Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Þriðjudagur 14. maí 2008 Hið ágæta blað „Skessuhorn“ birti nýlega viðtal við Ágúst Andrésson – hæstráðanda við sláturhúsið í Búðardal. Þar er sagt frá að verka- fólk vanti í Búðardal og K.S. hafi haft húsið til umráða mörg und- anfarin ár og vilji koma þar fyrir meiri starfsemi. En það má skiljast, að vöntun á verkafólki sé þess valdandi að ekki sé gert meira. Við lestur á þessari litlu frétt, finnst mér rétt að fara yfir málið og útskýra hvað gerst hefur, og lofa mönnum að kynnast þessu óvenjulega máli – frá þeim sem til þekkja – því hér er um stórmál að ræða – jafnvel á landsvísu, og grundvallarmál fyrir Dalabyggð. Er þetta svona? Á hverju ári frá því sláturhús var fyrst byggt í Búðardal, hefur þar verið slátrað sauðfé og nautgrip- um – og stöku sinnum hrossum. Að þessum störfum komu bændur almennt og margir fleiri af héraðs- mönnum en fáir utan héraðs. Þetta gekk þannig, að hér voru menn samtaka um að þessi störf þyrfti að vinna – undan því yrði ekki komist. Verkinu var stjórnað af héraðsmönnum – bændum sjálf- um og tókst vel. Þetta var hagkvæmt mörgum og styrkti byggðina. Eftir að sláturhús- ið var byggt – það er nú stendur enn, fóru kröfur frá svokölluðum „heilbrigðisyfirvöldum“ að verða stífari með ári hverju, og sýndist mörgum ekki alltaf sterk rök fyrir öllum breytingum, en þeir höfðu völdin og þurftu ekki að borga – það gerðu bændur. Kostnaður við byggingu og rekstur sláturhúsa er kominn langt úr hófi fram. Og ef bera mætti saman kröfugerð yfir- valda hér á landi og það sem líðst í öðrum löndum, s.s. Þýskalandi, þar sem kaupmaður getur haft skúr á baklóð og látið slátra þar gripum jafnóðum og selst, eða kúabóndi getur haft fjóshauginn fyrir utan fjósið opinn og aðgengilegan – eins og ferðamenn greina frá. Þá verða menn hugsi. „Er þetta svona?“ spyrja þeir. Já, þetta mun vera svona! Haustið 2004 er ekki slátrað í Búðardal. Það er í fyrsta sinn sem slátrun er felld niður í nærfellt 100 ár. Sumarið 2004 er unnið að við- haldi á húsinu eftir kröfu heilbrigð- isyfirvalda og lauk því í september. Var þess þá vænst að sláturleyfi fengjust, þar sem allar kröfur voru uppfylltar. En það dróst og þegar eftir var leitað var svarið: „Á morg- un“. Þannig gekk það í nokkuð marga daga. En fréttir bárust úr ýmsum áttum, og voru fluttar af mörgum að: „ekki yrði slátrað í Búðardal“. Þetta þóttust margir vita aðrir en ráðamenn hússins sem biðu eftir sláturleyfi. Þetta kom sér illa fyrir marga. Margir bænd- ur höfðu sambandi við sláturhúsið og sumum var lofað móttöku fjár á vissum dögum, vegna þess: „að hér var ekki búist við svikum eða brigðmálum“. En líklega kringum 20. september kom niðurstaðan frá hinum vitru ráðamönnum í þessum efnum og svarið var NEI. Ekki er auðvelt að vita hver hefur ráðið hér mestu, – en trúlega nokkrir samtaka samherjar – óvinir Dalahéraðs hafa verið hér að verki, það fer varla á milli mála. Snögg veðrabrigði Árið 2005 er tekið til við að gera verulegar endurbætur á sláturhús- inu – og enn eftir fyrirmælum heil- brigðisyfirvalda, og nú er unnið yfir sumarið, og er því lokið í byrjun september. Þetta verk mátti vinn- ast á 3 árum, en er lokið í einum áfanga og er kostnaður þá orðinn um 70 milljónir. Hér var um grund- vallarmál að ræða fyrir byggðina. Á undanförnum árum hafði slát- urhúsið greitt vinnulaun í sláturtíð og við úrvinnslu afurða 25-30 millj- ónir á ári, og það sjá allir sem vilja sjá, að hér er um stórmál að ræða fyrir byggðina. Að verki loknu var fjölmennt hóf haldið í húsinu. Landbúnaðarráðherra kom þá hing- að með sláturleyfi fyrir húsið og síðan var slátrað hér haustið 2005. Engum dettur þá í hug að hér séu að nálgast sögulok í þessum efnum. Fyrri hluta árs 2006 gerir sveit- arstjórn Dalabyggðar leigusamning við Norðlenska um slátur- og frysti- húsið, og að slátrun sauðfjár verði í Búðardal næstu 10 árin. Þeir höfðu greitt til sláturhússins í Búðardal, 10 milljónir sem hlutafé og aðrar 10 milljónir sem lán. Þeir voru höfð- ingjar hjá Norðlenska – reglulegir höfðingjar. Þeir buðu Dalamönnum til Akureyrar og Húsavíkur og héldu okkur stórveislu í mat og drykk og buðu til gistingar og „var þá glatt á hjalla“. Síðar voru þeir búnir að ráða Dalamann sem verkstjóra við sláturhúsið í Búðardal, – en aðeins undirskrift var þá ólokið. Svo líður tíminn, það er kominn ágúst. En þá gerast snögg veðrabrigði. Hvað skyldi hafa valdið? Vitað er, að jarðhiti er mik- ill í jörðu fyrir austan Húsavík, og miklum jarðhita fylgja oft jarð- hræringar. Gæti það hafa vald- ið titringi hjá meirihluta stjórnar Norðlenska? Jarðskjálfti er ónota- legur og fer misjafnlega í menn. Hann veldur kvíða og enginn veit hvað getur gerst næst. Þegar menn rata í bráðan vanda, þá er oft leit- að til traustra vina og voldugra – og svo gerist hér. Í Skagafirði er sterkt félag og voldugt og heitir í skammstöfun K.S. Þar er í forsvari „stórt og mikið höfuð“ sem lítur til ýmissa átta og vakir yfir mörg- um þáttum jarðlífsins. Hann tekur því Norðlenska opnum örmum og eyðir öllum kvíða og vanlíðan. Hann yfirtekur 20 milljónir sem Norðlenska var búið að leggja til hússins í Búðardal og greiðir þeim 16 milljónir fyrir 20 sem þeir höfðu áður fært húsinu. Hann er forsjáll og snjall, og verður að hafa eitthvað fyrir sinn snúð. Hann hefur yfirtek- ið samninginn af Norðlenska, en gerir nýjan samning við Dalamenn, og þarf ekki að standa við fyrri samning Norðlenska um slátrun fjár í Búðardal. Hann kveður sér til fundar nýkjörna sveitarstjórn Dalabyggðar, sem virðist fallast á öll skagfirsku sjónarmiðin – að einni konu undanskilinni. Hann viðurkennir óbeint að hann skað- ar Dalamenn og vill bjóða bætur – lætur svíða hausa í Búðardal og hefur mikið fyrir því. Það kost- ar nokkuð að keyra hausana frá Sauðárkróki til Búðardals og svo aftur frá Búðardal til Sauðárkróks. Þetta verður enn merkilegra þegar féð er fyrst sótt í Dali og flutt framhjá Búðardal – og síðan hluti þess (hausar) fluttir til Búðardals til vinnslu þar – og Pólverjar svíða. Þannig hefur þetta verið tvö síðast- liðin haust. En um þessar mundir er eitt og hálft ár sem K.S. hefur haft vald á sláturhúsinu og margt hefur breyst á þeim tíma – og ekki allt Dalamönnum í vil. Það hefur verið spurt um hlut Byggðarstofnunar, hvort hægt væri að kaupa. Þá kom í ljós að K.S. hefur forkaupsrétt, svo sjá má að hér er hugsað til framtíð- ar, þ.e.a.s. að ekki eigi Dalamenn þann rétt þó þeir eigi 65% í hús- inu. Síðastliðinn vetur kom bréf frá Landbúnaðarráðuneytinu undirrit- að af Ólafi Friðrikssyni – sem segir að ráðuneytið sé tilbúið að greiða 30 milljónir til úreldingar hússins. Einhver hélt að úreldingarfé væri búið – væri ekki til , og ekki kann- ast menn við, að á bak við umsókn úreldingarinnar sé bókuð samþykkt sveitarstjórnar! Hver sótti um úreldingu? Gæti verið, að K.S. hafi sótt um úreldingu og einhver vinur hafi skrifað undir til samþykkis – án þess að skrifleg samþykkt væri að baki? Það virðist áhugi hjá K.S. um að sláturhúsið í Búðardal verði úrelt til framtíðar. Þar með tapa Dalamenn stórum fjárhæðum – ekki aðeins í vinnulaunum, heldur einnig af innleggi fjárins og þetta skiptir hér tugum milljóna. Menn vita ekki hvað framtíðin ber í skauti sér í þessum efnum. En ekki er ólíklegt, að hagkvæmara verði að svíða hausa á Sauðárkróki og hætta sviðavinnu í Búðardal. Ekki verður stórt mál að stækka frystigeymslur á KRÓKNUM, og þá er öll starf- semi í Búðardal óþörf. Þetta liggur nokkuð ljóst fyrir. Stefnan í sláturhúsamálum er skrýtin – þrjú hús á Norðurlandi hlið við hlið og þangað skal helst allt sauðfé flutt, en aðalmarkaður er á suðvesturhorni landsins. Féð er flutt til slátrunar fjær markaðnum og þetta þykir hagkvæmt! Húsið í Búðardal er einkar vel staðsett. Á alla vegu eru sauðfjár- héruð og stystu leiðir til sláturhúss eru til Búðardals – og frá Búðardal á aðalmarkað er styst. En þeir sem ráða þessum málum sjá ekki eða vilja ekki sjá. Það er líka merkilegt að sá aðili sem hefur sláturhúsið á valdi sínu, skuli ekki vilja nota þessa sérstöku aðstöðu, þar sem húsið í Búðardal er eitt af bestu sláturhúsum landsins á flestan hátt. En þetta leiðir trúlega til þess, að margir bændur munu sameinast um lítil sláturhús. Og vinna sjálfir að málum – selja beint til viðskiptavina (neytenda). Það gengur líka fram af mörgum hinar löngu flutningaleiðir með lifandi fé sem aftur leiðir til þess, að kjöt- ið af innlögðum skepnum verður verra en þyrfti. Féð er þreytt, hrætt og hungrað. Það hlýtur að koma að því, að þessi mál verði endurskoð- uð alvarlega. Opin leið til úrbóta En hvernig er staðan í dag og hvað hefur breyst til batnaðar? Meðan slátrað var í Búðardal var hægt að fá bæði slátur og kjöt og það fóru mikil viðskipti fram. Flestir sóttu slátur og unnu heima, og allir sóttu kjöt. Það var til mikilla þæginda, hve stutt var að fara og mun meira af þessari héraðsframleiðslu var þá notað. Breytingin er því neikvæð þó góður vilji sé til staðar hjá K.S. Þetta verkar allt öfugt. Það eru til svið í Búðardal – í frystihúsinu – en ef ég fæ þau, þá verður að senda reikning á Sauðárkrók, en ég veit ekki hvað það kostar hér. Kjöt er líka til í slát- urhúsi (frystihúsinu) í Búðardal, en ég fæ það ekki, það er ekki til í smásölu í Búðardal. Sala á slátri og kjöti er því stórum minni en áður var – hvorki hafa bændur né slát- urhússleigjendur hag af því. Ágúst Andrésson talar um vöntun á verka- fólki í Búðardal, og vill fjölbreyttari starfsemi þar því aðstaðan er góð. Ég vona að hann tali hér fyrir hönd K.S. og meini það sem hann segir. Þá er opin leið til að bæta úr. Nota húsið og aðstöðuna sem fyrir er, slátra fé og nautgripum úr Dalabyggð og nágrenni til hags- bóta og þæginda fyrir bændur og byggðina. Þá mun fólk fást til vinnu – sem fyrr, það er reynsl- an, að þar sem starfsemi er, sækir fólkið að. Engin frágangssök er að fá Pólverja til vinnu, þeir hafa reynst vel við sviðavinnu, og geta unnið margt fleira ágæta vel – og það þekkir K.S. Ábyrgðarhlutur er að eyðileggja húsið sem sláturhús. Það gætu komið þeir tímar, að betra væri að eiga húsið óskemmt. Vetrartíð hefur komið á haustdög- um – og getur komið enn. Þá fara stórir bílar lítið nema með hjálp – og sú hjálp yrði dýr. Vantar dýraverndarfélag Nú stefna ráðamenn þjóðar á inn- flutning á hráu kjöti, það gæti flutt pestir til landsins og þá gæti komið til þess, að ekki yrði leyft að flytja fé hindrunarlaust um allt land – eins og nú er gert. Það má nefna, að olía er dýr og trúlega hækkar hún frekar en lækkar. Allur akst- ur er og verður dýr, og þó ekkert kosti nú að flytja lifandi fé lang- ar leiðir gæti það orðið dýrt síðar meir. Eitt af því sem vantar í dag er dýraverndarfélag, það virðist ekki til. Ef það væri til – þá sefur það og þyrfti þá að vekja það ef hægt væri. Að það geti liðist að lifandi fé sé flutt – bæði sauðfé og kýr til slátrunar yfir 400 km vegalengd, eins og gert hefur verið undanfarin ár og með þeim afleiðingum að allt of stór hluti hefur komið á ákvörð- unarstað dautt eða verri en það, er ekki samboðið menningarþjóð eins og Íslendingar vilja telja sig vera. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Slátrun hætt í Búðardal Hjörtur Einarsson bóndi í Hundadal í Mið-Dölum Afurðastöðvar Nokkuð nýstárleg tillaga kom fram á aðalfundi Búnaðarsam- taka Vesturlands að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd þann 10. apríl sl. Það var Marteinn Njáls- son á Suður-Bár á norðanverðu Snæfellsnesi sem bar fram til- lögu þess efnis, að samtökin hefðu frumkvæði að því að skoða hugsanlega leigu á brugg- tæki til afnota fyrir bændur til ölframleiðslu. Guðný Jakobsdóttir, formaður samtakanna, segir að hugmynd- in sé býsna sniðug og gæti slíkur heimabruggaður mjöður nýst vel á margvíslegan hátt. Er í því sam- bandi sérstaklega horft til ferða- þjónustu bænda og ýmissa við- burða á þeirra vegum, s.s. sveita- markaða og einnig í tengslum við verkefnið Beint frá býli. Var tillaga Marteins samþykkt og stjórn BV falið að kanna mögu- leikann á leigu þessa bjórfram- leiðslutækis. Að sögn Guðnýjar myndi þetta virka þannig að umsjónarmað- ur væri með bruggtækinu, hann kæmi með það á staðinn, setti það upp og í það þau hráefni sem til þarf. Síðan sæi tölvukerfi um að stýra þeim ferlum sem svo færu í gang. Að tíu dögum liðnum kæmi umsjónarmaðurinn aftur og þá ættu um 220 lítrar af bjór að vera tilbúnir. „Við höldum að þetta sé mjög sniðugur möguleiki, ef þetta er hagkvæmt rekstrarlega séð. Mér finnst svo eiginlega skemmtileg- asti möguleikinn, til framtíðar litið, að reyna að hagnýta okkur íslenskt bygg af ökrunum úr okkar heimasveit,“ segir Guðný. Hún bætir því við að þessi hugsjón sé alveg í takti við þá bylgju, sem nú er í gangi, að íslenskar sveita- afurðir séu sem mest heimagerð- ar. Heimabruggaður bjór hjá vestlenskum bændum                        ! " Fleiri gerðir á lager

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.