Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Þriðjudagur 14. maí 2008 Málgagn bænda og landsbyggðar LEIÐARINN LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.400 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.400. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 – Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. th@bondi.is – Sími: 563 0375 Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Er nauðsynlegt að brenna sinu? Undanfarna daga hef ég horft á laufin þeysast fram á greinum trjánna í görðunum á Melunum þar sem ég bý. Á lognkyrrum vordögum með örlítilli úrkomu er gróðuranganin allt að því yfir- þyrmandi þegar gengið er um götur borgarinnar. Fuglarnir eru komnir á góðan skrið í hreiðurgerð og tilhugalífi og maður er hættur að geta sofið á nóttunni fyrir birtu og fuglasöng. Á þessum yndislega tíma eru hins vegar alltaf einhverjir sem bregðast við með því að taka fram eldfærin og kveikja í sinu. Á hverju vori verða einhver slys af völdum þessarar iðju, sem betur fer þó ekki mannskæð. Eignatjón er þó á stundum töluvert, svo sem raunin varð í Hafnarfirði fyrir nokkru og í Hellisskógi austur við Selfoss. Sinubruni er umdeild iðja. Margir bændur halda enn í þá hefð að brenna sinu og hafa fyrir því ýmis rök. Á undanförnum árum hefur þeim röddum vaxið ásmegin sem halda því fram að þörfin fyrir að brenna sinu hafi minnkað af ýmsum ástæðum. Einkum séu það þó breytingar á umhverfinu sem geri sinubruna hættulegan. Aukin frístundabyggð og skógrækt veldur því að víða um land skapar sinu- bruni bænda töluverða hættu. Að ekki sé minnst á athæfi pörupilta á borð við þá sem voru að verki í Hafnarfirði á dögunum. Þetta er mál sem bændur þyrftu að taka til gaumgæfilegrar skoð- unar. Þetta snýst ekki bara um þarfir gróðursins og afrakstur túnanna heldur einnig og með sívaxandi þunga um ímynd bænda og land- búnaðar. Það er ekki mjög spenn- andi þegar fólk ekur um landið í fögru vorveðri að keyra inn í reykj- arkóf frá sinubruna og horfa yfir stórar spildur af sviðinni jörð. Það má svo sem spyrja hvort fólki komi þetta nokkuð við, þarna séu bændur einfaldlega að störfum. En þetta get- ur setið í mönnum þegar þeir standa við kæliborð verslananna og kaupa í ÞH Bændasamtökin ákváðu að senda ekki efnislega umsögn um texta frumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um aðlögun íslenskrar matvælalöggjafar að evrópskri. Þess í stað er leitast við að rök- styðja hvers vegna þurfi að vinna frum- varpið betur. Það er ekki forsvaranlegt að bjóða upp á að skoða þetta frumvarp ofan í kjölinn á tæplega fjórum vikum, frumvarp sem tók embættismenn mörg ár að setja saman. Að höfðu samráði við aðildarfélög Bændasamtaka Íslands, á fundi þann 29. apríl sl., var þessi ákvörðun tekin. Þess í stað var ítrekuð afstaða BÍ frá 22. febrúar 2006. Sú samþykkt er í raun í fullu gildi enn. Okkar hlutverk er fyrst og fremst að verja bændur. Allur málflutningur mótast af því. En hvað er það þá sem bændur geta ekki sætt sig við? Frumvarpið sýnist ganga of langt í uppbyggingu á eftirlits- og starfs- leyfafrumskógi. Það er ekki augljóst af lestri þess hvers einstakir bændur mega vænta um það hvernig þeir eiga að sinna daglegum rekstri búa sinna. Á hinn bóginn skapar frumvarpið aukna hættu á að hingað berist sjúkdómar. Þörf er á að hyggja ræki- lega að því hvernig hægt er að verja land- ið sjúkdómum, eftir um 1100 ára einangr- un, þegar og ef innflutningur á fersku kjöti verður leyfður, án 30 daga frystiskyldu. Í frumvarpinu sýnast einnig vera ákvæði sem ekki verða leidd af milliríkjasamningum og þess vegna engin ástæða til að hafa með. Það er engin ástæða til að nota innleiðingu á 1. kafla viðauka I í EES-samningnum sem skjól til lagasetningar um atriði sem snerta ekki beint efni frumvarpsins. Það hefur verið afar fróðlegt að rekja sig áfram í aðdragandanum að því að frumvarpið varð til. Áhugavert er að velta fyrir sér hvernig einn af hornstein- um EES-samningsins hefur molnað niður. Hornsteinn sem almenn sátt hefur ríkt um að verið hefur afar mikilvægur hingað til, sem sagt viðurkenning á stöðu okkar sem eyríkis og sérstaða henni tengd. Þráfaldlega hefur verið kallað eftir gögnum um það hvern- ig menn komust að þeirri niðurstöðu sem raun ber vitni. Svörin hafa ekki verið skýr og þá er rökrétt að álykta að samningur sem Alþingi staðfesti á sínum tíma geti molnað smám saman niður á samningafundum og í daglegu amstri embættismanna við margs- konar samskipti landsins við ESB – án þess að alþingismenn hafi nokkurn tímann rætt málin eða tekið ákvörðanir um breytingar. Breytingarnar eru helst sagðar knúnar í gegn vega nýrrar löggjafar ESB um matvæli. Þetta er áhugavert í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað að undanförnu um stöðu þjóðarinnar gagnvart hugsanlegum undanþágum sem mögulegt væri að sækja í aðildarviðræðum að Evrópusambandinu. Þetta hefur gerst í tíð margra ráðherra, all- margra ríkisstjórna og þingmeirihluta. Verði samið um frekari viðurkenningu á sérstöðu Íslands í aðildarviðræðum, má þá eiga von á að slíkar undanþágur standist ekki þegar endurskoða þarf lög innan ESB? Er þá svar- ið: Þetta bara varð svona? Hver svo sem afdrif málsins verða á vorþingi þá veit sjávarútvegs- og landbún- aðarnefnd, og einnig ráðherra, að setn- ing löggjafar sem atvinnuvegi er ætlað að starfa eftir verður miklu gæfulegri ef góð samvinna er höfð um undirbúning henn- ar. Bændasamtökin lýsa fullum vilja til að vinna að málinu á næstu mánuðum. Við þetta er því að bæta að um land- búnaðinn hefur undanfarið ríkt alltof mikil óvissa. Ráðamenn hafa leyft sér að tala ógætilega um mikilsverða hagsmuni grein- arinnar. Oftar hefði mátt lyfta símtóli og segja frá undirbúningi mála eða útgáfu yfir- lýsinga í stað þess að demba yfir bændur í fréttatímum tíðindum sem geta kollvarp- að framtíð þeirra. Á þessum tímum þarf landbúnaðurinn á meiri festu að halda. Breytingar á umhverfi hans á heimsvísu eru gríðarmiklar þó að ekki bætist við heima- tilbúin óvissa. Bændur eiga í dag erfitt með að gera áætlanir til lengri tíma og það er óþolandi. HB Hægan nú Landeigendur hafa í gegnum árin staðið í ströngu við að verja sína hagsmuni gagnvart ýmsum fram- kvæmdaaðilum. Skemmst er að minnast baráttu manna vegna t.d. malartekju, línulagna, vegagerð- ar og vatnsréttinda. Þá eru ótalin þjóðlendumálin sem eru áberandi í umræðunni. Bændur leita í aukn- um mæli til Bændasamtakanna um ráðgjöf en þau hafa gjarnan bent á lögmenn sem hafa sérþekkingu á málaflokknum. Bændablaðið ræddi á dögunum við Karl Axelsson og Guðjón Ármannsson lögmenn á Lögmannsstofunni Lex sem hafa víðtæka reynslu af því að gæta eignarréttar landeigenda. Að sögn þeirra Karls og Guðjóns er mikilvægt að landeigendur bregð- ist strax við þegar e-ð stendur til hjá framkvæmdaaðilum og taka dæmi af vegaframkvæmdum. „Málin eiga sér oft langan aðdraganda eins og mat á umhverfisáhrifum, eftir atvikum breytingar á aðalskipulagi og öflun framkvæmdaleyfa frá sveitarfélögum. Ferlið getur tekið á bilinu 1-3 ár áður en að því kemur að Vegagerðin fari loksins að snúa sér að landeigend- anum og ræða við hann um legu vegarins og hugsanlegar bætur, ef einhverjar eru. Það sem við leggjum áherslu á er að landeigendur taki þátt í ferlinu frá byrjun og gæti þannig hagsmuna sinna frá upphafi. Þeim mun fyrr sem menn láta í sér heyra, þeim mun meiri líkur eru á að þeir geti haft áhrif til góðs og varið sína hagsmuni.“ Ekki sjálfsagt að leggja vegi um landareignir manna Karl telur að Íslendingar séu að nokkru leyti litaðir af fortíðinni þegar kemur að réttindum landeigenda og samskiptum þeirra við framkvæmda- aðila. „Vegaframkvæmdir sem dæmi eiga sér ekkert mjög langa sögu hér á landi. Á millistríðsárunum var farið að vinna að einhverjum krafti að vegagerð í dreifbýli og í þá daga fögnuðu landeigendur bættum sam- göngum. Mér segir sá hugur að sjald- an hafi bændur gert kröfu um bætur vegna rasks á túnum eða öðrum verðmætum á jörðum þeirra. En nú er öldin önnur þar sem notkun jarða hefur gjörbreyst og verðmæti þeirra aukist.“ Karl segir að menn eigi ekki að líta á það sem samfélagslega skyldu sína að leyfa opinberum aðilum að ganga á eignir sínar bótalaust. „Það verður seint sagt að fyrirtæki eins og t.d. Vegagerð ríkisins séu góðgerð- arsamtök en hún er eðlilega að gæta hagsmuna síns eiganda, sem er ríkið, og reynir að lágmarka sin kostnað,“ segir Karl. Guðjón nefnir að viðhorf til umhverfismála hafi gjörbreyst á síð- ustu árum. „Fólki er eðlilega ekki sama hvar vegir eru lagðir enda oft á tíðum mjög stór og umfangsmikil mannvirki. Dæmi eru einnig um að verktakar gangi illa um á verkstað og ekki í samræmi við ákvæði umhverf- ismats,“ segir hann. Matsnefnd eignarnámsbóta sniðgengin Karl segir að það valdi áhyggjum að sjá dóma sem fallið hafa undanfarið þar sem farið er á svig við niðurstöðu matsnefndar eignarnámsbóta sem skipuð er sérfræðingum sem fara á staðinn og kynna sér málin. „Það er erfitt að svara því hvers vegna málin hafa þróast svona hjá Hæstarétti en okkur grunar að þarna séu einhver tregðulögmál á ferðinni. Hæstiréttur telur sig færan um að endurmeta niðurstöður matsnefndarinnar jafn- vel þótt hann hafi aldrei kynnt sér aðstæður á vettvangi.“ Samkvæmt lögum ber sá sem gerir eignarnám kostnað af störfum matsnefndar eignarnámsbóta. Um þetta hefur þó risið ágreiningur og nú er í gangi prófmál í Hæstarétti þar sem tekist er á um þetta. „Vegagerðin hefur t.d. ekki alltaf viljað taka þátt í kostnaði fyrr en upp er kominn ágreiningur, t.d. um fjárhæð bóta. Það er að mínu mati ósanngjarnt að land- eigendur þurfi t.d. að bera kostnað vegna umhverfismats, vinnu vegna framkvæmdaleyfa og vegna ágrein- ings um eignarnámið sjálft. Við lög- fræðingar spyrjum hver sé eignarrétt- arvernd þeirra sem þurfa að bera kostnað við að gæta hagsmuna sinna. Umboðsmaður Alþingis hefur talið að túlka eigi mjög rúmt þá skyldu að greiða kostnað vegna undirbúnings framkvæmda. Í héraðsdómi var fallist á að ganga ennþá lengra, þ.e. að ríkið ætti að dekka allan kostnað sem land- eigendur hafa af viðlíka málum og þessum. Það skýrist vonandi bráðlega hver afstaða Hæstaréttar er til máls- ins,“ segir Karl. Hæstiréttur ýtir undir ósamræmi við ákvörðun bóta Ýmis dæmi eru um að Vegagerðin hafi mismunað landeigendum og má þar nefna nýlegan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem ákvarðaðar voru bætur vegna legu vegar í Norðurárdal. Í vegalögum er skýrt kveðið á um hver skuli greiða fyrir svæði beggja megin vegar sem nemur 30 metrum frá miðlínu hans. Í fyrrnefndu máli taldi Vegagerðin nægilegt að greiða sem nemur 20 metrum frá miðlínu þrátt fyrir skýr á kvæði í lögum um 30 metra helgunarsvæði hvoru megin. „Í málflutningi var bent á að mikil kvöð hvíli á hinu 60 metra veghelg- unarsvæði. Landeigendur mega ekki byggja eða framkvæma eitt né neitt á svæðinu svo slík kvöð er sannarlega til mikilla baga fyrir þá. Dómurinn féllst á að nægilegt væri að greiða fyrir 20 metra frá miðlínu í þessu til- felli. Ástæðurnar eru óskiljanlegar og ósanngirnin er algjör að okkar mati“, segja þeir Karl og Guðjón. Gætið hagsmuna strax í byrjun Karl heldur því fram að því miður hafi landeigendur alltof oft látið „vaða yfir sig“ í þessum málum. „Það er því aldrei of oft hamrað á því að menn gæti sinna hagsmuna strax í upphafi og leiti sérfræðiaðstoðar. Bændur eiga að halda vöku sinni og vera grimmir í sinni hagsmunagæslu og láta mál fara fyrir matsnefnd eign- arnámsbóta í stað þess að láta bjóða sér upp á einhverja nauðasamninga. Það er alveg ljóst að engir aðrir passa upp á hagsmuni landeigenda en þeir sjálfir,“ segir Karl Axelsson hæsta- réttarlögmaður. –TB Hvetja landeigendur til að veita mótspyrnu

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.