Bændablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | fimmtudagur 26. febrúar 2009 Fréttir Landssamtök landeigenda á Ís landi munu sinna hagsmuna- gæslu í enn ríkari mæli en verið hefur fyrir sína félagsmenn í framtíðinni. Þetta varð ljóst með breytingum á samþykktum samtakanna á aðalfundi þeirra á Hótel Sögu föstudaginn 20. febrúar síðastliðinn. Fyrir fundinum lágu tillögur um að víkka út starfsemi samtakanna og sinna hagsmunagæslu í enn rík- ara mæli fyrir landeigendur en upp- haflega var gert ráð fyrir. Samtökin voru í upphafi stofnuð fyrir tveimur árum til að „berjast fyrir að eignar- réttur landeigenda að jörðum þeirra og landareignum sé virtur í þjóð- lendumálinu“ eins og sagði í sam- þykktum félagsins. Örn Bergsson á Hofi í Öræfum, formaður sam- takanna gerði hins vegar grein fyrir því á fundinum að mikill fjöldi landeigenda, lögmanna og jafnvel þingmanna hefði komið að máli við stjórnarmenn samtakanna og hvatt þá eindregið til að útvíkka starfsemi samtakanna. „Eftir því sem á hefur liðið frá stofnun samtakanna hefur það komið æ berlegar í ljós, að mínu mati, hversu mikil þörf er á að auka verulega hagsmunagæslu landeig- enda,“ sagði Örn meðal annars í ræðu sinni á fundinum. Samstaða um útvíkkun starfseminnar Almenn samstaða var á fundinum um þörfina á að útvíkka starfsemi félagsins. Var því samþykkt á fund- inum að breyta samþykktum félags- ins í þá veru að samtökin muni beita sér fyrir því að réttur landeig- enda verði hafður í heiðri við laga- setningu, að beita sér gegn því að gengið verði á rétt landeigenda við opinberar framkvæmdir og að hafa á sínum vegum lögfræðing sem geti veitt félagsmönnum aðstoð gegn hóflegu gjaldi. Samtökin munu að sjálfsögðu áfram beita sér í þjóð- lendumálunum. Á fundinum héldu framsögu hæstaréttarlögmennirnir Karl Axels son, um heimildir landeig- enda í eignarlöndum og inngrip rík- isvaldsins, og Friðbjörn Garðarsson um sönnunargögn í þjóðlendumál- um. „Ríkið hefur beitt landeigendur ofbeldi í þjóðlendumálum. Það er stundum talað um bananalýðveldi. Í Zimbabwe voru hvítir landeig- endur sviptir jörðum sínum með dómum í hæstarétti og þar var talað um bananalýðveldi. Þegar kemur að þjóðlendumálunum líður mér eins og Ísland sé ekki minna ban- analýðveldi,“ sagði Örn í ræðu sinni. Hann vakti athygli á því að búið væri að taka um helming Íslands til umfjöllunar í þjóðlendu- málum með ærnum tilkostnaði og því ljóst að mikill slagur væri eftir enn. Hins vegar sagðist Örn binda nokkrar vonir við að viðhorf ráða- manna væru eitthvað að breyt- ast og nefndi í því ssambandi að ekki hefði verið ákveðið að áfrýja, af hálfu ríkisins, nema í einu til- felli úrskurðum Óbyggðanefndar á svæði sex á Norðausturlandi. Hann gagnrýndi jafnframt harðlega hversu lág málsvarnalaun lögmönn- um landeigenda hafi verið dæmd. Það hafi iðulega orðið til þess að landeigendur hafi þurft að bera mikinn kostnað af málarekstri sem þeir hafi ekki á nokkurn hátt stofn- að til og eigi ekki að bera kostnað af. Voru fundarmenn sammála Erni í þessum efnum. Stjórn Landssamtaka landeig- enda var endurkjörin og sitja í henni, ásamt Erni formanni, þau Guðný Sverrisdóttir, Grenivík, Ól afur H. Jónsson, Reykjavík, Óð inn Sigþórsson, Einars nesi í Borg ar firði og Gunnar Sæmunds- son, Hrúta tungu í Hrútafirði. fr Landssamtök landeigenda auka hagsmunagæslu Frá aðalfundi Landssamtaka landeigenda. Allir áburðarsalar hafa birt verð skrár sínar fyrir árið 2009. Allir söluaðilarnir tengja verð sitt við gengi erlendra gjald- miðla gagnvart íslenskri krónu. Verð Fóðurblöndunnar er tengt Bandaríkjadollar, verð hjá Búvís og SS er tengt gengi evru og verð Skeljungs gefið upp í breskum pundum. Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst allnokkuð frá áramótum, eða um tæp tólf prósent. Nokkuð mis- jafnt er hversu mikil styrking krón- unnar hefur verið gagnvart þessum gjaldmiðlum. Rétt er að taka fram að auk fyrrnefndra fyrirtækja býður fyrirtækið Novum upp á fljótandi áburð en ekki hafa birst verðskrár frá fyrirtækinu. Í ljósi þess að allt verð er tengt við gengi erlendra gjaldmiðla er nokkuð erfitt að bera saman áburð- arverð milli fyritækja. Því er afar mikilvægt að bændur fylgist með gengisþróun af athygli og rasi ekki um ráð fram við ákvörðun um kaup á áburði. Ekki er útlit fyrir að krón- an muni falla gagnvart öðrum gald- miðlum á næstunni en um það er þó ómögulegt að spá. Því er ljóst að bændur munu þurfa að fara varlega og huga vel að þeirri miklu fjárfest- ingu sem áburðarkaup óneitanlega eru. fr/smh Áburðarverðlistar 2009 Áburðartegundir og áburðarnotkun 2009. Verð er miðað við gengi 25. febrúar 2009 Hlutföll Við 100 kg N Verð pr tonn Verðlisti* Áburðarverksmiðjan N P K N P K Magn kg Verð Magni 1 27 100 0 0 370 19.030 kr. 51.381 kr. 52.205 kr. Græðir 5 16 7,0 13,3 100 44 83 625 41.726 kr. 66.761 kr. 67.832 kr. Græðir 9 27 2,6 5,0 100 10 19 370 24.249 kr. 65.472 kr. 66.522 kr. Fjölmóði 1a 27 7,2 100 27 0 370 21.098 kr. 56.965 kr. 57.879 kr. Fjölgræðir 9a 26 3,9 6,6 100 15 25 385 22.505 kr. 58.512 kr. 59.451 kr. *Verð án flutnings miðað við pöntun fyrir 1. mars, 50% staðgreiðslu og gengi dollars 114 kr. Búvís Kraftur N 27 27 100 0 0 370 19.258 kr. 51.995 kr. 52.320 kr. Bætir 10 27-0-12 27 0,0 10,0 100 0 37 370 21.872 kr. 59.055 kr. 59.424 kr. Völlur 1 15-9-12-S 15,2 3,7 10,2 100 24 67 658 47.639 kr. 72.412 kr. 72.864 kr. Völlur 4 22-6-14-S 22 2,6 12,0 100 12 55 455 29.489 kr. 64.875 kr. 65.280 kr. Völlur 7 23-10-10 23 4,0 8,0 100 17 35 435 28.165 kr. 64.779 kr. 65.184 kr. Völlur 9 28-6-6 28 2,6 5,0 100 9 18 357 20.955 kr. 58.674 kr. 59.040 kr. Vöxtur 5 19-12-16 19 5,3 13,9 100 28 73 526 35.751 kr. 67.928 kr. 68.352 kr. *Verð með flutningi miðað við pöntun og 30% greiðslu í febrúar og gengi evru 145 kr. Skeljungur Sprettur 27 27 100 0 0 370 19.195 kr. 51.826 kr. 51.985 kr. Sprettur 23-12 23 5,2 100 23 0 435 25.802 kr. 59.344 kr. 59.527 kr. Sprettur 25-5 25 2,2 100 9 0 400 22.438 kr. 56.094 kr. 56.267 kr. Sprettur 22-7-6 22 3,0 5,0 100 14 23 455 28.445 kr. 62.578 kr. 62.771 kr. Sprettur 27-6-6 27 2,6 5,0 100 10 19 370 24.172 kr. 65.263 kr. 65.464 kr. Sprettur 21-7-10 21 3,1 8,3 100 15 40 476 31.570 kr. 66.298 kr. 66.502 kr. Sprettur 20-12-8 20 5,2 6,6 100 26 33 500 33.149 kr. 66.298 kr. 66.502 kr. Sprettur 20-12-8 Se 20 5,2 6,6 100 26 33 500 34.071 kr. 68.141 kr. 68.351 kr. Sprettur 20-10-10 20 4,4 8,3 100 22 42 500 33.844 kr. 67.689 kr. 67.897 kr. Sprettur 16-15-12 16 6,5 10,0 100 41 63 625 44.620 kr. 71.391 kr. 71.611 kr. MAP 12 23,0 100 192 0 833 75.717 kr. 90.860 kr. 91.140 kr. Sprettur 10-20-10 10 8,7 8,3 100 87 83 1000 77.876 kr. 77.876 kr. 78.116 kr. *Verð án flutnings miðað við að greitt sé fyrir 15. mars 2009 og gengi sperlingspunds 163 kr. Yara OPTI-KASTM (N27) 27 100 0 0 370 20.028 kr. 54.076 kr. 54.038 kr. OPTI-NSTM 27-4 27 100 0 0 370 20.562 kr. 55.518 kr. 55.479 kr. Kalksaltpétur (N 15,5) 16 100 0 0 645 33.678 kr. 52.200 kr. 52.164 kr. Bórkalksaltpétur (N 15,4) 15 100 0 0 649 37.174 kr. 57.248 kr. 57.208 kr. CalciNit TM (f. gróðurhús) 16 100 0 0 645 55.819 kr. 86.520 kr. 86.460 kr. NP 26-6 26 6,1 100 23 0 385 24.126 kr. 62.728 kr. 62.684 kr. NPK 24-4-7 24 3,9 6,6 100 16 28 417 26.737 kr. 64.170 kr. 64.125 kr. NPK 21-3-8 +Se 21 2,6 8,3 100 12 40 476 33.921 kr. 71.234 kr. 71.185 kr. NPK 21-4-10 1) 21 3,6 9,6 100 17 47 485 32.200 kr. 66.332 kr. 66.286 kr. NPK 19-4-12 1) 19 3,8 12,3 100 20 66 538 38.066 kr. 70.802 kr. 70.753 kr. NPK 12-4-18 1) 12 4,0 17,6 100 34 149 847 67.578 kr. 79.742 kr. 79.687 kr. OPTI VEKST 6-5-20 1) 6 5,0 20,0 100 83 333 1667 163.667 kr. 98.200 kr. 98.132 kr. OPTI STARTTM NP 12 - 23 12 23,0 100 192 0 833 76.907 kr. 92.288 kr. 92.224 kr. OPTI-P TM 8,0 63.160 kr. 63.116 kr. *Verð án flutnings miðað við pöntun og greiðslu í febrúar og gengi evru 144 kr.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.