Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Þriðjudagur 14. maí 2008 Nú er sá tími sem bændur þurfa að hafa sérlega góða orku og mikið úthald og því er nauðsyn- legt að neyta matar í samræmi við það. Því er léttur en kolvetna- og járnríkur kvöldmatur tilval- inn til að hlaða batteríin áður en næstu kindur eru komnar að burði. Kjúklingur með tímíankartöflum 2 laukar 1 msk. smjör/olía, til steikingar 800 g kartöflur 1 tsk. salt 1 ½ dl grænmetisteningur 1 ½ dl mjólk 1 msk. maíssterkja 4 kjúklingabringur 2 tsk. tímían Aðferð: Skerið bringurnar til helminga og brúnið á pönnu í olíu. Leggið til hliðar. Skerið laukinn og brúnið á pönnu. Skrælið kartöflurnar og sjóðið í potti með örlitlu salti og uppleystum grænmetisteningi í um 10 mínútur. Bætið kjúklingabring- unum og kartöflunum út á pönnuna með lauknum. Blandið mjólk og maíssterkju saman og hellið yfir. Látið sjóða við lágan hita í um 10 mínútur. Kryddið með tímían og berið fram með heitri blómkálsmús og kaldri jógúrtsósu. Heit og holl blómkálsmús 1 blómkálshaus 1/3 sellerírótarhaus 10 dropar sætuvökvi salt pipar múskat (má sleppa) 2-3 msk. smjör Aðferð: Takið blómkálshausinn í sundur og skerið í hæfilega stóra bita. Skerið sellerírót í smáa bita og setjið ásamt blómkáli í pott með sjóðandi vatni. Sjóðið í um 10 mínútur eða þar til blómkálið verður meyrt, gætið þess að mauksjóða það ekki. Sigtið vatn- ið frá blómkálinu og sellerírótinni og maukið bitana í matvinnsluvél. Setjið sætuefni og krydd saman við og hrærið svolítið áfram þar til engir stórir bitar eru eftir í mauk- inu. Setjið smjör í pottinn, hellið blómkálsmaukinu saman við og steikið það í smjörinu stutta stund. Hrærið vel í á meðan og alls ekki láta blómkálsmaukið brúnast. Köld og frískandi sósa 3 dósir jógúrt án ávaxta 3 hvítlauksrif 3 cm. engiferbútur salt pipar Aðferð: Setjið jógúrtið í skál. Merjið hvít- lauksrifin út í ásamt engiferbútn- um. Saltið og piprið eftir smekk. Látið sósuna standa í það minnsta klukkutíma í ísskáp áður en hún er borin fram. ehg MATUR Hollt og staðgott í sauðburðinum 2 5 7 8 1 6 9 5 4 1 9 7 6 8 5 4 1 6 3 5 9 3 7 4 6 3 1 9 4 8 7 1 9 6 2 5 8 7 4 3 6 5 9 4 8 3 2 3 8 3 1 8 6 9 1 8 5 4 3 9 5 6 9 7 4 1 4 2 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn- ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóðrétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari línum. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku.com og þar er einn- ig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Líf og lyst Kjúklingur með tímíankartöflum er léttur og góður hversdagsréttur. (Mynd: www.nordiskmat.se). Á aðalfundi Kaupfélags Skag- firðinga á dögunum kvaddi Þór- ólfur Gíslason kaupfélagsstjóri sér hljóðs og ávarpaði Stefán Gestsson, fyrrverandi bónda og kennara á Arnarstöðum í Sléttu- hlíð. Stefán sat þarna sem full- trúi á aðalfundi kaupfélags í fimmtugasta skipti og var honum afhent bókargjöf af þessu tilefni. Stefán sagði, þegar hann þakk- aði fyrir gjöfina, að hann hefði fyrst verið kjörinn fulltrúi á aðalfund kaupfélags Austur-Skagfirðinga árið 1959 og raunar verið kjör- inn í stjórn félagsins það ár. Þegar félagið var svo sameinað kaup- félagi Skagfirðinga árið 1970 var Stefán kjörinn í stjórn KS, þar sem hann sat samfleytt til ársins 1999 og var raunar formaður stjórnarinn- ar síðustu árin. Hafði hann þá setið samfellt í stjórn þessara tveggja kaupfélaga í 40 ár. Eftir þetta hefur hann verið fulltrúi Hofsdeildar á aðalfundum kaupfélagsins og ávallt verið fundarstjóri. Stefán sagði við þetta tækifæri að hann hefði ekki átt von á því að vera heiðraður á þessum vettvangi og síst af öllu fyrir þaulsætni. ÖÞ Hefur setið 50 aðalfundi í samvinnuhreyfingunni Þórólfur (í ræðustól) afhenti Stefáni Gestsyni gjöf í tilefni þessa merka áfanga. Ljósm. ÖÞ Kvennakórinn Norðurljós á Hólmavík hyggst gefa út geisla- disk í sumar og er áformað að hann verði kominn út fyrir bæj- arhátíðina Hamingjudaga á Hólmavík. Kórinn var í nokkurs konar búðum við upptökurnar sem fram fóru í Hólmavíkurkirkju á dögunum og stóðu yfir í um þrjá daga. Naut kórinn aðstoð- ar Strandamannanna og tón- listarsnillinganna Zakaríasar Gunnarssonar, Gunnars Þórð - arsonar og Kjartans Valdi- marssonar. Gunnar er fæddur á Hólmavík og sagði það ánægju- legt að taka þátt í þessu: „Þegar Sigríður kórstjórnandi kallar þá mætir maður á staðinn. Þær eru búnar að standa sig eins og hetjur stúlkurnar og þetta er bara hið besta mál. Svo er bara að virkja fjölmiðlafulltrúann, opna „My space“ og hugsa alþjóðlegt.“ Ætlunin er að um 14 lög verði valin á diskinn, að sögn Sigríðar Óladóttur, stjórnanda kórsins. „Þar á meðal eru lög eftir Gunnar Þórðarson og textar eftir ýmsa Strandamenn eða fólk sem tengist Ströndum á einhvern hátt. Þeirra á meðal eru Gunnlaugur Sighvatsson, Brynjólfur Sæmundsson og Stefán Gíslason. Við erum gjarnan á rólegu og ljúfsáru nótunum og vorum nú að tala um hvort það þyrfti að láta vasaklúta fylgja hverjum diski,“ sagði Sigríður. Ekki er komið nafn á diskinn ennþá, en það mál er í vinnslu. Kvennakórinn Norðurljós var stofnaður 1999 og hefur starfað óslitið síðan. Að jafnaði eru milli 20 og 30 konur í kórnum og hafa sumar verið með frá upphafi. Þær koma frá Drangsnesi, Hólmavík og nærsveitum, allt suður í Bitrufjörð. Kórinn hefur komið fram víða um land og einnig farið til Danmerkur og Skotlands, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur verið töluvert um að kór- inn komi fram með öðrum kórum, enda eru þær vinsælar og eftirsótt- ar af karlakórum vítt og breitt um landið, eins og þær sjálfar segja og brosa út í annað. kse Geisladiskur frá kvennakórnum Norðurljósum Zakarias Gunnarsson glaðbeittur við upptökur með kórnum. Gunnar Þórðarson og Sigríður Óladóttir stjórnandi kórsins.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.