Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 27
27 Bændablaðið | Þriðjudagur 14. maí 2008 Hörður Guðmundsson, húsasmíða- meistari og bóndi í Refsmýri í Fellum á Fljótsdalshéraði, keypti á dögunum gamla gróðurhús Barra á Egilsstöðum, sem var aflagt þegar Barri byggði upp nýja aðstöðu á Valgerðarstöðum í Fellum. Húsið er alls um 2000 fermetr- ar að grunnmáli, með límtrésburð- arbitum, hefðbundnum langbönd- um og klætt með tvöföldu plexi- gróðurhúsagleri. Hörður ætlar að nota helming hússins sjálfur og reisa aftur sem fjárhús heima á Refsmýri. Hinn helmingur hússins, um 1000 fermetrar, er til sölu. Að sögn Harðar hafa þó nokkrar fyr- irspurnir komið vegna þess og eru menn jafnvel að hugsa um fjárhús- byggingu í því sambandi. Hörður hefur látið teikna fyrir sig 750 kinda fjárhús inn í þetta 1000 fermetra rými í sínum helmingi Barrahússins. Núverandi fjárstofn í Refsmýri er 300 kindur og segist Hörður ætla að fjölga í honum. „Húsið liggur allt núna, búið að taka það niður og það er tilbúið til flutnings, ég er búinn að grafa grunninn heima í Refsmýri og ætla að flytja sökkulinn þangað líka. Ég mun líka nota glerið af hús- inu áfram á nýja staðnum, allavega til að byrja með, þetta er svipað plexigler og er á garðstofum og það er í miklu betra ástandi og sterk- ara en ég reiknaði með í upphafi. Gert var ráð fyrir að setja yleining- ar utan á húsið eftir flutninginn, en það bíður eitthvað. Samkvæmt kostnaðaráætlun er kostnaðurinn nálægt helmingi minni en væri við að byggja nýtt, með yleiningunum inniföldum. Þetta með kostnaðinn er að vísu alltaf afstætt; ég tel vinnuna mína ekki með og síðan er eftir alls konar frágangur, það vill safnast saman þegar upp er staðið,“ segir Hörður Guðmundsson, bóndi í Refsmýri. SigAð Það er gömul trú gárunga að Drangsnesingar hafi fund- ið upp grásleppuna og því eru nýleg áform um að koma þar upp grásleppusetri vel við hæfi. Hugmyndin er að á setrinu verði sögusýning um veiðar og verkun grásleppu frá upphafi til þessa dags. Hvort sem Drangnesingar hafa fundið upp grásleppuna eða ekki, er ljóst að veiðar og útflutn- ingur á grásleppu hófust þar um 1946 og eftir það var farið að veiða grásleppu og verka hrogn á Drangsnesi. Þar er nú unnið að því að koma upp grásleppu- og nytjasetri og nýlega fékkst tveggja milljóna króna styrkur úr sjóði vegna mótvægisaðgerða í ferðaþjónustu til þessa verkefnis. Bændablaðið ræddi við Jón Hörð Elíasson og Ásbjörn Magnússon sem báðir eru í þriggja manna undirbúningshóp um stofn- un grásleppu- og nytjaseturs. Jón Hörður segir styrkinn gera það að verkum að nú verði farið í fullan gang með verkefnið og stofnað um það félag, en stofnfundur er áfor- maður á næstu dögum. Hann segir undirbúninginn hafa farið í fullan gang þegar fundur áhugamanna um málið var haldinn laust eftir áramótin og mættu rúmlega tuttugu manns á þann fund. Undirbúningur að stofnun grásleppu- og nytjaset- urs á Drangsnesi hófst laust upp úr síðustu áramótum en hugmyndin er þó ekki ný af nálinni og er meðal annars sótt til grásleppusýning- ar sem lengst af hefur verið hluti af bæjarhátíðinni Bryggjuhátíð á Drangsnesi. Jón Hörður bind- ur vonir við að þetta verkefni sé engin undantekning á þeirri sam- stöðu sem Drangsnesingar eru þekktir fyrir. Gríðarlegt átak þarf þó til að koma svona starfsemi á laggirnar þar sem húsnæði er ekki til staðar og öll hönnunarvinna er eftir, og mikill kostnaður sé við verkefni sem þetta. Áætlanir gera ráð fyrir að starfsemin geti hafist á Bryggjuhátíð 2010, þó hún verði ef til vill komin í gang að einhverju leyti fyrr. Gangi allar áætlanir eftir er með að fleiri nytjum verði gerð skil og þetta verði því grásleppu- og nytjasetur Stranda. kse Grásleppu- og nytjasetur Stranda Gamla gróðurhús Barra fær nýtt hlutverk Gamla gróðurhús Barra á Fljótsdalshéraði fær fljótlega nýtt hlutverk. Helmingur þess verður fjárhús að Refsmýri í Fellum. Mynd SigAð Guðbjörg starfsmaður fiskvinnslunnar Drangs að skilja grásleppuhrogn. Ásbjörn Magnússon t.v. og Jón Hörður Elíasson eru í undirbúningshópi fyrir stofnun grásleppusetursins á Drangsnesi. Eins og undanfarin ár mun ég veita þjónustu sem felst í að eitra fyrir flugum í húsum og kóngulóm sem oft setjast að utan á húsum og valda fólki ama. Einnig öðrum skríðandi skordýrum, og músum. Aðgerðin er hreinleg og farið eftir ströngustu kröfum um meðferð eiturefna. Endingartími aðgerðar er undantekningarlítið eitt ár. Vinsamlegast látið vita af ykkur sem fyrst svo hægt sé að skipuleggja og veita sem besta þjónustu. Byrjað verður á Héraði og niðri á fjörðum síðan haldi með suðurströndinni, svo mun ég verða að Minna-Núpi í Gnúpverjahreppi eins og venjulega. Jón Svansson meindýraeyðir (Austfirðingurinn) Orðsending til bænda og Sumarhúsaeigenda Sérhæfð þjónusta í dreifbýli!. Flugnaeyðing og eyðing kóngulóar Sími 893-5709 - netfang hakarl1@simnet.is Stáli frá Kjarri Is1998187002 Stáli frá Kjarri verður til afnota í Kjarri sumarið 2008. Hryssur verða sæddar frá miðjum maí til júní loka. Verð pr. hryssu kr. 150.000.- Upplýsingar og pantanir hjá Helga Eggertssyni 482-1718 eða 897-3318 Netfang: kjarr@islandia.is w w w. i s l e n s k a r h a e n u r. i s

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.