Bændablaðið - 17.12.2009, Qupperneq 22
22 Bændablaðið | fimmtudagur 17. desember 2009
Innan ESB eru nú hafin átök
um landbúnaðarstefnuna eftir
2013. Nýlega láku út upplýsingar
um endurskoðun fjárhagsáætl-
unar ESB, „Budget review“. Þar
kemur fram að nauðsynlegt er
að endurskoða enn frekar sam-
eiginlegu landbúnaðarstefnuna,
CAP, til að stuðla að umtalsverði
lækkun útgjalda til landbúnað-
armála til að losa um fjármagn
til annarra verkefna.
Í skjalinu sem lak út (31 bls)
eru ekki nefndar fjárhæðir en í
texta þess kemur fram að þrjú
ný megináherslusvið verði vöxt-
ur og atvinna, loftslag og orku-
öryggi og „Global Europe“ eða
Evrópuvæðing/Heildstæð Evrópa.
Það að færa áhersluna yfir á þessa
þætti krefst þess annaðhvort að
auka útgjöld ESB eða umtals-
verðrar tilfærslu fjármuna frá
öðrum hefðbundnum verkefnum
sambandsins (svo sem landbún-
aði og tilfærslum til vel stæðra
héraða). Í athugasemdum kemur
fram að byggðaþróun er mikil-
vægur liður í að takast á við þess-
ar nýju áherslur og því koma fram
tillögur um aukna fjármuni til
þess hluta landbúnaðarstefnunnar
sem snýr að byggðaþróun en jafn-
framt er gert ljóst að draga þurfi
úr fjárveitingum til fyrri stoðar
landbúnaðarstefnunnar, þ.e. þess
hluta sem rennur í beingreiðslur
til bænda, markaðsaðgerðir o.þ.h.
Þeirri hugmynd er einnig varpað
fram að koma á þriðju stoð land-
búnaðarstefnunnar sem takist á
við loftslagsbreytingar. Þá kemur
fram sú hugmynd að sameiginlega
landbúnaðarstefnan verði fjár-
mögnuð sameiginlega af ESB og
aðildarlöndunum og að fela aðild-
arlöndunum alfarið framkvæmd
einhverra þátta hennar.
Talið er að útgjöld til landbún-
aðarmála (CAP) muni þannig falla
úr 61% af heildarútgjöldum ESB
árið 1988, í 32% árið 2013. Auk
verkefna sem tengjast loftslags-
breytingum er nefnt í skýrslunni að
mæta þurfi „væntingum samfélags-
ins“ um matvælagæði, líffræðilega
fjölbreytni, vatnsvernd og velferð
búfjár. Þá þarf landbúnaðarstefna
framtíðarinnar að vera loftslags-
væn (climate proof).
Á grundvelli þessara mark-
miða eru útlínur markaðar til fram-
tíðar. Dregið verði enn frekar úr
markaðsaðgerðum, s.s. kaupum
á afurðum á sameiginlegan lager
til að halda uppi afurðaverði, en
þess í stað verði lögð enn meiri
áhersla á almennar öryggisaðgerðir
á grundvelli þess að aukin fram-
leiðni stuðli að auknu fæðuöryggi
á heimsvísu. Áfram verði byggt á
eingreiðslukerfinu til að tryggja
tekjur bænda en dregið verði úr
greiðslum, þær tengdar enn frek-
ar því að stuðla að „framleiðslu“
svokallaðra almannagæða (mat-
vælaöryggis og -gæða, vörn gegn
loftslagsbreytingum o.fl.) og að
þær byggist ekki lengur á sögulegri
framleiðslu. Einnig megi tengja
beingreiðslur enn frekar frjálsum
verkefnum í umhverfismálum.
Lagt er til að breytingarnar verði
gerðar með aðlögun en ekki of
langri. Einnig er lagt til að aðild-
arlöndin taki á sig aukna ábyrgð af
útgjöldum t.d. eins og áður segir
með því að leggja til hluta fjár-
munanna.
Við blasir að á næstu árum
verður hart tekist á innan ESB um
landbúnaðarstefnu framtíðarinn-
ar. Landbúnaðarráðherrar 22 af 27
aðildarlöndum hittust nýverið að
tilstuðlan Frakka en þau lönd sem
hafa einkum beitt sér fyrir lækk-
un útgjalda og aukinni markaðs-
væðingu í landbúnaði (Bretland,
Svíþjóð, Holland, Danmörk og
Malta) voru ekki boðuð til fund-
arins.
(Þýtt og endursagt úr nóvemberhefti
AGRA FOCUS)
Á markaði
Erna Bjarnadóttir
hagfræðingur Bændasamtaka
Íslands
eb@bondi.is
Evrópumál
Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara
Bráðabirgðatölur fyrir nóvember 2009
nóv.09 sep.09 des.08 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild %
Framleiðsla 2009 nóv.09 nóv.09 nóvember '08 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán.
Alifuglakjöt 618.002 1.877.553 7.059.066 25,6 12,8 -5,1 26,1%
Hrossakjöt 202.551 367.613 1.025.743 -15,2 -8,9 7,7 3,8%
Nautakjöt 346.052 980.150 3.738.258 13,9 5,4 4,1 13,8%
Sauðfé 174.392 8.633.424 8.834.990 -12,1 -1,0 -1,1 32,7%
Svínakjöt 513.385 1.559.281 6.380.292 -17,3 -15,8 -3,1 23,6%
Samtals kjöt 1.854.382 13.418.021 27.038.349 0,0 -1,1 -1,7
Sala innanlands
Alifuglakjöt 578.998 1.789.560 7.070.661 15,0 3,0 -5,2 29,0%
Hrossakjöt 103.701 219.352 672.618 -11,6 -12,0 5,3 2,8%
Nautakjöt 330.277 976.176 3.741.569 12,4 5,4 4,1 15,4%
Kindakjöt * 397.159 2.388.466 6.524.062 19,3 8,3 -11,6 26,8%
Svínakjöt 504.293 1.582.478 6.361.693 -18,5 -14,5 -3,4 26,1%
Samtals kjöt 1.914.428 6.956.032 24.370.603 2,6 -0,2 -5,0
* Sala á kindakjöti per mánuð er sala frá afurðastöðum til kjötvinnsla og verslana.
Fyrstu fjóra mánuði verðlagsársins 2009-2010 hafa tæplega 653 þúsund lítrar flust milli lögbýla.
Meðalverð allt tímabilið er tæplega 240 kr og er ívið lægra verð á síðustu 500.000 lítrum (238,15 kr/lítra)
en í heild fyrir tímabilið. EB
Framleiðsla og sala á kjöti í nóvember
Framleiðsla á kjöti í nóvember var 1.854 tonn, jafn mikil og í sama
mánuði í fyrra. Heildarsala jókst hins vegar um 2,6% og nam 1.954
tonnum. Síðastliðna 12 mánuði hefur framleiðsla dregist saman um
1,7%. Mestur samdráttur er í framleiðslu alifuglakjöts, 5,1% og 3,1%
samdráttur hefur orðið á framleiðslu svínakjöts.
Sala á alifuglakjöti hefur dregist samsvarandi saman um 5,2% og um
3,4% á svínakjöti. Mestur samdráttur hefur hins vegar orðið í sölu á kinda-
kjöti, 11,6% og nemur sala á 12 mánaða tímabili nú 6.524 tonnum. Mesta
markaðshlutdeild hefur alifuglakjöt 29% en meðfylgjandi mynd sýnir
skiptingu kjötmarkaðarins.
Dagsetning gildistöku Sala á greiðslumarki ltr. Uppsafnað frá upphafi
verðlagsárs, ltr.
Meðalverð síðustu 500.000
l kr./l
1. september 2009 417.895 417.895
1. október 2009 16.933 434.828
1. nóvember 2009 191.439 626.267 241,19
1. desember 2009 26.361 625.628 238,15
Skipan Rúmenans Dacian
Ciolos í embætti framkvæmda-
stjóra landbúnaðarmála hjá
Evrópusambandinu kom í
sjálfu sér ekki mikið á óvart þar
sem hann var sá eini sem hafði
opinberlega sóst eftir því. Hins
vegar eru flestir sammála um að
skipan hans geti haft í för með
sér nokkra stefnubreytingu í
landbúnaðarmálum ESB.
Eins og fram hefur komið hér í
blaðinu skiptast aðildarþjóðir ESB
í tvo hópa í afstöðu sinni til land-
búnaðarmála. Annars vegar standa
þær þjóðir sem vilja draga úr
stuðningi við landbúnað og bænd-
ur og aflétta sem mestum hömlum
af viðskiptum með landbúnaðar-
vörur. Fremstir í þeim hópi hafa
farið Englendingar, Hollendingar
og frændur okkar Danir.
Andspænis þessum ríkjahópi
er annar sem vill fara sér hægar
í frjálsræðisátt. Þær þjóðir vilja
styrkja landbúnað sinn með svip-
uðum hætti og gert hefur verið og
varna því að hann dragist verulega
saman vegna harðra samkeppn-
islögmála. Fyrir þessum hópi hafa
Frakkar og Belgar löngum farið.
Franskmenntaður Rúmeni
Þessi ágreiningur hefur skerpst
verulega á síðustu misserum, ekki
síst vegna þeirra sveiflna sem
gengið hafa yfir evrópskan land-
búnað, fyrst verðhækkanir og
aukin eftirspurn, svo verðhrun og
nú sígandi verðhækkanir á nýjan
leik. Ágreiningurinn hefur krist-
allast í mjólkurstríðinu sem varð
hvað heitast í haust þegar bænd-
ur helltu niður mjólk í stríðum
straumum til að mótmæla skorti
á viðbrögðum ESB við mikl-
um lækkunum á mjólkurverði til
bænda.
Í mjólkurstríðinu þjöppuðu
fylkingarnar sér saman og þá
kom í ljós að mjög hallaði á þá
frjálslyndu. Nú er talað um að í
þeim hópi séu aðeins fimm ríki:
England, Holland, Danmörk,
Svíþjóð og Malta. Á hinum
vængnum hafa Þjóðverjar tekið
höndum saman við Frakka, Ítali
og Spánverja og svo hefur að
heita má gervöll austurblokkin
fylkt sér að baki þeim. Það er í
þessu ljósi athyglisvert að nú skuli
fulltrúi síðastnefnda hópsins vera
orðinn framkvæmdastjóri land-
búnaðarmála.
E n g i n n
dregur hæfni
hins nýja fram-
kvæmdastjóra,
Dacian Ciolos,
í efa. Hann er
doktor í land-
búnaðarfræð-
um og hefur
gegnt emb-
ætti landbún-
aðarráðherra í heimalandi sínu.
Sem stendur er hann formaður
ráðgjafarnefndar Rúmeníuforseta
um landbúnaðarmál og starfar
einnig fyrir framkvæmdastjórn
ESB. Hann er ekki flokksbundinn
og er álitinn miðjumaður í stjórn-
málum, hvorki íhaldssamur né
róttækur. Hann er fertugur að aldri
og hefur dvalið stóran hluta ævi
sinnar í Frakklandi. Þar lagði hann
stund á framhaldsnám sitt, sem
hann lauk með doktorsgráðu frá
Rannsóknastofu landbúnaðarins
í Montpellier í Suður-Frakklandi
árið 2001.
Danir og Bretar afundnir
Það eru einmitt þessi frönsku
tengsl sem valda nokkrum titringi,
einkum hjá Bretum og Dönum.
Á blaðamannafundi þar sem José
Manuel Barroso forseti fram-
kvæmdastjórnar ESB tilkynnti
hverjir skipa nýju framkvæmda-
stjórnina heyrðust hávær mótmæli
frá breskum blaðamönnum þegar
nafn Dacian Ciolos var nefnt. Í
breskum blöðum var sagt að þarna
hefðu Frakkar tryggt sér tvo fram-
kvæmdastjóra og talið líklegt að
hann myndi ganga erinda þeirra.
Danskir blaðamenn eru á svip-
uðum nótum því í Maskinbladet
er sagt frá tilnefningu Ciolos
undir fyrirsögninni: Nýr fram-
kvæmdastjóri landbúnaðarmála
í vasa Frakka. Í grein blaðsins
segir að hann sé að heita má full-
komin andstaða við hina dönsku
Mariann Fischer Boel, sem gegnt
hefur embættinu undanfarin
ár en gaf ekki kost á sér núna.
Hún hefur beitt sér mjög ákveð-
ið fyrir því að aftengja stuðning
við bændur framleiðslu og réð
miklu um þá ákvörðun að afnema
kvótakerfið í evrópskri mjólk-
urframleiðslu, sem hinn armurinn
vill nú taka upp aftur. Danskur
Evrópuþingmaður segir við blað-
ið að skipun Rúm enans muni í
besta falli leiða til þess að þróunin
í frjálsræðisátt stöðvist en í versta
falli að undið verði ofan af henni.
Smábændur fagna
Skipun Ciolos hefur á hinn bóginn
vakið fögnuð hjá öðrum bænda-
samtökum. Til dæmis fagna sam-
tökin Via Campesina, sem eru
samtök smábænda, því að til valda
skuli vera kominn fulltrúi ríkis
sem hefur mestan fjölda smárra
og meðalstórra bændabýla í landi
sínu. Talið er nokkuð öruggt að
Ciolos sé ekki eins spenntur fyrir
því að gera róttækar breytingar á
sameiginlegu landbúnaðarstefn-
unni, CAP, hann sé fylgjandi því
að ESB styðji áfram myndarlega
við evrópskan landbúnað og að
áhersla verði lögð á að styrkja
stöðu fjölskyldubúa. Auk þess
er búist við því að Ciolos muni
beita sér fyrir auknu jafnræði
milli bænda í austri og vestri hvað
varðar stuðning frá ESB.
Því má svo bæta við að Ciolos
hefur tjáð sig með jákvæðum hætti
um nýtingu erfðatækninnar í land-
búnaði. Það sama á við um nýskip-
aðan framkvæmdastjóra umhverf-
ismála hjá ESB, Slóvenann Janez
Potocnik. Stjórnmálaskýrendur í
Brussel telja að bandalag þeirra
tveggja gæti orðið til þess að sú
varkára stefna sem ESB hefur haft
gagnvart erfðabreyttum matvæl-
um verði tekin til endurskoðunar.
–ÞH/byggt á Maskinbladet,
Landsbygdens Folk o.fl.
Landbúnaðarstefna ESB eftir 2013Breytist landbúnaðarstefna ESB
með nýjum framkvæmdastjóra?
– Skipan Rúmenans Dacian Ciolos veldur
nokkrum titringi
www.bbl.is
Verð á greiðslumarki verðlagsárið 2009-2010