Bændablaðið - 17.12.2009, Page 25

Bændablaðið - 17.12.2009, Page 25
25 Bændablaðið | fimmtudagur 17. desember 2009 Sjötíu ár eru um þessar mundir liðin frá því sauðfjársæðingar hófust hér á landi. Guðmundur Gíslason sem þá var tilrauna- læknir á Tilraunastöðinni á Keldum hafði frumkvæði að því að sauðfjársæðingar hófust hér fyrir alvöru. Baráttan við mæði- veikina varð í upphafi til þess að þessar tilraunir voru gerðar en hugmyndin var sú að fjölga fé í þeim fjárstofnum sem hefðu meiri mótstöðu gegn veikinni. Það var 15. desember árið 1939, fyrir rétt um 70 árum, sem menn tóku sig til og tóku sæði úr hrútnum Fagranes-Gul á Þórodds stöðum, sem þá var bær í útjaðri Reykja- víkur. Farið var með sæðið sem leið liggur upp í Grafarholt þar sem 6 ær voru sæddar og héldu þær allar. „Þetta verður að teljast sér- staklega góður árangur miðað við aðstæður og þykir einstaklega gott nú á okkar tímum,“ segir Ólafur G. Vagnsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar en hann hefur verið virkur þátttakandi í sauðfjársæðingum um langt skeið. Var hann m.a. framkvæmdastjóri Sauðfjársæðingarstöðvar Norð ur- lands í yfir 30 ár. Ólafur segir að mæðuveiki hafi verið mjög skæð á þessum tíma, en hún blossaði upp hér á landi árið 1937 í kjölfar þess að flutt var inn sýkt fé árið 1933. „Menn tóku eftir því að veikin lagðist af meiri þunga á ákveðna fjárstofna en aðra, en hugmyndin með sauðfjársæðing- um var í upphafi sú að rækta upp sterka fjárstofna sem hefðu betri og öflugri mótstöðu gegn mæðiveik- inni og dreifa síðan þessum sterk- ari stofnum víða um land,“ segir Ólafur en á árunum upp úr 1940 voru all umfangsmiklar sauðfjár- sæðingar stundaðar á Vestur- og Suðurlandi. „Þetta var nú allt mjög ófullkomið til að byrja með. Það var útbúin aðstaða á vörubílspalli, hrútar voru hafðir í stíu uppi á pall- inum og stúkað af svæði þar sem sæðið var tekið. Vörubílnum var síðan ekið milli bæja, sæði tekið og ærnar svo sæddar í gegnum lúgu á vörubílspallinum,“ segir Ólafur. Hafa líklega bara rotast... Næsti áfangi í sögu sauðfjársæð- inga á Íslandi er þegar tilraunir voru gerðar með að flytja inn sæði. Ólafur segir að illa hafi gengið í baráttunni við mæðiveikina og því hafi menn alið þá von í brjósti að með innfluttu sæði mætti styrkja íslenska fjárstofninn þannig að hann væri betur í stakk búinn í glímunni við veikina. Mæðiveikin hafði tekið sinn toll, veruleg van- höld voru hjá sauðfjárbændum þar sem hún stakk sér niður með til- heyrandi tekjutapi. Með innfluttu sæði vildu menn hreinlega prófa nýtt fjárkyn hér á landi. Sæði var fyrst flutt inn frá Skotlandi árið 1945 og var loftleiðin nýtt við flutn inginn. Árangurinn var væg- ast sagt lélegur. „Menn veltu fyrir sér hvort kuldi hefði verið svo mik- ill í flugvélinni á leiðinni að sæðið eyðilagðist, en íslenskir sveitavegir sem hossast var um eftir að sæðið var komið til landsins voru heldur ekki upp á marga fiska. Líklega hafa sæðisfrumurnar bara rotast í öllum þeim hamagangi sem þeim var boðið upp á í þessari ferð,“ segir Ólafur. Brunaði með sæðið norður að næturlagi Næsta ár á eftir var ákveðið að reyna enn nýja leið. Nú skyldu keyptir hrútar á fæti og fluttir til landsins. Hjörtur E. Þórarinsson sem nýlega var kominn heim úr búvísindanámi hafði ráðið sig til Búnaðarfélags Íslands og var send- ur á þess vegum út til Skotlands að kaupa 8 hrúta. Ferðin gekk ágætlega, Hjörtur valdi væna hrúta, sem allir fengu tilskilin heilbrigð- isvottorð ytra og voru því fluttir heim og strax settir í einangrun úti í Gróttu. Tveir þeirra greindust á einangrunartímanum með klauf- rot, sem var landlægt í Skotlandi á þeim tíma og þótti ekki tiltöku- mál þar ytra. Yfirdýralæknir greip þegar til viðeigandi ráðstafana þegar upp komst og fyrirskipaði umsvifalaust slátrun. Hrútarnir voru skornir skömmu fyrir jól, þann 20. desember. Það fór ekki hátt á þeim tíma, en Hjörtur brá á það ráð rétt áður en skosku hrútarn- ir voru skotnir, að taka sæði á laun úr einum þeirra. Lagði hann að því búnu þegar af stað norður í land og ók í Eyjafjörðinn að næturlagi. Nokkrar ær, aðallega á heimaslóð- um Hjartar í Svarfaðardal voru sæddar og segir Ólafur að einhver árangur hafi orðið af tiltækinu. Ágætur árangur þrátt fyrir bágborinn aðbúnað Hjörtur hélt tilraunum áfram og var frumkvöðull að því að koma á sæð- ingum á næstu árum og notaði þá sæði úr íslenskum hrútum. Þjálfaði hann nokkra menn til þess að starfa við sauðfjársæðingar vítt og breitt um land. Ólafur segir sögu af því þegar Ingi Garðar Sigurðsson, ráðunaut- ur í Eyjafirði var sendur til að taka sæði úr hrútum að Engimýri í Öxnadal einhvern tíma á árunum 1956- 58, en Rútur Þorsteinsson sem þar bjó átti afar góða hrúta. Aðstæður voru hinar verstu, frost í fjárhúsunum og dimmt yfir, bún- aður sem notaður var mjög fátæk- legur, en sæðistakan gekk þrátt fyrir slæman aðbúnað. Brunaði Ingi með sæðið strax að töku lok- inni fram í Saurbæjarhrepp, innst í Eyjafirði og fór þar nánast á fremstu bæi þannig að um lang- an veg var að fara. Þar fór hann á nokkra bæi og sæddi nokkrar ær. Ekki átti Ingi von á miklum árangri af þessari för sinni, en niðurstaðan var hins vegar þeim mun ánægju- legri, tæp 70% ánna héldu. Sérstakar sæðingastöðvar teknar í notkun Fyrsta sauðfjársæðingastöðin var tekin í notkun hér á landi árið 1956, að Laugardælum og segir Ólafur það mikil umskipti þegar ekki þurfti lengur að paufast í dimmum og köldum fjárhúskróm. Sú stöð er enn við lýði en nýtt húsnæði var tekið í notkun árið 1968. Starfsemi sæðingarstöðvar á Hvanneyri hófst líklega árið 1963 en hún var flutt að Hesti nokkrum árum síðar og loks í Borgarnes árið 1978 þar sem hún er enn. Fyrsta stöðin norðan heiða var að Rangárvöllum ofan Akureyrar, hún var tekin í notkun árið 1964 og var til húsa í gömlum yfirgefnum hermannabragga. Starfsemin var flutt að Möðruvöllum í Hörgárdal rúmum tveimur áratugum síðar, var þar í svonefndu Eggertsfjósi og rekin allar götur til ársins 2002 þegar hún var lögð niður. „Menn töldu að óþarft væri að reka fleiri en tvær sæðingarstöðvar á landinu, þar sem samgöngur bæði í lofti og á landi hefðu batnað svo mikið frá því sem áður var,“ segir Ólafur. Miklar sprengingar og stráin þeyttust upp í loft Ólafur segir að margt hafi komið upp á í tengslum við sauðfjársæð- ingar á liðnum árum, en þar spili veður og færð stóra rullu. Honum er minnisstæður atburður sem varð fyrir 30 árum síðan, en í desember 1979 stóðu menn fyrir mjög fínni tilraun sem snerist um samanburð á djúpfrystu sæði og fersku. „Það stóð mikið til, en tilraunina ætl- uðum við að gera á Möðruvöllum í Hörgárdal. Margar ær höfðu verið samstilltar til að nota í tilraunina og bæði djúpfryst sæði og ferskt var komið á staðinn. Þegar við hófum framkvæmd tilraunarinnar fór allt í handaskolum. Þegar við ætluðum að þíða stráin sem frysta sæðið var geymt í vissum við ekki fyrr til en það varð mikil sprenging og óskap- leg læti, stráin sprungu eitt af öðru, sum þeyttust upp í loft og stóðu þar föst í einangrunarplötum, önnur sprungu í botninn á hitabrúsanum og eyðilögðu hann. Við náðum ekki að sæða eina einustu kind með djúpfrystu sæði í það skiptið,“ segir Ólafur. Reyndum hvað við gátum að koma sæðinu austur Fyrir aldarfjórðungi lenti Ólafur í nokkuð ævintýralegu ferðalagi við flutning á sæði. Sæði hafði verið tekið úr hrútum á Möðruvöllum og átti að flytja það til Vopnafjarðar. Það var heitt þennan dag, allt að 10 stiga hiti og mjög hvöss suðvest- an átt. Flytja átti sæðið með flugi á áfangastað, en því var frestað hvað eftir annað þar til flugi var loks aflýst síðdegis. Nú voru góð ráð dýr. Í fjárhúsum fyrir austan var stór samstilltur hópur af ám blæsma. „Við höfðum samband við sæðingamanninn og hann var alveg eyðilagður yfir ástandinu, þannig að við ákváðum að reyna hvað við gætum að koma sæðinu austur. Ég fór af stað akandi frá Akureyri síð- degis og hann á móti mér, en við töldum að við myndum hittast ein- hvers staðar í námunda við Ásbyrgi. Ég ók sem leið lá austur í ausandi rigningu og kolniðamyrkri, en ekk- ert bólaði á sæðingamanninum í kringum Ásbyrgi. Þegar ég er kom- inn framhjá Kópaskeri var ég orðinn verulega smeykur um að við hefð- um farist á mis en held þó áfram. Það er svo loks þegar ég er kominn alla leið til Raufarhafnar þegar ég sá mann sem veifaði til mín og bar hann mér fregnir af því að bíll sæð- ingamannsins hefði bilað. Tók hann við pakkanum af mér, sæðingamað- urinn komst leiðar sinnar á öðrum bíl og kindurnar voru sæddar um nóttina,“ segir Ólafur. Þrefaði við flugafgreiðslu- manninn um forgangspakkann Öðru sinni lenti Ólafur í miklu basli með hrútana á stöðinni, þeir voru erfiðir viðfangs og þegar loks var búið að ná úr þeim nægjanlegu sæði fór mikill tími í pökkun. Hann var því seinn fyrir á flugvöll- inn þar sem vélin til Egilsstaða var tilbúin til brottfarar og var verið að loka henni. Fór Ólafur beint í gegn um flugstöðina og út að vélinni. Þrefaði hann við flugafgreiðslu- manninn góða stund um nauðsyn þess að koma þessum forgangs- pakka með vélinni en allt kom fyrir ekki. Fóru leikar þannig að leigð var vél sem flutti sæðið austur á land. Svo var það í desember árið 1992 að veður var arfavitlaust þegar flytja átti sæði frá stöð- inni á Möðruvöllum, en þangað höfðu menn brotist við illan leik að morgni dags. Heldur versn- aði veður þegar á leið daginn og var iðulaus stórhríð þegar sæð- ispakkinn var tilbúinn, en ákveðið að reyna að koma honum austur í Þingeyjarsýslu en þar átti að sæða þennan dag. Ólafur fékk félaga sinn á Bronco jeppa til að aka sér áleiðis austur á Víkurskarð, en snjóbíll úr Fnjóskadal kom á móti. Þeir komust þó aldrei lengra en skammt út á Svalbarðsströnd vegna veðursins. Snjóbíllinn kom alla leið á móti og fór með sæðið austur í Fnjóskadal. Reynt var að fara þar á milli bæja og náðist að sæða fáeinar ær. Ekki var reynt að koma sæðinu lengra austur í sveitir. “Það voru sko ekki allar þessar ferðir til fjár” segir Ólafur að lokum. MÞÞ Sjötíu ár liðin frá því sauðfjársæðingar hófust hér á landi Baráttan við mæðiveiki upphafið, en efla átti mótstöðu fjár gegn veikinni Sæðistaka, Þórður G. Sigurjónsson tekur sæðið, Ólafur fylgist með. Fyrsta stöðin norðan heiða var að Rangárvöllum ofan Akureyrar, hún var tekin í notkun árið 1964 og var til húsa í gömlum hermannabragga. Eggertsfjós, Sæðingastöðin Möðruvöllum var rekin til ársins 2002. Diðrik Jóhannsson skoðar sæði í smásjá en Bjarni E. Guðleifsson dregur sæði upp í strá. Suðurgata 17 til sölu. Glæsileg 3ja- 4ra her- bergja efri hæð ásamt Innb. bílskúr í nýlegu tví- býlishúsi í hjarta Hafn- arfjarðar. Ca 20-30 fm. opið nýtan- legt vinnurými í risi sem ekki er inni í fermetrafj. fylgir eigninni. Íbúðin er öll nýmáluð að innan, nýbúið að slípa og lakka parket á eign-      Þvottavél, þurrkari, upp- þvottavél og örbylgjuofn fylgja. Möguleiki er að húsgögn og borðbúnaður geti fylgt með íbúðinni. Stutt í alla þjónustu.    Sjá nánar á www.as.is Fasteignasalan Ás. Sími: 520-2600

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.