Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Þriðjudagur 14. maí 2008 Jötunvélar á Selfossi hafa flutt til landsins nýtt tæki til dreif- ingar á húsdýraáburði, kjötmjöli og fiskúrgangi, svo dæmi séu nefnd. Verið er að prófa tækið í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og stjórnar verk- inu Haukur Þórðarson, verk- efnisstjóri rekstrarsviðs skól- ans. Hann sagði í samtali við Bændablaðið að hér væri um að ræða afar áhugavert og spenn- andi tæki. Hann sagði þó rétt verið að byrja að prófa tækið, þannig að ekki væri hægt að fella um það endanlegan dóm eða hvort það hentaði við íslenskar aðstæður. Niðurfelling á áburði Aftast á tækinu eru hjól, eins og sjá má á myndinni sem fylgir. Þessi hjól fella áburðinn niður í svörðinn, þannig að húsdýraáburðurinn ligg- ur ekki ofan á jörðinni eins og verið hefur. Þannig verður um fullkomna nýtingu á köfnunarefni og öðrum efnum að ræða, að sögn Hauks. Hann segir engan vafa á því að þessi áburðardreifari sé vænlegt tæki til að mæta því háa áburð- arverði sem nú er. Hægt er að blanda kjötmjöli og fiskúrgangi í húsdýraáburðinn í dreifaranum. Þá segir Haukur að ekki sé minnst um vert að geta borið á milli slátta og fellt áburðinn í svörðinn, þegar grösin eru í hvað bestu ástandi til að taka á móti næringarefni. Tæki fyrir verktaka í landbúnaði Sem fyrr segir eru það Jötunvélar á Selfossi sem flytja þessi tæki inn. Finnbogi Magnússon, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði í samtali við Bændablaðið að hér væri um að ræða danskt tæki sem hentaði vel fyrir verktaka í land- búnaði. Hann segir að um sé að ræða byltingarkennt tæki fyrir Íslendinga, en það hefur verið notað erlendis í nokkur ár og sann- að ágæti sitt. Tankinn á tækinu segir hann vera aðalatriðið, því hann sé með útbúnaði til að fella áburðinn niður í svörðinn þannig að ekkert liggi ofan á jörðinni. Finnbogi segir tilraunir hafa verið gerðar með niðurfellingu á húsdýraáburði, sem gefið hafi mun betri árangur en að bera á tún samkvæmt gamla laginu. Tækið er bara fyrir húsdýraáburð og blanda má kjöt- og fiskimjöli í áburðinn. Finnbogi segist viss um að ef prófunin á Hvanneyri, sem fyrirtæki hans kostar, komi vel út, muni menn kaupa svona tæki. Þau eru nokkuð dýr, en tækið með öllu sem því tilheyrir mun kosta á bilinu 15 til 20 milljónir króna og því fyrst og fremst fyrir verktaka í landbúnaði. Hægt er að breikka framöxul tækisins þegar unnið er á túnum og nær hann þá yfir stærra svæði. Tækið vegur u.þ.b. 7 tonn, en er á svo breiðum dekkjum að það ætti ekki að skemma túnin. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu mála hvað tækið varðar á Hvanneyri í vor. S.dór Víða er orðin mikil nauðsyn á að grisja skóga og skjólbelti. Til þess að prýði sé að þessum mikilvæga gróðri þarf að klippa og snyrta reglulega. Við það leggst til mikið magn af stofnum og greinum, sem eru mikil að umfangi og getur reynst erfitt að koma á söfnunar- staði eða í endurvinnslu. Nú hafa nokkrir eyfirskir bændur í sam- vinnu við Tætingu á Akureyri hrundið af stað tilraun og bjóða upp á hraðvirka leið til förgunar sem jafnframt er umhverfisvæn, en hún nýtist jarðveginum og getur ef til vill dregið úr notkun tilbúins áburðar. Tilraunin til að nýta trjákurl til ræktunar hófst á Háuborg í Eyjafjarðarsveit í liðinni viku, en um er að ræða samvinnuverkefni sem Háaborg, Félagsbúið Garður og Hríshóll í Eyjafjarðarsveit, auk Tætingar á Akureyri, taka þátt í. Bryndís Símonardóttir, skóg- arbóndi í Háuborg, segir að í vor hafi verið kominn tími til að grisja, „og þá voru góð ráð dýr,“ segir hún, en mikið féll til af stofnum og greinum og biðu heilu haug- arnir þess að verða fluttir á brott til endurvinnslu á Akureyri, því ekki vildi Bryndís brenna afskurð- inn. Á Akureyri er rekið fyrirtæk- ið Tæting, sem nýlega hefur tekið í notkun nýjan öflugan tætara, og rak Bryndís augun í frétt þess efnis í bæjarblaðinu Vikudegi. Hún hafði strax samband við forráðamenn þess og varð það að samkomulagi að flytja tætarann heim í hlað á Háuborg, frekar en að flytja hlassið í mörgum ferðum til Akureyrar. „Það er mun betri kostur að fá eitt tæki á staðinn heldur en að flytja efnið í mörgum ferðum fram og til baka um langan veg, með tilheyr- andi kostnaði og olíueyðslu,“ segir Bryndís og kveður mikið hagræði að þessu fyrirkomulagi. Hún segir að eyfirsku bændurnir standi sam- eiginlega að verkefninu í félagi við Tætingu og vonar að bændur muni taka því fagnandi. Bændur í Garði nýta túnin á Háuborg, en í Garði er rekið stærsta fjós landsins. Þá eiga feðgarnir á Hríshóli, Sigurgeir Hreinsson og Elvar sonur hans, vagn sem hægt er að nota til að dreifa kurli um tún og flög. Kurlið sem til fellur er nýtt heima við, því er dreift á tún og flög og af því er mikil jarð- vegsbót; það eykur kolefni og súrefni jarðvegsins og gerir hann léttari. Að líkindum má spara áburðarkaup með því að hafa þennan háttinn á. Jákvæð og umhvefisvæn tilraun Jörundur H. Þorgeirsson hjá Tæt- ingu segir stórkostlegt að taka þátt í þessu verkefni, það sé mikilvægt að hver og einn geti nýtt afurðina heima við sér til hagsbóta og þann- ig sé um mjög jákvæða og umhverf- isvæna tilraun að ræða. Tætarinn er afkastamikill, hann vinnur úr um 230 rúmmetrum af efni á klukku- stund og er glænýr. „Ég tel mikla möguleika í þessu og við ætlum að sýna fólki að þetta er hægt,“ segir hann. Jörundur segir að það hafi lengi verið draumur sinn að nýta garða- úrgang til jarðgerðar og með því verkefni, sem hófst á Háuborg um miðja síðustu viku, megi segja að sá draumur sé að rætast. „Frjósemi jarðvegsins mun örugglega aukast með því að nýta kurlið á þennan hátt,“ segir hann. Að auki bendir hann á hagræðið sem af því hlýst að koma á hvern stað fyrir sig með eitt tæki. Við það sparist mikið eldsneyti, margar ferðir fram og til baka og einnig mikill tími. Þá verði rúmmálsminnkun gríðarleg við það að kurla efnið niður. Algengt er að fullur gámur innihaldi um 6-800 kíló af stofnum og greinum, en af kurli tekur sami gámur á bilinu 6-8 tonn. Þá eyða stórir bílar mun meira eldsneyti en tætarinn. „Þannig að það eru margir kostir við þetta fyr- irkomulag og ég er bjartsýnn á að það muni ganga vel, við ætlum að sanna fyrir okkur sjálfum og öðrum að þetta er hægt,“ segir Jörundur. MÞÞ Mjólkurframleiðsla í Norður- Noregi á undir högg að sækja, afkoma kúabænda þar er léleg og þeim fækkar. Sem lið í því að snúa þessari þróun við hefur athyglin beinst að því að byggja ódýrari fjós með því að einangra þau minna. Tveir bændur í Alta í Finnmörku, nyrsta fylki Noregs, þeir Ivar og Knut Arne Mikalsen, riðu á vaðið og byggðu sér kaldfjós, 1450 fermetra að stærð, fyrir 170 kýr. Fjósið er ætlað til samrekstrar fleiri bænda, eins og algengt er í Noregi. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 10 milljónir n.kr. eða um 150 millj- ónir ísl. kr. og var sparnaður vegna minni einangrunar talinn nema um 10-20% byggingarkostnaðar- ins. Vinnuhópur undir stjórn Ola Johansen hjá Búnaðarsamtökum Finnmerkur fylgdist með verkefninu, en rannsóknir á kaldfjósum fara fram víðar í Noregi og í fleiri löndum. Bráðabirgðaniðurstöður sýna að köld fjós hafa lítil sem engin áhrif á vinnuumhverfið, hvorki fyrir hirð- inn né gripina. Loftið er þurrara og léttara, bæði fyrir fólk og fé. Maður verður hins vegar að klæða sig eftir aðstæðum, líka við fjósverkin, segja bræðurnir. Kúnum virðist líka líða vel þarna. Óeinangruð fjós með lausa- göngu virka hvetjandi á kýrnar til að hreyfa sig og það er áberandi betra loft í þessum fjósum en í þeim einangruðu. Próteinrík mjólk Sérfræðingur í búfjárrækt við Landbúnaðarháskólann á Ási, Gry Færevik, álítur að mjólkurkýr geti verið í allt að 40oC kulda, ef hún er þurr. Kýr í köldum fjósum liggja hins vegar skemur í samanburði við kýr í einangruðu fjósi. Kýrin heldur betur á sér hita með því að standa. Og svo er mjólkin betri. Rann- sóknir hafa sýnt að lægri hiti í umhverfinu gefur hærra prótein- hlutfall í mjólk. Það geta verið nátt- úruleg viðbrögð sem stjórna inni- haldi mjólkurinnar eftir hitastigi umhverfisins, segir Gry Færevik. Próteinmagnið hækkar um allt að 0,8%, í samanburði við það sem algengast er, og fitumagnið hækk- ar einnig. Nytin breytist hins vegar ekki. Kálfarnir þola aftur ekki kuld- ann í svona fjósi, nema kálfar af kjötkynjum. Kálfarnir þurfa að vera í einangruðu rými eða undir hitalömpum. Ole Johansen telur að á heild- ina litið komi kaldfjós vel út í samanburði við venjuleg, einangr- uð fjós. Þannig séu þess dæmi að dýralæknakostnaður hafi lækkað um tugi þúsunda n.kr. við það að skipta yfir í kaldfjós. Frosin mykja Gry Færevik veit um allmörg dæmi þess að tilfellum júgurbólgu hafi fækkað í kaldfjósum. Fleiri hafa fundið gögn sem sýna það sama. Hjá bræðrunum Ivar og Knut Arne Mikalsen hefur meðferð mykjunnar einkum valdið vandamálum og hið sama gildir um fleiri bændur. Sjálfvirkar flórsköfur duga vel allt niður í 15° frost. Til að koma í veg fyrir vandamál við meiri kulda þarf að leggja hitakapla í flórinn. Á hinn bóginn hefur veður hlýnað í Finnmörku á síðari árum vegna almennrar hlýnunar veðurfars, þannig að þörfin á hitaköplum hefur minnkað. Þá hafa verið gerðar tilraun- ir með að leggja gúmmímottur í flórbotninn, sem hefur gefið góða raun og dregið úr þörf á hitakapli. „Við höfum einnig beint athyglinni að notkun á gúmmímottum í básum og flór samtímis og fundið hag- kvæmar lausnir á því,“ segir Ole Johansen. „Þá höfum við leitað að lausn- um í hönnun á hitaeinangruðum mjaltaklefum. Þar er rakastig hátt og snerting júgurs og mjaltatækja mikil, en það kallar á vandaðar lausnir. Lausn okkar er að einangra klefann vel og koma á loftskiptum með yfirþrýstingi í klefanum.“ Skýrslur um niðurstöður verk- efnisins verða birtar nk. haust, varðandi þau átta kaldfjós í eigu 11 bænda, sem könnuð hafa verið. Bræðurnir Ivar og Knut Arne Mikalsen liggja þó ekki á þeirri skoðun sinni, að þeir hafi gert rétt í því að byggja kaldfjós. Bondebladet Köld fjós skila næringarríkari mjólk – samkvæmt norskum rannsóknum „Mjög áhugavert og spennandi tæki“ – segir Haukur Þórðarson, verkefnisstjóri búræktarsviðs á Hvanneyri Tilraun til að nýta trjákurl til ræktunar hafin í Eyjafirði Mikið hagræði, efnið nýtt heimavið og gæti sparað áburðarkaup Tilraun hófst í Eyjafjarðarsveit í liðinni viku með að nýta trjákurl til rækt- unar. Að henni standa Sigurgeir Hreinsson á Hríshóli, Bryndís Símonar- dóttir á Háuborg, bræðurnir Garðar og Aðalsteinn hjá Félagsbúinu Garði og Jörundur Þorgeirsson hjá Tætingu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.