Bændablaðið - 28.01.2009, Qupperneq 23
19 Bændablaðið | miðvikudagur 28. janúar 2009
Í marsmánuði árið 2003 kom norski
fósturtalningamaðurinn John Edvin
Johansen fyrst hingað til lands til
að telja fósturvísa í ám. Í framhaldi
þess lærði vaskur hópur af fólki
hér á landi þessa tækni og fékk sér
tæki til að stunda þessa vinnu. Á
síðustu árum hafa þannig fleiri og
fleiri bændur með hverju ári farið
að nota sér tæknina.
Ætlunin með þessum greinarstúf
er að hvetja þá bændur, sem ekki
hafa enn nýtt sér þessa tækni, til að
hugleiða hvort þarna sé ekki eitt-
hvað að sækja. Þeir sem hafa kom-
ist á bragðið virðast fljótt átta sig á
ávinningnum.
Ljóst er að hér á landi hafa
bændur til þessa öðru fremur notað
sér þessar niðurstöður í sambandi
við vinnuhagræðingu og skipulag
á sauðburði. Vitneskja um vænt-
anlega marglembinga, sem koma
þarf í fóstur um leið og fyrir liggur
hvaða einlembur eru væntanlegar
á líkum tíma sem geta tekið við
aukalambi, er nærtækasta dæmið
um slíkt, auk fjölmargra annarra
skipulagsþátta við sauðburðarstörf-
in.
Á einstaka búum eru aðstæður
einnig þannig að vel hefur reynst
að setja hrút til ánna sem reynast
lamblausar á þessum tíma og fá
hjá þeim sumrunga sem verða góð
búbót í vetrarslátrun á næsta vetri.
Erlendis hafa bændur notað
þessar niðurstöður mikið til að
flokka féð og skipuleggja á grund-
velli þess mun nákvæmari fóðr-
un á mismunandi flokkum ánna á
síðustu vikum meðgöngutímans.
Þar er það talinn meginávinningur
þessara upplýsinga. Á þann hátt er
hægt að stýra miklu betur en ella
væntanlegum fæðingarþunga lamb-
anna og þannig draga úr vanhöldum
lamba við burð. Þetta á t.d. við um
fleirlembur, flokkun veturgömlu
ánna í einlembur og tvílembur,
sérfóðrun á einlembdum tvævetlum
o.s.frv. Umfangsmikil rannsókn á
vanhöldum lamba á síðasta áratug,
sem verður kynnt á Fræðaþingi,
sýnir glöggt að það er öðru fremur
í þessum lambahópum sem ávinn-
ings virðist að vænta í sambandi
við að bæta lambahöld.
Þá er rétt að nefna þann fóstur-
dauða hjá veturgömlum ám, sem
varð ljós strax í fyrstu ferð John
hingað til lands. Nákvæmari skoðun
sýnir að hér virðist um stórfelldara
vandamál að ræða en almennt hefur
verið ljóst til þessa. Niðurstöður
þar um verða kynntar á Fræðaþingi
í næsta mánuði. Allt bendir til að
hér sé um að ræða „séríslenskt“
vandamál sem enn vantar skýringar
á. Skakkaföll eru hins vegar umtals-
verð í stórum hópum gemlinga sem
verða fyrir slíku áhlaupi og sem því
miður of margir fjárbændur hafa
slæma reynslu af. Þessi skakkaföll
má minnka með breyttri fóðrun
lamblausu gemlinganna frá talning-
ardegi í samanburði við að skaðinn
verði ekki ljós fyrr en á sauðburði
um vorið, þó að meginskaðanum
verði því miður ekki forðað.
Ávinningur af fósturtalningu
á því á flestum fjárbúum að geta
orðið verulegur. En líkt og við
flest verk verður ávinningurinn því
meiri, því betur sem menn hafa fyr-
irfram gert sér grein fyrir hvernig
nýta skuli niðurstöðurnar.
Þeir sem ætla að nýta sér fóstur-
talningar í vetur eru því hvattir til að
panta þær sem allra fyrst þannig að
þeir, sem þeim sinna, geti skipulagt
sína vinnu á sem bestan veg. Sama
reynda liðið og áður mun starfa
að þessu í vetur en það eru; þær
stöllur Heiða Guðný Ásgeirsdóttir,
Ljótarstöðum í Skaftártungu (sími
487 1362) og Elín Heiða Valsdóttir,
Úthlíð í Skaftártungu (sími 487
1363), Guðbrandur Þorkelsson,
Skörðum í Miðdölum (sími 848
0206 eða 434 1302) og Gunnar
Björnsson, Sandfelli Öxarfirði
(sími 822 6108).
Fósturvísatalning hjá sauðfé
Síðasta útkall
Mikið af skýrsluhaldi fjár-
bænda vegna ársins 2008
hefur þegar skilað sér til upp-
gjörs hjá BÍ. Þrátt fyrir það er
enn stór hópur sem ekki hefur
lokið skilum. Samkvæmt
gæðastýringarreglugerð er
lokaskiladagur 1. febrúar.
Ef einhverjir af einhverjum
ástæðum þurfa frekari frest
er brýnt að þeir sæki um slíkt
fyrir 1. febrúar.
Jörð óskast
Jörð óskast keypt eða í skiptum fyrir stórt einbýlis-
hús á góðum stað á höfuðborgarsvæðinu.
Rúmur afhendingartími ef þarf.
Við leitum að jörð þar sem aðstæður eru góðar til t.d.
kornræktar og skógræktar.
Áhugasamir sendið póst á netfangið
tunfotur@gmail.com eða hringið í síma 6931024.
Þagmælsku heitið.”
Bætt mjólkurgæði
betri afkoma
Kennari: Snorri Sigurðsson
framkvæmdastjóri búrekstrarsviðs
LbhÍ
Tími: Boðið verður upp á tvö
námskeið:
I: 3. feb. kl. 10:00-16:30 á
Hvanneyri
II: 26. feb. kl. 10:00-16:30 á
Möðruvöllum í Hörgárdal
Verð: kr. 14.000
Skreyttu þína eigin veislu
Kennari: Hjördís Reykdal
Jónsdóttir stundakennari við LbhÍ
Tími. 10. feb, kl. 19:30-22:30 í
Reykjavík
Verð: kr. 4.900
Hæfileikar hrossa -
Kynbótadagur
Kennarar: Jón Vilmundarson og
Eyþór Einarsson kynbótadómarar
Tími: 14. feb. kl. 10:00 – 17:00 í
Ölfushöllinni á Suðurlandi
Verð: kr. 12.000 kr fyrir
félagsmenn í HS (kr. 20.000 fyrir
aðra)
Járninganámskeið II - verklegt
Kennari: Sigurður Torfi
Sigurðsson járningameistari
Tími: 14. feb. kl. 10:00-17:00 á
Mið-Fossum
Verð: kr. 14.000
Bygging hrossa
Kennarar: Jón Vilmundarson og
Eyþór Einarsson kynbótadómarar
Tími: 21. feb. kl. 09:00 –16:00 í
Ölfushöllinni á Suðurlandi
Verð:kr. 8.000 fyrir félagsmenn
innan HS (kr. 14.000 fyrir aðra)
Lífrænum aukaafurðum
breytt í verðmæti!
Kennari: Stefán Gíslason
framkvæmdastjóri UMÍS ehf.
Environice í Borgarnesi.
Tími: 3. mars kl. 10:30-15:00 á
Hvanneyri
Verð: kr. 8.500
Fóðrun og uppeldi kvígna
Kennarar: Grétar Hrafn
Harðarson lektor við LbhÍ og
Jóhannes Sveinbjörnsson dósent
við LbhÍ
Tími: 10. mars kl. 10:00-16:00 á
Sauðárkróki í Skagafirði
Verð: kr. 15.500
Grunnnámskeið í
blómaskreytingum
Kennari: Guðrún Brynja
Bárðardóttir brautarstjóri
blómaskreytingabrautar LbhÍ
Tími: 19. og 20. mars, kl. 09:00-
16:00 á Reykjum, Ölfusi
Verð: kr 25.900 (efni innifalið)
Ræktum okkar eigin ber
Kennarar: Guðríður Helgadóttir
forstöðumaður LbhÍ Reykjum,
Jón Kr. Arnarson verkefnisstjóri
LbhÍ og Helgi Þórsson
umhverfisfræðingur
Tími: Boðið verður upp á tvö
námskeið:
I: 21. mars, kl. 09:00-15:00 á
Reykjum, Ölfusi
II: 28. mars, kl. 09:00-15:00 á
Akureyri
Verð: kr. 12.000
Allar nánari upplýsingar má finna á www.lbhi.is/namskeid
Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000
Námskeið
fyrir þig!
Heilbrigðir og hraustir
hundar!
Kennari: Helga Finnsdóttir
dýralæknir
Tími: 19. feb kl. 15:00-18:00
á Hvanneyri
Verð: kr. 6.000
Trjáfellingar og grisjun
með keðjusög
Kennarar: Björgvin
Örn Eggertsson
skógfræðingur LbhÍ, Böðvar
Guðmundsson skógtæknir
Suðurlandsskógum og
Þorkell Gunnarsson
skrúðgarðyrkjumeistari
Lystigörðum
Tími: 23. feb. kl. 09:00-
16:00, 24. og 25. feb. 09:00-
17:30 (3x) á Reykjum, Ölfusi
Verð: kr. 40.000
Notkun léttitækja í
garðyrkju
Kennarar: Ágústa
Erlingsdóttir brautarstjóri
skrúðgarðyrkjubrautar LbhÍ,
Ágústa Guðmarsdóttir
sjúkraþjálfi hjá Heilsuvernd
og Kári Aðalsteinsson
garðyrkjustjóri LbhÍ
Tími: 18. feb, kl. 9:00-15:00
á Reykjum, Ölfusi
Verð: kr. 13.000
Útimatjurtir
– grunnnámskeið fyrir
byrjendur
Kennari: Gunnþór K.
Guðfinnsson stundarkennari
við LbhÍ
Tími: 28. feb, kl. 9:00-15:00
á Reykjum, Ölfusi
Verð: kr. 12.000
Í dag, miðvikudaginn 28. janú-
ar kl. 14:30, mun Tryggvi Sturla
Stefánsson segja frá M.S.-verkefni
sínu „Byggsjúkdómar á Íslandi:
Tegundagreining, sýkingarhæfni
og erfðafjölbreytileiki helstu
sjúkdómsvalda“. Fyrirlesturinn
verður haldinn í Ársal, 3. hæð í
Ásgarði, aðalbyggingu Landbún-
aðarháskóla Íslands, Hvanneyri.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.
Sýnum af sýktum byggplöntum
var safnað víðsvegar að af landinu
með það fyrir augum að greina teg-
undafjölbreytileika sveppa á byggi.
Tólf sveppategundir fundust, þar á
meðal tveir vel þekktir byggsýkl-
ar, R. secalis og P. teres sem valda
augnbletti og byggbrúnflekki. Erfða-
fjölbreytileiki R. secalis og P. teres
stofnanna var skoðaður og borinn
saman við aðra stofna. Niðurstöður
sýndu fram á mikinn erfðafjöl-
breytileika innan íslensku stofnanna
og meiri aðgreiningu milli íslenskra
og evrópskra stofna en gert var ráð
fyrir. Sýkingarhæfni R. secalis og P.
teres stofnanna var metin á völdum
byggyrkjum og fannst mikill breyti-
leiki hjá báðum tegundum hvað
sýkingaráhættu varðaði. Ekkert af
þeim byggyrkjum sem mest eru
notuð á Íslandi í dag var þolið gegn
blöndu íslenskra P. teres afbrigða.
Niðurstöðurnar benda til þess að
íslenskir R. secalis og P. teres stofn-
ar búi yfir miklum breytileika og
hafi þar af leiðandi umtalsverða
þróunarhæfni, sem gerir þá að erf-
iðum plöntusýklum. Byggt á þess-
um rannsóknum er mælt með því
að nota magnbundnar varnir ásamt
varnargenum í yrkjablöndum og
fjöllínum til að ná fram varanlegu
þoli gagnvart R. secalis og P. teres
á Íslandi.
Prófdómari er dr. Arnar Pálsson,
dósent í þróunarfræði við Háskóla
Íslands. Leiðbeinandi er dr. Jón Hall-
steinn Hallsson, lektor við LbhÍ. Í
M.S.-nefnd eru dr. Áslaug Helga-
dóttir, prófessor við LbhÍ og Jónatan
Hermannsson, lektor við LbhÍ.
Fyrirlestur um byggsjúkdóma á Íslandi
Tryggvi Sturla Stefánsson hefur nýlokið við að verja ritgerð sína um bygg-
sjúkdóma á Íslandi.
Til skýrsluhaldara í nautgriparækt
Við minnum á að skiladagur mjólkurskýrslna til uppgjörs er nú
10. næsta mánaðar eftir mælingu. Janúarskýrsla þarf því að vera
skráð inn í HUPPU í síðasta lagi 10. febrúar næstkomani. Þeir
sem ekki skrá sjálfir inn í HUPPU þurfa því að tryggja að skýrslur
berist til skráningar í tíma og ættu að hafa samband við sitt bún-
aðarsamband ef einhverjar spurningar vakna í því sambandi.