Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Þriðjudagur 14. maí 2008 Föstudaginn 16. maí verður efnt til málþings um lífrænan land- búnað í Norræna húsinu. Á fund- inum verður fjallað um hvort lífrænn landbúnaður sé valkost- ur á Íslandi. Fundurinn hefst kl. 12:45 og stendur til kl. 17:00. Dr. Áslaug Helgadóttir, aðstoð- arrektor rannsóknarmála við Landbúnaðarháskóla Íslands, setur fundinn og Einar K. Guð- finnsson sjávarútvegs- og land- bún aðarráðherra ávarpar fund- armenn. Fundarstjóri verður Dr. Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís. Á fundinum verður reynt að varpa ljósi á ýmsar hliðar lífræns landbúnaðar. Eru lífrænar afurðir hollari en aðrar? Valda framleiðslu- aðferðirnar minni skaða á umhverf- inu en ef um hefðbundinn landbún- að væri að ræða? Nær lífrænn land- búnaður betur að uppfylla óskir neytenda hvað varðar dýravelferð? Á málþinginu verður reynt að leita svara við þessum spurningum og ótal öðrum. Kristján Oddsson, bóndi á Neðra-Hálsi í Kjós, flytur erindi sem hann nefnir Lífræn fram- leiðsla: Fyrir hvern og hvers vegna? Kristján fjallar fyrst og fremst um lífræna mjólkurfram- leiðslu sem viðskiptahugmynd – kosti þess og galla að stunda líf- ræna mjólkurframleiðslu. Þá mun dr. Guðni Þorvaldsson, dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands, gera grein fyrir upphafi og tilurð líf- ræns landbúnaðar ásamt þeirri hug- myndafræði sem þar liggur að baki. Hann ætlar að skoða hvort lífræn ræktun, eins og hún er kynnt nú um stundir, byggi á öðrum grunni en hugmyndafræði frumkvöðl- anna. Runólfur Sigursveinsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, fjallar um reglugerð um lífræna framleiðslu landbún- aðarafurða og merkingar og dr. Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, flyt- ur erindi sem hann nefnir Skilyrði fyrir lífrænan landbúnað á Íslandi, en í því verður einkum fjallað um líffræðileg skilyrði til slíks búskapar hér á landi með hliðsjón af frjósemi jarðvegs, loftslagi, vel- ferð búfjár og búgreinum, svo dæmi séu nefnd. Jafnframt mun Ólafur víkja stuttlega að stuðn- ingi sem bændur eiga kost á til aðlögunar að lífrænum búskap. Dr. Holger Kirchmann, prófess- or við Landbúnaðarháskólann í Uppsölum, flytur erindi þar sem hann ber saman uppskeru, kol- efnisbindingu, útskolun næring- arefna og orkunotkun í lífrænum og hefðbundnum landbúnaði. Grétar Hrafn Harðarson, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, flytur erindi sem hann nefnir Samanburður á heilsufari og vel- ferð búfjár og öryggi afurða í líf- rænum og hefðbundnum landbún- aði. Í erindinu ætlar Grétar Hrafn að fjalla um hugsanlegar breytingar á tíðni framleiðslusjúkdóma þegar breytt er yfir í lífrænan landbúnað og hvernig bregðast megi við með fyrirbyggjandi aðgerðum. Þá ræðir Grétar Hrafn um hugsanlegan mun á hollustu afurða búfjár við lífrænar aðstæður. Að lokum mun dr. Daði Már Kristófersson, hagfræðing- ur hjá Hagfræðistofnun HÍ, flytja erindi sem hann nefnir Hagfræði lífræns landbúnaðar. Þegar flutningi erinda er lokið verða fyrirspurnir og pallborðs- umræður. Fréttir Í skýrslu sem Umhverfisstofnun hefur tekið saman um losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi segir m.a. að losun frá íslenskum landbúnaði sé 17% af heildarlosun á landinu. Í skýrsl- unni kemur fram að heildarlos- un gróðurhúsalofttegunda hér á landi hafi vaxið úr 3,7 milljónum tonna árið 2005 í 4,2 milljónir tonna árið 2006. En varðandi losun gróðurhúsa- lofttegunda frá íslenskum landbún- aði segir Jón Guðmundsson, líffræð- ingur við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, að ýmislegt sé hægt að gera til að minnka hana. Það sé búskapurinn sjálfur, áburðarnotk- unin og framræsla lands, sem mestu valdi um þessa losun. Nota gasið til upphitunar Ef það gas sem losnar úr mykju og öðrum húsdýraúrgangi væri brennt myndu menn breyta met- anlosun yfir í koltvísýring. Þá kæmi tonn á móti tonni, en af því yrðu miklu minni gróðurhúsaáhrif eða svo munaði tuttugufalt. Menn yrðu þá að gera haughúsin loftþétt og brenna síðan gasið. Af því yrði strax góður ávinningur. Gerjun í vömbum, bæði naut- gripa og sauðfjár, veldur loftmeng- un. Jón bendir á að ekki sé mikið hægt að gera í því, en þó gæfi betri fóðrun betri afurðanýtingu og minni metanmyndun. Tilbúinn áburður Notkun á tilbúnum áburði hefur heilmikið að segja og Jón bendir á að á því sviði geti menn íhug- að sín mál. Framræsla votlendis er stór þáttur í menguninni. Þegar menn ræsa fram eru þeir með líf- rænan jarðveg, sem er bara órotn- að torf. Þegar súrefni er hleypt að því og vatnsstaðan lækkar fer þetta að grotna niður og við það myndast mjög mikið af kol- tvísýringi. Það myndast líka hlát- urgas við þurrkun lands, sem er mjög öflug gróðurhúsalofttegund. Landnýtingarþátturinn er mjög stór þáttur í heildarmenguninni og kemur þá fleira til en landnýting bænda. Jón bendir einnig á að stór hluti þess lands sem hefur verið þurrkað upp sé ekkert notað. Það er eitt og annað hægt að gera í íslenskum landbúnaði til að draga úr gróðurhúsalofttegundum sem hann framkallar, sem eins og áður segir eru 17% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. S.dór Losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum landbúnaði Ýmislegt hægt að gera til að draga úr losun Samningur milli Moltu ehf. og Þverár fasteignar ehf. um bygg- ingu jarðgerðarstöðvar á Þverá í Eyjafjarðarsveit var undirrit- aður í liðinni viku. Stöðin mun taka til starfa í upphafi næsta árs, en framkvæmdir við 1200 fermetra hús stöðvarinnar hefj- ast strax og nauðsynlegri und- irbúningsvinnu vegna skipulags verður lokið. Í jarðgerðarstöðinni verður jarð- gerður lífrænn úrgangur af Eyja- fjarðarsvæðinu, í fyrstu frá matvæla- framleiðendum og öðrum atvinnu- fyrirtækjum, en stefnt er að því að í kjölfarið fylgi flokkunarkerfi í sveitarfélögunum, þannig að lífrænn úrgangur frá heimilum geti í fram- tíðinni farið til vinnslu í stöðinni. Undirbúningur að byggingu jarðgerðarstöðvarinnar hefur stað- ið um tveggja ára skeið. Félagið Molta ehf. var stofnað snemma árs 2007 um undirbúningsvinnuna og næsta skref stigið síðastliðið haust með hlutafjáraukningu og ákvörð- un um tækjakaup. Með samningn- um við Þverá fasteign ehf. er síðan stigið eitt mikilvægasta skrefið í ferlinu, þ.e. ákvörðun tekin um staðsetningu og byggingu stöðv- arinnar. Samkvæmt samningnum leggur Þverá fasteign fram lóð og byggir 1200 fermetra hús fyrir starfsemina. Molta ehf. kaupir tækjabúnað og mun annast rekstur stöðvarinnar. Stöðin mun í byrjun vinna úr um 10.000 tonnum af lífrænum úrgangi á ári, sem skila um 6000 tonnum af fullunninni moltu. Um er að ræða meira en helming af öllum þeim lífræna úrgangi sem nú fer í urðun í Glerárdal. Hermann Jón Tómasson, for- maður stjórnar Moltu ehf., segist sannfærður um að með tilkomu jarðgerðarstöðvarinnar verði stigið mjög stórt framfaraskref í umhverf- ismálum á Eyjafjarðarsvæðinu. „Við höfum beðið þess lengi að hægt verði að finna aðrar lausnir varðandi lífræna úrganginn, sem er sá hluti úrgangsins sem erfiðast hefur verið við að eiga til þessa. Moltan sem til fellur verður nýt- anleg í alls kyns uppgræðsluverk- efni, en það er einnig mikill vilji til þess hjá Moltu ehf. að þróa frekari úrvinnslu á moltunni í framhald- inu og gera afurðina þannig verð- mætari fyrir fyrirtækið. En fyrsti áfanginn eru framkvæmdirnar, að hefja vinnsluna í stöðinni og koma þannig stærstum hluta lífræna úrgangsins héðan af svæðinu í góðan farveg. Fyrir alla Eyfirðinga verður langþráðum áfanga náð með því að stöð Moltu ehf. komist í gagnið,“ segir Hermann Jón. Reist verður um 1200 fermetra vinnsluhús á Þverá fyrir starfsemi Moltu, svo sem fyrr segir, en öll vinnslan mun fara fram innan dyra. Tækjabúnaður kemur frá Finnlandi og eru sjálfar jarðgerð- artromlurnar sex nú þegar komnar til Akureyrar. Þeim verður komið fyrir á húsgrunninum áður en vinnsluhúsið rís. Áætlanir miða við að verkefnið í heild kosti um 430 milljónir króna. Á aðalfundi Moltu ehf. í liðinni viku var sam- þykkt heimild til aukningar hluta- fjár um 120 milljónir króna, en verkefnið verður fjármagnað með hlutafé og lánafyrirgreiðslu frá Byggðastofnun, sem fengist hefur vilyrði fyrir. Helstu hluthafar í Moltu ehf. eru Flokkun, Norðlenska, Kjarnafæði, Tækifæri, Gámaþjónustan ehf., Sagaplast ehf., Preseoco OY og Þverá fasteign ehf. MÞÞ Langþráðum áfanga allra Eyfirðinga náð Feðgarnir Ari Hilmarsson og Jón Bergur Arason, eigendur Þverár Fasteignar ehf., Hermann Jón Tómasson, formaður stjórnar Moltu og Eiður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Flokkunar ehf. undirrituðu samninginn. Er lífrænn landbúnaður valkostur á Íslandi? Málþing um lífrænan landbúnað í Norræna húsinu á föstudaginn Fjármálaráðgjöf til bænda sem eiga í greiðsluerfiðleikum Breyttar aðstæður á fjármála- mörkuðum hafa komið illa niður á skuldsettum fyrirtækj- um á undanförnum misserum. Líklegt er að fyrirtæki í land- búnaði séu þar engin undantekn- ing. Þess vegna framkvæmdu Bændasamtök Íslands vefkönn- un meðal bænda á www.bonda.is. Í kjölfarið á niðurstöðum hennar hefur ráðgjafasvið Bændasamtaka Íslands ákveðið að bjóða í til- raunaskyni sérstaka fjármálaráð- gjöf fyrir bændur sem kunna að standa frammi fyrir verulegum greiðsluerfiðleikum. Ráðgjöfin verður unnin í samvinnu við bún- aðarsamböndin, Skrifstofuþjónustu Vesturlands ehf og Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Gerðar verða ríkar kröfur til þeirra sem kjósa að nýta sér ráð- gjöfina um að leggja fram öll nauð- synleg gögn og aðgengis að upp- lýsingum um fjármál og búrekstur. Gætt verður fyllsta trúnaðar ráð- gjafa við þá aðila sem koma að verkefninu. Hér er ekki um hefðbundna rekstrarráðgjöf að ræða, sem verð- ur hér eftir sem hingað til á vegum búnaðarsambandanna, heldur er um sérstakt átaksverkefni sem ætlað er að bregðast við sérstökum aðstæðum. Opnað verður fyrir skráningu á þátttakendum á vef www.bondi.is innan tíðar fyrir þá sem vilja nýta sér þessa þjónustu. Reglur fyrir ræktunarverkefni Eins og fram kemur í síðasta Bændablaði verður ákveðnum fjármunum varið til gras- og grænfóðurræktar vegna þessa ræktunarárs. Fjármagnið kemur úr samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar og samningi um starfsskilyrði mjólkurfram- leiðslu sem m.a. er ætlað til efl- ingar í jarðrækt. Til ráðstöfunar fyrir þetta ræktunarár koma rúmar 55 milljónir kr. Umsóknir og afgreiðsla þeirra verður með sama hætti og gert er í þróun- ar- og jarðabótaverkefnum sam- kvæmt Búnaðarlagasamningi. Reglur ársins 2008 Framlag fæst til sáningar þar sem tún- og grænfóðurrækt er ætluð til fóðurframleiðslu eða beitar sam- tals á a.m.k. tveimur ha. Uppskera er kvöð. Úttektaraðili sannreynir hvort um sé að ræða góða hefð- bundna tún- eða grænfóðurrækt. Framlag á ha fyrir hvert bú ræðst af umfangi ræktunar, en gert er ráð fyrir að það verði kr. 14.000 á hvern ha að 30 ha ræktun, en skerð- ist á hvern ha ef fjármunir hrökkva ekki til. Ef afgangur verður deilist hann á alla ræktaða hektara. Aðeins er greitt út á heila ha og venjulegar reglur um upphækk- anir gilda. Til að standast úttekt þarf umsækja að leggja fram við- urkennt túnkort af ræktarlandinu. Umsókn til búnaðarsambanda um úttekt að hausti jafngildir umsókn um styrk. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sker fyrsta byggið, Björn L. Örvar framkvæmdastjóri Orf Líftækni fylgist með, sem og fjallið Þorbjörn. Orf Líftækni opnar Grænu smiðjuna í Grindavík Fyrsta erfðabreytta byggið skorið Orf Líftækni tók í liðinni viku í notkun nýtt hátæknigróð- urhús rétt utan við byggðina í Grindavík. Húsið hefur hlotið nafnið Græna smiðjan en það er 2.000 fermetrar að gólffleti og verða framleidd þar sérvirk og verðmæt prótein með hjálp erfðatækni. Það er ekki einasta framleiðslu- aðferðin sem er nýstárleg heldur er húsið sjálft mikið tækniundur. Byggið sem próteinin eru fram- leidd í er ræktað á færiböndum og skorið upp fjórum sinnum á ári. Framleiðslan er að mestu sjálf- virk og hitastigi, birtu og rakastigi stjórnað nákvæmlega. Þar vinna nú um 20 manns. Framleiðslan krefst mikillar orku en stutt er í hana þar sem orkuverið í Svarts- engi er bak við næsta leiti. Að sögn Björns L. Örvars framkvæmdastjóra Orf Líftækni lofa tilraunir með framleiðsluna góðu og verðið á afurðunum er svimandi hátt miðað við magnið sem framleitt er. Fyrsta sending- in taldi ekki nema örlítið brot úr grammi en skilaði þremur millj- ónum króna í tekjur. Á Björn von á því að tekjurnar verði 8-10 milljónir króna á hvern fermetra miðað við fjórar uppskerur á ári. Framleiðslan nýtist einkum í læknisfræðirannsóknir og lyfja- gerð og hefur fyrirtækið sótt um vottun frá Evrópska lyfjaeftirlit- inu til framleiðslu á hráefnum í lyfjagerð. –ÞH

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.