Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 29
29 Bændablaðið | Þriðjudagur 14. maí 2008 Grunnskóli Vesturbyggðar sam- anstendur af þremur grunn- skólum með rúmlega 130 nem- endur samanlagt. Einn þeirra er Bíldudalsskóli og þar hitti Bændablaðið á einn hressan nemanda, Söndru Líf Pálsdóttur, sem var til í að svara blaðamanni nokkrum spurningum. Nafn: Sandra Líf Pálsdóttir. Aldur: 11 ára. Stjörnumerki: Hrútur. Búseta: Bíldudalur. Skóli: Bíldudalsskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Enska. Hvað er uppáhaldsdýrið þitt? Naggrís. Uppáhaldsmatur: Lasagna. Uppáhaldshljómsveit: Sprengjuhöllin. Uppáhaldskvikmynd: Hairspray. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi körfubolta og spila á píanó. Svo er ég á skylm- inganámskeiði. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Vera á MySpace og MSN. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Lögfræðingur. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Hjólað á ruslatunnu. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Veit ekki alveg, það er allt skemmtilegt. Hvað ætlar þú að gera í sumar? Vera í sjónum allan tímann. ehg Fólkið sem erfir landið Ætlar að svamla í sjónum í allt sumar Háþrýstidælur Þegar gerðar eru hámarkskröfur K 6.91 M Plus Þrýstingur: 20-150 bör max Vatnsmagn: 550 ltr/klst Túrbóstútur + 50% Lengd slöngu: 9 m Sápuskammtari Stillanlegur úði K 7.80 M Plus Þrýstingur 20-160 bör max Stillanlegur úði Sápuskammtari K 7.85 Þrý 20- Vatn 600 Stil Sáp Túr 12 m Vatnsmagn: 600 ltr/klst Túrbóstútur + 50% Lengd slöngu: 9 m SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS K 5.91 M Plus Þrýstingur: 20-140 bör max Vatnsmagn: 490 ltr/klst Lengd slöngu: 7,5 m Stillanlegur úði Túrbóstútur + 50% Sápuskammtari Ýmsir aukahlutir Snúningsdiskur Gestahús til sölu: Er að byggja 25 fm heilsárshús tvö herb/ forst /bað, mjög vand- að og hentar vel íslenskum aðstæðum. Húsið er fullbúið að utan og tilbúið til afhendingar. Panilklætt að innan, með raflögnum en án gólfefna og baðinnréttingar. Hægt er að fá það fullbú- ið sem tveggja herbergja eða eitt herbergi og eldhús allt eftir þörfum hvers og eins. Tilvalið fyrir þann sem vantar gistihús eða stækka sumarhúsið sitt. Húsið er til sýnis að Cuxhavengötu 1, Hafnarfirði Upplýsingar í síma 8200051. Stálprófílar Galvaneseraðir stálprófílar til sölu á góðu verði. 20x20 cm, 7 mm þykkir, og 15 metra, langir. Hentar í stálgrindarhús, eða annað burðarvirki. Upplýsingar s: 8221648 eða hans@internet.is Sandra Líf Pálsdóttir er 11 ára gömul og líkar lífið vel í heimabæ sínum, Bíldudal. Á Degi umhverfisins þann 25. apríl sl. voru nemendur úr Lýsu- hólsskóla og Fossvogsskóla út- nefndir varðliðar umhverfisins við athöfn í Perlunni. Varðliðar umhverfisins er verkefnasam- keppni á vegum umhverfis- ráðuneytisins, Landverndar og Náttúruskóla Reykjavíkur. Til- gangur keppninnar er að hvetja ungt fólk til góðra verka í um- hverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóð- arinnar á því sviði. Tvö verkefni fengu viðurkenningu: Karen Hjartardóttir, nem- andí í 10. bekk Lýsuhólsskóla á Snæfellsnesi, bjó til Grænfánaspilið. Er um að ræða spurningas sem byggt er upp anda Trivial Pursu en þessi umhverfisút færsla er algjörlega hönnuð eftir hug- mynd Karenar og að hennar frum- kvæði. Spilið leiðir fólk í gegnum ýmis umhverfisverk- efni á skemmtilegan hátt og mark- miðið er að flagga Grænfánanum. Það hefur Lýsuhólsskóli gert síðan árið 2003 en markvisst hefur verið unnið að umhverfismálum í skól- anum í anda Staðardagskrár síðan árið 2001. Síðara verkefnið snerist um veggjakrot og umgengni í skóla- hverfinu og var unnið af nemend- um í 5., 6. og 7. bekk Fossvogs- skóla. Fossvogsskóli hefur, líkt og Lýsuhólsskóli, verið í fararbroddi grunnskóla landsins í umhverfis- mennt. Í verkefninu er tekið á umgengnismálum í hverfinu með aðstoð nemenda. Nemendur kort- lögðu veggjakrot í hverfinu, skemmd- erk alls konar og æma umgengni. eiknaður var út ostnaður við að mála yfir veggja- krot í hverfinu og það tjón sem hverfið verður fyrir sökum þessa. Unnin voru póstkort úr endurunnu efni og á þau skrifuð ýmis konar slagorð, tengd góðri umgengni við náttúruna og nánasta umhverfi, og þau borin út til íbúa í hverfinu. –smh Varðliðar umhverfisins Umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, og Karen Hjartardóttir með verðlaunaverkefnið, Grænfánaspilið. v k pil í it - ar sl R Háskólanám · Búvísindi · Hestafræði · Náttúru- og umhverfisfræði · Skógfræði og landgræðsla · Umhverfisskipulag www.lbhi.is Háskóli lífs og lands Umsóknarfrestur um skólavist er til 4. júní Hér er frumgerð Grænfánaspilsins.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.