Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 17
17 Bændablaðið | Þriðjudagur 14. maí 2008 FORÐUMST SLYSIN Í SUMAR! Eigum til á lager úrval af Þýsk hágæðavara á hagstæðu verði Krókhálsi 16, Reykjavík - Gleráreyrar 2, Akureyri - Sími 588 2600 - www.velaver.is drifsköftum, drifskaftshlífum, hjöruliðum, kúplingum, drifskaftsrörum og krossum. Kröfur um ódýr matvæli verða sífellt háværari í samfélaginu en í sumum tilvikum koma þær niður á gæðum vörunnar. Ástæða er til að óttast þá þróun sem getur orðið í þessum efnum, að mati þeirra Eiðs Gunnlaugssonar, framkvæmdastjóra Kjarnafæðis á Akureyri og sonar hans, Gunnlaugs Eiðssonar aðstoð- arframkvæmdastjóra. Félagið er nær aldarfjórðungs gamalt, en starfsemin hófst árið 1985 þegar Eiður og Hreinn bróð- ir hans hófu að framleiða pítsur og hrásalat á Akureyri. Starfseminni hefur vaxið fiskur um hrygg og er Kjarnafæði nú í hópi öflug- ustu matvælaframleiðslufyrir- tækja landsins. Það á hlut í ýmsum félögum öðrum víða um land, m.a. Norðanfiski, sósu- og salatgerðinni Nonna litla, hluta af Sláturfélagi Vopnfirðinga og tæplega helmings- hlut í nýju félagi um rekstur slátur- húss og kjötvinnslu SAH-Afurða á Blönduósi. Starfsmenn eru um 220 talsins. Eiður segir að Kjarnafæði hafi alla tíð lagt mikla áherslu á gæði, að vanda til verka og að veita góða þjónustu. Samkeppni í matvæla- geiranum hefur alltaf verið mikil, en Gunnlaugur segir að rekstur félaga í greininni nú sé mun ábyrg- ari en var fyrir nokkrum árum. Meiri metnaður sé til staðar, menn leggi sig alla fram en það þýði ekki annað í því samkeppnisumhverfi sem matvælafyrirtækin starfi í. Kjarnafæði hafi alla tíð lagt áherslu á að bjóða upp á vönduð matvæli. Stefnan er að svo verði áfram um ókomna tíð. Öfgafullar kröfur um endalaust ódýrari matvæli koma niður á gæðum Nú telja þeir feðgar að blikur séu á lofti. Kröfur um ódýr matvæli verði æ háværari og í sumum til- vikum komi það niður á gæðum þeirra. „Við lítum á það sem skyldu okkar að framleiða ódýr, góð og holl matvæli og því hef ég nokkrar áhyggjur af þeirri þróun sem mér sýnist stefna í, að þessar öfgafullu kröfur um endalaust ódýrari og ódýrari mat komi niður á gæðum,“ segja þeir. Eiður bendir á að mat- vælaframleiðendur freistist til að framleiða matvæli á ódýran hátt, sem sum hver innihaldi allt að 50% af hertri fitu og séu þar af leið- andi afskaplega óholl. „Við höfum áhyggjur af þessari þróun og vilj- um sporna við fæti,“ segir hann. „Það er nú einu sinni svo að á einhverjum tímapunkti ná menn botni framleiðslukostnaðar með hagræðingu, eftir það þurfa menn að finna hjáleiðir til að gera mat- vælin ódýrari, eins og við höfum séð í löndum þar sem offitufarald- ur geisar, s.s. Bandaríkjunum og víðar, þar sem framleiðendur hafa troðið í dýrin vaxtarhormónum fyrir slátrun og fyllt kjötið af auka- efnum eftir slátrun til að ná niður matvælaverði. Mér líst ekki á það, mér er ekki sama um hvað fólkið lætur ofan í sig,“ segir Eiður. „Nú er íslenski markaðurinn að byrja að fylgja þessari þróun, á markaðinn er komið mikið úrval af djúpsteikt- um vörum sem eru eftirlíkingar af góðum vörum, s.s. snitsel og cor- don bleu, en í stað úrvalskjöts er „soffa“ sett í form og steypt saman með fitu. Þessi hraðsteikti hrylling- ur inniheldur allt að 50% af hertri fitu og er þar af leiðandi afskaplega óhollur.“ Þeir Eiður og Gunnlaugur hafa, sem fyrr segir, áhyggjur af þesari þróun og vilja sporna við fæti. „Við hjá Kjarnafæði vinnum markvisst að því að bjóða frekar upp á hrein- ar kjötafurðir, úr alvöru kjöti með sem fæstum aukaefnum. Við höfum fundið að viðskiptavinum okkar líkar vel þessi fastheldni,“ segir Eiður. „Framleiðsla á matvælum felur í sér mikla ábyrgð, sem ekki á að víkja sér undan í skjóli skyndi- gróða.“ Framleiðsla á matvælum felur í sér ábyrgð sem ekki má víkja sér undan í skjóli skyndigróða: Óttast að kröfur um ódýr matvæli komi niður á gæðum Þeir Gunnlaugur Eiðsson og Eiður Gunnlaugsson í Kjarnafæði segja íslenska markaðinn farinn að fylgja þeirri þróun sem átt hefur sér stað í Bandaríkjunum; á markaðinn sé komið mikið úrval af djúpsteiktum vörum sem séu eftirlíkingar af góðum vörum og innihaldi sumar hverjar allt að 50% herta fitu. Þeir vilja sporna við slíkri þróun.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.