Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Þriðjudagur 14. maí 2008 Ráðgjafafyrirtækið Marine Spectrum ehf. gerði lauslega úttekt á möguleikum bleikjueldis á Suðurlandi en það hefur verið stundað að einhverju marki hér á landi í a.m.k. 25 ár. Menn gerðu sér fljótlega ljóst að um vænlega eldistegund væri að ræða og aðstæður þóttu fyrirtak. Víða er gnægð af sjálfrennandi vatni, heitu og köldu, sem menn sáu að gæti staðið undir öflugu bleikju- eldi. Ekki varð þó sá uppgangur í eldi á bleikju sem margir höfðu spáð. Hinar séríslensku aðstæður sem menn sáu í upphafi hvarvetna um landið hafa því ekki enn nýst sem skyldi. Í dag er Ísland stærsta fram- leiðsluland á bleikju í heiminum. Framleiðslan er 3000 tonn og er borin uppi af einu fyrirtæki í þrem- ur fyrrverandi laxeldisstöðvum. Þessu framleiðslumagni var náð strax árið 2003 en það hefur nán- ast staðið í stað síðan. Nær ekkert nýtt eldisrými til bleikjueldis hefur orðið til í mörg ár. Undantekning er stöð við Kirkjubæjarklaustur, sem hefur verið byggð upp á undanförn- um árum og nýtir náttúrulegar aðstæður þar. Það fyrirtæki hefur einbeitt sér að innanlandsmarkaði með góðum árangri. Af hverju Suðurland? Það er margt sem styður það að stuðla ætti að auknu bleikjueldi á Suðurlandi. Arðbært eldi á teg- undinni myndi styðja við búskap á svæðinu á tímum minnkandi hefð- bundins landbúnaðar. Stutt er á milli vænlegra eldisstaða og sam- göngur mjög góðar árið um kring, sem gerir alla þjónustu við rekst- urinn auðveldari. Einnig myndi fjölgun eldisfyrirtækja efla og festa í sessi alla þá þjónustu sem slíkur rekstur þarf á að halda. Tíðar ferð- ir eru til höfuðborgarsvæðisins á vegum fjölda flutningafyrirtækja sem sinna svæðinu. Á Suðurlandi eru víða ákjósanleg svæði til bleikjueldis á smáum skala, sem timi er kominn til að nýta. Til við- bótar við gnægð lindarvatns eru óvíða betri landfræðilegar aðstæð- ur til gerðar ódýrs og einfalds eld- isrýmis, sem nánar verður vikið að síðar. Aðstæður á svæðinu bjóða upp á þéttriðið net smárra/með- alstórra sjálfbærra fiskeldisstöðva. Nálægð stöðvanna hverrar við aðra styrkir rekstur hverrar fyrir sig vegna hugsanlegrar samnýtingar á vinnslu, sölu og dreifikerfi. Nýting á lindarvatni Kostir þess að hafa sjálfrennandi vatn eru ótvíræðir. Kostnaður vegna dælingar á vatni er umtalsverður. Hér er átt við kostnað vegna fjá- festinga í dælum (auk varadælna) og viðhalds á þeim. Einnig þarf að leggja út fyrir vararafstöð og halda uppi eftirliti og viðhaldi á henni. Rafmagnsnotkun vegna dælingar er háð lyftihæð, sem er í sumum tilvikum veruleg. Einnig þarf að halda úti bakvöktum vegna dælu- og rafmagnskerfisins. Út frá framangreindu má sjá fyrir sér mikið rekstrarlegt forskot sem bleikjuframleiðsla, sem nýtir sjálfrennandi vatn, hefur fram yfir hefðbundna stöð sem byggir á dæl- ingu á vatni. Gæti hér jafnvel verið um að ræða kostnað á bilinu 40-80 kr. á kg. Tekið skal fram að þegar rætt er um rekstur á eldisstöð sem byggir á sjálfrennandi vatni er ekki gert ráð fyrir mjög mikilli fram- leiðslu, eða 30-100 tonnum á ári. Æskilegur eldishiti i matfisk - seldi á bleikju er 5-8°C. Kjörhitinn er hæstur á minnsta fiskinum en fer lækkandi eftir því sem fiskurinn verður stærri. Kjörhita má ná með blöndun á lindarvatni og heitu vatni annars vegar og hins vegar með blöndun á yfirborðsvatni (í ám og lækjum) að sumarlagi. Ef einn- ig skal stunda seiðaeldi (upp að 50 grömmum) er æskilegt að hafa aðgang að hærri hita (8-12°C). Sjá töflu. Ódýrt og einfalt eldisrými Athugaðir voru möguleikar á upp- setningu nýrra bleikjueldisstöðva þar sem náttúrulegar aðstæður væru nýttar til fulls. Forsendurnar sem lagðar voru til grundvallar voru þær að eldisfomið væri ódýrt og einfalt bæði í rekstri og uppsetn- ingu. Það er mikið átak og dýrt að setja upp hefðbundna eldisaðstöðu. Jarðvegsskipti, lagnir og kranar, dýr eldisker o.s.frv. Stofnkostnaðurinn við eldið, þó á smáskala væri, hefur því fælt marga frá því að reyna fyrir sér á þessu sviði, jafnvel þótt heppilegar náttúrulegar aðstæður séu við bæjardyrnar. Augljós leið til einföldunar uppsetningar á eldisaðstöðu eru jarðvegstjarnir. Þetta hefur verið reynt hér og þar á landinu, þar sem útbúnar hafa verið ferningslaga eða hringlaga tjarnir, en þær hafa ekki gefið eins góða raun og menn væntu. Einkum er öll vinna með fiskinn erfið. Geysilegur munur er á kostnaði og fyrirhöfn við gerð jarð- vegstjarna annarsvegar og annarra hefðbundinna kerja hinsvegar. Það er því til mikils að vinna að reyna að útfæra jarðvegstjarnir þannig að þær gefi ekki síðri útkomu en var- anlegri mannvirki. Lausnin virðist liggja í svoköll- uðum lengdarstraumskerjum (e. raceways). Lengdarstraumsker Lengdarstraumsker hafa til skamms tíma verið eitt algengasta form fiskeldismannvirkja um víða ver- öld. Þau hafa oftast verið notuð til framleiðslu á ódýrum fiski eins og smáum regnbogasilungi eða beit- arfiski og fleiri ferskfisktegundum. Vinsældir þeirra stafa af því hversu einföld og ódýr þau eru en ekki síst hversu auðvelt er að vinna með fiskinn. Á Suðurlandi yrðu lengdar- straumskerin ekki ósvipuð fram- ræsluskurðunum sem víða má finna. Jarðvegurinn á svæðinu hentar einmitt ákaflega vel til gerð- ar slíkra kerja og auðvelt að fá vana menn til verksins. Rennurnar yrðu dúklagðar til að auðvelda þrif og forðast jarðvegs- bakteríur. Reynt yrði að staðsetja rennurnar langsum (með hæð- arlínum) í hallandi landi þannig að einhver fallhæð yrði á milli þeirra og þannig yrði hægt að endurnota vatnið 2svar-3svar sinnum. Við hjá Marine Spectrum gerð- um óformlega tilraun með að ala bleikju vetrarlangt í rennu af þessu tagi og tókst það mjög vel. Bleikjan virtist kunna vel við sig í þessu eld- isrými og dreifði sér vel um allt rýmið. Lykilatriði er að gnægð sé af vatni. Bleikjan þolir vel mikla ásetningu en í hefðbundnum hring- laga kerjum getur verið vandkvæð- um bundið að koma öllu því vatni í gegnm kerfið, sem mikill lífmassi þarf á að halda. Við slíkar aðstæður þarf að bæta súrefni í vatnið, sem er mjög kostnaðarsamt. Samstarf framleiðenda Líkt og í öðrum rekstri á sér stað mikil samþjöppun fiskeldis í heim- inum og fyrirtækin verða sífellt færri og stærri. En óháð því hver eldistegundin er þurfa eldiseining- arnar að ná ákveðinni lágmarks- stærð til að verða arðbærar. Þetta snýr að tæknilegri hlið eldisins en einnig að vinnslu og markaðs- setningu. Stór fyrirtæki með eigin vinnslu geta boðið upp á einsleita vöru, sem er lykilatriði þega kemur að sölu afurðana. Náin samvinna bleikjuframleiðenda er því algjört lykilatriði. Mörg smá fyrirtæki geta komið fram sem eitt. Það sem við sjáum fyrir okkur er einhvers konar samvinnurekstur á seiðaeldi annars vegar og vinnslu og sölu afurða hins vegar. Við höfum kosið að kalla þetta fyrirkomulag „bleikjusamlag“ með vísun í svip- að fyrirkomulag við mjólkurfram- leiðslu. Bleikjusamlagið myndi framleiða seiði og selja á kostn- aðarverði. Fóðurkaup yrðu sameig- inleg og því væntanlega mun hag- stæðari en ef hver og einn keypti fyrir sig í litlu magni. Sama á við um ýmsan annan kostnað, svo sem dúka í rennur, fuglanet, fóðrara o.s.frv. Bleikjusamlagið gæti sjálft séð um rekstur á vinnslu afurð- anna eða samið við þriðja aðila um að vinna fiskinn. Einstakir fram- leiðendur þyrftu ekki að setja upp slíka aðstöðu hver fyrir sig. Við það að allur fiskurinn færi í gegn- um sömu vinnslu, sem lúta myndi sameiginlegum gæðastöðlum, yrði varan einsleit og því auðselj- anlegri og minna um kvartanir. Afhending á afurðunum yrði einn- ig mun áreiðanlegri þar sem um marga framleiðendur yrði að ræða. Bleikjusamlagið gæti einnig séð um markaðssetningu og kynningu á afurðunum. Sjálfbærni Sjálfbærni í fiskeldi og lífrænt (e. organic) eldi verða stöðugt mik- ilvægari þættir þegar kemur að markaðssetningu fiskeldisafurða. Nýting á íslensku lindarvatni fell- ur mjög vel að báðum þessum þáttum. Orkunotkun er einn þeirra þátta sem litið er til við mat á sjálf- bærni og þar sem um sjálfrennandi vatn er að ræða er orkunotkunin hverfandi. Hreinleiki lindarvatns- ins er mikill. Vatnið hefur síast og hreinsast á náttúrulegan hátt á ferð sinni í gegnum jarðlögin og oft eru liðnir áratugir, jafnvel aldir, frá því að vatnið sem nú sprettur fram sem lindarvatn féll til jarð- ar sem úrkoma. Af þessu leiðir að magn örvera og ýmissa óæskilegra snefilefna (díoxíns, PCB, PAH o.fl.) er hverfandi og langt undir þeim hámarksmörkum, sem sett hafa verið um drykkjarvatn erlend- is. Þessir þættir geta haft mikla þýðingu við markaðssetningu á íslenskri bleikju og styrkt ímynd Staðsetning Vatnsmagn l/sek Hiti °C Landsveit Galtalækjaskógur tjaldstæði 500-1000 5,2-5,4 Galtalækjaskógur – Gloppubrún nokkur hundruð 5,3-5,6 Skógafoss – Galtinn – nokkrar lindir 200-300 4,9-5,5 Hrúthagi 50 5,5 Vatnagarðalækur 100-200 5,3 Bjallalækur 670 3,4-5,5 Tvíbytnulækur 380 3,5-4,4 Kerauga 450-700 4,5-4,7 Tjarnalækur 100 5,4 Eyjólfslækur 100 5,2-5,4 Lækur á Baðsheiði 530 5,2 Garðalækur 500 4,3-5,1 Vindáslaugar 10,0-50,0 14-40 Minnivallalækur – lindarvatn að hluta 1420 ??? Klofalækur 150 5,0-11,0 Skarðslækur ??? 4,3-5,6 Lindir i Vindaósi 50-150 5,0-5,9 Hvammsvötn 280-990 4,9-11,1 Skarfaneslækur 500-600 5,0-5,3 Þjófafoss nokkur hundruð 4,7 Gnúpverjahreppur Lindasvæði við Rauðá 300 3 Lindasvæði við Rauðá – Gjárfoss 600 2,9-3,6 Hjálparfoss 500-1000 ??? Minna-Hof – Búðarfoss 10 6,6-9,2 Stóra-Hof – Kálfá 30-35 4,6-5,3 Haukadalur „Sprænur“ milli Grjótáa 2100 3,4 Fljótsbotnar 1000 og 2000 3,2-3,6 Lindir Brúarár Brúntjarnarlindir 680 4,4 Lindir ofan við Brekku 50 og 710 5,0-5,8 Lindir ofan við Hlaupatungufoss 70-80 5,0-5,3 Neðri-Vallá 1100 3,2-3,6 Efri-Vallá 330 3,4 Hrútá 100 og 500 2,5 Kálfá innri 690 2,6 Kálfá fremri 6,0-10,0 2,6 Brúarárskörð 30 og 200 2,2 Hagalækur 100, 330 og 630 5,0 og 4,0 Laugardalur/Laugarvatnssvæði Skillandsá 100-150 3,4 Ljósár 390 3,6 Miðdalsgljúfur 30-40 3,8 Lindir neðan við Miðdal 450-500 3,7 Lindir við Hokulæk 300 og 500 3,7 Stekkar 1000 4 Litlaá 100-1000 Sandá 1200-2000 ??? Grafará 1300-1500 4,9 Heidará 1200-1300 4,3 Djúpakvísl 1000-1600 3,8 Apá 14-1600 3,8 Laugardalshólar 40-50 4,2 Grímsnes Efra Sog – Steingrímsstöð 1000-2000 3,4 Kaldá við Kaldárhöfða 1000-1500 3,8-4,0 Vaðlækir við Álftavatn 75 3,5-4,0 Lindir í Skógnesi 200-300 5,3 og 7,2 Vaðneslindir 200 ??? Lindir undir Ingólfsfjalli Kringum Silfurberg 20 3,1-4,8 Undan Efnisnámi 50 3,5-4,7 Aðalvatnsból Selfoss 60 3,6-3,8 Fossnes og Hellislindir 50 3,1-3,8 Fjallstún 30 3,0-3,3 Tafla: Nokkrir vænlegir staðir til fiskeldis á Suðurlandi Taflan er unnin samkvæmt heimildum frá eftirfarandi aðilum: Árni Hjartarson og Þóroddur F. Þóroddsson: Kaldar lindir og lindarsvæði Árnessýslu milli Sogns og Hvítár. Orkustofnun, 1981. Árni Hjartarson og Freysteinn Sigurðsson: Lindir i uppsveitum Árnes- og Rangár- vallasýslu, sérverkefni í fiskeldi 1987. Orkustofnun, 1988. Freysteinn Sigurðson og Þórólfur Hafstað: Um lindir undir Ingólfsfjalli. Orkustofnun, 1991 Nú er lag Fiskeldisráðgjafar telja mikla möguleika liggja ónýtta í því að koma upp bleikjueldi með nýrri aðferð sem beita má víða á Suðurlandi Svona líta lengdarstraumskerin út, 25-50 metra löng og nokkur hlið við hlið með u.þ.b. tveggja metra milibili.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.