Bændablaðið - 28.01.2009, Qupperneq 25

Bændablaðið - 28.01.2009, Qupperneq 25
21 Bændablaðið | miðvikudagur 28. janúar 2009 Júlíana Lind Guðlaugsdóttir er jákvæður og hress nemandi í Finnbogastaðaskóla í Strandasýslu. Hún hefur gaman af flestum hlutum, hlustar mikið á ABBA, spilar á flautu og elskar kjötsúpu úr sveit- inni. Nafn: Júlíana Lind Guðlaugsdóttir. Aldur: 11 ára, verð 12 ára 17. mars. Stjörnumerki: Fiskur. Búseta: Steinstún í Árneshreppi, Strandasýslu. Skóli: Finnbogastaðaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Handavinna. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Gíraffi, alveg pottþétt. Uppáhaldsmatur: Sveitakjötsúpa. Uppáhaldshljómsveit: ABBA. Uppáhaldskvikmynd: Ace Ventura. Fyrsta minningin þín? Þegar ég var að leika við Einar, bernskuvin minn. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég spila á flautu og langar að æfa mig á þverflautu. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Finna sætar myndir á Google. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að fara til Afríku og vinna í dýragarði við að passa gíraffa. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Það er nú svo margt, til dæmis að renna mér á þotu niður snarbrattar brekkur. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Ég man ekki eftir neinu leiðinlegu. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í vetur? Já, leika við Unni, bestu vinkonu mína. ehg Fólkið sem erfir landið Júlíana Lind er einstaklega hress Strandastúlka sem er alveg að verða 12 ára og nýtir tíma sinn vel. Ætlar til Afríku að passa gíraffa! WorldFengs Vinningshafar í nýársgetraun Þann 5. janúar s.l. voru átta nöfn áskrifenda dregin út úr stórum hópi þátttakenda í nýársgetraun Worldfengs. Þátttaka í getraun- inni var mikil og greinilegt að áskrifendur hafa gaman af að spreyta sig á hinum fjölmörgu leit- armöguleikum forritsins. Bænda- samtök Íslands þakka þátttökuna. Eftirtaldir vinningshafar voru með öll svör rétt og hljóta verðlaun: 1. Árnína H. Guðjónsdóttir, 780 Höfn – HP Deskjet prentari (D4360) – Styrktaraðili: Opin Kerfi 2. Susanne Kottmann, Þýskalandi – Landsmót á Hellu 2008 (mynd- band) – Styrktaraðili: PlúsFilm 3. Annie Fagerberg, Svíþjóð – Landsmót á Hellu 2008 (mynd- band) – Styrktaraðili: PlúsFilm 4. Helgi Már Ólafsson, Akranesi – Ársáskrift að WorldFeng – Styrktaraðili: Bændasamtök Íslands 5. Magnus Sjöberg, Svíþjóð – Árs- áskrift að WorldFeng – Styrkt- araðili: Bændasamtök Íslands 6. Wiebke Kramer, Þýskaland – Stóðhestaspilið – Styrktaraðili: www.spilaborg.is 7. Christiane Thews, Þýskaland – Stóðhestaspilið – Styrktaraðili: www.spilaborg.is 8. Zophonías Jónmundsson, Dal- vík – Stóðhestaspilið – Styrktar- aðili: www.spilaborg.is Búið er að senda tölvupóst til allra vinningshafa með tilkynningu um vinning. Styrkir til bústofnskaupa frumbýlinga í sauðfjárrækt Sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra hefur stað- fest endurskoðaðar reglur um bústofnskaupastyrki til frumbýlinga í sauðfjárrækt. Reglurnar voru fyrst settar í janúar 2008 og auglýst eftir umsóknum þá. Á árinu 2008 sóttu alls 42 um bústofns- kaupastyrk og alls fengu 24 slíkan styrk en 18 umsóknum var hafnað. Í reglunum sem settar voru á síðastliðnu ári var ákvæði um að þær yrður endurskoðaðar í árslok. Það hefur nú verið gert. Stjórn Bændasamtakanna sam- þykkti endurskoðaða útgáfu á fundu sínum 10. desember sl. og sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra hefur nú staðfest þær eins og lög gera ráð fyrir. Meginbreytingin er sú að nú geta þeir sem fengu styrk í fyrra sótt um áfram og heimilt er að styrkja þá einnig vegna fjölgunar í eigin stofni. Eins og fram kemur í auglýs- ingu hér til hliðar geta bændur nálgast reglur um úthlutun og umsóknareyðublöð á heimasíðu Baændasamtakanna, bondi.is. Umsóknarfrestur um styrki til frumbýlinga rennur út 1. mars nk. Egal ehf. lögfræðiþjónusta Tek meðal annars að mér mál vegna óbyggðanefndar, og önnur mál er varða lönd og lóðir utan þéttbýlis. Sjöfn Kristjánsdóttir, hdl. Farsími 863-3353 - sjofn@egal.is Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki til frumbýlinga í sauðfjárrækt samkvæmt ákvæðum gildandi sauðfjársamnings. Reglur um úthlutun og umsóknareyðublöð er að finna á bondi.is en skila ber umsóknum til BÍ fyrir 1. mars 2009. Reglur eru breyttar frá síðustu úthlutun og eru umsækjendur beðnir að kynna sér nýja útgáfu þeirra á bondi.is.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.