Bændablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | fimmtudagur 26. febrúar 2009
Ingvi Stefánsson, bóndi í Teigi
í Eyjafjarðarsveit og formaður
Svínaræktarfélags Íslands, segir
að viðtökur forsvarsmanna fé-
lagsins, sem í liðinni viku hittu
nefndarmenn í sjávarútvegs- og
landbúnaðarnefnd að máli, hafi
verið góðar. „Viðtökurnar voru
góðar og það er skilningur fyrir
hendi innan nefndarinnar á
mikilvægi innlendrar landbún-
aðarframleiðslu,“ segir Ingvi,
en á fundinum lagði félagið
fram tillögur sem ætlað er að
efla og styðja innlenda landbún-
aðarframleiðslu. „Við komum
fram með ýmsar tillögur sem
allar eiga það sammerkt að vera
ríkissjóði að kostnaðarlausu en
skipta okkar búgrein miklu,“
segir Ingvi.
Eitt af því sem Svínaræktar-
fé lagið bendir á er mikilvægi
þess að afnema skilarétt smásala
á kjöti. Segir Ingvi að í krafti
stærðar og fákeppni hafi tíðkast
að smásalar hafi haft sjálftekinn
skilarétt gagnvart kjötvinnslum
á því kjöti sem óselt er þegar að
síðasta söludegi kemur. „Þetta
hefur í för með sér gífurlegan
kostnað fyrir kjötvinnslur lands-
ins og nema upphæðirnar hundr-
uðum milljóna króna. Það er mjög
brýnt að afnema þennan sjálftekna
skilarétt til að unnt verði að bjóða
neytendum upp á kjötvörur á hag-
stæðara verði,“ segir Ingvi.
Þá nefnir hann að svínabænd-
ur vilji að innlend búvara verði
merkt sérstaklega til aðgreiningar
frá innfluttum matvælum. Að sögn
Ingva hafa innflytjendur matvæla
margoft orðið uppvísir að því að
reyna að villa um fyrir neytendum
í þeim tilgangi að láta líta svo út
sem innflutt matvara sé íslensk
framleiðsla. „Reglugerð um merk-
ingar matvæla tekur illa á þessu
máli og það eru heldur engin við-
urlög við brotum af þessu tagi.
Það hlýtur að vera eðlileg krafa
neytenda að fá upplýsingar um
hvort kjöt sem þeir kaupa er inn-
flutt eða innlend framleiðsla,“
segir Ingvi.
Skil á kjöti munu aukast, verði
innflutningur á fersku kjöti
leyfður
Ein tillaga svínabænda er sú að ef/
þegar matvælafrumvarpið verð-
ur að lögum fáist undanþága frá
matvælalöggjöf ESB í þá veru að
bannað verði að flytja inn ferskt
kjöt. Segir Ingvi að eftir að tollar
á innflutt kjöt voru lækkaðir um
40% árið 2007 og tollkvótar auknir
hafi innflutningur aukist til muna.
„Bætist að auki við innflutningur
á fersku kjöti myndi það veikja
mjög samkeppnisstöðu innlendr-
ar framleiðslu. Við bendum líka
á að skilarétturinn sem smásalar
hafa gagnvart birgjum hér á landi
gildir ekki um innflutt kjöt og þar
af leiðandi mun innflutta kjötið fá
besta hilluplássið í verslunum á
kostnað innlendu framleiðslunnar.
Það blasir líka við að skil á kjöti
muni aukast enn frekar, verði inn-
flutningur á fersku kjöti leyfður.
Við teljum að fyrst hægt var að
fá undanþágu frá innflutningi lif-
andi dýra ætti eins að vera hægt
að fá undanþágu frá innflutningi á
fersku kjöti,“ segir Ingvi.
Svínabændur telja nauðsynlegt
að endurskoða samning um toll-
kvóta sem gerður var milli Íslands
og ESB árið 2007 en Ingvi bendir
á að samkvæmt mati lögfræðings,
sem vann fyrir Landssamtök slát-
urleyfishafa, svínaræktarfélagið
og félag kjúklingabænda, standist
tollalækkun sem varð í kjölfarið
ekki lög. „Við teljum nauðsynlegt
í ljósi breyttra efnahagsaðstæðna
að taka þennan samning til endur-
skoðunar með það að markmiði
að draga úr innflutningi á kjöti
til landsins til verndar innlendri
framleiðslu,“ segir Ingvi.
Tvö önnur atriði nefndu svína-
bændur á fundi með landbúnaðar-
nefndarmönnum, annars vegar að
breyta styrkjakerfi landbúnaðar-
ins til að auka sjálfbærni, en eins
og staðan er nú treystir landbún-
aðurinn um of á innflutt hráefni
í sinni framleiðslu. „Við viljum
t.d. að innlend kornrækt verði
aukin og þar með matvælaöryggi
í landinu Með aukinni sjálfbærni
spörum við gjaldeyri og fjölgum
störfum hér á landi,“ segir Ingvi.
Þá má loks nefna að forsvarsmenn
félagsins hafa lagt á það áherslu að
orðið verði við óskum svínabænda
um breytt fyrirkomulag við inn-
flutning á erfðaefni. „Við höfum í
mörg ár barist fyrir þessu máli en
án árangurs. Þetta er mikið hags-
munamál fyrir okkur, á svínabúum
landsins eru um 100 störf auk þess
sem greinin skapar hundruð starfa
við slátrun og vinnslu svínakjöts
auk annarra afleiddra starfa,
sem nauðsynlegt er að verja nú
á tímum vaxandi atvinnuleysis,“
segir Ingvi Stefánsson. MÞÞ
Forsvarsmenn Svínaræktarfélags Íslands lögðu tillögur fyrir sjávarútvegs-
og landbúnaðarnefnd Alþingis:
Eru ríkissjóði allar að kostnaðar-
lausu en til bóta fyrir búgreinina
– Mjög brýnt að afnema sjálftekinn skilarétt smásöluverslana
Ingvi Stefánsson formaður Svína-
rækt arfélags Íslands.
Þann 17. febrúar var haldið námskeið um fyrsta þrep í heimavinnslu afurða
við endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands og er óhætt að
segja að þátttakan hafi verið framar vonum. Á námskeiðið skráðu sig 47
manns, sem hlýddu á Þórarin Egil Sveinsson mjólkurverkfræðing leiðbeina
um heimavinnslu mjólkur, ostagerð og aðra mjólkurvinnslu. Námskeiðið
var fyrsti hluti af fimm en í síðasta hlutanum byrjar fólk á reglubundinni
framleiðslu, hafi það hug á því.
Neytendastofa hefur bannað fyr-
irtækinu Eggerti Kristjánssyni hf.
sem rekur jafnframt Íslenskt með-
læti hf. notkun á umbúðum utan
um grænmeti. Kvörtun barst til
Neytendastofu í janúar síðastliðn-
um um að útlit á umbúðum vör-
unnar gæfi til kynna að grænmet-
ið væri íslensk framleiðsla. Svo
er hins vegar ekki. Með notkun
umbúðanna hafi fyrirtækið brot-
ið gegn ákvæðum laga um eftirlit
með viðskiptaháttum og mark-
aðssetningu.
Vörumerkið sem er í forgrunni á
umbúðunum hefur að geyma nafn
fyrirtækisins skráð með hástöfum,
ÍSLENSKT MEÐLÆTI HF, og
teiknaða stílfærða mynd af ýmsum
grænmetistegundum, m.a. þeim
tegundir sem voru í umbúðum
þeim sem mál þetta fjallar um. Þá
er vörumerkið umlukið þrem rönd-
um í íslensku fánalitunum.
Skv. viðmiðunarreglum Samtaka
iðnaðarins skal tilgreina á umbúð-
um vörunnar að hvaða leyti hún
teljist íslensk. Það er ekki gert á
umbúðum þeim sem mál þetta snýr
að. Að teknu tilliti til framsetn-
ingar vörumerkisins er það mati
Neytendastofu að útlit umbúðanna
og upplýsingar á þeim gefi ótvírætt
í skyn að uppruni grænmetisins sé
íslenskur. Fyrirtækið, Íslenskt með-
læti hafnar því að það hafi vísvit-
andi verið að villa um fyrir neyt-
endum með því að tilgreina ekki að
grænmetinu sé pakkað og blandað
á Íslandi. Grænmetið er að mestu
framleitt í Evrópu og hefur fyr-
irtækið aldrei reynt að leyna því,
enda um gæðavöru að ræða. Þetta
kemur fram í tilkynningu sem fyr-
irtækið hefur sent frá sér.
„Fögnum úrskurðinum“
Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri
Sambands garðyrkjubænda seg-
ist fagna úrskurðinum. „Við fögn-
um þessum úrskurði mjög. Græn-
metisbændur hafa nýtt fánaröndina
til að einkenna sína framleiðslu en
því miður finnst okkur það hafa auk-
ist að ýmsir séu að auðkenna sínar
vörur með merkingum sem að gefa
til kynna að um sé að ræða íslenska
framleiðslu, þó að svo sé alls ekki
raunin. Menn virðast finna með-
byrinn með íslenskri framleiðslu og
gera allt til að nýta hann. Það býður
auðvitað hættunni heim með að það
sé verið að eyðileggja möguleika
íslenskrar framleiðslu. Við höfum
margoft bent ráðamönnum á þetta
vandamál og farið fram á að þetta
verði lagað.“
fr
Íslensk matvæli:
Neytendastofa bannar
ófullnægjandi merkingar
Fræðaþing landbúnaðarins var haldið í húsakynnum
Hótel Sögu og Íslenskrar erfðagreiningar fyrir tæpum
tveimur vikum. Þar fluttu fjölmargir vísindamenn
erindi sem nú eru mörg hver aðgengileg á netinu,
bæði hljóð- og myndupptökur af glærum fyrirlesara.
Að sögn forsvarsmanna þingsins er þetta liður í að
bæta þjónustu og gera efni þingsins aðgengilegt fyrir
alla áhugasama. Hægt er að nálgast efnið á vefsíðu
Bændasamtakanna, www.bondi.is.
Fræðaþingsfyrirlestrar á bondi.is
Uppi er umræða um að sam-
eina Háskóla Íslands og Land-
búnaðarháskóla Íslands á
Hvanneyri. Stjórnendur skól-
anna tveggja fengu sent bréf
frá menntamálaráðuneytinu
um miðjan þennan mánuð þar
sem hugmyndin er reifuð.
Katrín Jakobsdóttir mennta-
málaráðherra segir í samtali við
Bændablaðið að málið hafi verið
í undirbúningi áður en hún tók
við ráðherraembætti á dögunum.
Hún segist ekki sjá neitt til fyr-
irstöðu að málið verði skoðað.
„Það liggur alveg fyrir að þetta
mál verður ekki klárað í tíð sitj-
andi ríkisstjórnar. Það er bara
verið að kanna þetta mál í sam-
hengi við almenna umræðu um
mögulega endurskipulagningu á
háskólastiginu. Það á að skoða
þetta mál í samráði við skólana
báða og kanna hvort innan þeirra
sé áhugi á að fara þessa leið. Það
er óljóst á þessu stigi hvort, og þá
hvaða forsendur eru fyrir slíkri
sameiningu.“
Landbúnaðarháskólinn á áfram
að vera á Hvanneyri
Ekki er enn búið að ganga frá
skipun í starfshóp sem á að meta
hvort sameining sé æskileg að
sögn Katrínar. Það standi þó til
og hún hafi von til þess að það
starf geti tekið stuttan tíma. Nefnt
hefur verið að starfshópurinn eigi
að skila af sér í mars á þessu ári.
Katrín segir hins vegar að það
sé ekki ákveðið. „Svona mál
þurfa auðvitað ákveðinn með-
göngutíma og það má ekki rasa
um ráð fram. Fyrir mér er lyk-
ilatriði að starfsemi á Hvanneyri
verði ekki breytt. Það er hins
vegar spurning hvort skólarnir
sjái hagræði í auknu samstarfi
og að vera undir sama hatti. Mér
er ekkert kappsmál að af þessari
sameiningu verði en það er full-
komlega eðlilegt að málið verði
kannað. Aðalmálið er að starfs-
fólk á báðum stöðum sjái kosti
við svona sameiningu. Ef svo
er ekki þá sé ég ekki ástæðu til
að fara lengra. Sameining skól-
anna má alls ekki koma niður á
gæðum náms eða rannsókna. Ég
vil sömuleiðis leggja áherslu á að
áfram verði rekinn skóli uppi á
Hvanneyri og að starfsemi land-
búnaðarháskólans á ekki að flytj-
ast til Reykjavíkur.“ fr
Rætt um sameiningu
HÍ og Hvanneyrar