Bændablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | fimmtudagur 26. febrúar 2009
Málgagn bænda og landsbyggðar
LOKAORÐIN
Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði.
Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu.
Árgangurinn kostar kr. 5.400 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.400.
Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands.
Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 –
Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. th@bondi.is – Sími: 563 0375 – Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is –
Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is – Matthías Eggertsson me@bondi.is
Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf.
Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is
Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621
Íslandssagan
– taka tvö
Ég fjallaði á þessum stað fyrir
hálfum mánuði um að Íslands-
sagan sé okkur enn hugstæð eins
og sjá mátti í nýlegum verð-
launaveitingum, annars vegar
bókmenntaverðlaunin sem komu
í hlut Einars Kárasonar fyrir
bókina Ofsi þar sem hann fjallar
um Sturlungaöld, hins vegar
Eyrarrósin, menningarverðlaun
sem veitt voru Landnámssetrinu í
Borgarnesi fyrir að halda vel utan
um sögu Egils Skallagrímssonar
og frænda hans.
Enn klappa ég þann steininn
og nú vegna þess að ég legði leið
mína í Þjóðminjasafnið um síð-
ustu helgi. Þar voru tvær sýningar
sem hvor um sig bregður ljósi á
Íslandssöguna, hvor með sínum
hætti, en báðar jafnáhugaverðar.
Önnur sýningin heitir Endur-
fundir en þar má sjá ýmsa gripi
og annan fróðleik sem komið
hefur upp úr jörðinni við forn-
leifagröft undanfarinna ára. Það
hefur ekki farið framhjá neinum
hversu mikil gróska hefur verið
í fornleifagreftri vítt og breitt
um landið. Þetta má að verulegu
leyti þakka Kristnihátíðarsjóði
sem stofnaður var um aldamótin
en hefur nú runnið skeið sitt á
enda. Eins og nú árar er tæplega
von til þess að gert verði á næst-
unni jafnhöfðinglegt stórátak
og Kristnihátíðarsjóður hafði í
för með sér. Þess er þó engu að
síður full þörf því eins og sjá
má á sýningunni Endurfundir
hafa fornleifafræðingar verið
að endurskrifa Íslandssöguna í
veigamiklum atriðum með upp-
greftri sínum undanfarin ár.
Það spillir svo ekki fyrir að
lesa texta stílsnillingsins Péturs
Gunnarssonar sem fylgir sýning-
argripunum. Hann hefur einstakt
lag á að sýna hlutina í óvæntu
ljósi og tengja fortíð og nútíð
þannig að ekki sér saumfar á.
Hin sýningin sem nú hangir
uppi nefnist Þrælkun, þroski þrá?
en þar gefur að líta ljósmyndir
af ungum drengjum sem sendir
voru út á sjó með feðrum sínum á
fyrrihluta síðustu aldar. Þar er velt
upp spurningum um það hvort
þarna hafi börnum verið þrælað
út eða hvort þetta hafi bara aukið
og dýpkað þroska þeirra. Þessi
sýning tengist annarri sem hékk
uppi í fyrra, að mig minnir, en þá
var myndefnið sumarvinna barna
í sveitum landsins.
Yðar einlægur varð dálítið
hugsi eftir þessa heimsókn í
Bogasalinn og eflaust gætu bæði
bændur og sjómenn haft gott og
gaman af að skoða þessa sýn-
ingu. Sem gamalt borgarbarn í
sveit og unglingur á togara get ég
borið um að sú reynsla var mér
dýrmæt og í flesta staði jákvæð.
Ekki er þó víst að svo hafi verið
um alla þá sem sendir voru að
heiman, eða neyddust til að fylgja
föður sínum í vinnuna sem svo
vildi til að var um borð í togara.
Svo er það enn önnur spurning
hvernig það tengist umræðunni
um barnaþrælkun sem orðin er
útbreidd á heimsvísu. –ÞH
VORIÐ NÁLGAST, með þeim verkum sem
því fylgja. Eftir aðeins nokkrar vikur
verður farið að sá byggi, en ræktun þess
hefur fest sig mjög í sessi síðustu árin,
sem betur fer. Þessa dagana eru áburð-
arverðlistar að birtast bændum, verulegar
hækkanir eru kynntar, þó auðvitað hafi
allir væntingar um að þær hækkanir gangi
eitthvað til baka, til dæmis vegna geng-
isþróunar. Margir óttast að erfitt verði að
fjármagna áburðarkaupin. Margir bænd-
ur hafa samband við Bændasamtökin og
búgreinafélög sín vegna þessa. Úrræðin
eru því miður ekki mikið á valdi þessara
samtaka. Þó er allt gert sem hægt er til
þess að hvetja ríki og bankastofnanir til
þess að koma til móts við bændur.
Við vitum ekki betur á þessu stigi
málsins en að bankarnir geri hvað þeir
geti til þess að leysa málið og við vitum
að bankamenn skilja samhengið milli
greiðsluflæðis frá búunum og áburð-
ar. Mikilvægt er að huga vel að öllum
kostum við áburðarkaupin. Tilboðin eru
mörg og möguleikar á samningum geta
vafalaust verið margvíslegir.
Þó að áburðarkaup verði mörgum erf-
iður biti á þessu vori er samt tæplega
kostur í stöðunni að minnka verulega
notkun hans eða sleppa. Flestir bænd-
ur geta þó nýtt búfjáráburð betur. Með
bættri meðferð hans og vali á dreif-
ingartíma má ná betri nýtingu. Rétt
er að benda á erindi sem flutt voru á
Fræðaþingi um nýtingu búfjáráburð-
ar. Frá Landbúnaðarháskólanum kemur
einnig hvatning til þess að bændur nýti
sér í meira mæli niturbindandi belgjurtir.
Ráðunautar búnaðarsambanda eru búnir
til að vera bændum til aðstoðar við áætl-
anagerð og er ástæða til að hvetja bænd-
ur til að nýta þá ráðgjöf en miðað er við
að hún verði á einstaklingsgrundvelli.
Bændasamtökin hafa vegna þessa þegar
varið fjármunum til eflingar á jarðrækt-
arráðgjöf í þessu árferði.
Áburðaverð er vandi sem allir notend-
ur áburðar standa nú frammi fyrir, ekki
bara á Íslandi. Sérstakur vandi okkar er
erfitt efnahagsástand og lausafjárskortur.
Teikn eru um að áburðarsala í nágranna-
löndum okkar dragist saman. Vafalaust
verður svo hér. Áhugi er á byggingu á
áburðarverksmiðju á Íslandi. Unnar hafa
verið hagkvæmisathugarnir á verksmiðju
sem myndi byggjast á svipaðri tækni-
lausn og gamla verksmiðjan í Gufunesi.
Notkun rafgreiningar við framleiðslu
á köfnunarefnisáburði virðist ekki við
núverandi aðstæður geta keppt í verði
við áburð framleiddan með jarðgasi.
Verð á jarðgasi og olíu hefur nú fallið og
gert slíkan kost enn erfiðari en áður. Þá
er veruleg stærðarhagkvæmni í áburð-
arframleiðslu, verksmiðja sem eingöngu
byggðist á innlendum áburðarmarkaði er
því tæplega kostur. Þar yrðu að koma til
önnur sjónarmið sem tengdust sjálfstæði
okkar í fæðuöflunarmálum.
Í vor er nauðsynlegt að menn taki yfir-
vegaðar ákvarðanir og spari sér ekki til
skaða en á hinn bóginn verða menn að
hafa allar klær úti til að nýta þessi mik-
ilvægu aðföng sem áburður er eins vel og
kostur er. Gera má ráð fyrir að komandi
Búnaðarþing ræði hvað samtök bænda
geta gert til þess að greiða úr málum í
þessu samhengi og varðandi fjármögn-
unarvanda almennt. Við væntum þess
einnig og teljum okkur vita að stjórnvöld
sýni því sérstakan skilning nú að mat-
vælaframleiðslu verður að tryggja í land-
inu. Þetta er það sem hægt er að segja um
áburðarmál nú, vonandi munu fleiri taka
til máls um þetta málefni.
E.Bl.
Áburður
Búnaðarþing verður sett sunnu-
daginn 1. mars næstkomandi
klukkan 13.30 í Súlnasal á Hótel
Sögu. Haraldur Benediktsson
formaður Bændasamtaka Íslands
flytur opnunarávarp en yfirskrift
setningarathafnarinnar að þessu
sinni verður „Treystum á land-
búnaðinn“. Emma Eyþórsdóttir
dósent við Landbúnaðarháskóla
Íslands mun flytja hátíðarræðu
við setninguna og Steingrímur J.
Sigfússon sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra mun sömuleiðis
ávarpa samkomuna. Ráðherrann
mun svo veita landbúnaðarverð-
launin fyrir árið 2009.
Tónlistarflutningur verður í
fyrirrúmi á hátíðardagskránni og
mun kvennakórinn Embla syngja.
Sömuleiðis mun tríó skipað þeim
Patrycju B Szalkowicz Mochola,
Elvu Björk Magnúsdóttur og
Ingileif Egilsdóttur flytja nokkur
lög en þær spila á tvær flautur og
klarinett. Allir bændur eru boðnir
velkomnir á setningarathöfn þings-
ins.
Styttra og snarpara þing
Ákveðið var að stytta Búnaðarþing
um einn dag í ár og mun það standa
frá sunnudegi til miðvikudagseft-
irmiðdags. Því verður þingfund-
ur settur strax á sunnudegi eftir
setningarathöfnina. Talsverður
fjölda mála liggur fyrir þinginu
og má búast við að umræður um
Evrópusambandsmál verði fyr-
irferðarmiklar. Búnaðarþing álykt-
aði síðast sérstaklega um mögulega
aðild að Evrópusambandinu árið
2003. Ljóst er að allur þorri bænda
leggst einarður gegn aðild og í ljósi
umræðu um málið á síðustu miss-
erum mun Búnaðarþing taka til
þess afstöðu á nýjan leik. Jafnframt
má gera ráð fyrir að umfangsmikil
umræða fari fram um rekstrarum-
hverfi íslensks landbúnaðar en þar
er rekstrarvandinn verulegur nú um
stundir. Í því samhengi má nefna að
fyrir þinginu liggja mál sem fjalla
um Bjargráðasjóð, búnaðargjald,
raforkuverð og fjármagnskostnað
auk annarra tengdra mála.
Treystum á landbúnaðinn
Í viðtali við Harald Benediktsson
hér í blaðinu telur hann ljóst að
bændur muni ekki takast á innbyrðis
á þessu þingi heldur beina kröftum
sínum að því að takast á við þá erf-
iðleika sem greinin stendur frammi
fyrir. Búnaðarþing er nú haldið í
aðdraganda Alþingiskosninga og
á tímum þar sem vandi íslensku
þjóðarinnar er mikill. Því má ljóst
vera að eftir ályktunum og niður-
stöðum Búnaðarþings verður tekið.
Það er afar mikilvægt að þeir sem
munu stýra þjóðarskútunni á næstu
árum opni augun til fulls fyrir því
geysilega mikilvæga hlutverki sem
íslenskur landbúnaður gegnir við
að brauðfæða þjóðina, viðhalda
byggð og viðhalda atvinnu um allt
land. Bændur þurfa því að standa
saman nú sem aldrei fyrr og treysta
á landbúnaðinn.
fr
„Treystum á landbúnaðinn“
Búnaðarþing 2009 verður sett á sunnudaginn
LEIÐARINN