Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Þriðjudagur 14. maí 2008 Ráðstafanir gegn skordýraplágu í fjósum og mjólkurhúsum er eitt hinna árlegu vorverka til sveita, en flugur sem oft fylla fjós og skepnuhús eru ekki bara hvim- leiðar, þeim fylgir sóðaskapur og þær eru að auki sýklaberar. Þær skíta hvarvetna þar sem þær setjast og bera með sér aragrúa af sýklum og óhreinindum sem valdið geta sjúkdómum í mönn- um og skepnum. Nú nýlega var tekið í notk- un nýtt fjós að Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði í Suður-Þing- eyjarsýslu en áður en kúm var hleypt inn í fjósið mætti Hjalti Guðmundsson meindýraeyðir á staðinn og úðaði fjósið hátt og lágt að innan með skordýraeitri. „Tilgangurinn era að halda fjósinu flugnalausu að minnsta kosti þetta árið og vonandi lengur, oft dugar að úða annað hvert ár,“ segir Hjalti. Um tilraun sé að ræða menn vonist til að árangurinn verði góður af því að úða fjósið áður en kýr komu þar inn. Best væri segir hann ef árang- urinn yrði svo góður að flugan næði ekki að kvikna. Hjalti hefur verið á ferðinni með græjur sínar í tæp 10 ár og segir vaxandi að bændur láti úða fjós sín með skordýraeitri til að koma í veg fyrir flugnamergð þar. Nýrri fjós segir hann erfiðari viðureignar en þau eldri, þar er hærra til lofts og í þeim er meira stál sem flugur sækja í með tilheyrandi sóðaskap. „Þetta er víða mikil plága, það er sums staðar svo mikið um þessar húsflugur að vart er hægt að opna munninn,“ segir Hjalti. Húsflugurnar sækja mjög í galvaníserað járn t.d. á brautum og mjaltarkerfum og eftir nokkrar vikur er járnið iðulega orðið svart af skít eftir þær. Hætta er á að járn- ið ryðgi svo í kjölfarið. Flugum meinilla við hreinlæti og kulda! Kristján Gunnarsson mjólkureft- irlitsmaður hjá MS á Akureyri segir flugurnar hvimleiðar í fjósum, þær eigi það til að setjast að á mjólk- urtönkum og áhöldum til mjólk- urframleiðslu, „og rata því miður býsna oft ofan í mjólkina með til- heyrandi ólystilegheitum, óþrifnaði og sýklaferli.“ Kristján bendir á að flugur geti mengað allt umhverf- ið, fjósið sem er matvælafram- leiðslustaður. Óþefur af völdum flugnaplágu er líka mikill og segir Kristján að mjólk sé afar sækinn á lyktarmengun og geti tekið í sig óbragð af ólyktinni. Þá nefnir Kristján að það sé skylda samkvæmt mjólkurreglu- gerð að sjá til þess að halda flugum og meindýrum í skefjum í fjósum og mjólkurhúsum „og því ættu allir að láta eitra fyrir flugu á vorin þegar hún er að byrja að kvikna,“ segir hann. Bendir Kristján á að tvennt sé flugum meinilla við; hreinlæti og kulda. Því ættu bænd- ur að kappkosta að halda fjósum og mjólkurhúsum eins hreinum og unnt er og hafa þau vel loftræst og eins köld og mögulegt er. Kæru lesendur. Nú þegar vorið er loksins komið fyrir norðan og sunnan er marg- ur garðeigandinn eflaust farinn að huga að ýmsu sem bíður í garðinum eftir veturinn. Sumt af þessu gerum við sjálf, mörg hver sinna öllum þessum verkum sjálf en aðrir fá aðstoð eða láta jafnvel garðyrkju- fólk alfarið um umhirðu garðsins. En sama hver innir verkin af hendi, þá þarf að ganga í þau og heilsa þannig vorinu um leið með klipp- ingum, snyrtingum og snurfusan á nánasta umhverfi. Klippingar Ágætt er að klippa runna og tré sem ekki er nú þegar búið að eiga við, sérstaklega á þeim stöðum lands- ins þar sem brum eru enn ekki farin að opna sig verulega. Margir hafa þegar lokið klippingum í garðinum. Annars staðar sleppur klipping kannski enn til þótt heldur seint sé orðið. En gott er að fara yfir gróð- urinn, þótt ekki sé mikið klippt. Það þarf kannski að taka af brotnar greinar. Eða grisja berjarunna örlít- ið. Fyrir þau ykkar sem ekki eru vön að standa í slíku, þá er gott að lesa sér aðeins til og klippa þá frek- ar minna en meira. Einnig er hægt að hóa í garðyrkjufólk og biðja um ráðleggingar og aðstoð. Áburðargjöf Flestar plöntur gleðjast yfir smá áburði, nú þegar þær eru að vakna úr vetrardvalanum. Gott er að dreifa fljótlega blákorni eða hús- dýraáburði á grasflötinn. Eins þiggja runnar og tré gjarnan auka- næringu og þá má einnig notast við kornin. Yfir rósir er gott að dreifa húsdýraáburði og safnhaugsmold. Húsdýraáburði, fiskimjöli og safn- haugsmold ásamt öðrum lífrænum áburði má blanda saman við mold- ina í grænmetisgarðinum. En það verður auðvitað að bíða aðeins með það ef frost er ekki enn farið úr jörðu. Með húsdýraáburðinn verður þó að varast að hann liggi ekki upp við jurtirnar og brenni þær. Ruslatínsla og tiltekt Þær eru óheyrilega margar, flug- eldaleifarnar sem koma undan snjósköflunum sem bráðna í vor- sólinni. Þá er auðvitað að grípa ruslapoka og safna þessu saman ásamt öðru rusli sem slysast hefur inn í garðinn og kemur greinilega úr ýmsum áttum. Það eru nammibréf, hamborgaraumbúðir, gosflöskur og fjöldinn allur af plastpokum og einhverju plasti. Sjálfsagt er hægt að gera eitthvað skemmtilegt með þetta en flest af ruslinu fer bara hreinlega í ruslið á mínu heimili. Greinar sem klipptar hafa verið af runnum og minni trjágrein- ar, lauf og annað sem fellur til af plöntunum í garðinum má setja í safnhauginn, en þá verður að búta greinar smátt niður eða kurla þær. Þar sem víða er líklegt að eitthvað frjósi á næturnar á næstunni er betra að flýta sér ekki um of að taka plöntuleifar af beðunum heldur leyfa þeim að liggja aðeins lengur til þess að skýla plöntunum. Svo eru það mannvirkin og útbúnaður ýmiss konar sem tilheyr- ir tilverunni í garðinum. Gott er að yfirfara garðverkfærin og jafnvel taka til í þeim ef það hefur ekki verið gert um haustið, gera við, dytta að og endurnýja. Einnig er þörf á að yfirfara húsgögn og koma þeim út ef þau hafa verið geymd inni við. Kannski er gott að dytta eitthvað að pallinum eða öðrum mannvirkjum, olíubera, mála eða jafnvel smíða þau hreinlega. Það þarf að athuga með grillið, rólurnar og sandkassann. Ræktunin hefst Þar sem veðurspekingarnir leyfa, þar er hægt að hefjast handa við sáningu, plöntun og niðursetningu útivið. Víða er þó enn of snemmt til þess að fara út í þetta, en annars staðar er komið hálfgert sumar og vel tímabært að planta út. Ef útlit er fyrir næturfrost eða kuldadaga er þó ljómandi gott og eiginlega nauð- synlegt að breiða yfir nýgróðursett- ar plöntur eða taka þær inn fyrir ef hægt er, ef þær eru til dæmis í pott- um. Víðast hvar er fljótlega hægt að stinga upp grænmetisgarðinn og setja niður kartöflur. Já, og ekki má gleyma vorlauk- unum! Og heldur ekki illgresinu. Viljugar en óvinsælar jurtir eru oft fljótar til á vorin. Þau ykkar sem alls ekki viljið fífla og annað illgresi í garðinum ættuð að taka strax þær plöntur sem skjóta upp kollinum nú í vorinu. Þá er stundum minna af þeim þegar líður á sumarið. Og að byrja að njóta Þegar fyrstu fíflablöðin fara að stinga sér upp úr jörðinni er afar ljúffengt að taka þau í salatið. Fersk blöðin af birkitrjánum eru frábær í te og eins sem krydd. Svo eru það afskornu blómin. Rabbarbarinn er jafnvel farinn að skjóta upp koll- inum og er þá mögulegt að taka fyrstu stilkana á næstu vikum og fram eftir sumri, en á sumum stöð- um á landinu er hann jafnvel kom- inn svo langt nú þegar. Auk þess er tilvalið er að skera sér páskaliljur og svo túlípana og hafa í vasa inni og fá þannig örlítið af vorinu inn í húsið. Eftir öll þessi verk og líka inn á milli þeirra er bráðnauðsynlegt að setjast út í garð með góðan bolla af kaffi eða tei og láta vorsólina baka vangann undir góðum samræðum við vini. Það er jafnvel bara gott að byrja vorverkin á þessu, fyrir þau ykkar sem það vilja! Kristín Þóra Kjartansdóttir sagnfræðingur og garðyrkjunemi kristinkj@gmx.net Gróður og garðmenning Nú er góður tími til að pæla í garðveislum í sumar. Hvað er skemmtilegra en að bjóða vinum heim í garð í sum- arblíðunni, borða góðan mat úti við, leika og spjalla? Svo er hægt að skipuleggja enn stærri garðveislur, ja, bara fyrir göt- una eða hverfið og kynnast fólkinu í kring, um leið og fólk spókar sig í almenningsgarði eða á opnu svæði hverfisins! Þau er mörg verkin sem bíða okkar í garðinum á vorin en einnig margt til að njóta eins og þessir rabbabararar sem boða komu sumarsins. Vorverkin í garðinum Í Ríkisútvarpinu birtist nýlega viðtal við dýralækni á Austur- landi þar sem hann gagnrýnir notkun á minkasíu við veiðar á villimink og telur hana ómann- úðlega. Svipuð sjónarmið hafa heyrst frá dýralæknum áður. Í tilefni af þessum viðhorfum, sem eru byggð á misskilningi á og fáfræði um þessa aðferð við minka- veiðar, vill Landssamband veiði- félaga að eftirfarandi komi fram. Villiminkur er aðskotadýr í íslenskri náttúru og veldur þar stór- felldu tjóni á fiski í ám og vötn- um, svo og á fuglalífi almennt. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir veiðirétthafa og alla, sem fiskveiðar stunda í ám og vötnum, að koma í veg fyrir það tjón sem villimink- urinn sannarlega veldur. Sérstaklega eru seiði, sem alast upp í ferskvatni, viðkvæm fyrir afráni villiminksins. Því er nauðsynlegt að beita öllum tiltækum ráðum til þess að halda villimink í skefjum og koma í veg fyrir tjón af hans völdum. Hin nýja veiðiaðferð, að nota minkasíur, hefur reynst afar árang- ursrík og hafa veiðifélög og fleiri aðilar um allt land notað hana með góðum árangri. Aðferðin er einföld og skjótvirk og minkur sem fer í síurnar drepst tafarlaust. Því er rangt með farið að hér sé um ómannúðlegri veiðiaðferð að ræða umfram aðrar, viðurkenndar aðferðir við veiðar á villimink. Landssamband veiðifélaga vekur sérstaklega athygli á því að minkasíur hafa verið samþykktar sem lögleg veiðiaðferð af Umhverf- isstofnun. Fréttatilkynning frá Landssambandi veiðifélaga Minkasíur eru lögleg veiðiaðferð Nýtt fjós að Stóru-Tjörnum úðað gegn skordýrum áður en kýrnar komu inn Vonumst til að halda fjósinu flugnalausu Hjalti Guðmundsson meindýraeyð- ir á Akureyri. Hjalti að störfum í nýja fjósinu á Stóru-Tjörnum. Afleysingaþjónusta á bændabýlum Búgarður – Ráðgjafaþjónusta á Norðausturlandi óskar eftir að ráða starfsmann til afleysingastarfa á bændabýl- um. Æskilegt er að viðkomandi hafi búfræðimenntun og reynslu af landbúnaðarstörfum, sérstaklega á kúabúum. Starfskjör eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 460-4477, einnig má senda tölupóst á netfangið vignir@bugardur.is Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu sendast til Búgarðs - Ráðgjafaþjónustu, Óseyri 2 603 Akureyri.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.