Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 19
19 Bændablaðið | Þriðjudagur 14. maí 2008 Reykjalundur er rótgróið fyrirtæki og á sér langa sögu í framleiðslu á plast- vörum. Fyrirtækið hefur nú í seinni tíð aukið þjónustu á öðrum sviðum t.d. í plastfittings, dælubúnaði hverskonar, gólfhitakerfum svo fátt eitt sé talið. Reykjalundur framleiðir hina kunnu Búreks girðingastaura sem hafa notið mikilla vinsælda og reynst vel í margbreytileika íslensks veðurfars og landslags. Einnig býður Reykjalundur paströr, allt frá hefðbundnum vatnsrörur til röra, sem henta vel til ræsagerðar. Starfsmenn söludeildanna í Mosfellsbæ og á Akureyri veita ráðgjöf við efnisval ásamt frekari upplýsingar um vörur og þjónustu Reykjalundar. Aukin þjónusta Reykjalundar um allt land PLASTRÖR, DÆLUR, FITTINGS, RAFGIRÐINGAR Þórsstíg 4, 600 Akureyri, sími 460 1760, 270 Mosfellsbær, sími 530 1700, rp@rp.is hennar sem hágæða hollustuvöru, sem seld er á þeim mörkuðum þar sem gæði og heilnæmi skipta meira máli en verð. Í töflunni hér til hliðar má sjá upplýsingar um vatnsmagn og hitastig í allnokkrum lindum á Suðurlandi. Tekið skal fram að ekki er um tæmandi lista að ræða. Gera má ráð fyrir að á nokkrum stöðum í fyrrgreindum lista sé ekki mögulegt að fá leyfi fyrir starfsemi tengdri fiskeldi vegna umhverf- isverndarsjónarmiða. Sjá má að verulegt framboð er á sjálfrennandi lindarvatni á þó nokkrum stöð- um, þar sem hægt væri að fram- leiða umtalsvert magn af bleikju. Á sumum þessara staða er einnig möguleiki á heitu eða volgu vatni, sem myndi gera viðkomandi svæði verulega athyglisverð með fisk- eldi í huga. Hafa skal í huga að auka mætti rennsli verulega með því að bora grunna holu á slíkum svæðum. Einnig þar, sem ekki er sjáanlegt sjálfrennandi vatn, mætti fá það fram með borun. Framtíðarsýn Víða um heim eru menn að prófa sig áfram með nýjar eldistegund- ir og hefur gengið mjög vel með sumar. Hér á landi hefur mikið verið lagt í eldi á lúðu, barra, sæeyrum, sandhverfu og núna síðustu miss- erin þorski. Litið er á eldi þessara tegunda sem nýsköpun en bleikjan er ekki á sama báti. Margir telja að í ljósi reynslu sl. 25 ára sé fullreynt hvar og hvernig best sé að standa að eldi hennar. En þó svo að stóru strandeldisstöðvarnar henti vel til bleikjueldis er óliklegt að byggðar verði fleiri í þeim tilgangi. Við telj- um að enn sé sóknarfæri í bleikj- unni og að það felist í einfaldleik- anum. Gera þarf heildstæða áætlun sem byggir á því sem að framan er nefnt: Einfalt og ódýrt eldisrými, sjálfrennandi heilnæmt lindarvatn, eldi í smáum stíl (e. farm product) á bújörðunum. Allt þetta gefur ímynd af vistvænni, sjálfbærri og heilnæmri vöru. Bleikjan verður alltaf sérvara (e. niche product) og því verður að gefa henni eins mikla sérstöðu og hægt er. Gera þarf stórskala tilraun með eldi á bleikju í lengdarstraumsrenn- um af því tagi sem að framan var lýst. Út frá þeirri tilraun yrði hægt að gera kostnaðar- og arðsem- isáætlanir, sem síðan yrðu kynntar þeim aðilum sem búa yfir vænlegri aðstöðu til eldis. Lögð yrðu drög að stofnun bleikjusamlags en ekki farið í framkvæmdir fyrr en ákveð- inn lágmarksfjöldi framleiðenda hefði skuldbundið sig til þátttöku. Í mörg undanfarin ár hefur gengi krónunar verið óhagstætt útflutn- ingsgreinum og bleikjuframleið- endur hafa ekki farið varhluta af því. En núna er lag. Greinina skrifuðu Trausti Stein- dórsson og Sveinbjörn Oddsson hjá Marine Spectrum ehf. – ráðgjafa - fyrirtæki í fiskeldi. Vefslóð fyr- irtækisins er www.marinespectrum. com Starfsmenntanám · Blómaskreytingar · Búfræði · Garðyrkjuframleiðsla · Skógur og umhverfi · Skrúðgarðyrkjubraut www.lbhi.is Háskóli lífs og lands Umsóknarfrestur um skólavist er til 4. júní Ný stjórn Félags tamningamanna var kjörin á framhaldaðalfundi sem fór fram í Bændahöllinni 28. mars s.l. Formaður var kjörin Sigrún Ólafsdóttir, Hallkelsstaðahlíð, varaformaður Herdís Reynisdóttir, ritari Þórdís Anna Gylfadóttir, gjaldkeri Hrefna María Ómarsdóttir, meðstjórnandi Elka Guðmundsdóttir. Varamenn sem starfa að fullu í stjórn eru Þórarinn Eymundsson formaður norðurdeildar og Guðmundur Arnarsson formaður suðurdeild- ar. Á myndinni má sjá hina nýju stjórn að Elku frátalinni, talið frá vinstri: Þórarinn, Herdís, Sigrún formaður, Hrefna, Þórdís og Guðmundur. Vönduð hús sem eru klædd með yl-einingum. Stálgrindarhús ehf er fyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi á Stálgrindarhúsum. Fyrirtækið leggur metnað í að sameina vönduð hús, góða þjónustu og gott verð. Uppl. Í síma 661-9651 og 690-8050 eða á www.stalgrind.is www.stalgrind.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.