Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Þriðjudagur 14. maí 2008 Auk koltvísýrings hafa margar aðrar lofttegundir áhrif á loft- hjúpinn. Ein af þeim er metan og áhrif þess eru 20 sinnum meiri en koltvísýringsins miðað við hverja sameind. Á hinn bóginn er líftími metans í andrúmsloftinu aðeins 10-12 ár meðan líftími koltvísýr- ingsins er meiri en 100 ár. Metan í lofthjúpnum hefur aukist verulega síðustu 50 ár og veldur nú um helmingi af hlýnuninni. Kýr getur gefið frá sér allt upp í 250-300 lítra af metani á dag. Af öllum uppsprettum met- ans eru húsdýr, einkum jórturdýr, stórtækust, en þau losa um 25% af því. Það þýðir að hnattrænt séð má rekja 4-5% af gróðurhúsaáhrif- unum til búfjárins. Ef óbein áhrif eru meðtalin eru áhrif landbúnaðar á hlýnunina í heild áætluð 15%. Metan myndast einkum þegar bakteríur í meltingarfærum dýr- anna brjóta niður fæðuna án þess að súrefni komist þar að, svoköll- uð „loftfirrð melting“. Skepnan (kýrin) losar sig við mest af met- aninu með ropa, en í minna mæli út um endaþarminn. Röng meðferð búfjáráburðar getur einnig aukið losunina um þriðjung. Um þessar mundir er unnið að því á margvíslegan hátt að draga úr þessari losun. Einfaldasta leiðin er sú að bæta fóðurnýtingu skepnunn- ar. Því meira af orku fóðursins sem breytist í mjólk eða kjöt, því minni losun. Með þessari leið er unnt að draga úr losuninni um 25-75%. Þá er unnt að draga úr losuninni um 20-40% með því að mala og köggla fóðrið. Gróffóður, þar sem smári er uppistaðan, veldur einn- ig minni losun en lélegra fóður. Í Bretlandi hefur komið í ljós að hvítsmári og fleiri sykurríkar belg- jurtir styrkja örverurnar og það leiðir aftur til minni losunar met- ans. Þá eiga skepnurnar að hafa aðgang að fóðri allan daginn, þar sem það eykur meltinguna. Ef unnt væri að losna við frum- dýr (prótózóur) úr vömbinni mundi losun á metani minnka um 20% og nytin aukast um 1-1,5 lítra á dag. Tilraunir eru í gangi til að eyða þessum frumdýrum úr vömbinni. Þá er verið að kanna möguleika á að flytja örverur, sem mynda ekki metan, í vömb jórturdýra. Þessar örverur breyta koltvísýringi og vetni í „acetöt“, sem eru fóðurefni. Slíkar örverur er að finna í maga kengúra. Ástralskir vísindamenn hafa þegar fundið 211 stofna slíkra örvera, sem nota má í þessu skyni. Á Nýja-Sjálandi er talið að 90% af losun metans stafi frá búfjárrækt. Þar er unnið hörðum höndum að því að draga úr þessari losun. Landsbygdens Folk Utan úr heimi Víða um heim á sér nú stað sú þróun að umsvif í búrekstri aukast og vinnuþörfin vex, þrátt fyrir aukna hagræðingu. Yfir bóndanum vofir sú hætta að hann ofgeri sér í vinnu og upplifi svokallaða „kulnun“ í starfi. Finnar hafa komið sér upp við- bragðsáætlun sem þeir geta grip- ið til ef það gerist. Hér á eftir fer viðtal við Markus Pyykkönen, starfsmann félags- og heilsuvernd- arráðuneytisins í Finnlandi, um málið, en þar í landi er það skil- greint sem vinnuheilsuvandamál í landbúnaði. Markus Pyykkönen bendir á að hið fyrsta, sem þurfi að gera, sé að reyna að draga úr álagstoppunum í starfinu og skipuleggja vinnuna þannig að vinnudagarnir verði ekki of langir. Með 10 tíma vinnudegi árið út og inn endi ástandið með ósköpum, menn brenni út í starfi og afleiðingin verði kulnun. Finnland er í ESB og sambandið hefur þá stefnu að auka bústærð í landbúnaði, sem lið í því að draga úr opinberum styrkjum við greinina. Þegar styrkirnir minnka verða bændur að ná meiri tekjum út úr sjálfum búrekstrinum, með meiri framleiðslu og/eða hærra afurðaverði. Stórt bú er ágætt en því aðeins að það skili hagnaði, þó ekki sé nema einni krónu á lítra mjólkur. Með milljón lítra fram- leiðslu munar um það. Vandamálið er ef búið er rekið með tapi, þá verður það fljótt óviðráðanlegt. Við því má bregðast með öflun viðbótartekna utan bús. Á um 35% finnskra býla er stunduð umtalsverð vinna utan bús. Þar geta komið upp vandamál, þar sem með vinnu utan bús er viðbúið að koma þurfi til móts við þarfir vinnuveitandans um það hvenær unnið er. Það getur rek- ist á við þarfir búsins og þá verður sólarhringurinn of stuttur. Vinna við skepnuhirðingu er afar bindandi og henni þarf að sinna alla daga. Í rekstraráætl- unum er gengið út frá ákveðnum tíma sem þarf til að sinna hverjum grip. Ef kúnum er fjölgað að ráði má reikna með að minni tími verði til að sinna hverri kú. Allir hafa ekki tíma til alls Athuganir hafa sýnt að nokkur hluti bænda kemst ekki yfir allt sem þeir þurfa að gera. Um 70% bænda viðurkenna að bústörfin séu stundum streituvaldandi. Rannsókn fyrir nokkrum árum leiddi í ljós að í básafjósi með 60 kúm væri vinnuþörfin við gegning- ar 3.480 klst. á ári, en vinnuþörfin í 30 kúa fjósi væri 2.670 klst. Það er skiljanlegt að styttri tíma þurfi á hverja kú í stærra fjósi, en vinnu- álagið í heild vex hins vegar. Hvað varðar kúabú, þar sem kúm hefur verið fjölgað verulega, telja 60% bænda að viðbótarálag- ið hafi skapað vandamál. Á hinn bóginn telja 51% bænda að þrátt fyrir það skili stækkað bú ekki viðunandi afkomu. Þetta er vanda- málið í hnotskurn. Það er auðvelt fyrir ráðunautinn að segja: Stækkaðu bara búið, þá batnar afkoman. Bóndinn gerir það en kemst þá að því að vinnuálag- ið er orðið of mikið. Þá ráðleggur ráðunauturinn honum e.t.v. að kaupa meiri þjónustu eða ráða sér viðbót- armann, en búið ber það ekki. Markus Pyykkönen telur að mjaltaþjónar séu engin töfralausn. Vinnan breytist hins vegar; í stað þess að mjólka þurfi að fylgjast með mjaltaþjóninum. Sú vinna er hins vegar afar breytileg milli búa. Því stærra sem búið er, því mik- ilvægari er skipulagning starfanna. Hann leggur einnig áherslu á að það þurfi að undirbúa nýjar fjárfest- ingar í rekstrinum vel og leggja vel niður fyrir sér hvar skórinn krepp- ir. Samstarf búa er af hinu góða og það hefur farið vaxandi eftir inn- göngu Finnlands í ESB. Á hinn bóginn fækkar búunum og þar með möguleikum til samstarfs. Rannsóknir hafa sýnt að hætta á kulnun í starfi vex þegar vinnuvikan er komin yfir 55 klst. Mörkin eru við 48-50 klst. en þá fara hættumerkin að koma í ljós. Ráðunauturinn þarf einnig að hafa það hugfast að það er bóndinn sjálfur sem á síðasta orðið. Markus Pyykkönen telur þó að á heildina litið líði bændum vel. Óvissa um stefnumörkun í land- búnaði innan ESB sé hins vegar óþægileg. Bjöllur sem hringja Það er nauðsynlegt að hlusta á viðvörunarbjöllur ef mönnum finnst þeir vera að yfirkeyra sig. Markus Pyykkönen segir að það fyrsta, sem menn þurfi að gefa gaum, sé hvort þeim gangi illa að festa svefn. Þar næst hvort menn vakni í tíma og ótíma og þá eink- um hvort menn vakni síðla nætur og nái ekki að sofna aftur, þá sé farin að vera hætta á ferð. Annað atriði er það hvort menn þurfi bjór- eða vínglas til að geta slakað á fyrir svefn. Ekkert mæli á móti því að menn fái sér vín- glas, en heldur ekki fleiri en eitt, það bendi til streitu. Ef mönnum finnst þeir sífellt þreyttir og pirraðir er það vísbend- ing, en svolítið andstreymi getur magnast óeðlilega upp og aukið pirringinn. Hann mælir með því að menn temji sér vanafestu til að forðast slík vandamál og umfram allt að sofa vel, borða hæfilega og á föstum matmálstímum. Það boðar ekki gott að borða pitsu í traktorssætinu, þeir sem gera það mega búast við hjartatruflunum og öðrum viðvörunum. Í finnskum landbúnaði er til „network“ eða net hjálparstarfs- manna, sem betur fer. Um 20% þeirra, sem vinna í landbúnaði, hafa samband við það vegna lík- amlegra kvilla, 17% vegna dep- urðar, 10% vegna áfengisvanda- mála, 9% vegna sambúðarvanda- mála og 8% vegna vandamála viðkomandi afkomunni. Þetta stoðkerfi er mikilvægt, segir Markus Pyykkönen. Landsbygdens Folk Finnar bregðast við kulnun bænda í starfi Um 20% þeirra sem vinna í landbúnaði og leita sér aðstoðar gera það vegna líkamlegra kvilla, 17% vegna depurðar, 10% vegna áfengisvanda- mála, 9% vegna sambúðarvandamála og 8% vegna vandamála sem tengjast afkomunni Líftæknifyrirtækið Monsanto hefur fallist á að greiða kanadíska bóndanum Percy Schmeiser skaðabætur. Þar með viðurkennir fyrirtækið óbeint að erfðabreytt- ur repjustofn fyrirtækisins hafi mengað repjuakra bóndans. Þessi deila hefur staðið árum saman, en þegar Schmeiser ákvað að leita til dómstóla til að fá úrskurð í málinu ákvað fyrirtækið að ganga heldur til samninga um skaðabætur. Klukkutíma áður en réttarhöldin áttu að hefjast tilkynnti Monsanto að fyrirtækið féllist á kröfu Percy Schmeisers. Upphaflega hafði Monsanto kært bóndann fyrir að hafa í leyf- isleysi notað einkaleyfisvarið, erfðabreytt útsæði af repjustofn- inum Roundup Ready og var hann krafinn um skaðabætur að upphæð 400 þúsund dollarar. Monsanto hafði tekið sýni úr repjuakri Schmeisers og fundið þar einkaleyfisbundið repjuaf- brigði sitt. Fyrirtækið bauðst til að fella niður skaðabótakröfu á hann, ef hann undirritaði samning sem hefði skuldbundið hann til að nota repjustofn Monsanto eftirleiðis. Schmeiser neitaði að skrifa undir. Hann hélt því aftur á móti fram að repjufræ Monsantos hlyti að hafa fokið frá nálægum ökrum. Við réttarhöldin, sem fylgdu á eftir, drógu dómararnir þá álykt- un að Schmeiser hefði ekki vitað að erfðablöndun hefði átt sér stað á ökrum hans. Að uppskeru lok- inni hefði hann tekið frá útsæði sem hann hefði notað ári síðar. Það skýrði að repjustofn Monsantos hefði fundist í ökrum hans. Þá töldu dómararnir að Schmeiser hefði ekki hagnast á hinum sérstaka eiginleika nýja stofnsins, sem væri að þola ill- gresiseyðinn Roundup. Rétturinn taldi að Schmeiser hefði ekki vit- andi vits ræktað hinn erfðabreytta repjustofn, sem hefði fyrir tilviljun borist inn á akur hans. Schmeiser varð að lokum að hætta repjurækt og snúa sér þess í stað að ræktun hveitis og hafra, en erfðabreyttur repjustofn Monsantos hélt áfram að finnast á ökrunum. Hann krafðist því þess að Monsanto hreinsaði repjustofn sinn af ökrum hans. Monsanto kvaðst mundu lofa því, gegn því að fá skriflegt loforð hans um að hann færi aldrei aftur í mál við fyrirtækið né gæfi neinar frekari yfirlýsingar opinberlega um málið. Schmeiser féllst hins vegar ekki á slík hrossakaup. Hann lét sjálfur hreinsa erfðabreyttu repj- una úr ökrunum og sendi Monsanto reikninginn. Þegar reikning- urinn fékkst ekki greiddur sneri Schmeiser sér til dómstólanna og einni klukkustund áður en taka átti málið fyrir tilkynnti fyrirtækið að það mundi greiða reikninginn. Mikilvægt fordæmi Að áliti Schmeisers viðurkenndi Monsanto með þessu ábyrgð sína á því að hafa mengað akra hans. Hann taldi því að niðurstaða deil- unnar væri mikilvægt fordæmi fyrir bændur um víða veröld, sem lentu í álíka málum við fyrirtækið. Talsmaður Monsanto hélt því hins vegar fram að aðilar málsins hefðu náð samkomulagi sem væri í fullu samræmi við samninga, sem fyrirtækið hefði áður gert. Mál sem þetta kæmu upp á hverju ári og fyr- irtækið legði áherslu á að samning- ur af þessu tagi væri gerður á jafn- réttisgrundvelli. Talsmaðurinn við- urkenndi þó jafnframt að fyrirtækið hefði dregið til baka þá kröfu á hendur Schmeiser að hann tjái sig ekki um málið opinberlega, sem og kröfu um að hann leggi ekki aftur fram kæru á hendur fyrirtækinu. Percy Schmeiser og Louise, kona hans, hlutu í desember sl. svonefnd „öðruvísi Nóbelsverðlaun“, sem veitt eru sem uppbót á hin hefð- bundnu. Afhending verðlaunanna fór fram við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi. Í umsögn dómnefndar segir að verðlaunin séu veitt sem „viður- kenning á kjarki Percy Schmeisers við að verja fjölbreytni lífríkisins og að berjast við þá vistfræði- og siðfræðilegu ógn sem stafar af brengluðum einkaréttarlögum“. Landsbygdens Folk Líftæknifyrirtækið Mon- santo greiðir skaðabætur Percy Schmeiser á repjuakrinum sínum. Unnt er að draga úr metanlosun jórturdýra Ráðherrafundi WTO frestað á ný Fyrir nokkrum mánuðum ákvað Alþjóða viðskiptastofnunin (WTO) að boða til ráðherrafund- ar í Sviss hinn 19. maí nk. Þessum fundi hefur nú verið frestað vegna þess, að ágreiningur aðild- arlandanna er enn of mikill. Nú er stefnt að því að halda fund- inn í júní nk. Það gæti þó rekist á við það, að á sama tíma verð- ur haldið Evrópumeistaramót í knattspyrnu í Sviss, sem veldur miklu álagi á flugsamgöngur og gistingu þar í landi. Vandamál WTO stafa nú af inn- byrðis átökum milli sex stærstu aðilanna, Ástralíu, Bandaríkjanna, Brasilíu, ESB, Kanada og Japan. Meðal annars krefst ESB einka- réttar á nöfnum; kampavín (champagne) skuli vera frá hér- aðinu Champagne í Frakklandi og Edamer-ostur frá Edamer, en eft- irlíkingar fái ekki að bera sömu nöfn. ESB hefur á hinn bóginn róað Bandaríkjamenn með því að þeir fái að nota ostanöfnin Cheddar og Brie frítt. Krafa þróunarlandanna um að innflutningstollar á afurðir þeirra verði felldir niður stendur enn í mönnum. Óútkljáð er sú spurn- ing, hvaða vörur teljast mikilvægar fyrir útflutning þessara landa, t.d. til ESB og Bandaríkjanna. Þessi lönd vilja varast að fá yfir sig ódýr- an innflutning. Nationen

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.