Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Þriðjudagur 14. maí 2008 Í síðasta Bændablaði birtist opið bréf til stjórnvalda frá Guðrúnu Kjartansdóttur á Áreyjum í Fjarðabyggð. Í því krefst hún svara við ýmsum spurningum sem vakn- að hafa vegna viðskipta hennar við Landsvirkjun og Landsnet hf. Guðrún bætir hér um betur, skýr- ir forsögu málsins og lýsir nánar samskiptunum við hin opinberu orkufyrirtæki sem eru sameign þjóðarinnar, í það minnsta á hátíð- arstundum. Fulltrúar Landsvirkjunar, og síðar einnig Landsnets, sögðust koma eins fram við alla á línuleiðinni þegar þeir komu til að kynna línu- stæðið fyrir Fl 3 og 4 (Fljótsdalslína liggur milli orkuversins í Fljótsdal og álversins á Reyðarfirði) fyrir ábúendum og landeigendum síð- sumars 2003. Þeir fóru lauslega yfir fyrirhug- aðar framkvæmdir með bendingum út um gluggann og síðan barst talið að eignarnámsheimild þeirra. Þeir sögðu okkur sögur af bændum sem höfðu ekki farið vel út úr því að land þeirra væri tekið eignarnámi. Við vorum svo frökk að benda þeim á eyðijarðir hér við hliðina og sögðum þeim jafnframt að við værum að nota okkar. Í lokin sögðu þeir okkur að það kæmu fulltrúar og lögfræðingar frá Landsvirkjun eftir nokkrar vikur til að semja um bótagreiðslur. Gengið til „samninga“ Við höfðum verið mjög upptekin af því að byggja upp þessa jörð í nokkur ár og vorum alls ekki tilbú- in með neinn verðmiða á landið. Það tók okkur langan tíma að venjast tilhugsuninni um að setja verðmiða á landið sem við erum að nota sjálf. Við leituðum til ýmissa fagaðila við þetta verðmat en vorum samt ekki alveg klár með neinar tölur þegar fulltrúarnir og lögfræð- ingarnir frá Landsvirkjun vildu endilega koma og „semja“. Okkur vantaði líka betri upplýsingar frá þeim um fyrirhugaðar framkvæmdir til að geta áttað okkur á hlutunum. Jæja, þau komu samt og það hafði ekki vafist fyrir þeim að flokka og verðleggja landið okkar; drög að bótatilboði tilbúin á blaði og þau afhentu okkur einhverjar sundurklipptar myndir til kynning- ar á fyrirhuguðum framkvæmdum þeirra. Sáralitlar viðbótarupplýsing- ar fengust hjá þeim og lítið hlustað á okkar sjónarmið. Þau töluðu um eignarnám, matsnefnd, dómstóla og sögðust koma eins fram við alla. Síðan vorum við beðin um að skrifa undir yfirlýsingu sem gæfi þeim leyfi til að nota landið í ótil- greindan tíma. Allir fengu nú einhvern frest til að koma með athugasemdir áður en þeir skrifuðu undir. Svona byrjaði þetta og svona hefur málið haldið áfram. Landsvirkjun gerði lítið úr öllu Þónokkrir bændur á línuleiðinni pökkuðu saman og yfirgáfu sveit- ina sína í kjölfarið, nokkrar af línu- jörðunum eru í eigu ríkis og sveita- félaga. Við vorum meðal þeirra fáu sem fóru í varnarstöðu. Okkur fannst einkennilegt að Landsvirkjun gæti metið tjónið hjá okkur, án nokkurra upplýsinga frá okkur. Við útbjuggum því ítarlega greinagerð til að útskýra fyrir þeim að tjónið hjá okkur væri miklu meira en þeirra bótatilboð gerði ráð fyrir og síðan gerðum við þeim tilboð um leigusamning. Þeir höfn- uðu því tilboði um hæl og minntu enn og aftur á möguleika sína á eignarnámi samkvæmt lögum og reglugerðum. Það voru haldnir fleiri fund- ir og aðaláherslan hjá þeim var á eignarnámsheimildinni og hvernig þeir mundu matreiða málið fyrir Matsnefnd eignarnámsbóta ef við gengjum ekki að tilboði þeirra. Við reyndum sem fyrr að skilgreina fyrir þeim tilveru okkar hér og vorum enn að leita eftir svörum hjá þeim um ýmsa þætti framkvæmda þeirra og afleiðingar þeirra fyrir okkur. Samkvæmt lögum eiga landeigend- ur fullan rétt á slíkum upplýsingum, en það var fátt um svör hjá þeim. Við reyndum auðvitað að kynna okkur réttarstöðu okkar, fannst ólíklegt að í lýðræðisþjóðfélaginu Íslandi væru ekki einhver lög sem verðu eignarrétt almennings í land- inu. Við töldum víst að það bæri að bæta fyrir allt tjón sem fólk verður fyrir þegar eignir þess eru teknar eignarnámi. Vandinn fyrir landeigendur var sá að Landsvirkjun vildi ekki viðurkenna nema brot af tjóninu, enda ekki þeirra hagur að greiða miklar bætur. Þeir viðurkenna ekki einu sinni allar stað- reyndir um umfang mannvirkja sinna og reyna að gera eins lítið úr þessu öllu sem hugsast getur. Framkvæmdir heimilaðar Landsvirkjun sækir síðan um eign- arnámsheimild hjá ráðherra á þeirri forsendu að samningar náist ekki. Örfáir landeigenda hitta á það í andsvörum sínum til ráðherra að nefna, að Landsvirkjun hafi ekki verið að reyna að semja. Þegar beiðni Landsnets hf. um heimild til eignarnáms í landi Áreyja var hafnað í febrúar 2005, var það á þeirri forsendu að ekki hefðu farið fram raunverulegar til- raunir til samninga af hálfu mats- beiðanda. Viðleitni þeirra til að veita okkur viðhlítandi upplýsingar um framkvæmdirnar skánaði lítið. Þegar hér var komið sögu ríkti hér algjör ringulreið. Það kom hver aðilinn á fætur öðrum til að skipuleggja framkvæmdir og allir ráku niður hæla og komu svo aftur og aftur og ráku niður fleiri hæla. Það var kominn frumskógur af tréhælum út um allar grundir og þetta endaði með kaos. Við vorum frekar pirruð út af öllu þessu áreiti og þegar fulltrúar Landsnets komu svo og pressuðu á okkur að sam- þykkja einhverja tölu og ganga frá samningum fannst okkur óhugs- andi að meta tjónið á þessu stigi. Þá lögðu þeir aftur inn beiðni um eignarnámsheimild í landi Áreyja, en nú voru allir að falla á tíma. Framkvæmdirnar voru hafnar við lagningu Fl 3 og 4 allt í kring og vegna mikils þrýstings á okkur frá Landsneti, Vegagerðinni, verktökum, almenningi og fleirum fannst okkur ekki stætt á því að standa í veginum. Við heimiluðum framkvæmdir með samkomulagi um að ágreining- ur um bótaþáttinn yrði lagður fyrir Matsnefnd eignarnámsbóta og ef samningur næðist ekki á grundvelli þeirrar niðurstöðu gæti málið haldið áfram fyrir dómstólum. Allt í hers höndum Fljótlega eftir að framkvæmdaleyfið var veitt birtist hér fjölþjóðlegt lið á stórvirkum tækjum og vinnuvélum sem ruddist inn og í gegnum fyr- irtækið okkar (landareignina) með tilheyrandi hávaða og gífurlegu jarðraski. Á þessum tíma var lítill friður á heimilinu fyrir útsendurum Landsnets (eftirlitsmönnum), fulltrú- um Rarik og Vegagerðarinnar, verk- tökum og fleirum sem þurftu lið- sinni eða áttu önnur erindi við okkur vegna framkvæmdanna. Þessir aðilar fóru á tímabili í hár saman vegna skipulags á öllum þessum framkvæmdum (stóru línurnar, veg- urinn, byggðalínan í jarðkapli o.fl.) og við lögðum áherslu á að þjappa þessu öllu saman eins og hægt væri til að minnka tjónið og til þess að sitja ekki uppi með algerlega sund- urklippta jörð. Hér var allt í hers höndum í rúmlega tvö ár og það datt nánast botninn úr okkar eigin starf- semi hér út af þessu öllu saman. Á framkvæmdatímanum kemur í ljós að mannvirkin verða umfangs- meiri að hluta til en kynnt var í upp- hafi. Þetta hafa þeir hjá Landsneti hf. ekki getað séð sóma sinn í að viðurkenna og leiðrétta. Þeir voru matsbeiðendur í málinu og sáu þar af leiðandi um að mata Matsnefndina á upplýsingum um hvað ætti að meta og hvernig. Síðan á landeigandi rétt á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og þann rétt reyndum við að nýta eins vel og við gátum með aðstoð lögfræðings. Nýir matsmenn Þegar úrskurður Matsnefndar eign- arnámsbóta lá fyrir í febrúar 2006, sáum við fljótlega að þeirra mat byggðist ekki að öllu leyti á stað- reyndum, auk þess sem það var illa rökstutt. Við báðum þá um rökstuðning vegna nokkurra atriða í dómnum, því var hafnað snarlega. Þá báðum við um endurupptöku matsins, því var einnig hafnað og við komumst semsagt að því að matsnefndin hefur enga yfirmenn og því ekki hægt að kvarta við neinn um þeirra vinnubrögð, þeir eru bara á launum hjá dómsmálaráðuneytinu. Afstaða Landsnets til úrskurðar Matsnefndar eignarnámsbóta var líka neikvæð. Eftir að úrskurð- ur þessi lá fyrir var ekki minnst á samningaviðæður. Í september 2006 fór Landsnet þess á leit við Héraðsdóm Aust- urlands að dómkvaddir yrðu tveir hæfir, sérfróðir og óvilhallir mats- menn til þess að skoða og meta fullt endurgjald til matsþola vegna þess hluta jarðarinnar Áreyja sem látinn hefur verið af hendi vegna Fl 3 og 4. Svona matsbeiðni er nokkrar blaðsíður þar sem þeir lýsa nánar hvað á að meta og hvernig og þar stendur m.a.: „Matsbeiðnin er lögð fram í því skyni að fá hnekkt úrskurði matsnefndar eignarnáms- bóta um eignarnámsbætur.“ Síðan segir: „...enda verða sömu gögn lögð fyrir matsmenn.“ Það tók einhverja mánuði að finna menn í nefndina, síðan hófst hefðbundin gagnasöfnun og vinna við greinargerðir og vettvangsferð var farin í endaðan júní 2007. Dómkvöddu matsmennirnir skiluðu niðurstöðu sinni 21. des- ember 2007 og okkur finnst þessi matsgerð bera vott um vandaðri vinnubrögð en hjá fyrri matsnefnd- inni. En þar sem þeim var þröngur stakkur skorinn með uppskrift- inni frá Landsneti er kannski ekki undarlegt að okkur finnist eitthvað vanta uppá sanngjarna niðurstöðu. Þeir hjá Landsneti hafa ekki ennþá (21. apríl 2008) boðið land- eigendum upp á umfjöllun um þennan úrskurð. Okkur finnst þetta mál hafa tekið óþarflega langan tíma. Við sendum því Landsneti samningstilboð í byrjun mars sl. Þeir hafa ekki svar- að því. Þeir sendu hins vegar til- lögu til lögmanns okkar 9. apríl sl. þess efnis að þeir vildu ljúka mál- inu með því að taka tvö atriði út úr úrskurði Matsnefndar eignarnáms- bóta og gera upp restina. Náist ekki samkomulag um þetta vísa þeir á almennar reglur um dómstóla. Heldur meiri sanngirni Þeir fara fram á notkun landsins í ótilgreindan tíma (50 til 99 ár) með mikilli skerðingu á möguleikum bóndans til að nýta jörðina; bygg- ingabanni, skógræktarbanni, kröfum um aðgengi að öllum möstrum, fyrir utan sjónræn og ósýnileg áhrif frá línunum og fleira. Þeir eru ekki að kaupa landið, þeir vilja ekki leigja landið, bara borga eina greiðslu. Þessi eingreiðsla sem boðin er fram með aðstoð matsnefnda lítur kannski út fyrir að vera ágætis skaðabót daginn sem hún er innt af hendi, en hún mun ekki endast nema í nokkur ár sem mótvægi við tekju- og eignatjónið sem hlýst af þessum stóru og fyrirferðarmiklu háspennulínum. Það er sama hvaða starfsemi fer fram, hvort það er skógrækt, ferða- þjónusta eða hefðbundinn búskap- ur; eftir örfá ár situr landeigandinn uppi með allt tjónið, bæði tekju- og eignaskerðinguna, auk óþægindanna sem af háspennulínunum hljótast. Við höfum því hafnað síðustu tillögu frá Landsneti og förum fram á heldur meiri sanngirni. Þegar þetta er skrifað hefur Landsvirkjun/Landsnet verið með meira en hundrað hektara af landi Áreyja í herkví í tæplega fimm ár. Okkur finnst orðið tímabært að fara að ljúka þessu máli með sanngjörn- um hætti. Þannig er nú það í stuttu máli, frá mínum bæjardyrum séð. Guðrún Kjartansdóttir Áreyjum Baráttan við Landsnet hf. og eignarnámið Samanburðartilraunir voru gerðar í vetur á kjarnfóður- blöndum með annars vegar dýrapróteini (fiskimjöli) og hins vegar plöntupróteini (soja o.fl.). Tilraunirnar voru gerðar í fjós- um LbhÍ á Möðruvöllum og Hvanneyri. Þóroddur Sveinsson hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og ábyrgðarmaður verkefnis- ins segir að tilraunirnar sjálfar hafi gengið vel og að einungis sé eftir að gera efnagreiningar á fóðrinu. Hann segist vonast til að bráðabirgðaniðurstöður liggi fyrir í vor. Landssamband kúabænda hafði frumkvæði að þessu verkefni og það var mynd- arlega styrkt af Þróunarsjóði LK, Rannsóknarstofu mjólkur- iðnaðarins, Bústólpa og Líflandi. Miklar hækkanir urðu á fiski- mjöli árið 2006 og leiddu þær ásamt öðru til mikilla verðhækk- ana á hefðbundnu kjarnfóðri. Í kjölfarið fóru fóðurfyrirtækin að bjóða kúabændum kjarnfóð- urblöndur sem ekki innihalda fiskimjöl, en þær eru í daglegu tali nefndar „dönsku blöndurn- ar“. Í stað fiskimjöls var aðallega notað sojamjöl. Þrátt fyrir að hrápróteininnihald sé svipað í þessum nýju blöndum er annað mjög ólíkt. Þær hafa til að mynda umtalsvert lægra reiknað AAT- magn, hærra reiknað PBV-gildi og heldur minni orkuþéttni. Nýju blöndurnar eru nokkuð ódýrari en fiskimjölsblöndurnar og meðal kúabú getur sparað tals- verðar upphæðir á ári með því að skipta yfir í þessar blöndur. Fóðurfræðilegum kostum fiski- mjöls hefur þó mjög verið haldið á lofti í umræðu um þessi mál og það hefur haft þau áhrif að margir bændur vilja ekki taka áhættuna á að skipta, nema að fyrir liggi rann- sóknir á þessum blöndum, segir á vef LK. Markmið þessa verkefn- is er að skera úr um það með til- raunum hvort þessar nýju blöndur skili sambærilegum árangri og hefðbundnar kjarnfóðurblönd- ur með fiskimjöli, ef litið er til afurða og efnamagns í mjólk. Sem fyrr segir munu bráða- birgðaniðurstöður liggja fyrir í vor og mun Þóroddur þá gera nánari grein fyrir þeim í Bændablaðinu. Fljótsdalslína þar sem hún liggur um jörðina Áreyjar. Ljósm. Þóra Sólveig Jónsdóttir Samanburðartilraunum á kjarnfóðurblöndum lokið á Möðruvöllum og Hvanneyri Nýju blöndurnar ódýrari og spara mögulega umtalsvert fé Tilraunakúnum Dögg og Auðhumlu á Möðruvöllum fundust allar kjarn- fóðurblöndurnar bara góðar. (Mynd ÞS)

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.