Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Þriðjudagur 14. maí 2008 Á markaði Í apríl lauk úttekt á þróun eign- arhalds á lögbýlum við laxveiði- ár, sem unnin var fyrir stjórn Landssamtaka veiðifélaga. Enginn gagnagrunnur eða tæm- andi skrá er til yfir lögbýli, jarðir, spildur eða aðra landskika, sem njóta greiðslu arðs af veiðihlunn- indum. Við því var brugðist með því að beina rannsókninni að lögbýlum við 20 tekjuhæstu lax- veiðiár landsins. Gögn skiluðu sér frá 13 laxveiðiám, sjá töflu 1. Úrvinnslan nær hins vegar ekki til jarða sem ekki teljast lögbýli, en þar er almennt um að ræða jarðir sem hafa verið í eyði um árabil. Tafla 1. Laxveiðiár sem vinnslan nær til 1 Flókadalsá, Borgarfirði 2 Grímsá og Tunguá, Borgarfirði 3 Þverá, Borgarfirði 4 Norðurá, Borgarfirði 5 Miðfjarðará, V-Hún. 6 Víðidalsá, V-Hún. 7 Vatnsdalsá, A-Hún. 8 Laxá á Ásum, A-Hún. 9 Blanda og Svartá, A-Hún. 10 Selá, Vopnafirði 11 Hofsá/Sunnudalsá, Vopnafirði 12 Breiðdalsá, S-Múl. 13 Ytri-Rangá, Rang. Niðurstöður um eignarhald lög- býla eru settar fram án jarðeigna rík- isins, en ríkið er ásamt undirstofn- unum sínum stærsti einstaki jarð- eigandi landsins. Sveitarfélög eru hins vegar meðtalin í niðurstöðum en þau eiga fjölda lögbýla, ýmist ein eða ásamt öðrum. Sala ríkisjarða telst hins vegar með þegar umfang viðskipta með jarðir er metið. Eignarhald á lögbýlum við laxveiðiár Alls voru um 500 lögbýli með í könnuninni. Tafla 2 sýnir fjölda lögbýla og fjölda þar af í ábúð og framleiðslu. Árið 2000 voru tæp 74% lögbýlanna í ábúð og 72% árið 2006. Í búfjárframleiðslu voru 64,5% árið 2000 og 55% árið 2006. Í framleiðslu teljast þau lögbýli, þar sem skráð er búfjárhald eða fram- leiðsla. Utan við þetta falla hins vegar jarðir þar sem stunduð er önnur starfsemi, eins og ferðaþjón- usta eða skógrækt. Til samanburðar má nefna að árið 2000 voru 47,8% allra skráðra lögbýla í framleiðslu og 41,5% árið 2006. Þetta hlutfall er því nokkuð hærra meðal hlunnindaj- arða. Hlutfall jarða í ábúð á lögbýl- um við laxveiðiár var 73,8% árið 2000 og 72% árið 2006, en af öllum lögbýlum á landinu voru 66,6% í ábúð 2000 og 65,5% árið 2006. Tafla 2. Fjöldi lögbýla, þar af í ábúð og framleiðslu Ár Lögbýli alls Lögbýli í ábúð Lögbýli í fram- leiðslu 2000 493 364 318 2001 494 363 303 2002 495 362 295 2003 495 358 285 2004 495 358 286 2005 497 361 282 2006 501 361 276 Tafla 3 sýnir samsetningu eig- enda að laxveiðijörðum. Langflestir þeirra eru einstaklingar en fyr- irtækjum (t.d. einkahlutafélögum) hefur fjölgað hlutfallslega á tíma- bilinu og voru þau árið 2006 8,3% eigenda á móti 3% árið 2000. Til samanburðar má nefna að þegar litið er á öll lögbýli á landinu voru fyrirtæki 2,8% eigenda árið 2000 en 5,4% árið 2006. Alls voru 59 jarðir í eigu fyrirtækja eða félaga- samtaka sem eiga lögheimili utan þess sveitarfélags eða næsta þétt- býlis, sem viðkomandi laxveiðiár liggja í eða við. Tafla 4 sýnir svo skiptingu eig- enda að lögbýlum eftir því hve mörgum býlum þeir eiga hlut í eða eiga einir. Umfang viðskipta með lögbýli Til að varpa ljósi á hve mörg lög- býli skipta um eigendur á ári var sett upp samskonar vinnsla og unnin var fyrir öll lögbýli á land- inu, sjá Frey, 1. tbl. 2007. Bornar voru saman kennitöl- ur skráðra eigenda tvö samliggj- andi ár. Lögbýli töldust hafa skipt um eiganda/eigendur ef kennitölur skráðra eigenda seinni árið komu ekki fyrir meðal skráðra eigenda árið á undan. Með þessu telst eft- irfarandi til sölu: – Sala milli einstaklinga/hópa ein- staklinga þegar enginn fyrri eig- enda er í hópi nýrra eigenda. – Sala milli hlutafélaga/lögaðila. – Sala frá einstaklingum til hluta- félaga/lögaðila, þ.m.t. stofnun ehf. um eignir, þó raunverulegt eignarhald breytist ekki. – Sala frá hlutafélögum/lögaðilum til einstaklinga. – Ný lögbýli koma fram sem jarðasala. – Breytingar, sem verða við sam- einingu sveitarfélaga, birtast sem jarðasala þar sem eign- arhald lögbýla flyst af kennitölu sveitarfélags, sem sameinast öðrum, á kennitölu sameinaðs sveitarfélags. – Sala lögbýla í eigu ríkisins kemur fram sem jarðasala. Með þessu telst ekki til sölu: – Sala milli einstaklinga/hópa einstaklinga þegar einhver fyrri eigenda er áfram meðal eigenda. – Ef einstakir eigendur að jörð í dreifðri eignaraðild selja sinn hlut. – Ef eigendum að jörð fjölgar við sölu eða vegna erfða. – Ef eigendum að jörð fækkar við sölu eða vegna erfða. – Ef hlutafélag sem á jörð er selt í heilu lagi. – Ef hlutir í hlutafélögum sem eiga jörð eru seldir. Tafla 5 sýnir árleg viðskipti með lögbýli við þær 13 veiðiár sem til skoðunar voru. Enginn áberandi munur kom fram þegar niðurstaðan var borin saman við viðskipti með lögbýli í heild á landinu. Skoðað var sérstaklega hvort munur væri á viðskiptum með lögbýli við lax- veiðiár sem voru í framleiðslu og reyndust þau heldur minni en við- skipti með lögbýli á landinu öllu, eins og þau eru skilgreind í þessari úrvinnslu, sjá niðurstöður í töflu 6. Tafla 6. Viðskipti með lögbýli í framleiðslu, hlutfall af heildarfjölda lögbýla í framleiðslu Ár Lögbýli við laxveiðiár Lögbýli á landinu öllu 2001 3,30% 3,80% 2002 4,41% 5,04% 2003 4,56% 5,14% 2004 3,15% 4,56% 2005 2,84% 4,92% 2006 6,88% 7,37% Lokaorð Niðurstaða þessarar úttektar er sú, að laxveiðihlunnindi styrki ábúð og aðra starfsemi á jörðunum, sem sést af því að hærra hlutfall af þeim er í ábúð og framleiðslu en á landsvísu. Þær ár sem um ræðir voru jafn- framt meðal tekjuhæstu laxveiðiáa landsins. Eignarhald fyrirtækja er ívið algengara en almennt gerist, en viðskipti með þessi lögbýli eru hins vegar síst meiri en með lögbýli á landsvísu. Erna Bjarnadóttir, Daði Már Kristófersson Jóhann Ólafsson Tafla 3. Fjöldi eigenda að öllum lögbýlum Ár Einstak- lingar Fyrirtæki Sveitar- félög Samtals Þar af ein- staklingar Þar af fyrirtæki 2000 760 24 9 793 95,8% 3,0% 2001 778 31 9 818 95,1% 3,8% 2002 794 29 8 831 95,5% 3,5% 2003 798 33 9 840 95,0% 3,9% 2004 780 43 8 831 93,9% 5,2% 2005 766 53 8 827 92,6% 6,4% 2006 792 72 7 871 90,9% 8,3% Tafla 4. Skipting eigenda að lögbýlum eftir fjölda jarða sem þeir eiga í Ár 1 lögbýli 2 lögbýli 3 lögbýli 4 eða fleiri Samtals 2000 650 122 21 0 793 2001 662 126 24 0 812 2002 674 136 27 0 837 2003 675 138 27 0 840 2004 669 140 18 4 831 2005 662 140 21 4 827 2006 698 136 27 10 871 Tafla 5. Umfang viðskipta með lögbýli Ár Seld lögbýli Önnur lögbýli Samtals lögbýli Seld lögbýli % Seld lögbýli alls, % á landsvísu 2001 26 468 494 5,26% 4,97% 2002 25 470 495 5,05% 5,13% 2003 21 474 495 4,24% 5,54% 2004 22 473 495 4,44% 5,61% 2005 19 478 497 3,82% 5,42% 2006 46 455 501 9,18% 8,28% Þróun eignarhalds á hlunnindajörðum Þróun áburðarverðs Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Yara (http://www.yara.com/en/inve - stor_relations/analyst_information/fertilizer_prices/index.html) fer verð á þvagefni, kalkammóníumnítrati og fosfórsýru enn hækkandi á heims- markaði. Meðfylgjandi graf sýnir þróun verðs á ammóníum, þvagefni og kalkammóníumnítrati, frá ársbyrjun 2006 til maíbyrjunar 2008. Verð á tonn er í US$. Verð á ammóníum hefur lækkað síðusta mánuðinn. Frá áramótum hefur verð á ammóníum hækkað um 16,15%, þvagefni um 61,76%, kalkammóníumnítrati, um 37,32% og á fosfórsýru um 23%. Rétt er þó að ítreka að verð á fosfórsýru hækkaði um tæp 149% um ára- mótin. EB 0 200 400 600 800 1000 1200 1400 1600 1800 Ammóníum, USD/ton Þvagefni, USD/ton Kalkammóníumnítrat, USD/ton Fosfórsýra, USD/ton Bandaríkjadalir/tonn 5.1. 2006 30.3. 2006 6.7. 2006 28.9. 2006 21.12. 2006 22.3. 2007 21.6. 2007 13.9. 2007 6.12. 2007 6.3. 2008 2.5. 2008 Verðkönnun á rúlluplasti hjá söluaðilum 8.-9. maí 2008 Söluaðilar Sími Plasttegund Breidd Litur Listaverð án vsk. Greiðslukjör Búaðföng 487-8888 PolyBale 50 og 75 cm Hvítt, grænt og svart Ekki upp gefið Búvís * 465-1332 Rani 50 cm Hvítt og ljósgrænt 7.300 Greiðslufrestur til 5. október. – 75 cm Hvítt og ljósgrænt 8.250 Greiðslufrestur til 5. október. Fóðurblandan ** 580-3200 Duoplast 75 cm Hvítt og ljósgrænt 9.700 Trioplast 50 cm Hvítt og ljósgrænt 8.540 – 75 cm – 10.390 Tenospin 50 cm Hvítt 8.540 – 75 cm – 10.390 Frjó 567-7860 Bal'ensil 50 og 75 cm Hvítt og dökkgrænt Ekki upp gefið Lífland 540-1100 PolyBale 50 og 75 cm Hvítt, grænt og svart Ekki upp gefið Plastcó (heildsala) 568-0090 Triowrap, Tenospin, Trioplus 50 og 75 cm Hvítt, svart, ljós- og dökkgrænt Ekki upp gefið Sláturfélag Suðurlands 575-6000 Teno Spin, PrexStreem 50, 73 og 75 cm Hvítt, ljósgrænt, svart, dökkgrænt Ekki upp gefið Vélaborg 414-8600 John Deere-plast 50 og 75 cm Hvítt, ljósgrænt og svart. Ekki upp gefið Vélar og þjónusta 580-0200 Silograss, Supergrass 50 cm Hvítt, svart og ljósgrænt 6.350 5% magnafsl. og 3% staðgr.afsl. – 75 cm – 7.650 5% magnafsl. og 3% staðgr.afsl. Vélaver 588-2600 Silotite 50 og 75 cm Hvítt, grænt og svart Ekki upp gefið Þór 568-1500 Rani 50 cm Hvítt og ljósgrænt 8.300 10% magnafsl. og 4% staðgr.afsl. – 75 cm – 9.900 10% magnafsl. og 4% staðgr.afsl. * Búvís segir takmarkað magn til sölu á þessu verði. ** Fóðurblandan gerir fyrirvara um verð vegna gengisþróunar. Hvað kostar rúlluplastið? Söluaðilar á rúlluplasti eru tregir að gefa upp verð enn sem komið er. Aðeins fjögur af ellefu fyrirtækjum gátu tjáð Bændablaðinu hvaða verð þau ætla að bjóða bændum í ár. Flest bera fyrir sig óvissu í gengisþró- un. Fjöldi gáma er á leiðinni til landsins þessa dagana en sum fyr- irtæki eru nú þegar komin með gáma til landsins en hafa ekki ennþá leyst þá út úr tolli. Mikil samkeppni er á markaði með rúllu- plast en söluaðilar eru misjafnlega bjartsýnir á komandi vertíð. Sumir ætla sér að birta verð um næstu mánaðamót en aðrir ekki fyrr en um miðjan júní. Bændablaðið heldur áfram að fylgjast með verði á rúlluplasti og hvetur bændur jafn- framt til þess að hafa samband við söluaðila og óska eftir tilboðum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.