Bændablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 31
31 Bændablaðið | fimmtudagur 26. febrúar 2009 Ástir og örlög, kristni og heiðni, víkingar og indíánar, gleði og sorg. Allt kemur þetta fyrir í nýjum rokksöngleik sem Eyfirðingar hafa tekið til sýninga í leik- húsi sínu, Freyvangsleikhúsinu. Söngleikurinn heitir Vínland og er eftir heimamanninn Helga Þórsson í Kristnesi. Auk þess að semja leikritið semur hann, ásamt félögum í hljómsveitinni Helgi og hljóðfæraleikararnir, alla tónlist, smíðaði einnig leikmynd og ásamt eiginkonu sinni, Beate Stormo, hannaði hann búninga, en Beate hefur verið potturinn og pannan í saumaskapnum og naut við það aðstoðar handlaginna saumakvenna úr sveitinni þegar álagið var hvað mest. „Þetta hefur vissulega verið mikil vinna, við höfum ekki gert mikið það sem af er ári nema stúss- ast í þessari sýningu og sinna fjöl- skyldunni. Við höfum ekki tekið að okkur önnur verkefni með enda í mörg horn að líta,“ segir Helgi. Bændablaðið renndi fram í Kristnes á frumsýningardaginn og spjallaði við þau Helga og Beate. Þó svo fáir tímar væru í frumsýningu kváð- ust þau rólegheitin uppmáluð, en Helgi brenndi diska með tónlist úr verkinu í gríð og erg og kom fyrir í umslögum. „Það er gott að hafa eitthvað að sýsla, maður er þá ekki gangandi stöðugt um gólf að hugsa um það sem betur hefði mátt fara.“ Fyrir um tveimur árum las Helgi Íslendingasögur og segist hafa orðið hugfanginn af Eiríks sögu rauða og Grænlendingasögu. „Í þessum sögum eru atburðir sem margir kannast eitthvað við, mismikið þó, því það sem matreitt er ofan í íslensk grunnskólabörn hefur töluvert verið ritskoðað,“ segir hann, og ekki síður hafi þeir sem unnu við ritun sagn- anna í munkaklaustrum á þrettándu öld verið ritskoðaðir. „Það er greini- legt að ritarar hafa verið hugfangn- ir af verkefninu, en maður skynjar líka sterkt að þeim er gert að halda kostum kristninnar á lofti á kostnað heiðninnar,“ segir Helgi. Eftir lesturinn skrifaði hann grunninn að verkinu og hefur síðan unnið að því hörðum höndum að koma því á framfæri. „Það hefur kostað blóð, svita og tár,“ segir hann, en markmiðinu var náð þegar Freyvangsleikhúsið ákvað að taka verkið upp á sína arma. Söngprufur voru í nóvember, ráðið var í hlut- verk og æfingar fóru lítillega af stað fyrir jólin, en kraftur var svo settur í þær eftir áramót. Alls saumaðir um 30 búningar Helgi hefur verið liðtækur leikari hjá Freyvangsleikhúsinu um árin, en stígur ekki á svið í verki sínu, honum þótti það ekki passa. „Það er líka ærið nóg að gera í öðru,“ segir hann og kveðst í raun undr- andi yfir öllum þeim handtökum sem inna þurfi af hendi til að koma upp einni sýningu. Beate kom sér fyrir í fundarher- bergi í Freyvangsleikhúsinu. „Það hefur allt verið undirlagt af sauma- skap síðustu vikur,“ segir hún, en alls voru saumaðir um 30 búningar fyrir sýninguna. „Það er nánast allt saumað nema brækur og sokkar.“ Þá hafa þau einnig útbúið vopn fyrir sýninguna sem og aðra leik- muni. „Við höfum verið að smíða sverð og axir og fleiri vopn en ein- hverju var líka smalað saman hér í sveitinni,“ segja þau. Beate hefur ekki áður tekið þátt í störfum Freyvangsleikhússins, en hefur haft gaman af. Hún hefur mikið unnið við saumaskap og tvö síðastliðin ár hafa þau hjón efnt til tískusýninga sem notið hafa vinsælda og sýna þá heimasaum- aðan og -hannaðan fatnað; Eyfirsku tískuna. Beate hefur um árabil tekið þátt í störfum Gásahópsins og er tjaldbúðameistari hans, en hópurinn hefur árlega haldið Miðaldadaga að Gásum í Hörgárbyggð. Þá saumar hún einnig búninga fyrir skautafólk á Akureyri, brúðar- og árshátíða- kjóla, en að auki fæst hún við eld- smíði í gamalli hlöðu við Kristnes. Bæði vinna þau heima við og sinna líka tómstundabúskap eins og þau kalla það, eiga þrjár geitur og einn hafur, 8 kindur og 14 íslenskar landnámshænur. Þá eru þau líka með kanínur, bæði loðkanínur og holdakanínur en ein slík, Ljósapera að nafni, er týnd og þótti Helga ekki úr vegi að auglýsa eftir henni í Bændablaðinu! Eins hafa þau sinnt garðyrkjustörfum og grisjun skóga. Fjallar umfram allt um mennskuna Um Vínland segir í tilkynningu að verkið sé byggt á fornri íslenskri arfleifð, það gerist á tímum vík- inga meðal norrænna manna í Grænlandi, en sögusviðið færist líka yfir til Vínlands í Ameríku. Þó svo að ástir og örlög, kristni og heiðni, víkingar og indíánar komi við sögu fjalli verkið þó umfram allt um mennskuna, sem ætíð sé söm við sig um aldirnar. Spenna og ástríður setja svip sinn á verkið, en gamansemin svífur yfir vötnum út í gegn. Yfirbragðið er dálítið villt og fantasían ræður meiru en eintómur raunveruleiki fornaldar, þá leggur höfundur mikið upp úr glæsileika og kynþokka. „Þetta hefur verið mjög skemmti legur tími, það er gaman að taka þátt í sýningu sem við eigum svona mikið í, sjá hana taka breyt- ingum og þróast og fá að vera með puttana í þessu öllu. Þannig að við hlökkum bara til að sjá hverjar við- tökurnar verða,“ segja þau Beate og Helgi. MÞÞ Tómstundabændurnir Helgi og Beate í Kristnesi leggja sitt af mörkum til leiklistarlífsins „Þetta hefur kostað blóð, svita og tár!“ Svipmyndir úr sýningu Freyvangs- leikhússins á söngleiknum Vínland eftir Helga Þórsson, teknar á æf- ingu. Hjónin í Kristnesi, Helgi Þórsson og Beate Stormo bera hitann og þungann af sýningunni. Meistaradeildin komin á fullt Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum er hafin af fullum krafti. Um er að ræða mótaröð þar sem keppt er á hálfs mánaðar fresti yfir vetrartímann í fjölbreyttum greinum hestaíþrótta. Tvö mót hafa þegar farið fram; fyrst hraðafimi, þar sem Eyjólfur Þorsteinsson og Stúfur frá Miðkoti báru sigur úr býtum og svo fjór- gangur, þar sem Sigurður Sigurðarson og Suðri frá Holtsmúla sigruðu eftir harða og spennandi keppni. Meistaradeildin er bæði liðakeppni og einstaklings- keppni, en sjö lið taka þátt og skipa þrír knapar hvert lið. Eftir fyrstu tvö mótin leiðir lið Málningar keppn- ina með 85 stig, en lið Skúfslækjar kemur næst með 72 stig. Áðurnefndir sigurvegarar, þeir Eyjólfur og Sigurður, sitja í fyrsta og öðru sæti í einstaklings- keppninni eins og er með 17 og 12 stig. Næsta mót í Meistaradeildinni verður haldið fimmtudaginn 5. mars nk. í Ölfushöllinni og þar verður keppt í slak- taumatölti. HGG Sigurður Sigurðarson og Suðri frá Holtsmúla sigruðu fjórganginn. Mynd | ÖK Þjónustuauglýsingar ● Þjónustuauglýsingar ● Þjónustuauglýsingar ● Þjónustuauglýsingar ● Þjónustuauglýsingar Til sölu Polaris X2500 2007 árg, ekið 890km Aukahlutir framstuðari, afturstuðari,hiti í handföng,mjög vel með farið Áhvílandi ca. 1,400. (ísl lán) ca 30 þús. á mán, fæst á yfirtökuUppl: 891-7976 Búhagur ehf Skarði Við tökum að okkur smíðar á: ● Pípuhliðum ● Hringgerðum ● Innréttingum í útihús ● Handriðum ● O.fl. úr járni sem þig vanhagar um Sími:4351391 8921391 skard@vesturland.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.