Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 21
21 Bændablaðið | Þriðjudagur 14. maí 2008 Út er komin árbók Ferða- félags Íslands 2008 og er höf- undur henn- ar Hjörleifur Guttormsson náttúrufræð- ingur, sem skrifar um Úthérað ásamt Borgarfirði eystra, Víkum og Loðmund- ar firði. Fallegar ljósmyndir sem flestar eru eftir höfundinn skreyta bókina, auk þess sem hún hefur að geyma nákvæm kort af þeim byggðarlögum sem fjallað er um. Daníel Bergmann annaðist umbrot á bókinni. Kort í árbókinni eru teiknuð af Guðmundi Ó. Ingvarssyni, að forskrift höfundar hvað örnefni varðar. Auk staðfræðiuppdrátta er þar að finna óvenju margar skýr- ingarmyndir um jarðfræði, lífríki og fornminjar. Prófarkalestur var í höndum ritnefndarmannanna Árna Björnssonar, Eiríks Þormóðssonar og Guðrúnar Kvaran. Þá vann Helgi Magnússon við skráargerð. Jón Viðar Sigurðsson ritstýrði verkinu. Bókin fjallar um fjölbreytt og einkar áhugavert svæði, bæði hvað varðar náttúrufar og möguleika til útivistar. Þar skiptast á eyðibyggðir í hrikalegri umgjörð og nærliggj- andi svæði með byggð í blóma. Loðmundarfjörður og Víkur eiga sér langa og merkilega byggð- arsögu sem náði fram yfir miðja síðustu öld. Nú njóta þessir staðir með sitt einstaka náttúrufar mik- illa vinsælda meðal útivistarfólks. Sama má segja um Borgarfjörð eystra með sinni margrómuðu umgjörð. Bókarhöfundi tekst á sinn einstaka hátt að leiða lesandann um landið og flétta á skemmtilegan hátt saman sögu og lýsingu á náttúrufari og mannlífi. Frá Borgarfirði liggur leiðin til Egilsstaða, þaðan sem lagt er upp í ferð um byggðir Úthéraðs: Eiðaþinghá, Hjaltastaðaþinghá, Fell, Hróarstungu og Jökulsárhlíð allt út á Standandanes norðan Héraðsflóa. Þetta söguríka svæði býr yfir mikilli náttúrufegurð og fjölbreyttu gróðurfari og dýralífi, sem endurspeglast vel í fjölmörgum myndum og uppdráttum. Útkoman er glæsileg bók sem er í senn fræð- andi og hvatning til lesandans að kynna sér svæðið af eigin raun. Hjörleifur Guttormsson hefur nú skrifað sex árbækur fyrir Ferðafélag Íslands og hafa þær allar notið mik- illa vinsælda. Í þeim er fjallað um landið austanvert frá Lómagnúp norður í Öxarfjörð og bera þær heitin Austfjarðafjöll (1974), Norð- Austurland, hálendi og eyðibyggð- ir (1987), Við rætur Vatnajökuls (1993), Austfirðir frá Álftafirði til Fáskrúðsfjarðar (2002), Austfirðir frá Reyðarfirði til Seyðisfjarðar (2005) og nú bætist við Úthérað ásamt Borgarfirði eystra, Víkum og Loðmundarfirði (2008). Bækurnar fást allar á skrifstofu FÍ, nema árbókin 1974, sem er uppseld. Á útgáfuári eru árbækur Ferðafélags Íslands sendar félags- mönnum í Ferðafélaginu en fara í almenna sölu ári síðar. Um átta þús- und félagsmenn eru nú í Ferðafélagi Íslands. Hægt er að ganga í félagið og fá þá nýir félagar árbókina senda heim, en árgjaldið er kr. 4.900. Árbækur Ferðafélags Íslands hafa komið út í óslitinni röð frá árinu 1928 og eru á heildina litið einstæður bókaflokkur um land og náttúru, í raun altæk Íslandslýsing á meira en tólf þúsund blaðsíðum. Hefur Ferðafélagið alla tíð kostað kapps um að gera þær sem best úr garði. Ritröðin endurspeglar sam- fellu í efnistökum þar sem náttúra, saga og menning eru í öndvegi og framfarir í ljósmyndun og prentun endurspegla kröfur hvers tíma. LANDBÚNAÐARSÝNINGIN HELLU 22.–24. ÁGÚST 2008 Búnaðarsamband Suðurlands Austurvegi 1 800 Selfoss 480 1809 johannes@bssl.is www.landbunadarsyning.is Tryggðu þér svæði – bókaðu núna! www.landbunadarsyning.is 22.–24. ÁGÚST 2008 Samstarfsaðilar: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti PO RT h ön nu n Bændur - Verktakar Sau fjárbændur athugi !!! L a m b o o s t og F l o r y b o o s t Pasta til inntöku fyrir lömb – 100% náttúrulegt L A M B O O S T Lamboost er fæ ubótarefni sem er au ugt af broddmjólk og næringarefnum og er sérstaklega hanna me Eykur orku - Nau rur, glúkósi, ríglyserí ar - Broddur Heilbrig - Mjólkurs rugerlar F L O R Y B O O S T Floryboost stu lar a jafnvægi - Vi , Eykur orku - Nau Au Nánari uppl singar getur ú fengi hjá d ralækninum ínum e a hjá umbo sa ila. Umbo sa ili: D raheilsa ehf. 564 2240 Árbók FÍ 2008 Úthérað ásamt Borgarfirði eystra, Víkum og Loðmundarfirði

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.