. Það var ekki minnst á að slíkt myndi kosta bændur tugi milljóna á hverju ári. Ég hygg að menn fari í hart ef á að halda svona áfram,“ sagði Jóhannes Sigfússon. Undir bréfið til sauðfjárbænda ritar Viktor S. Pálsson, forstöðu- maður stjórnsýslusviðs Matvæla- stofnunar. Hann sagði í samtali við Bændablaðið að bændur bæru ábyrgð á því, að ekkert ómerkt lamb færi frá þeim á flutningabíl- inn. „Trúum þeim“ „Ef þeir hringja til Matvælastofu eða skrifa bréf til okkar og segja að ekkert ómerkt lamb hafi farið frá þeim, þá trúum við því. Þetta hafa hundruð bænda gert og við trúum þeim. Við vitum að merki getur dottið úr á leiðinni í sláturhúsið. Ástæðan fyrir því að í bréfinu er hótað að senda mál til sýslumanns er sú, að ef menn svara okkur hvorki skriflega né símleiðis og skila ítrekað merkjalausum lömb- um, þá myndum við senda málið til sýslumanns, en til þess hefur ekki komið ennþá,“ sagði Viktor. Hann segir að flutningsaðilinn eigi ekki að taka við ómerktu fé og sláturhúsið eigi heldur ekki að taka við ómerktu fé af flutnings- aðilanum. En í hverju sláturhúsi er aðeins einn eftirlitsmaður, sem er dýralæknir eða aðstoðarmað- ur hans, og það er eini eftirlits- maðurinn í allri keðjunni sem Matvælastofnun hefur. S.dór Bændum hótað sýslumannsaðgerðum ef eyrnamerki vantar á sláturlömb Aðalsteinn Baldursson verkalýðs- leiðtogi á Húsavík er hobbíbóndi og býr með kindur sínar í útjaðri bæjarins. Á þessum tíma árs er vinsælt meðal húsvískra barna að skreppa í heimsókn til Aðalsteins og skoða ungviðið í sauðburðinum og jafnvel taka lagið þegar veðrið leikur við mann. Stúlka sem situr fremst á minni myndinni með lamb í fangi sér lætur sér þó ekki nægja að mæta í sauðburðinn held- ur kemur hún aftur á haustin og athugar hvernig lömbunum hefur reitt af yfir sumarið. Ungviðið vinsælt hjá Aðalsteini Stefán Geir Þórisson, hæstarétt- arlögmaður og sérfræðingur Bændasamtaka Íslands í Evr- ópurétti, telur að engin haldbær gögn hafi komið fram sem sýna fram á að nauðsynlegt hafi ver- ið að ganga að þeim óskum Framkvæmdastjórnar ESB að Íslendingar gæfu eftir undanþág- una í EES-samningnum frá 1992 um innflutning á fersku kjöti til landsins. Þetta sagði hann í framsöguer- indi á fundi þann 29. apríl sl. sem efnt var til með aðildafélögum BÍ til að ræða stöðu greinarinnar gagnvart frumvarpi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Sagði hann að ljóst væri af sam- tölum sem hann átti við íslenska embættismenn að stjórnvöld hefðu ekki góða samvisku yfir því að hafa misst undanþáguákvæðið í EES- samningnum frá 1992 um innflutn- ing á fersku kjöti til landsins. Kom enn fremur fram í máli hans að það sem ekki hefði fengist botn í – og væri kannski ástæðan fyrir slæmri samvisku stjórnvalda – væri hvers vegna ákveðið hafi verið árið 2005 að gefa undanþáguákvæðið eftir. -smh Ekki ljóst hvers vegna undanþágan var gefin eftir – segir sérfræðingur BÍ í Evrópurétti Bændasamtökin um matvælafrumvarpið Brýnt að afgreiðslu verði frestað til haustsins

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.