Bændablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | fimmtudagur 26. febrúar 2009 Árið 1942 flytur Guðmundur J. Einarsson, afi Halldóru, úr Hergilsey, upp á Barðaströnd og leigir kirkjujörðina Brjánslæk af ríkinu. Sonur hans og tengda- dóttir, Ragnar og Rósa, taka við af honum og búa með blandaðan búskap, kýr og kindur, en um 1980 var hætt með kýr og kindum fjölgað. Árið 1984 var fé skorið niður vegna samræmdra aðgerða gengn riðu í sveitinni. Fjárlaust var í tvö ár og fé tekið aftur og þá af Ströndum. Stundaður var hrossabúskapur í fjárleysinu og nokkur ár eftir það og kom Borgnesingurinn Jóhann Pétur til að temja hross á þeim árum, en hann ílentist þannig að 1988 eru þau Halldóra saman komin inn í búreksturinn og taka alfarið við 1993. Þá voru engin hross eftir á bænum! Íbúðarhúsið var stækkað árið 1995 og því skipt í tvær íbúðir og búa Ragnar og Rósa í suður- hluta þess. Þau sjá um afgreiðslu ferjunnar Baldurs sem siglir frá Stykkishólmi til Brjánslækjar, alla daga. Býli? Brjánslækur á Barðaströnd. Staðsett í sveit? Við þjóðveg 62 í Vatnsfirði – þar sem ferjan Baldur kemur. Ábúendur og fjölskyldustærð? Halldóra Ingibjörg Ragnarsdóttir og Jóhann Pétur Ágústsson. Fimm börn, Markús Ingi 18 ára í skóla í Reykjavík, Ágúst Vilberg 10 ára og 8 ára þríburar Salvar Þór, Jarþrúður Ragna og Þorkell Mar. Border Collie hundarnir Skrámur og Fiðla og kötturinn Björk, sem sér um músaútrýmingar. Stærð jarðar? Brjánslækjartorfan er u.þ.b.23.000 ha að stærð, þar af mikið fjalllendi og kjarrivaxnar hlíðar og m.a.frið- land Vatnsfjarðar. Tegund býlis? Aðallega er um mjólkurframleiðslu að ræða, en einnig aðeins sauðfjár- rækt með. Hrossaræktin vaxandi og gæti farið úr böndunum. Fjöldi búfjár og tegundir? Sauðfjárrækt, auk svolítils æðar- varps. 750 fjár á vetrarfóðrun í vetur og einnig 11 landnámshænur, svo er breytileg tala á æðarfugli, og líka eru 4 hross í hagagöngu fyrir kunningja okkar. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig í Dalsmynni? Allir virkir dagar í skólaárinu byrja á að koma börnunum í skólabílinn og enda á að koma þeim í rúmið og lesa. Dagleg sinning á fé er auðvitað til staðar, annars árstíð- arbundin störf eins og sauðburður, heyskapur, girðingarvinna, jarð- vinnsla o.þ.h. Og svo fara öll haust í að smala og ná saman fé. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Heyskapur í góðri tíð, og þó að sauðburður geti verið lýjandi er hann skemmtilegur og svo fjár- ragið á haustin, þegar afraksturinn kemur í ljós. En leiðinlegast er að taka skít út úr elstu fjárhúsunum, þar sem kjallararnir taka ekki nema hálfan veturinn! Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Á góðu rennsli ! Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Ef vel tekst til við að ná tökum á efnahagsmálum þjóðarinnar á hann bjarta framtíð. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Að lagðar séu áherslur á sérstöðu Íslands, gagnvart hreinleika lands og ómengaðs vatns. Hver teljið þið að helstu tæki- færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Við gætum komist langt á hreinni náttúru, lömb sem ganga frjáls á fjöllum og kúm sem leika við hvurn sinn fingur. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur, egg, ávextir, AB-mjólk og Dala-feta ostur. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Soðið heimagert kjötfars hjá börn- unum en fátt er betra en ærfram- hryggjavöðvar, kryddaðir og grill- aðir af húsbóndanum! Eftirminnilegast atvikið við bústörfin? Þegar 1000 lamba markinu var náð! Og þegar flatgryfjan var orðin að fjárhúsum með gjafa- grindum. 5 6 9 2 6 4 9 3 7 1 3 6 8 2 7 8 1 9 7 8 4 5 2 3 6 4 9 5 7 2 3 7 2 4 5 8 7 2 9 4 5 1 8 6 2 3 9 7 1 8 3 7 5 8 4 2 1 9 6 2 8 2 1 4 5 9 7 3 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn- ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku.com og þar er einn- ig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Líf og lyst Matarmiklar brauðbollur með maískjúklingasúpu Súpur eru himneskar í lögun því í flestum tilfellum eru þær ótrúlega einfaldar og ef maður er með gott hráefni og réttu kryddin þá getur góð súpumáltíð vart klikkað. Það sem toppar þó hverja slíka mál- tíð er nýbakað brauð með og það sem er einnig svo skemmtilegt við brauðgerðina er að hægt er að blanda ýmsu bragðaukandi við deigið til að hver og einn fái sína bestu útkomu. Súpubrauð með ab-mjólk 12-18 stk. 25 g ferskt pressuger eða 1 tsk. þurrger 5 dl volgt vatn 3 dl ab-mjólk 1-2 tsk. sjávarsalt 250 g durumhveiti 500-600 g hveiti Aðferð: Velgið vatnið og hrærið gerið út í. Bætið ab-mjólkinni og saltinu saman við. Hrærið hveitið smátt og smátt saman við (deigið er frekar þunnt). Leggið plastfilmu yfir skál- ina og látið hana standa í kæli í 6-8 tíma (eða við stofuhita í klukku- tíma.) Setjið deigið í múffuform og látið standa við stofuhita í klukku- stund. (Ef notaðir eru múffubakk- ar með hólfum þarf að smyrja þau vel fyrst.) Bakið við 230°C í 15-20 mínútur. Berið fram með góðri súpu og ef til vill pestói. Kjúklingasúpa með maís 1 kjúklingur, hlutaður niður í 4 parta 1 l vatn 1 laukur stór, saxaður 8-10 stk. piparkorn 2 tsk. salt 8-10 stk. saffran þræðir 6 maískólfar eða 7-8 dl. frosnar maísbaunir 3 sellerístönglar, saxaðir 125 g eggjanúðlur 1 dl steinselja 2-3 egg harðsoðin Aðferð: Sjóðið kjúklinginn í vatni ásamt lauk, svörtum pipar, salti og saffran í eina klukkustund. Takið kjúkling- inn upp úr og takið kjötið af bein- unum. Takið baunirnar af tveim- ur maískólfum og setjið þær út í súpuna. Takið baunirnar af hinum fjórum kólfunum og maukið í mat- vinnsluvél og bætið í súpuna. Það er gott að hafa smjörpappír undir svo ekkert fari til spillis þegar þið náið baununum utan af. Ef þið notið frystar maísbaunir þá setjið þið þrjá desilítra af heilum baunum út í súpuna og maukið afganginn. Bætið nú selleríi útí ásamt núðl- um og kjúklingi og sjóðið í 10 til 15 mínútur. Ausið á diska og setjið hálft egg og steinselju á hvern disk. Af www.gestgjafinn.is ehg MATUR Brjánslækur á Barðaströnd Bærinn okkar Ágúst Vilberg situr á lambinu sem náðist í eftirleitum. Þríburarnir frá vinstri: Jarþrúður Ragna, Þorkell Mar og Salvar Þór til hægri. Auðvelt er að bæta við grunnuppskriftina að súpubrauðinu til dæmis kryddjurtum, fetaosti eða söxuðum ólífum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.