Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Þriðjudagur 14. maí 2008 Mikill uppgangur hefur verið hjá loðdýrabændum undanfar- ið. Var hvert sölumetið af öðru slegið frá því í fyrra og hefur verðið aldrei verið betra en í ár. Þar á ofan hefur gengið hækk- að mjög að undanförnu. Það er enda hugur í loðdýrabændum, því nú hefur sóttkvíabúið að Teigi í Vopnafirði verið stækkað um þriðjung, eða úr 290 dýrum í 430. Björn Halldórsson, for- maður Sambands íslenskra loð- dýrabænda, segir þetta sjötta árið í röð sem minkahögnar séu fluttir inn frá Danmörku. Hann segir nú stefnt að því að flytja inn högna árlega. Í sóttkví í 6 mánuði Að þessum innflutningi standa samtök minkabænda og heit- ir fyrirtækið Gránumóar. Dýrin þurfa að vera í 6 mánuði í sóttkví, þess vegna eru högnarnir fluttir til landsins í apríl eða maí og eru þá tilbúnir skömmu fyrir áramótin. Bændur panta dýrin fyrir ákveð- inn tíma, greiða inn á pöntunina og síðan sjá Gránumóar um inn- flutninginn og sóttkvína. Síðan rekur fyrirtækið ræktunarbú í Skagafirði. Minkalæður hafa ekki verið fluttar inn í mörg ár en nú hefur komið til tals að flytja inn eitthvað af þeim. Björn segir að gengisbreyt- ingin í vetur fari langt með að standa undir fóðurkostnaði og, eins og Björn segir, það munar um minna. Hann segir að loð- dýrabændur hafi verið að stækka bú sín; að þau hafi tvöfaldast á síðustu 10 árum og að menn séu enn að hugsa um stækkun, en staða bankanna sé nú á þann veg að erfitt eða ómögulegt sé að fá lánsfé. Fyrir nokkrum árum var lítið upp úr minkarækt að hafa, en það hefur breyst síðastliðin 5 til 6 ár frá því að vera sæmilegt upp í það að vera mjög gott, eins og nú er. Harður heimur Það hefur ekki verið mikil fjölg- un í stéttinni og segir Björn að aðeins einn nýr loðdýrabóndi sé að koma inn um þessar mundir. Hann segir það ekki vandalaust að reka minkabú, það þurfi mikla kunnáttu til þess ef vel eigi að vera. „Loðdýrabúskapur er harður heimur og við verðum að standa jafnvel eða betur en þeir bestu ef við ætlum að lifa af. Það er ekkert gefið í þessu,“ segir Björn. Næsta skinnauppboð verður í Danmörku í júní og segir Björn horfurnar vera mjög góðar. S.dór Ljósleiðari verður lagður heim að hverjum bæ í Arnarneshreppi og er vinna við það verkefni þegar hafin. Alls er um að ræða 55 heimili í hreppnum, á svæði sem nær frá Fagraskógi í norðri til Stóra-Dunhaga syðst, en einnig verður farið með ljósleið- arann í þéttbýlið á Hjalteyri og að Þelamerkurskóla. Það er fyr- irtækið Tengir á Akureyri sem sér um lagningu ljósleiðarans og er áætlað að verkinu ljúki næsta haust. Kostnaður við fram- kvæmdina nemur um 35 millj- ónum króna, en Arnarneshreppur greiðir 75% kostnaðar, alls 26,5 milljónir króna. Samningur um lagningu ljós- leiðarans var undirritaður í gamla leikhúsinu á Möðruvöllum fyrir skemmstu. Axel Grettisson, odd- viti Arnarneshrepps, sagði við það tækifæri að menn hefðu lengi velt fyrir sér hvernig best væri að haga málum, en sveitarfélagið er ekki á svonefndu skyggðu svæði Fjarskiptasjóðs og ekki að vænta styrks úr þeirri áttinni. Hann nefndi að Tengir hefði unnið að lagningu ljósleiðara frá borholu á Hjalteyri og í Árskógshrepp á liðnu ári og hefðu menn þá sé hversu burðugur ljósleiðarinn er. „Við höfðum lengi velt þessum málum fyrir okkur án þess að taka ákvörðun um hvaða leið væri skynsamlegast að fara. Við þvældum málum fram og til baka í eitt ár áður en niðurstaðan fékkst, þ.e. að semja við Tengi,“ segir Axel. Samningar tókust, skrifað hefur verið undir og framkvæmdir við lagningu ljósleiðarans eru þegar hafnar að sögn Gunnars Björns Þórhallssonar, framkvæmdastjóra Tengis. Hann segir stefnt að því að ljúka verkinu næsta haust, þá muni öll heimili í hreppnum hafa ljós- leiðara inn að húsvegg og þeirra verði að semja við netveitur um þjónustu. Aðstaða þeirra mun verða sambærileg og íbúa í þéttbýli, þ.e. öflug og skilvirk nettenging fyrir tölvur, síma og sjónvarp, svo eitt- hvað sé nefnt. Axel bætir við að með þessari aðgerð sé verið að svara kröfum nútímans, fólki vilji öflugar tengingar inn á heimili sín og gildi það sama um flesta, óháð því hvort menn kjósi sér búsetu í þéttbýli eða dreifbýli. „Við erum mjög sátt við þessa niðurstöðu,“ segir Axel, en Arnarneshreppur er fyrsta sveitarfélagið í dreifbýli sem býður íbúum sínum upp á þjónustu af þessu tagi. MÞÞ Ljósleiðari lagður heim að hverjum bæ í Arnarneshreppi Þeir eru stórhuga í Arnarneshreppi. Ljósleiðari verður lagður heim að hverjum bæ í sveitarfélaginu og munu íbúarnir búa við sambæri- legar aðstæður og þéttbýlisbúar í haust, þegar verkefninu lýkur. Gunnar Björn Þórhallsson hjá Tengi og Axel Grettisson oddviti undirrituðu samning þessa efnis í leikhúsinu á Möðruvöllum á dög- unum. Mikill uppgangur í minkaræktinni: Sóttkvíabúið að Teigi í Vopna- firði stækkað um þriðjung Skagafjörðurinn er þriðja stærsta kornframleiðslusvæði Íslands, á eftir Rangárvallasýslu og Árnessýslu. Þar er nú vísir að kornsamfélagi, en frá 1997 hafa bændur þar rekið fyr- irtækið Þreski sem á og rekur þrjár þreskivélar. Í upphafi voru bændurnir 22 en eru nú orðnir 34 sem standa að þessum rekstri. Sigurður Baldursson á Páfastöðum er stjórnarmaður í fyrirtækinu og segir að á síðasta ári hafi þeir þreskjað 420 hekt- ara í Skagafirði og í Langadal í A-Húnavatnssýslu. „Með því að reka þreskivélarnar í einu hluta- félagi og vera bara með 3 stykki höfum við náð töluverðri hag- kvæmni í kornvinnslunni. Hver vél þreskir um 130-150 hektara sem er bara harla gott.“ Sigurður segir að til þessa hafi þeir sýrt kornið með própíonsýru en það sé engin framtíð í því. Notast hafi verið við hana vegna þess að hún kemur í veg fyrir að það mynd- ist hiti í korninu og þannig geym- ist það þrátt fyrir að það sé rakt. Þá henti sýrt korn ekki fyrir sjálfvirk fóðurkerfi í fjósum. „Með því að þurrka kornið erum við komnir með allt annað fóður sem hentar betur í sjálfvirk fóðurkerfi í fjósum,“ segir hann. Þreskir ehf. vinnur einmitt nú að því að koma sér upp þurrk- verksmiðju fyrir kornvinnslu sína og segir Sigurður að ef Þreskir ehf. ætli að stækka við sig verði þeir að fara að þurrka kornið. „Gamla heykögglaverksmiðj- an í Vallhólma stendur auð eftir að Fóðurblandan hætti starfsemi þar. Við höfum litið mjög til þess að geta nýtt það til þurrkunarinnar en það e gríðarstórt og í því mik- ill búnaður s.s. sniglar, færibönd, stór geymslusíló, rafmagnstöfl- ur og blásarar frá gömlu fóð- urverksmiðjunni sem hægt væri að nýta áfram í nýja þurrkstöð. Verksmiðjuhúsið er í eigu KS en fóðurblandan er með það á leigu og notar lítið horn í húsinu fyrir stórsekki undir kjarnfóður. Við erum búnir að fara margar ferðir til Kaupfélagsstjóra en hann hefur ekki getað eða viljað svara okkur um það hvort við gætum feng- ið eitthvað af húsinu leigt undir þurrkverksmiðju. Það er reyndar alveg grátlegt að þetta stóra verk- smiðjuhús skuli standa autt og að það sé ekki vilji hjá eigendum til að koma því í notkun. Það er gríð- armikið af heitu vatni í Varmahlíð, 96 gráður upp úr holu. Það yrði þannig mjög hagkvæmt að þurrka korn í Vallhólmanum, sem stend- ur rétt austan við Varmahlíð. Við þyrftum þá ekki að nota olíu við þurrkunina,“ segir Sigurður. Hann bætir því við að það endi líklega með því að þeir reisi sína eigin skemmu undir þurrkunina stutt frá Vallhólmanum. Kornsamfélög bænda Ingvar Björnsson, jarðræktarráðu- nautur hjá Búgarði á Akureyri, er einn þeirra sem hafa grandskoðað íslenska kornrækt – bæði sögu- lega þróun greinarinnar og einn- ig framtíðarmöguleika. Í síðasta tölublaði Bændablaðsins er rætt við Ingvar og kemur þar fram að nú séu augljós sóknarfæri í spil- unum fyrir Íslendinga til að nýta sér hina miklu möguleika sem felist í kornrækt á Íslandi. Telur hann styrkleika Íslendinga felast í miklu landrými, góðu rannsókn- arstarfi og stoðkerfi og væntir þess að kornrækt muni aukast mikið í nánustu framtíð – að þess muni gæta strax í sumar. Álítur hann að á komandi árum muni hagkvæmni íslenskrar kornræktar aukast í samanburði við innflutt korn. Segir hann að raunhæft sé að áætla að á næstu 10-15 árum verði hægt að anna eftirspurn um 80-90% af innlendum fóðurmark- aði og 10-20% af korni til mann- eldis. Ingvar segir jafnframt að kornsamfélög séu forsenda þess að almenn verslun með innlent korn geti og afkastageta í þurrkun verði stóraukin. Spurning um fæðuöryggi Kornrækt er vaxandi grein land- búnaðar á Íslandi. Með hækkandi heimsmarkaðsverði á korni, hækk- andi verði á eldsneyti og öðrum aðföngum til bænda, verður æ brýnna fyrir þjóðir heims að huga að eigin fæðuöryggi. Aðstæður eru að breytast, tími offramleiðslu á korni virðist vera liðinn og upp er runninn tími eftirspurnar. Jack Wilkinson, forseti Alþjóðasamtaka búvöruframleiðenda, benti á það síðasta tölublaði Bændablaðsins að matvælabirgðir heimsins hefðu ekki verið minni frá árinu 1974. Sagði hann að ríkisstjórnir þyrftu að vakna til lífsins og hefja það starf að brauðfæða þjóðir sínar. -smh Skagfirskir bændur áhuga- samir um aukningu í kornrækt – Leita fyrir sér með húsnæði til þurrkunar Vantrú manna á áhrif rafmeng- unar er þess valdandi að illa geng- ur að fá fjármagn til rannsókna. Nokkrir bændur, ráðunautar og sérfræðingar hittust á fundi á Akureyri nýverið þar sem fjallað var um um áhrif rafmengunar á fósturdauða í sauðfé. Fósturlátið veldur bændum miklu fjárhags- legu tjóni en það skiptir að lík- indum hundruðum milljóna. Gunnar Björnsson, bóndi og fósturtalningamaður á Sandfelli, greindi frá því að hann hefði fljót- lega tekið eftir óeðlilegum fóst- urdauða við störf sín, hann var þó misjafn milli bæja og innan húsa á bæjunum. Segir Gunnar umfang fósturdauða mikið, en reynt var að rannsaka hann með blóðsýnatöku í fyrra án þess að einhlít skýr- ing fengist úr þeim rannsóknum. Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi í Laufási, sagði að hann hefði stækk- að fjárhús sín árið 2005 og verið með um 100 gemlinga. Tvö fyrstu árin voru 30 geldir en 54 núna í vor. Brynjólfur Snorrason í Mið- Samtúni mældi THD-gildi (harm- oniska mengun) hæsta í húsunum þar sem gemlingarnir voru. Telur Þórarinn Ingi nauðsynlegt að gera rannsókn á þessu fyrirbæri strax. Víða lélegur frágangur á raflögnum í úti- og íbúðarhúsum Ólafur G. Vagnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, segir að víða sé lélegur frágangur á raflögnum í úti- jafnt og íbúðarhús- um, jarðskautamál séu líka víða í ólagi og ekki samkvæmt reglugerð. Á fundinum kom líka fram að svo virðist sem mælar, sem notaðir eru til mælinga á jarðskautaviðnámi, séu ekki löglegir til jarðskautavið- námsmælinga og mæli alls ekki það sem skipti máli. Þar sem mælingar hafa farið fram kom fram mikil harmonisk mengun og hátt rafseg- ulsvið. Vandamálin segir Ólafur mismikil milli ára og líklega skýrir jarðklaki það að einhverju leyti. Vantrú manna og andstaða við rannsóknir á fyrirbærum af þessu tagi veldur því að erfitt er að útvega fé til rannsókna á áhrif- um jarðmengunar. Fundarmenn ræddu að nauðsynlegt væri að gera markvissa tilraunaáætlun varðandi rafmengun og fósturdauða sem skila myndi óyggjandi niðurstöðu. Þannig mætti gera tilraun strax á fimm bæjum með mikið fósturlát, þar yrðu gerðar mælingar eða not- aðar þær mælingar sem fyrir hendi eru. Rafmagnsmálum yrði að því búnu komið í lag á þessum bæjum fyrir næsta vetur og niðurstöðurn- ar bornar saman. Eins mætti hugsa sér að taka aðra tíu bæi, fimm með mikinn fósturdauða og fimm þar sem ástandið er eðlilegt, mæld yrði rafmengun og fósturdauði og nið- urstöður svo bornar saman á milli bæja. Telja menn nauðsynlegt að þessar rannsóknir standi yfir í nokkur ár. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórn Bændasamtaka Íslands að beita sér fyrir því að rannsóknir verði gerðar á áhrifum rafmengunar á sjúkdóma í búfé. Telur fundurinn nauðsynlegt að BÍ beiti sér einnig fyrir úttekt á frágangi rafmagnslagna í útihúsum og þá sérstaklega frágangi jarð- skauta. MÞÞ Fundað norðan heiða um áhrif rafmengunar á fósturdauða í sauðfé Gerð verði úttekt á rafmagnslögnum –Vantrú á áhrif rafmengunar veldur því að illa gengur að fá fé til rannsókna Frá þreskingu á Vindheimum á síðasta ári. Þreskir ehf. stefnir á sáningu í um 500 hektara á þessu vori.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.