Bændablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 1
12-13
Skrifaði meistara-
prófsritgerð um
hækkandi jarðaverð
31
Rokksöngleikur
um Vínland og
Eirík rauða
4. tölublað 2009 Fimmtudagur 26. febrúar Blað nr. 299 Upplag 17.500
7, 8, 23
Lífleg umræða
um þjóðmál og
þjóðþrifamál
Kýr undir Eyjafjöllum. mynd | smh
Aðalfundur Landssamtaka sauð-
fjárbænda ályktaði í apríl 2008
um að gerð yrði ítarleg úttekt á
meðferð lambakjöts við slátr-
un, þá sérstaklega við aflífun og
kælingu. Það voru þeir Guðjón
Þorkelsson, Óli Þór Hilmarsson,
Ásbjörn Jónsson og Valur N.
Gunnlaugsson, starfsmenn
Matís, sem stóðu að úttektinni.
Var hún gerð í samvinnu við sex
sláturhús þar sem bornar voru
saman aðferðir við aflífun lamba
og kælingu lambaskrokka á
milli húsa. Kjötgæðin voru síðan
skoðuð í samhengi við aðferðir
sláturhúsanna.
Góð útkoma KS
Í tengslum við Fræðaþing land-
búnaðarins á dögunum var úttekt-
in birt og er skemmst frá því
að segja að niðurstöðurnar gefa
skýrt til kynna hvernig framleiða
má nánast fullmeyrnað lamba-
kjöt með raförvun við aflífun og
síðan öflugri kælingu. Svo vill
til að Kjötafurðastöð Kaupfélags
Skagfirðinga (KKS) er eina slát-
urhúsið sem beitir þessum aðferð-
um og samkvæmt úttektinni er
alveg ákveðið samband á milli
þessara aðferða og afgerandi kjöt-
gæða KKS.
Forstöðumaður KKS, Ágúst
Andrésson, segir að það sé athygl-
isvert að KKS, sem sé langafkasta-
mesta sláturhúsið kemur afgerandi
best út úr þessum samanburði.
„Við höfum verið gagnrýnd
fyrir það að keyra slátrun og
vinnslu á allt of miklum hraða sem
orsaki seigt kjöt. Þessi rannsókn
sýnir hinsvegar svo ekki verð-
ur um villst að sú tækni sem við
höfum byggt upp í okkar afurða-
stöð, skilar langbestum niðurstöð-
um varðandi kjötgæði, meyrnun,
lit og sýrustig.
Það sem ræður mestu um þetta
er svokallaður raförvunarbún-
aður, en slíkur búnaður er stað-
albúnaður í öllum sláturhúsum
t.d. í Nýja-Sjálandi og Ástralíu.
Kjötafurðastöð Kaupfélags Skag-
firðinga er eina sláturhúsið á
Ís landi með slíkan búnað, en við
höfum á undanförnum árum sótt
okkur þekkingu til þessara landa
og heimfært á okkar afurðastöð á
Sauðárkróki og er þetta partur af
þeirri þróun.“
Búnaðurinn kominn
að fullu í notkun sl. haust
Ágúst fagnar framtaki Lands sam-
taka sauðfjárbænda og vonar að
þeir sem hlut eiga að máli nýti
sér þessar upplýsingar til að bæta
framleiðsluaðferðir sínar. „Við
fjár festum í þessum búnaði fyrir
tveimur árum síðan, hann var
hins vegar ekki kominn alveg í
notkun fyrr en sl. haust.
Þegar við hófum endurskipu-
lagningu og uppbyggingu Kjöt-
af urðarstöðvar KS þá unnum við
það eftir skýrslu sem nýsjálenskt
ráðgjafafyrirtæki vann fyrir okkur
og miðaðist við það að auka afköst
afurðastöðvarinnar. Sú skýrsla var
unninn fyrir 6 árum síðan og þar
kom fram að partur af aðgerðar-
áætluninni væri þessi búnaður,
enda orðin staðalbúnaður í svo
öflugum stöðvum.
Við erum með tölvustýrða kæl-
ingu í kjötsal þannig að við getum
stýrt algerlega hversu hratt við
kælum kjötið, og við vitum hvað
getur gerst ef menn kæla kjötið
of hratt, þess vegna fórum við út
í þessa fyrirbyggjandi tækni til að
tryggja gæði okkar framleiðslu.“
Hann segir að i sumum löndum
séu gefnir út staðlar sem sláturhús
þurfa að uppfylla í þessum efnum.
Hægt er að nálgast úttektina á
vef Landssamtaka sauðfjárbænda
á slóðinni http://www.saudfe.is/
saudfe/content/view/550/9/
-smh
Úttekt Matís á aflífun lamba og kælingu lambaskrokka
Raförvun gerir kjötið meyrara
Allir landsmenn háhraða-
nettengdir árið 2010
Fjarskiptasjóður og Síminn hafa nú undirritað samning um upp-
byggingu háhraðanets um allt land en með samningnum er öllum
landsmönnum tryggt háhraðanet fyrir árslok 2010. Það eru tæp-
lega 1800 heimili sem verða tengd og hefst vinna við þau fyrstu nú
í marsmánuði og er áætlað að ljúka verkefninu í lok næsta árs.
Þá munu heimilin hafa kost á 2MB/s tengingu sem er margfald-
ur hraði miðað við það sem fólk á þessum svæðum hefur aðgang
að núna. Að auki verður byggt upp 3G-farsímasamband þar sem
uppbygging háhraðanetsins verður.
„Það er mjög ánægjulegt fyrir alla landsbyggðina að geta gengið
frá þessum samningi og vil ég þakka öllum sem hafa komið við sögu.
Háhraðanetsamband er löngu orðinn eðlilegur og sjálfsagður þáttur
í daglegu lífi okkar og því nauðsynlegt að allir landsmenn sitji við
sama borð í þeim efnum. Nú verður gengið rösklega til verks og byrj-
að á Vestfjörðum, Norðausturlandi og Austfjörðum og í síðari áfanga
verksins verður farið í aðra landshluta,“ sagði Kristján Möller, sam-
gönguráðherra, við undirritun samningsins. ehg
Tekist í hendur eftir undirritun, frá vinstri: Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðu-
neyt is stjóri samgönguráðuneytisins, Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Sím-
ans, Kristján L. Möller, samgönguráðherra, Gunnar Svavarsson, formaður
Fjarskiptasjóðs, og Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaups. Búnaðarþing hefst á sunnudaginn – Sjá nánar á bls. 6, 10 og 11
Blaðauki um
nautgriparækt
Bændablaðið ætlar nú að taka
upp þann sið að vera með blað-
auka þar sem fjallað verður
ítarlega um ákveðið málefni eða
málaflokk. Þessir blaðaukar
verða með ýmsu móti og í raun
eru lítil takmörk fyrir því sem
þar verður tekið fyrir. Þeir verða í
miðju blaðsins, ekki færri en fjór-
ar síður en þær geta orðið fleiri.
Fyrsti blaðaukinn er helgaður
nautgriparækt og kjarninn í því er
það gróskumikla starf sem unnið
er við að bæta íslenska kúastofn-
inn, auka framleiðsluhæfni hans
og aðra eiginleika sem til heilla
horfa. Þar eru meðal annars birtir
listar yfir nythæstu kýr landsins,
afurðamestu búin og þær kýr sem
framleiða mest af verðefnum.
Þessi nýbreytni er liður í þeirri
viðleitni Bændablaðsins að auka
þjónustu við lesendur sína. Við
teljum okkur vita að meðal þeirra
sé fólk sem hafi fjölbreytt áhuga-
mál sem það vill fræðast um með
ítarlegri hætti en oftast er hægt að
gera í útgáfu blaðsins. Við þiggjum
með þökkum gagnrýni og ábend-
ingar um efni sem ástæða er til að
fjalla um. Sjá bls. 15-19