Bændablaðið - 17.12.2009, Síða 6

Bændablaðið - 17.12.2009, Síða 6
6 Bændablaðið | fimmtudagur 17. desember 2009 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.400 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.400. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 – Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. th@bondi.is – Sími: 563 0375 – Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is – Matthías Eggertsson me@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Rauð aðventa, en verða jólin rauð? Veðrið á þessari aðventu hefur verið með miklum eindæmum. Dag eftir dag les maður tveggja stafa hitatölu af hitamælinum og þótt það blási stundum og rigni jafnvel þá líður manni eins og það sé vor, í versta falli snemma hausts – nema birtan. Þetta hefur vissulega vald-     sumum við að komast í ákjósan- legt jólaskap. Það er eins og slíkt sálarástand krefjist þess að hitamælirinn sé á neikvæðum nótum og að krapið bulli í skón- um eða mjöllin marri undir sól- anum. Þannig á það að vera en eins og svo margt annað í henni veröld er það ekki alltaf eins og eftir pöntun.     aðventublíðu. Nú er síðasta blað ársins frá og loksins hægt að byrja að njóta aðventunnar. Þar er margt í boði, bæði í höfuðborginni þar sem þetta er skrifað og ekki síður úti um allt          eftir því að þessum pistli fylgja, aldrei þessu vant, tvær myndir. Þær eru teknar norður í Mý- vatnssveit þar sem aðventunni er fagnað með skipulagðari hætti en víðast hvar annars staðar. Jólasveinarnir eiga sér vísan samastað í Dimmuborgum og einnig hefur sést til þeirra fá sér jólabaðið í Jarðböðunum. Í frétt frá sérstökum umboðsmanni þeirra, Þorgeiri Gunnarssyni,     !!  heimsótt bræðurna á þessari aðventu. Efst á síðunni sjáum við stoltan fulltrúa bræðrahópsins, Stekkjarstaur. Eins og neðri myndin sýnir vantar svo ekki sælgætið til þess að seðja mannfólkið hátt og lágt. Þeir kunna greinilega að gera sér glaðan dag í Mývatnssveitinni. Með þessum pistli kveður Bændablaðið að sinni og óskar lesendum sínum og öðrum lands- mönnum árs og friðar. –ÞH Morgunblaðið birti í frétt um daginn samanburð á matvælaverði milli landa. Rétt eins og áður þegar þessi mál ber á góma væntir undirritaður sterkra viðbragða. En nú bar svo við að enginn fréttamaður hringdi og vildi ræða um matarverð. Enda kom í ljós í frétt Egils Ólafssonar, blaða- manns Morgunblaðsins, að innlendar búvörur eru í mörgum tilfellum ódýrari en sambærileg matvæli erlendis. Þetta kom ekki á óvart enda hefur breyt- ing á gengi krónunnar breytt mjög öllum sam- anburði. Innflutt matvæli hafa hækkað verulega í verði. Vegna almenns neyslusamdráttar hefur hlut- fall matvæla af útgjöldum heimilanna hækkað eins og nýjar rannsóknir Hagstofu Íslands bera með sér. Blaðamaðurinn segir í sinni frétt að verðsam- anburður við núverandi aðstæður sé sérstaklega vandmeðfarinn. Á sama hátt var samanburður á tímum sterkrar krónu ósanngjarn. En því miður er samt sem áður útlit fyrir að styrkleiki efnahags- lífsins endurspeglist áfram í veikri stöðu krón- unnar. Því hafa neytendur nú hag af innlendri matarframleiðslu. Vinnslustöðvar landbúnaðarins og bændur hafa ekki haft uppi hækkanir sem eru í líkindum við innflutt matvæli. Kenning manna um hið ofverndaða tollaumhverfi landbúnaðar- ins á því tæplega við nú um stundir nema ef vera skyldi að tollverndin haldi matarverði niðri. Um slíkt er ekki fjallað í fjölmiðlum þessi misserin. Því eru viðbrögð viðskiptaráðherra við úrskurði Samkeppniseftirlitsins í máli KS og Mjólku næsta aulalegur. Þar eru gamlar plötur og gatslitnir fras- ar spilaðir, algjörlega óháðir veruleika. Enn und- arlegri er flugeldasýning Samkeppniseftirlitsins við að svara einföldu erindi. Hins vegar fagna Bændasamtökin orðum við- skiptaráðherra um lækkun skulda. Þar kom loks- ins fram alvöru tillaga. Bændasamtökin skora nú á lánastofnanir að leiðrétta höfuðstól lána. Það er skoðun samtakanna að eina raunhæfa aðgerðin sem getur dugað er að lán verði lækkuð eða for- sendur þeirra endurskoðaðar. Leiðrétting á lánum getur leyst fjölmörg mál og komið hagkerfinu í gang fyrr en ella. Hagsmunir lánastofnana og lántakenda fara vel saman. Lánastofnanir þurfa fyrst og fremst að varðveita greiðsluvilja skuld- ara, að þeir gefist ekki upp. Til að hámarka endur- greiðslur og verðmæti lánasafna er höfuðatriði að slaka aðeins á klónni til að tryggja öllum betri möguleika. Ekki er um það deilt að forsendubrest- ur hefur orðið og það tjón getur enginn lántakandi borið. Viðskiptaráðherra sem vildi fara að skera niður skuldir Mjólku, sem ekki skal mótmælt, á að taka frumkvæði í slíkri aðgerð. Lífeyrissjóður bænda, 45% lækkun framlags Ríkissjóður hefur haft þann hátt á að greiða fram- lag til Lífeyrissjóðs bænda í staðinn fyrir að bænd- ur féllu frá hækkun afurðaverðs fyrir mörgum árum. Framlagið hefur verið hluti af þeirri aðgerð stjórnvalda að halda vöruverði niðri. Þegar lögum um þungaskatt var breytt fyrir nokkru og stjórn- völd lofuðu að bæta réttindi bænda sem þar féllu niður var framlag til sjóðsins aukið til samræm- is við hækkuð iðgjöld lífeyrissjóða. Framlag til sjóðsins hefur í mörg ár ekki verið bundið í samn- ingum við ríkið en eftir því hefur ítrekað verið leitað. Það var síðast gert í vor við endurskoðun á búvörusamningum. Bændasamtökin höfðu mótmælt við fjárlaganefnd í haust og lagt til að skerðing á framlögum til sjóðsins færi eftir þeim forsendum sem þar voru lagðar, enda bændur að taka á sig miklar byrðar vegna útgjaldasamdrátt- ar ríkisins. Það skal tekið fram í þessu samhengi að þetta hefur ekki áhrif á greiðslur til núverandi lífeyrisþega. Skorað er á stjórnvöld að greiða úr þessu máli hið fyrsta. Hátíðarnar framundan Ársins sem nú er að líða verður vafalaust getið í sögubókum framtíðarinnar. Landsmenn hafa allir fundið fyrir kreppunni, atvinnuleysi hefur aukist og hagur fyrirtækja og heimila sannarlega versn- að. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokk- uð gott. Við verðum að trúa því að landið fari brátt að rísa og að þjóðin megi læra af hremm- ingum undangenginna missera. Við erum rík af auðlindum, eigum mikinn mannauð og síðast en ekki síst blómlegan landbúnað. Að svo mæltu eru bændum, fjölskyldum þeirra og öllum les- endum Bændablaðsins sendar hugheilar jóla- og áramótakveðjur. HB LEIÐARINN Hefur ekkert breyst? Milljónatjón varð á minkabúinu á Skörðugili í Skagafirði í byrj- un nóvember síðastliðins þegar minkar sýktust af lungnaveiki þar. Þúsundir dýra drápust og ekki varð neitt við ráðið, ekki síst vegna skorts á lyfjum sem hefðu getað slegið á veikina. Einar Einarsson ráðunautur og bóndi á Skörðugili gagnrýndi í kjölfarið harðlega að engin lyf skyldu vera til í landinu til að bregðast við veikinni, ekki síst vegna þess að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem þessi sjúkdómur kæmi upp hér á landi. Einar sagði í viðtali við Bænda- blaðið 6. nóvember síðastliðinn að staðan væri óþolandi. „Maður spyr sig hver sé ábyrgð lyfjainn- flytjenda. Það er eitthvað sem þarf alvarlega að skoða gagnvart þessari búgrein og hugsanlega er þetta líka eitthvað sem er óskoðað og van- metið gagnvart öðrum búgreinum. Við höfum auðvitað rætt þessi mál áður en það hefur ekkert gerst. Nú vona ég að tekið verði á málum, við munum fara yfir þetta og aðrir aðilar sömuleiðis til að tryggja að svona hendi ekki aftur.“ Strandar á því hver eigi að bera kostnaðinn Af þessu tilefni sendi Bænda blað- ið fyrirspurn til Halldórs Run- ólfs sonar yfirdýralæknis hjá Mat- væla stofnun þar sem grennslast var fyrir um hvaða reglur giltu um lyfjabirgðir vegna dýrasjúkdóma í landinu. Spurningarnar og svör Halldórs eru birt hér að neðan. – Hvað reglur, ef einhverjar, gilda um lágmarksbirgðir af lyfjum vegna dýrasjúkdóma í landinu? "#    $&'$$*  síðari breytingum stendur: „Skylt er lyfjaheildsölu að eiga nægar birgðir, að mati heilbrigðisyf- irvalda, af tilteknum nauðsynlegum lyfjum (Essential Drug List) sem veitt hefur verið markaðsleyfi fyrir hér á landi og lyfjaheildsalan annast dreifingu á.“ Heilbrigðisyfirvöld hafa hins vegar ekki gefið út lista yfir tiltekin nauðsynleg lyf. Á hinn bóginn hafa þau ásamt lyfjafram- leiðendum, meðal annars í tilvikum yfirvofandi inflúensufaraldurs í mönnum, séð um kaup á ákveðnu magni lyfja og þá hefur ríkissjóður staðið undir kostnaði við slík lyfja- kaup. Þetta var til dæmis gert fyrir um tveimur árum vegna yfirvof- andi fuglaflensufaraldurs í mönn- um.“ – Hefur Matvælastofnun yfirlit um það hvað er til af slíkum lyfjum á hverjum tíma? „Nei, ekkert yfirlit eða listi um slík lyf er til hjá stofnuninni.“ – Ef ekki eru í gildi reglur um lágmarksbirgðir af dýralyfjum í landinu, hefur þá komið til tals að setja slíkar reglur? „Það hefur komið til tals, en frekari vinna við það hefur strand- að á því hver eigi að bera kostnað af slíku birgðahaldi.“ – Gæti Matvælastofnun stað- ið fyrir innflutningi á dýralyfjum, birgðahaldi og sölu þeirra, eða er það eingöngu á hendi lyfjainnflytj- enda? „Slíkt er eingöngu á hendi lyfja- innflytjenda og lyfjaheildsala sam- kvæmt. íslenskum lögum.“ Yfirdýralæknir telur nauðsynlegt að ákveðin lyf séu til – Er það mat yfirdýralæknis að nauðsynlegt sé að í landinu séu til birgðir af ákveðnum lyfjum vegna dýrasjúkdóma, burtséð frá mark- aðslegri hagkvæmni slíks birgða- halds? „Það er álit yfirdýralæknis að það sé nauðsynlegt að í landinu séu til ákveðnar birgðir af ákveðn- um dýralyfjum, þá bæði sýklalyf og eins lyfjum til meðhöndlunar á framleiðslusjúkdómum, til að mynda doða og súrdoða í kúm.“ – Hefur skortur á dýralyfjum í einhverjum tilfellum valdið veru- legu tjóni á búfé á undanförnum árum? „Yfirdýralækni er ekki kunnugt um verulegt tjón af þeim völdum en ekki hefur verið gerð nein sér- stök könnun þar að lútandi.“ – Hefði mátt draga úr minka- dauða á Skörðugili í Skagafirði ef tiltæk hefðu verið lyf í landinu strax og veikin var greind? „Það er hugsanlegt en þess ber að geta að sjúkdómsvaldurinn í því tilfelli er þekktur fyrir að vera erf- iður í meðhöndlun með lyfjum og í framtíðinni ættu loðdýrabændur að bólusetja dýr sín við sjúkdómnum, að minnsta kosti á þeim svæðum sem hann hefur verið að stinga sér niður á.“ fr Ekki til listi yfir nauðsynleg dýralyf Engar upplýsingar eru til um birgðastöðu dýralyfja í landinu

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.