Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 23
23 Bændablaðið | Þriðjudagur 14. maí 2008 Matvælaástandið verður æ alvar- legra í heiminum. Hærra verð á helstu fæðutegundum á borð við maís, hveiti, hrísgrjón og soja- baunir boðar erfiða tíma meðal fátæks fólks. Þeir sem áður gátu brauðfætt sig og sína með naum- indum geta það ekki lengur. Hjálparstofnanir eiga erfiðara með að hjálpa þeim sem þurfa, vegna þess að þær fá minna af matvælum fyrir það fé sem þær hafa til ráðstöfunar. Við höfum fengið af því fréttir að víða um heim hafi komið til óeirða vegna verðhækkana. Ríkisstjórnir hafa gripið til aðgerða til að tak- marka útflutning matvæla í því skyni að auka framboð á heimamarkaði. Í sumum ríkjum hafa tollar verið lagðir á útflutning og má nefna sem dæmi Rússland og Argentínu. Önnur ríki hafa beinlínis bannað útflutning á mikilvægum matvælategundum og má þar nefna Indland, sem hefur tekið fyrir allan útflutning á hrís- grjónum, ef frá eru talin Basmati- grjón í hæsta gæðaflokki. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna, sem starfa að matvæla- og þróun- araðstoð, senda þessar vikurnar út neyðarkall. Ban Ki-Moon, fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar, lýsir áhyggjum af áhrifum ástandsins á stöðugleikann í mörgum þróun- arlöndum. Aðrir starfsmenn taka sterkt til orða þegar þeir lýsa ástandinu. Einn líkti því við hljóð- láta flóðbylgju – tsunami – sem færi milljónir manna í kaf. Jean Ziegler, sem hefur þann starfa að fylgjast með matvælaástandi heimsins fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna, gekk enn lengra og sagði að nú ætti sér stað „hljóðlátt fjöldamorð“, sem Vesturveldin bæru alla ábyrgð á. Ziegler tjáði sig í viðtali við austurríska dagblaðið Kurer am Sonntag og sagði að ástæð- urnar fyrir ástandinu væru fyrst og fremst framleiðsla á lífelds- neyti, spákaupmennska á hráefna- mörkuðum og útflutningsbætur Evrópusambandsins. „Þessu ræður hjörð af spákaupmönnum og fjár- glæframönnum sem hefur gengið af göflunum og skapað nýjan heim misskiptingar og skelfingar,“ sagði þessi fulltrúi alþjóðasamfélagsins og vitnaði í Karl Marx til að leggja áherslu á orð sín. Ertu að grínast? En þegar neyðin er stærst er hjálpin oft næst. Í nýlegri grein sem birtist í enska blaðinu Independent segir blaðamaðurinn Andrew Buncombe frá því, að sums staðar í löndum þar sem hrísgrjón hafi verið aðal- fæða íbúanna öldum og árþúsund- um saman sé nú farið að hvetja til aukinnar kartöfluneyslu. Ekki taka allir því vel. Í það minnsta héldu hermennirnir í Bangladesj að það væri lélegur brandari þegar boð bárust frá yfir- herstjórninni um að hér eftir inni- héldi dagskammturinn þeirra 125 grömm af kartöflum. Þetta var hins vegar fúlasta alvara. Ákvörðunin um breytt mataræði var tekin í ljósi stöðunnar á matvælamörkuðum Asíu, þar sem framboð á hrísgrjón- um hefur dregist saman og verðið hækkað um allan helming. Víða um heim líta menn nú girnd- ar- og vonaraugum til kartöflunnar, sem er auðveld í ræktun, þroskast hratt, er nægjusöm á vatn og gefur af sér fjórfalt meira afurðamagn en hveiti og hrísgrjón. Það gæti því vel farið svo að kartaflan fái uppreisn æru eftir langvarandi niðurlæging- arskeið, sem sumir rekja allt aftur til 19. aldarinnar þegar kartöflufárið olli hungursneyð á Írlandi. Aðrir segja að það teygi sig enn lengra aftur, eða allt til 16. aldar þegar kartaflan barst til Evrópu frá Suður-Ameríku en var lengi framan af aðallega notuð sem dýrafóður. 5.000 afbrigði í öllum regnbogans litum Meðal þeirra ríkja sem nú líta kart- öfluna hýru auga er upprunalandið Perú, en þar var fyrst farið að rækta kartöflur fyrir rúmlega 7.000 árum. Þar í landi hafa hveitiprísarnir tvö- faldast og það hefur leitt stjórnvöld til þess að hvetja bakara landsins til að nota kartöflur í brauðgerð sinni og spara kornmetið. Stjórnin hefur sjálf tekið frumkvæði og kaupir nú kartöflubrauð til nota í mötuneytum fyrir skólabörn, hermenn og fanga. Landbúnaðarráðherra Perú, Ismael Benavides, segir í viðtali við Reuters-fréttastofuna að nauð- synlegt sé að breyta matarvenjum fólks. „Ástæðan fyrir vinsældum hveitisins var fyrst og fremst sú að það var svo ódýrt, þess vegna vandist fólk á að borða það. Þessu þurfum við að breyta.“ Næringarfræðingar þreytast seint á að dásama kartöfluna. Hún er auðug af flóknum kolvetnum sem leysa orku sína hægt upp í líkaman- um, auk þess sem hún er fitusnauð. Fituinnihald kartöflu er ekki nema 5% af sambærilegu magni af hveiti. Hins vegar eru fleiri prótein í kart- öflum en maís og næstum helm- ingi meira af kalki. Mörg önnur næringarefni eru í kartöflum, járn, kalíum, sink og C-vítamín, en það síðastnefnda hefur gert kartöfluna eftirsóknarverða meðal sjómanna, sem neyttu hennar ótæpilega til þess að forðast skyrbjúg. Ekki þarf að óttast einhæfni fæðunnar þótt kartöflur verði uppi- staða hennar. Þessi ágæti ávöxtur er nefnilega til í yfir 5.000 afbrigðum og litadýrðin er mikil, allt frá næst- um því hvítu yfir í svarrautt. Mikil tækifæri fyrir kartöflubændur Risarnir tveir í austri, Kína og Indland, hafa eygt möguleika á að brauðfæða íbúa sína með kart- öflum. Kínversk stjórnvöld hafa tekið frá stór svæði þar sem ætlunin er að rækta kartöflur og Indverjar stefna að því að tvöfalda kartöflu- ræktun sína á næstu 5-10 árum. Svipað er uppi á teningnum í nokkr- um ríkjum Mið-Asíu, Kasakstan, Túrkmenistan og Tadsjikistan. Í þeim verðhækkunum á matvæl- um sem gengið hafa yfir heiminn að undanförnu hafa kartöflur verið undantekningin. Ástæðan fyrir því er einkum talin vera sú að milliríkja- verslun með kartöflur er mun minni en með flest önnur matvæli. Þannig fer sjötta hvert hveititonn sem fram- leitt er á alþjóðlegan markað en ein- ungis 5% af kartöflum heimsins er neytt utan heimalandsins. Þetta lága verð veldur því að kartaflan er kjörin til þess að leysa vandamál fátæks fólks í þróun- arlöndunum sem ekki getur lengur brauðfætt sig á korni eða öðrum matvælum. Einnig má búast við því að neysla hennar á Vesturlöndum fari vaxandi en úr henni hefur dregið jafnt og þétt frá lokum síð- ari heimsstyrjaldar. Í Evrópu endar innan við fjórðungur kartöflu- uppskerunnar sem mannamatur. Öðrum fjórðungi er breytt í sterkju eða alkóhól til iðnaðarnota og 40% uppskerunnar fer í að fóðra húsdýr. Þá eru eftir um 10%, sem notuð eru sem útsæði. Þarna er því mikið markaðs- tækifæri fyrir kartöflubændur. –ÞH Case 4230 Árgerð 1996 með veto tækum Krone 1500 Rúllusamstæða Árgerð 2002 Krone 1250 Rúllusastæða Árgerð 2004 Notaðar Vélar Velger dobble action rúllusamstæða Árgerð 2004 McCormick CX 105 Árgerð 2006 340 tímar McCormick MTX 140 Árgerð 2005 Ekin 1425 tíma Stoll F51 ámoksturstæki McCormick MC 115 Árgerð 2005 takkaskipt, ekin 1376 tíma Stoll Robust 30 tæki. John Dear Árgerð 2006 Nám í búfræði tekur tvö ár. Að því loknu starfa flestir við landbúnaðarstörf og marga búfræðinga er að finna innan stoð- og þjónustugreina landbúnaðarins. Markmið með námi Aukin þekking og færni til að takast á við búrekstur og alhliða landbúnaðarstörf Fjölbreytt námsefni Í náminu er meðal annars fjallað um búfjárrækt, jarðvegs- og umhverfisfræði, nytjaskógrækt, málmsuðu og bókhald. Möguleikar á sérhæfingu í náminu eru einkum á sviði nautgripa-, sauðfjár- og hrossaræktar. Fjórðungur námsins felst í námsdvöl á einu af tæplega 80 kennslubúum, sem LbhÍ er með samstarfssamning við. Námið er góður undirbúningur til framhaldsnáms á sviði almennra náttúruvísinda, búvísinda og dýralækninga. Boðið er upp á búfræðinám í fjarnámi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Góð aðstaða Á Hvanneyri er nýtt kennslufjós og nýleg fjárhús á Hesti. Þá er skólinn með frábæra aðstöðu til kennslu í hrossarækt og hestamennsku. Umsóknarfrestur um skólavist er til 4. júní. Spennandi nám í búfræði! Landbúnaðarháskóli Íslands Hvanneyri · 311 Borgarnes · Sími 433 5000 · www.lbhi.is Bjargar kartaflan heiminum?

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.