Bændablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 19
BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS  26. FEBRÚAR 200919 Nautgriparækt Markmið búfjárkynbóta er að viðhalda erfðaframförum til langs tíma en jafnframt að við- halda erfðabreytileikanum, sem er forsenda þess að úrval skili árangri. Samfara úrvali er líklegt og næsta óhjákvæmilegt að inn- byrðis skyldleiki í erfðahópnum aukist vegna þess að kynbótagildi er metið á grundvelli allra til- tækra upplýsinga um gripinn sjálfan og alla þekkta áa hans. Það er mikilvægt í þessu sam- hengi að gera sér grein fyrir því að allir gripir sem notaðir eru til undaneldis í hinu sameiginlega kynbótastarfi eiga þar með var- anlega hlutdeild í erfðavísasafni framtíðarinnar. Þetta köllum við erfðaframlag (ri) viðkomandi grips, þ.e. hlutdeild erfðavísa viðkomandi grips í erfðahópnum á hverjum tíma. Því færri gripi sem við notum sem foreldra hverrar kynslóðar, því meiri verður erfðahlutdeild þeirra og innbyrðis skyldleiki, og því aukin hætta á skyldleikarækt- araukningu í stofninum. Árangur kynbótanna á hverjum tíma ræðst fyrst og fremst af erfða- fræðilegum yfirburðum kynbóta- gripanna sem notaðir eru á hverjum tíma. Erfðafræðilegir yfirburðir (ai) hvers einstaklings ráðast af þeirri erfðadreifni sem verður til við hinn tilviljanakennda aðskilnað og stöð- uga uppstokkun litninganna við kynfrumumyndunina og er nefnd Mendelsk slembihrif. Þær erfðaframfarir sem verða á hverjum tíma, oft táknaðar með ΔG, ráðast því af erfðafræðilegum yfir- burðum kynbótagripanna og hlut- deild erfðavísa þeirra í stofninum, m.ö.o. ættu erfðaframfarirnar að verða því meiri sem erfðahlutdeild öflugustu kynbótagripanna verður meiri. Á þessu er þó sá hængur að skyldleikaræktaraukningin, sem alla jafna dregur úr erfðafram- förunum, er fall af erfðahlutdeild einstakra gripa í stofninum, eins og fram kemur hér að framan. Við skipulag kynbótastarfsins er því mikilvægt að gera sér grein fyrir hvernig unnt er að tvinna saman langtíma erfðaframfarir en jafn- framt halda skyldleikaaukningunni eins mikið niðri og mögulegt er. Kynbótagildi hvers grips ræðst af kynbótagildi foreldranna og eigin erfðayfirburðum viðkomandi grips (ai) Ki =½(Km + Kf )+ai þar sem: Ki = kynbótagildi einstaklings Km ; Kf = kynbótagildi foreldra ai = eigin erfðayfirburðir ai = Ki -½(Km + Kf) Þegar mat á kynbótagildi liggur fyrir er unnt að beita mismunandi aðferðum við að velja kynbóta- gripina til framhaldsnotkunar. Hin hefðbundna aðferð hefur verið að velja til framhaldsnotkunar alla þá gripi sem uppfylla lágmarks kröfur, án tillits til þess hvað matið endur- speglar, og hámarka notkun þeirra til samræmis við gildandi kyn- bótaskipulag. Á undaförnum árum hefur í vaxandi mæli verið vikið frá þessari aðferð og í stað þess eru kynbótagripirnir valdir til fram- haldsnotkunar bæði með hliðsjón af lágmarks kröfum og hversu skyldir þeir eru stofninum. Með þessu móti verður ekki um hámarksnotkun ein- stakra kynbótagripa að ræða held- ur ákjósanlegustu notkun miðað við gildandi kynbótaskipulag. Eftirfarandi atriði lýsa í stuttu máli mismuni þessara aðferða: „Stýft“ úrval – Allir einstaklingar með fyrirfram ákveðna lágmarks kynbótaein- kunn valdir. – Allir kynbótagripir notaðir eins og hægt er. – Kynbótaskipulagið staðlað og ákjósanlegasta niðurstaða í raun valin fyrirfram. – Kynbótalegir yfirburðir háðir (ai) einstaklingsins og EBV foreldra. Gripir með ai< o geta verið valdir til kynbóta vegna kynbótalegra yfirburða foreldra. „Ákjósanlegasta“ úrval – Úrvalið er í eðli sínu tvíhliða og tekur samtímis tillit til erfða- framfara og lágmörkunar skyld- leikaræktar. – Notkun kynbótagripa í hlutfalli við kynbótagildi og skyldleika við erfðahópinn. – Ákjósanlegustu einstaklingarnir notaðir eins og hægt er. – Kynbótaskipulagið breytilegt, niðurstaðan er ekki ákveðin fyr- irfram. – Kynbótalegir yfirburðir einvörð- ungu háðir (ai). Tryggt að aðeins þeir kynbótagripir sem hafa ai> o verði valdir til undaneldis. Til langframa skila úrvals- aðferðir, sem byggja á forsendum um „ákjósanlegasta“ úrval, bestum árangri, bæði með tilliti til erfða- framfara og viðhalds erfðabreyti- leikans. MBJ, GEH Kynbætur nautgripa – mismunandi úrvalsaðferðir Reynd naut í notkun á Nautastöð BÍ Ný Nautaskrá mun ekki koma út fyrr en að loknum útreikningum á kynbótamati fyrir alla gripi í núverandi ætternisskrá BÍ. Vegna breytinga og endurbóta á skráningarkerfi nautgriparæktarinnar getur það dregist nokkuð. Þessvegna er hér birt yfirlit yfir þau kynbótanaut sem ákveð- ið var að nota sem reynd naut þar til að endanlegri vinnslu er lokið. Ákvörðunin er byggð á eldra mati og bráðabirgðamati sem unnið var um síðustu áramót eftir þeim gögnum sem þá lágu fyrir. Ætla má að lokaniðurstöður kynbótamatsins liggi fyrir um næstu mánaðamót og þá verða gerðir nýir nautsmæðralistar og gefin út ný Nautaskrá. Af þeim nautum sem kynnt voru í Nautaskrá BÍ síðastliðið sumar verða eftirtalin notuð áfram: Gangandi 99-035, Náttfari 00-035, Húsi 01-001, Taumur 01-024, Spotti 01-028, Kappi 01-031, Giljagaur 01-032, Stokkur 01-035 og Villingur 01-036. Varðandi upplýsingar um þessi naut er vísað til Nautaskrárinnar. Úr nautaárgangi 2002 var ákveðið að taka eftirtalin naut til fram- haldsnotkunar: Glæðir 02-001, Lykill 02-003, Alfons 02-008 og Skurð ur 02-012. Sendill 02-013, Ófeigur 02-016, Pontíus 02-028, Flói 02029, Skjanni 02-030, Fleygur 02-031, Síríus 02-032 og Aðall 02-039. Varðandi frekari upplýsingar um þessi naut er vísað til Nauta- skrár innar og til greinar sem birtist hér í Bændablaðinu. Þessi ákvörð- un getur breyst þegar fyllri upplýsingar liggja fyrir. Þá var einnig ákveðið að nú tímabundið yrðu eftirtalin naut notuð sem nautsfeður: Kappi 01031 frá Steinsholti. F: Völsungur 94006 M: Bogga 377, Mf. Búi 89017. Lykill 02003 frá Hæli. F. Kaðall 94017, M. Skrá 267 Mf. Listi 86002. Skurður 02012 frá Stóru-Mörk. F. Kaðall 94017 M. Lífgjöf 140 Mf. Holti 88017. Pontíus 02028 frá Tröð. F. Punktur 94032 Mf. Ólína Mf. Óli 88002. Flói 02029 frá Brúnastöðum. F. Kaðall 94017 M. Orka 196 Mf. Búi 89017. Aðall 02039 frá Miðhvammi. F. Völsungur 94006 M. Drottning 48 Mf. Holti 89017. MBJ/GEH/SE Sáðvara í miklu úrvali Grasfræ Vallarfoxgras Vega Vallarfoxgras Grindstad Vallarfoxgras Engmo Vallarsveifgras Sobra Vallarsveifgras Balin Túnvingull Gondolin Stólpablanda I Fyrir kýr Stólpablanda II Fyrir fé og beit Rauðsmári Bjursele Bygg til þroska Bygg 6 raða Olsok Bygg 6 raða Tiril Bygg 6 raða Jyvä Bygg 2 raða Filippa Bygg 2 raða Minttu Bygg 2 raða Rekyl Grænfóðurfræ Fjölært rýgresi Tetramax (Ferlitna) Fjölært rýgresi Bargala (Ferlitna) Sumarrýgresi Barspectra Sumarrýgresi Andy Vetrarrýgresi Dasas Vetrarrýgresi Barmultra Sumarrepja Pluto Vetrarrepja Barcoli Fóðurmergkál Grüner Angeliter Grænfóðurhafrar Belinda Sumarhafrar Svala Hafrar til þroska Cilla Ertur Faust Ertur Rocket Fóðurnæpa Samson 480 5600 Nýr verðlisti kominn á heimasíðu okkar www.landstolpi.is li i i i í .l l i.i

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.