Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Þriðjudagur 14. maí 2008 Evrópusambandshópur lífrænna landbúnaðarhreyfinga (IFOAM EU Regional Group) fundaði á Hótel Zdravetz skammt frá Plovdiv í Búlgaríu dagana 2.-6. apríl. Forseti hópsins, Francis Blake (Bretlandi), stýrði fundinum en fundarritari var Marco Schlüter sem veitir forstöðu skrifstofu hóp- sins í Brussel. Þetta var fjórði fund- ur minn á öðru kjörtímabili en á því fyrsta, 2003-2005, sat ég átta af þeim 10 fundum, sem þá voru haldnir, sem fulltrúi Íslandsdeildar Evrópusambandshóps IFOAM. Fulltrúar 21 Evrópulands sátu fundinn. Svetla Nikolova, fulltrúi Búlg- aríu í hópnum, skipulagði fund- inn og var aðstaða öll og aðbún- aður eins og best verður á kosið. Fundarstaðurinn, fjallahótel í 1250 metra hæð yfir sjávarmáli, hentaði vel til fundarhaldanna, og þaðan voru farnar kynnisferð- ir, fyrst í Landbúnaðarháskólann í Plovdiv og síðan á tvö býli með lífrænt vottaða framleiðslu, eink- um til útflutnings, það fyrra við þorpið Zvanivchevo og hið síð- ara við þorpið Mirkovo en allir þessir staðir eru í suðvestanverðri Búlgaríu. Þar eru næst landamæri við Makedóníu og Kósóvó, en Búlgaría sem er litlu stærri en Ísland, um 110.000 km2 með um 8 milljónir íbúa, á einnig landamæri að Serbíu og Svartfjallalandi, Rúmeníu, Tyrklandi og Grikklandi. Plovdiv er næststærsta borgin á eftir höfuðborginni Sofíu þar sem við höfðum stutta viðdvöl á skrif- stofu umhverfisverndarsamtak- anna Agrolink sem Svetla stýrir. Agrolink samtökin eru mjög virk í lífrænu hreyfingunni í Búlgaríu og gefa út eina tímaritið þar í landi um lífrænan landbúnað, „Zhiva Zemia“ (Lifandi jörð). Búlgaría gekk í Evrópusambandið árið 2004 og hafa verið miklar breytingar í þjóð- lífi og efnahag landsins síðan yfir- ráðum Kommúnistaflokksins lauk fyrir nær tveim áratugum. Ný ESB reglugerð um líf- ræna landbúnaðarframleiðslu, sem Íslendingar þurfa að fara eftir sem aðilar að Evrópska efnahagssvæð- inu, tók gildi í ársbyrjun 2007 og hefur síðan verið unnið að nán- ari útfærslu hennar (Implementing Rules). Það er mikil vinna sem Evrópusambandshópur IFOAM tekur virkan þátt í og var það efni viðamik- ið í dagskrá fundarins. Reiknað er með að reglugerð 834/2007 komi að fullu til framkvæmda í ársbyrjun 2009 og sömuleiðis, og þá helst sam- tímis, verði tekið í notkun nýtt ESB merki (Logo) fyrir lífrænt vottaðar vörur í Evrópu. Á því gæti þó orðið töf vegna þess að upp kom kærumál þar sem þýskt fyrirtæki í lífræna geir- anum telur nýja ESB merkið of líkt eigin merki. Í sumum löndum álfunn- ar er lítill stuðningur við slíkt sam- eiginlegt vottunarmerki en svo virð- ist sem lönd, þar sem lífrænn land- búnaður er enn lítt þróaður, hafi helst áhuga á merkinu. Gert er ráð fyrir að jafnframt ESB merki megi vottunar- stofur nota eigin merki. Aðalatriðið er að neytendur geti treyst því að vara sé lífrænt vottuð af viðurkenndri vott- unarstofu, líkt og t.d. Vottunarstofan TÚN er hér á landi. Á meðal nýmæla í lífrænum stöðlum eru reglur um lífrænt fiskeldi sem hefur verið stundað í nokkrum löndum um árabil. ESB- hópur IFOAM stofnaði vinnuhóp um þetta efni fyrir fáeinum árum og fórum við yfir drög sem sérfræð- ingar þess vinnuhóps hafa tekið saman. Þar gætu orðið möguleikar fyrir íslenska framleiðslu. Um árabil hefur verið unnið að mótun nýrra staðla um vínfram- leiðslu á vegum ESB-hóps IFOAM og er töluvert á boðstólum af slíkum vörum frá sumum Evrópulöndum, nokkrar þekktar hér á landi. Leitast er við að samræma þær reglur sem nú eru í gildi í einstökum löndum og þróa þær betur en meðal annars þarf að taka tillit til svæðabreyti- leika. Slíkt þarf reyndar að gera á fleiri sviðum, þ.e. taka tillit til sér- stakra aðstæðna m.a. vegna lofts- lags, þó án þess að sniðganga und- irstöðureglur á borð við bann gegn notkun tilbúins áburðar, eiturefna ýmiss konar og erfðabeyttra lífvera (GMOs). Sömuleiðis má svæða- breytileiki ekki stuðla að mismunun í markaðsaðstöðu og samkeppni. Eins og ég benti á í grein í Bændablaðinu 11. mars s.l. er lífræn ræktun, og sá búskapur sem bygg- ist á henni, að verða liður í almennri þróun landbúnaðar víða um lönd. Þetta sjónarmið kemur mjög skýrt fram í ESB-hópi IFOAM. Vísindarannsóknir til að efla og þróa aðlögun að lífrænum búskap fara vaxandi og taka t.d. margir háskól- ar þau mál markvissum og föstum tökum. Fyrir fáeinum árum efndi hópurinn til samstarfs við ISOFAR – International Society of Organic Farming Research – alþjóðasamtök sem vinna að eflingu rannsókna í þágu lífræns búsakpar. Á fundinum hjá okkur voru kynnt drög að mjög athyglisverðri skýrslu sem fjallar um framtíðarsýn í slíkum rannsókn- um. Þetta starf fellur undir starfsemi 30 vinnuhópa í ESB sem er að móta rannsóknaáætlanir til næstu 25 ára, svokallaðar TP-Technology Platform- áætlanir um vísindi og tækni. Gagnstætt því sem oftast gerist í rannsóknaráætlunum í þágu hefðbundins búskapar er viðfangs- efnið tekið fyrir með heildrænum hætti, þ.e. framleiðslu hollra mat- væla í stórum stíl með virðingu fyrir umhverfi, velferð búfjár, starfs- umhverfi bænda og viðhaldi sveit- arbyggðar. Jákvæð áhrif lífræns búskapar á aðgerðir til að draga úr áhrifum gróðurhúsaáhrifa og lofts- lagsbreytinga, svo og til orkusparn- arðar, munu koma mjög við sögu, m.a. í ljósi mikilla hækkana á verði tilbúins áburðar. Með öðrum orðum er aðlögun að lífrænum búskap orðin raunhæfari valkostur en áður og þar við bætist að neytendur vilja kaupa lífrænt vottaðar vörur af ýmsu tagi í vaxandi mæli, m.a. hér á landi. Auknar rannsóknir geta því skipt sköpun til að leysa ýmis vandamál sem upp koma þegar horfið er í vax- andi mæli frá efnavæddum búskap- arháttum sem byggjast mjög á til- búnum áburði og eiturefnum (varn- arefnum) ásamt ýmiss konar lyfjum. „Nú eru að verða þáttaskil vegna nýrra viðhorfa,“ sagði Anamarja Slabe frá Slóvaníu sem kynnti framangreind skýrsludrög að rann- sóknaráætlun. Nokkuð var vikið að aðgerð- aráætlunum (Action Plans) fyrir lífrænan landbúnað sem flestar Evrópuþjóðir hafa verið að gera síðan um aldamót en þar er m.a. kveðið á um aðlögunarstuðn- ing til a.m.k. fimm ára og aukna starfsemi við rannsóknir, kennslu og leiðbeiningar til eflingar líf- ræns búskapar. Þá var bent á að auk IFOAM-Alþjóðasamtaka lífrænna framleiðenda, og ESB, væri FAO – Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna farin að leggja töluvert mikla áherslu á lífrænan landbúnað sem lið í úrbótum til að auka matvælaframleiðslu í heim- inum og koma í veg fyrir skort. Þess má geta að næsti fundur í Evrópusambandshópi IFOAM verður haldinn í Ungverjalandi í september 2008. Líf og starf Nú líður á sauðburð og endan- legar niðurstöður fara að liggja fyrir um árangur sauðfjársæð- inganna. Ákveðinn hópur bænda og sæðingamanna hefur alltaf sent inn sæðingablöðin með lamba- fjölda, en þeir eru alltof fáir. Okkur sem vinnum á sæðingastöðvunum er mikið í mun að fá sem mestar upplýsingar til þess að geta feng- ið glögga og örugga mynd af því hver raunverulegur árangur er og hvort einhverjir hrútar hafa brugð- ist. Við fáum alltaf að heyra að eitthvað hafi farið úrskeiðis með einstaka hrúta, á vissum svæðum eða einhverja tiltekna daga. Það er þess vegna mjög mikilvægt að við fáum sendar niðurstöðurnar strax að loknum sauðburði, þannig að þegar kemur að undirbúningi sæð- inganna getum við miðlað þeim upplýsingum sem fyrir liggja. Við þurfum líka að geta lagfært ef eitt- hvað hefur farið úrskeiðis þannig að það endurtaki sig ekki. Bændur eru þess vegna beðnir um að senda inn niðurstöðurnar, annað hvort með pósti til Þorsteins Ólafssonar, Búnaðarsambandi Suðurlands, Austurvegi 1, 800 Selfoss eða til Lárusar G. Birgis- sonar, Búnaðarsamtökum Vestur- lands, Hvanneyrargötu 3, Hvann- eyri, 311 Borgarnes. Það má einnig skrá sæðingarn- ar á netinu í excel skjal sem má nálgast á slóðum búnaðarsam- bandanna, http://buvest.is/ fara á Eyðublöð og síðan á Dagbók fyrir sauðfjársæðingar 2007 eða http:// www.bssl.is/ fara í Eyðublöð (neðarlega til vinstri á skjánum), því næst Sauðfjárrækt: Eyðublöð og neðarlega á þeirri síðu er hægt að velja Dagbók f. sæðingamann 2007-2008. Skráin er síðan vist- uð t.d. með bæjarnafninu og send sem viðhengi á lgb@bondi.is eða steini@bssl.is Lárus Birgisson Þorsteinn Ólafsson Sauðfjárbændur: Skilið sæðingablöðunum Hugleiðingar um hitt og þetta halda stundum fyrir mönnum vöku þegar lagst er til svefns á kvöldin, sér í lagi ef kvíði og jafnvel gremja fylgja með og oft hef ég rambað á góðar hugmyndir eða sniðugar lausnir mála í þessu ástandi, en skramb- inn sjálfur, ef ég set þær ekki á blað eru þær flestar týndar og gleymdar morguninn eftir og þá verður maður heldur súr sjálfum sér fyrir sauðs- háttinn. En ég var að hugsa um það í gær- kvöldi, hvort kjörnir fulltrúar á æruverðugu Alþingi væru ekki á villigötum með að losa svo mikið um innflutningshöft landbúnaðar- vara sem ráðgert er. Mikið held ég að Jón Baldvin og hans kumpánar, kratarnir, séu glað- ir með þessar áætlanir og hefðu þeir ráðið væri allar afurðir frá a-ö fluttar inn, því það á alltaf að taka bændur steinbítstaki þegar þeir félagar tala, voru þessir menn aldrei í sveit? Nei, líklega vildi enginn hafa þá. Engar áhyggjur af sjúkdómavörn- um, steranotkun og lyfjaaustri, eða aðstæðum og hreinlæti við slátrun, bara láta sig hafa það að úða í sig ódýru kjöti frá Rúmeníu, sem hafði að vísu lendingarleyfi í Danmörku svo upprunavottorðið hljómaði betur og allir tryðu á heil- brigðisskoðunina og vottorðið sem henni tilheyrði, og síðan slokra í sig „jógúrti“ sem þarf ekki að kæla, má standa í 25 stiga hita í 3 mán- uði, hlýtur að vera gott jógúrt og afar heilsubætandi. Svo verðum við grafin upp 100 árum eftir dauðann og finnumst algjörlega óskemmd, fínt fyrir vís- indamenn 22. aldarinnar, borgar sig að drepast vel greiddur. Þó er ljóst að niðurgreiðslur og styrkir til landbúnaðar eru ekki minni í Evrópu og Skandinavíu, þeir eru bara sniðugri að fela þá. Svo þegar búið yrði að drepa land- búnaðinn og upp kæmi einhver plága í heiminum, nú eða styrj- öld, þá værum við einangruð hér svo gott sem matarlaus og enginn nennti að standa í að gefa okkur bita af kjöti, nú eða mjólk, reddum því þá með kóki í staðinn, nóg er af vatninu, ennþá a.m.k., en ætli það sé hægt að lifa á hundasúrum? Nú segir einhver, hann málar nú skrattann á vegginn, ha? Hafið þið séð mynd af skrattanum? Skyldi nú ekki vera að enginn þekkti hann í sjón og vissi því ekki hvort myndin væri skrattinn sjálfur eða einhver sér nærri. Lífrænn landbúnaður Frá Evrópusambandshópi IFOAM Ólafur R. Dýrmundsson landsráðunautur Bændasamtaka Íslands í lífrænun búskap ord@bondi.is Lífrænn búskapur Viðmiðunarverð á kindakjöti Á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í síðasta mánuði var sam- þykkt tillaga um útgáfu viðmiðunarverðs á kindakjöti. Fundurinn fól stjórn LS „að gefa sem fyrst út viðmiðunarverð, sem hækki verð á öllu dilkakjöti til sauðfjárbænda að lágmarki um 98 kr. frá reiknuðu meðalverði sláturleyfishafa haustið 2007. Verð fyrir kjöt af fullorðnu hækki að lágmarki hlutfallslega jafn mikið.“ Stjórn LS kom saman þann 29. apríl sl. og samþykkti meðfylgjandi viðmiðunarverð. Vegið meðalverð á dilkakjöti til bænda var kr. 363 pr. kg haustið 2007, skv. verðskrám sláturleyfishafa og niðurstöðum kjötmats. Í töflunni sem stjórn LS samþykkti hækkar verðið miðað við sömu for- sendur í kr. 461, eða um 98 kr., eins og aðalfundur samþykkti. Kjöt til útflutnings hækkar sömuleiðis um 98 kr. eða upp í kr. 335. Kjöt af full- orðnu hækkar hlutfallslega. Mesta hækkun er 81 kr. (VR 3) en sú minnsta 9 kr. (VHR 4). Stjórn LS leggur áherslu á að hér er um lágmarksverð að ræða. Flokkar 1 2 3 3+ 4 5 Dilkakjöt kr./kg E 508 508 489 444 338 315 U 507 507 489 444 335 308 R 471 485 458 384 308 299 O 414 460 404 371 224 224 P 370 370 224 224 224 224 Útfl. 335 - allir flokkar Kjöt af fullorðnum gripum kr./kg VR – – 372 – 320 – VP 164 – – – – – VHR – – 70 – 42 – VHP 50 – – – – – FR – – 125 – 61 – FP 54 – – – – – Verðtaflan er gefin út af Landssamtökum sauðfjárbænda skv. heimild í 8.gr laga nr. 99/1993. Samtökin áskilja sér rétt til breytinga síðar á árinu ef aðstæður gefa tilefni til. Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður HEYRT Í SVEITINNI Svetla Nikolova frá Búlgaríu sem skipulagði fundinn gaf margvíslegar upplýsingar. Thomas Fertl frá Austurríki fylgist hugfanginn með. Ljósm. John Portelli.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.