Bændablaðið - 17.12.2009, Page 23

Bændablaðið - 17.12.2009, Page 23
23 Bændablaðið | fimmtudagur 17. desember 2009 Níels Árni Lund er mörgum les- endum Bændablaðsins að góðu kunnur en hann hefur starfað í landbúnaðarráðuneytinu í 20 ár og komið víða við á þeim vettvangi. Færri vita e.t.v. af því að í mörg ár hefur hann samið gamanvísna- texta við gamla revíuslagara og sungið við ýmis tækifæri á þorra- blótum, árshátíðum, afmælum og öðrum slíkum veislum. Nú hefur hann gefið út geisladisk þar sem hann syngur sjálfur eigin gaman- vísur við 14 lög og undirleikararn- ir eru ekki af verri endanum, þeir Gunnar Gunnarsson píanóleikari og Gunnar Hrafnsson sem spilar á kontrabassa. „Ég ákvað að láta verða af því að gefa nokkra textana út á diski, svona til að heyra einhvern tíma í sjálfum mér og ef vera skyldi að einhver hefði gaman af. Ég byrjaði eiginlega að setja svona texta saman er ég hóf störf í ráðuneytinu og þá fyrir árleg- ar jólasamkomur starfsmanna. Þessu var vel tekið og spurðist út. Ég hef oft tekið að mér veislustjórn og verið þá með eitthvað sjálfur til uppfyllingar á dagskránni. Þá hef ég sett eitthvað saman sem hæfir viðkomandi stund og stað – svona einnota. Sumar vís- urnar geta hins vegar lifað sjálfstæðu lífi og þær valdi ég til útgáfu. Flestir textarnir eru eins konar smásögur eða skemmtilegar uppákomur úr daglega lífinu, rímaðar í gamansömum stíl, – sumir algjör vitleysa.“ Níels Árni er að eigin sögn sáttur við útkomuna og hljóðfæraleikarana sem hann fékk til liðs við sig. „Fyrst ég var að þessu á annað borð fannst mér að þetta ætti að vera þokkalegt og til að vísurnar skiluðu sér lét ég prenta þær með og segi aðeins hvert tilefnið er. Hvað undirleikarana varð- ar þá eru þetta góðir vinir mínir sem tóku hugmyndinni vel og þeir hvöttu mig raunar til að láta verða af þessu.“ Gamanvísnadiskur Níelsar Árna er ekki fáanlegur í verslunum en áhugasömum er bent á að hægt er að hafa samband við Níels í heima- síma 555-2227 eða senda tölvupóst á lund@simnet.is. VARNARLÍNA ÚR Reyðarfirði í Áreyjatind hefur verið lögð niður með auglýsingu. Þó fannst riðu- veiki sunnan þessarar girðingar fyrir ekki löngu síðan. Þar að auki eru tannlos og kýlaveiki þekkt sunnan girðingarinnar en ekki norð- an hennar. Þegar bændur á Héraði voru fengnir til samvinnu um aðgerðir gegn riðuveiki var þeim sagt, að með niðurskurði á fé sínu, sem líklega væri laust við riðu- veiki, fengist tækifæri til að útrýma riðuveiki á svæðinu milli Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal og Reyðarfjarðar. Auk þess yrði lík- lega unnt að uppræta garnaveiki og þar með hætta að bólusetja, sem er verulegur ávinningur og ennfrem- ur væri von til að uppræta tannlos og kýlaveiki í sauðfé. Allt þetta hefur gengið eftir og Jón Pétursson dýralæknir kallaði þetta svæði „heilaga hólfið“ vegna þess að það var laust við tannlos og kýlaveiki. Að fella niður þessa varnarlínu og leyfa flutning að norðan inn á þetta svæði er ekkert nema svik við fólk- ið sem býr á svæðinu. Þeir sem búa nú við þá dýrð að vera lausir við þessa sjúkdóma ættu ekki að draga hættuna að sínum bæ og ann- arra á sínu svæði með því að sækja um flutning á sauðfé og geitum frá sýktu svæði eins og gerðist í haust. Sama gildir um flutning á geitum frá Möðrudal á Fjöllum suður í heilaga hólfið á liðnu hausti. Ekki eru mörg ár síðan riðuveiki fannst í því hólfi. Þar er þekkt tannlos og kýlaveiki og garnaveiki fannst í því hólfi á liðnu hausti að nýju. Matvælastofnun ætti að sjá að sér og afturkalla þessi leyfi, sem gefin voru að óyfirveguðu ráði og áður en garnaveiki fannst. Það er aðeins yfirklór að taka sýni og láta þar við sitja. Það gengur illa að fá skýringar á því, hvernig hægt er að leggja niður varnarlínur á landinu, án þess að fram fari ítarlegt heilbrigðiseftirlit beggja vegna, sem skylt er sam- kvæmt lögum til að tryggja að ekki verði útbreiðsla á sjúkdómum, sem eru skaðlegir og búið að uppræta eða halda í skefjum í áratugi ann- ars vegar við varnarlínuna. Sums staðar liggur fyrir, þótt ekki hafi verið gert ítarlegt heilbrigðiseft- irlit, að sjúkdómaástand er misjafnt í hólfum, sem aðskilin voru með varnarlínu, sem var niðurfelld með auglýsingu frá því í september. Ég hef grun um að það sé lögleysa, þegar varnarlínur eru felldar niður með auglýsingu, slíkt verði að ger- ast með reglugerðar- eða lagabreyt- ingu. Í gildi er reglugerð um mörk og markaskrár, sem segir hverjar eru varnarlínurnar og hvar. Hún hefur ekki verið afnumin eða breytt og verður vonandi ekki nema að vel athuguðu máli. Hér rekur sig því hvað á ann- ars horn. Þess verður freistað að fá auglýsinguna afturkallaða og að þetta mál verði endurmetið. Það verður þó eðlilega ekki gert með varnarlínur, þar sem bændur eða sveitarstjórnir eru áhugalausar gagnvart hugsanlegri hættu. Í næstu blöðum verður fjallað frekar um þessi mál. Sigurður Sigurðarson dýralæknir sigsig@hi.is Sauðburður Varnarlínuslys við Reyðarfjörð Umboð á Íslandi: Vistor hf. Hörgatúni 2, 210 Garðabæ Sími 535 7000, fax 565 6485 www.vistor.is NÝ OG BETRI ÖRMERKI FRÁ Til sölu Landcruiser 100vx árgerð 2004, ekinn 95000 km 38"breyttur. C      "  "  z&  &    /;  ' { O<K|;<;;; < C&     < C DJ* O=D; ̂  Dodge Ram 2500 5.9dísel 2007 árg.      *>;;; < K/}} "   ~   & $ "  !   < "   >=/ !         =K=O  < {     "       z< { ><||;<;;; < C A DJ* O=D; ̂ Níels Árni Lund gefur út geisladisk Revíusöngvari í ráðuneyti

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.