Bændablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | fimmtudagur 17. desember 2009
Jóhann Már Jóhannsson, bóndi í Keflavík í
Skagafirði, hefur nú gefið út sinn fjórða söngdisk
sem ber heitið Hvert sem ég fer. Diskurinn inni-
heldur 13 sönglög, jafnt íslensk sem erlend, og var
Magnús Kjartansson tónlistarmaður Jóhanni Má
innan handar við gerð söngdisksins.
„Ég söng inn á vínyl í gamla daga en þetta er fjórði
söngdiskurinn sem ég gef út. Ég veit ekki hvað rekur
mig áfram í þessu því þetta er dýrt fyrirtæki, en það
er gaman að standa í þessu. Það er til fólk sem nýtur
þess að heyra mig syngja og sennilega teymir það
mann áfram í að gera eitthvað. Oft hef ég einmitt spurt
sjálfan mig að því af hverju ég er að standa í þessu,“
útskýrir Jóhann sem segist fara nýjar leiðir á Hvert sem
ég fer:
„Nú skipti ég um gír, Maggi Kjartans sagði að það
þyrfti að poppa mig aðeins upp. Hann sér um upptök-
ur og hljóðfæraleik svo nú er ég farinn að syngja með
hljómsveit, sem ég hafði mjög gaman af, en áður var
þetta eingöngu píanó og einsöngur hjá mér. Það tók
tíma að velja lögin og við létum semja nokkra nýja
texta og spáðum í þetta fram og til baka en þetta var
ákaflega ánægjulegt samstarf.“
Til að nálgast disk Jóhanns er hægt að hringja í
hann beint í síma 453-6548 eða senda honum tölvupóst
á netfangið toreys@simnet.is ehg
Uppbygging náttúruskóla, um-
hverfismenntar og fræðandi
ferða þjónustu á norðurslóð-
um (Northern Environmental
Education Development project)
er fjölþjóðlegt samstarfsverkefni
Íslendinga, Finna, Norðmanna
og Íra. Norðurslóðaáætlun Evr-
ópu sambandsins (NPP) er aðal-
styrktaraðili þess, en verkefnið
hófst árið 2008 og lýkur í lok árs-
ins 2010. Verkefninu er ætlað að
þróa nýjar og frumlegar aðferð-
ir til þess að miðla þekkingu á
umhverfi og náttúru friðlýstra
svæða til þeirra ferðamanna,
nemenda og annarra aðila
sem sækja þau heim eða búa í
nágrenni þeirra.
Sandra Björg Stefánsdóttir hjá
Fræðasetri Háskóla Íslands á Horna -
firði er tengiliður Íslands við verk-
efnið og segir hún að í NEED-verk-
efn inu sé leitað leiða til að að stoða
heimamenn við að auka þekk ingu
sína á umhverfismálum og stefna að
því að efla færni þeirra til að sinna
störfum sem byggja á tilvist frið-
lýstra svæða. „Markmið þessa verk-
efnis er að vernda náttúru og menn-
ingararf samhliða því að skapa ný
tækifæri til sjálfbærrar atvinnusköp-
unar í dreifðum byggðum,“ segir
Sandra Björg. „Helstu markhópar
þessa verkefnis eru nemar, allt frá
leikskólanemum til háskólanema,
íbúar og starfsmenn fyrirtækja í
grannbyggðum, sem og ferðamenn,
bæði innlendir og erlendir.“
Miðpunktur verkefnisins hér
á landi er Vatnajökulsþjóðgarður
en svæðinu er skipt í fjögur starfs-
svæði. Á hverju svæði er mynd-
aður samstarfshópur (klasi) og
utan um hvern samstarfshóp heldur
ákveðin stofnun; Þekkingarsetur
Þingeyinga, Þekkingarsetur Aust-
ur lands, Framhaldsskóli Aust ur-
Skafta fellssýslu og Kirkju bæjar-
stofa. Fræðasetur Háskóla Íslands
á Hornafirði leiðir verkefnið hér á
landi en verkefnisstjóri er Þorvarð ur
Árnason, forstöðumaður setursins.
„Verkefnin innan NEED á
Ís landi eru 33 talsins auk tveggja
meist araverkefna og því er mikið
um að vera í tengslum við verkefn-
ið,“ segir Sandra Björg. „Nokkur
verkefnanna eru þegar hafin og
flest þeirra tengjast skólunum. Við
gerum ráð fyrir að vinna við verk-
efni sem tengjast ferðaþjónustu fari
af stað í byrjun næsta árs og verði
þá prufukeyrð næsta sumar.“
Unnið að fjölbreyttum
verkefnum sem öll auka við
umhverfisfræðslu
Sem dæmi um verkefni sem unnið
er að innan NEED má nefna að á
austursvæðinu er unnið að verkefni
innan Menntaskólans á Egils stöðum
þar sem nemendur halda í þriggja
daga rannsókna- og skoðunarferð
um hálendið norðan Vatna jökuls.
Markmið áfangans er að kynna
nemendum svæðið og gefa þeim
smjörþefinn af vettvangsvinnu í
náttúrufræðum, með áherslu á jarð-
fræði. Þegar er búið að prufukeyra
verkefnið og áætlað er að leikurinn
verði endurtekinn næsta haust.
Þá má nefna verkefnið Ferða-
leiðir í Vatnajökulsþjóðgarði en um
er að ræða námskeið um svæðis-
leiðsögn sem Þekkingarnet Austur-
lands mun standa fyrir.
Á Norðursvæði má nefna að
Nátt úrustofa Norðausturlands hefur
nú þegar haldið tveggja daga nám-
skeið um útikennslu fyrir kennara
í grunn- og framhaldsskólum. Þar
var megin áhersla lögð á aðferðir
og hugmyndafræði í útikennslu.
Einnig eru fyrirhuguð tvö verkefni
hjá Vatnajökulsþjóðgarði á Norð-
ursvæðinu. Í fyrsta lagi er vilji fyrir
því að kynna jarðfræðilega sér-
stöðu svæðisins fyrir ferðamönnum
og efla þannig tækifæri í ferðaþjón-
ustu. Seinna verkefnið snýr að
grunnskólahópum, en fyrirhugað er
að búa til kennsluefni um jarðfræði
svæðisins og gera aðgengilegt á
veraldarvefnum.
Hvað Suðursvæðið varðar má
nefna að Grunnskóli Hornafjarðar
tekur þátt í verkefninu en þar er
unnið að því að samræma vett-
vangsferðir nemenda á öllum stig-
um. Heimsótt verða áhugaverð
svæði innan Vatnajökulsþjóðgarðs
og lögð áhersla á að auka þekkingu
nemenda, m.a. í jarðvísindum. Þá
er fyrirhugað að leggja jarðfræði-
slóð við Hoffell og útbúa kort með
áhugaverðum jarðfræðistöðum
innan sveitarfélagsins. Einnig er
unnið að því að hanna landfræði-
legan gagnagrunn fyrir sveitarfé-
lagið Hornafjörð þar sem jarðfræði
verður megin þemað.
Á vestursvæði verkefnisins er
unnið að því að leggja fræðslustíg
um svæðið þar sem lögð verður
áhersla á jarðfræði. Sé stígurinn
genginn má rekja sig eftir a.m.k.
fjórum mismunandi verkefnum
sem hvert um sig tengist námsskrá
ákveðins aldurhóps. Þá er stefnt
að því að halda námsstefnu um
náttúrutúlkun og útikennslu fyrir
grunnskólakennara þar sem stefnt
verður saman kennurum frá öllu
landinu og nemendum í KHÍ.
„Eins og sjá má eru verkefn-
in á margan hátt ólík, engu að
síður tengjast þau öll Vatna jökuls-
þjóðgarði,“ segir Sandra Björg og
bætir við: „Þau eiga það einnig öll
sameiginlegt að auka við umhverf-
isfræðslu hér á landi. Mörg verk-
efnanna eiga sér hliðstæðu annars
staðar á Íslandi og verður reynt að
koma á samstarfi milli þeirra svo
hægt verði að læra af reynslu ann-
arra. Í framhaldi af þessu verður
leitað eftir samstarfi við svipuð
verkefni í öðrum samstarfslöndum.
Með samstarfinu má því læra af
reynslu annarra og gera enn betur.“
MÞÞ
+<<= >
@ Q
Q
@
Þróa nýjar frumlegar leiðir til að miðla
þekkingu um náttúru friðlýstra svæða
– Markmiðið að vernda náttúru og menningararf
Sandra Björg Stefánsdóttir starfar hjá Fræðasetri HÍ á Hornafirði og er
tengiliður Íslands við verkefnið sem hér er sagt frá.
Nemendur í Fjölbrautaskóla Austur-Skaftafellssýslu eru meðal þátttakenda
í NEED-verkefninu og eru hér að rannsaka gróðurfar.
Út er komin ljóðabókin Og lífs-
fljótið streymir eftir Oddnýju
Sv. Björgvins. Útgefandi
er Félag ljóðaunnenda á
Austurlandi, en Oddný er alin
upp á Fáskrúðsfirði. Ýmsir les-
endur Bændablaðsins munu
þó einkum minnast hennar
sem fyrsta framkvæmdastjóra
Ferðaþjónustu bænda.
Bókin skiptist í níu kafla þar
sem efnið þróast, í stórum drátt-
um, frá ytra umhverfi til þess sem
innra býr með höfundi.
Oddný hefur gert víðreist um
dagana og bregður upp mörgum
skýrum myndum af umhverfi
sínu þar sem hún hefur verið á
ferð eða er kunnug, jafnt innan-
lands sem utan, og þá ekki síst frá
æskuslóðunum á Fáskrúðsfirði.
Margar þessar myndir eru
sem óður til náttúrunnar. Ljóð
Oddnýjar eru ekki háttbundin
en myndmál þeirra er skýrt og
aðgengilegt.
Þegar líður á bókina birtist
í henni tregatónn sem styrkist
bókina á enda. Þannig segir í síð-
asta ljóði hennar: „Þótt ég brosi
eða hlæi þá grætur minn innri
maður.“
Alkunna er að mikilvægt er að
fólk bregðist við andlegri vanlíð-
an sinni með því að tjá sig. Bókin
„Raunir Werthers unga“ eftir
Goethe er einna kunnust sagna
heimsbókmenntanna um það
hvernig höfundurinn nánast barg
lífinu með því að skrifa sig frá
sorg sinni. En til þess þarf einnig
einurð og kjark.
Á undan hverjum kafla bók-
arinnar er ljósmynd af óspilltri
íslenskri náttúru, oftast nærmynd,
sem Oddný hefur sjálf tekið.
Þessar myndir eru mikil bók-
arprýði.
Bókin Og lífsfljótið streym-
ir er höfundi sínum til sóma.
Hún minnir á þau lífssann-
indi sr. Björns Halldórssonar
í Sauðlauksdal, að: „Guð það
hentast heimi fann, það hið blíða
blanda stríðu, allt er gott sem
gjörði hann“. Matthías Eggertsson
Ritfregn
Og lífsfljótið streymir
Vestfirska forlagið, sem Hall-
grímur Sveinsson á Brekku í
Dýra firði stýrir, storkar lögmál-
um viðskiptalífsins. Það hefur
að setur utan alfaraleiðar og í
fámennasta hluta landsins, Vest-
fjörðum. Bækur þess tróna held-
ur ekki efst á sölulistum, en á
hinn bóginn þarf ekki lengi að
leita til að skynja einhvern frum-
kraft forlagsins, sem vekur for-
vitni bókaunnenda. Krókóttar
fjárgötur eru þannig engu síður
áhugaverðar en breiðstræti met-
sölulistanna.
Hér á eftir verður getið fjögurra
nýrra bóka forlagsins.
Frá Bjargtöngum að Djúpi.
Mannlíf og saga fyrir vestan
Bókin er 2. bindi í nýjum flokki
undir þessu heiti. Fylgt er sveitar-
félögum Vestfjarða og birt efni sem
tengt er þeim, bæði stuttir þætt-
ir og lengri frásagnir. Allt er það
áhugavert og læsilegt og að sumu
er mikill fengur. Grallaraskapurinn
er yfirleitt ekki langt undan, svo
sem í stöku Elísar Kjaran þegar
hann sótti um starf héraðslögreglu-
manns:
Aldrei hef ég afbrot framið
aldrei níðst á flökkuhundum.
Aldrei neina lyddu lamið
en langaði þó til þess stundum.
Að sigra sjálfan sig
Gunnlaugur Júlíusson, sem nefndur
hefur verið „ofurhlaupari“, grein ir
hér frá hlaupasögu sinni. Hann lýsir
áhuga sínum á íþróttaafrek um frá
unga aldri og hvernig hann, fyrir
tilviljun að eigin sögn, gekk lang-
hlaupum á hönd. Þá lýsir hann eft-
irminnilegum hlaupum sem hann
hefur tekið þátt í innanlands sem
utan og birtir að lokum æfingaáætl-
anir fyrir mislöng hlaup. Öllum er
hollt að eiga sér markmið að keppa
að. Þeir sem þar ná lengst eru fyr-
irmyndirnar.
Kvöldheimar, ljóðabálkur
eftir Pär Lagerkvist. Tryggvi
Þorsteinsson þýddi
Pär Lagerkvist er meðal þekkt-
ustu rithöfunda Svía og Nóbels-
verðlaunahafi í bókmenntum árið
1951. Nokkrar bækur hans hafa
verið þýddar á íslensku, en þekkt-
ust þeirra er skáldsagan Barrabas.
Kvöldheimar (s. Aftonland),
kom út árið 1953. Um er að ræða
ljóðabálk þar sem skáldið fjallar
um samband guðs og manns, nánar
tiltekið guðs Gamla testament-
isins, skapara himins og jarðar,
fremur en hins föðurlega guðs
Nýja testamentisins. Þýðandi ljóð-
anna er Tryggvi Þorsteinsson
lækn ir, en hann er sonur Þorsteins
Jó hannessonar prófasts í Vatnsfirði
við Ísafjarðardjúp.
Ljóðabálkurinn Kvöldheimar
hefur hlotið mikið lof ljóðaunn-
enda. Til að njóta hans er gott
að lesandinn búi við hugarró og
íhygli. Þeir sem þeirrar gæfu eru
aðnjótandi að geta brugðist við
yfirstandandi kreppu í þjóðfélaginu
með því að leggja sig eftir hinum
sönnu og sígildu verðmætum í líf-
inu, finna bergmál hugsana sinna í
þessari bók.
Þá verð ég farinn. Vestfirskar
smásögur
Í bókinni eru ellefu gamansögur.
Höfundur er Hafliði Magnússon,
Vestfirðingur, sem lengi bjó á
Bíldudal en einnig um áratuga-
skeið í Reykjavík. Auk þess að hafa
skrifað nokkrar bækur hefur hann
samið leikþætti, spilað fyrir dansi,
samið lög og ort gamanvísur.
Bókin hentar vel til lestrar eftir
langan vinnudag.
Þessar bækur Vestfirska forlags-
ins spanna vítt áhugasvið og allir
ættu að finna þar eitthvað fyrir sinn
smekk.
Utan frá séð má spyrja hvernig
það megi vera að Vestfirska forlag-
ið sé til, fjarri fjölmenninu og pen-
ingaveitum þjóðfélagsins. Nærtækt
til skýringar er að grípa þar til ætt-
jarðarljóðsins þar sem segir: „og
hennar líf er eilíft kraftaverk“.
Megi Vestfirska forlagið halda
áfram að dafna á þeim jarðfasta
grunni sem verður ekki útskýrður
með talnaleik.
M.E.
Vestfirska forlagið ber höfuðið hátt
Ljúfar ballöður skagfirsks bónda