Bændablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 13
13 Bændablaðið | fimmtudagur 26. febrúar 2009 Calforte Tafarlaus stuðningur við ónæmiskerfi nýborinna kálfa • Styrkir strax ónæmiskerfi kálfsins. • Bætir við broddinn verndandi próteinum, vítamínum og örverum sem bæta meltinguna. • Protimax: sérhæfð eggjaprótein sem gefa næringu og styrkja ónæmiskerfið. • Tryggir góða meltingu á mjólk fyrstu dagana frá burði. PERFEXAN Calforte Með notkun á Calforte styrkist ónæmiskerfi kálfsins hratt og vel. Calforte inniheldur „Protimax“ fæðubótarefni unnið úr eggjapróteinum. Þetta efni inniheldur sérhæfð eggjaprótein sem gefa næringu og styrkja ónæmiskerfið. Mjólkursýrugerlarnir styðja myndun á heilbrigðri þarmaflóru. Korngörðum 5 • sími: 540 1100 • www.lifland.is Suðursvæðinu og Norðursvæðinu. Niðurstöður leiða ennfremur í ljós að marktækur munur er á verðþróun milli Suðursvæðisins og Norðursvæðisins. Verðmyndun á jörðum á Suður- svæðinu einkennist mest af vaxandi áhrifum fjarlægðar frá höfuðborg- arsvæði, hlunninda og fasteigna- mats húsa. Áhrif framangreindra eiginleika eru meiri síðara tímabil- ið en það fyrra. Áhrif hlunninda á verðmyndun jarða eru hátt í tvöfalt hlunnindamat og bendir það til að fjárfest sé í jörðum í auknum mæli í öðrum tilgangi en til að stunda landbúnað. Fjarlægð frá höfuðborg- arsvæði og hlunnindi virðast ekki skipta máli fyrir verðmyndun á Norðursvæðinu. Áhrif fasteigna- mats húsakosts fara vaxandi milli tímabilanna en eru miklu minni en á Suðursvæðinu. Áhrif fjarlægðar frá byggðakjarna (hér var bætt við sjö byggðakjörnum auk Reykjavíkur) eru jákvæð öfugt við það sem búist var við og gefa til kynna að stað- setning fjær byggðakjarna sé meira virði en staðsetning í nágrenni við byggðakjarna. Ræktun hefur jákvæð áhrif á virði lands og stærð jarða skiptir máli fyrir verðmynd- un á landi á Norðursvæðinu. Þessir eiginleikar eru tengdir framleiðni lands og skipta máli fyrir verð- myndun jarða undir landbúnaðar- starfsemi. Skýring á miklu verðbili milli svæða Verðmyndun á jörðum og land- spildum síðari hluta tímabilsins eða frá 2005-2007 einkennist af gríðarlegum verðhækkunum á Suðursvæðinu. Kolfinna segir að kenningar um efnahagslega upp- byggingu svæða geri ráð fyrir að verð á landi sé hæst næst borgum vegna samkeppni um staðsetningu. Mikil þéttbýlismyndun geti síðan leitt af sér andborgarmyndun. Á allra síðustu árum hafa komið fram einkenni andborgarmyndunar á Íslandi. Ástæður andborgarmynd- unar skýra að hluta til eftirspurn eftir öðrum eiginleikum lands sem ekki tengjast framleiðni til land- búnaðar. Hér er því komin mögu- leg skýring á miklu verðbili sem myndast milli Suðursvæðisins og Norðursvæðisins frá og með árinu 2005. Erlendar rannsóknir hafa leitt í ljós að mismunandi eiginleikar hafa áhrif á verðmyndun eftir því hvort um er að ræða viðskipti með land til landbúnaðarnota eða til dvalar eða búsetu utan við borgir. Mikill verðmunur myndast því á landi sem dvalarstað og landi sem notað er undir landbúnað. Áhrif fjarlægð- ar frá höfuðborgarsvæðinu aukast mikið milli tímabila en ná ekki til landshluta á Norðursvæðinu. Aukin áhersla á land til dvalar og búsetu birtist í mikilli aukningu á áhrifum fasteignamats húsa á verðmyndun á Suðursvæðinu. Kolfinna segir í lokin að þrátt fyrir mikið verðbil milli svæða þá verði að hafa í huga að einn- ig komi fram hlutfallslega miklar verðhækkanir á Norðursvæðinu og verð sé hærra þar á síðari hluta tímabilsins en því fyrra. Þrátt fyrir að fjarlægð frá höfuðborgarsvæð- inu sé ekki talin hafa áhrif á verð- myndun á Norðursvæðinu hafi ótal aðrir eiginleikar áhrif á verðmynd- un lands. Eitt af því sem má hugsa sér er að mikil eftirspurn eftir landi til dvalar og/eða sem vænlegum fjárfestingarkosti vegna hlunninda eða mikilla verðhækkana á mark- aði takmarki framboð á landi til annarra nota. Eftirspurn eftir landi til annarra nota en landbúnaðar leiðir því ekki einungis til hækk- unar á virði þess lands sem spurt er eftir heldur hækkar jafnframt verð á jörðum sem nýttar eru undir land- búnað og ætlunin er að nýta þannig áfram. Samkvæmt því gætu miklar verðhækkanir á Suðursvæðinu haft áhrif til hækkunar á Norðursvæðinu. Kolfinna áréttar að fjöldi eiginleika sem hafa áhrif á verðmyndun jarða sé óendanlegur og þarfir kaupenda og seljenda þar að auki mjög mis- munandi. Spurningakeppni Nem enda fé lags Landbúnaðarháskóla Ís lands, Viskukýrin, var haldin í fimmta sinn á dögunum. Þessi við burður þar sem nemendur, kenn arar og heimamenn etja kappi saman, hefur fest sig ærlega í sessi en yfir 200 manns fylltu sal Land bún að- ar há skól ans þetta kvöld. Salurinn var að vanda skreytt ur í sveitalegum stíl og for láta Bautz AS 120 dráttarvél, árgerð 1952, var komið fyrir í anddyrinu og vakti hún mikinn áhuga gesta. Kálfurinn Viska úr Hvann eyr arfjósi tók á móti gestum og vakti athygli barnanna sem fengu að klappa henni að vild. Lið heimamanna datt út í fyrstu umferð en þeir sigruðu í tvö síð- ustu skipti og því var ljóst að nýjar Viskukýr yrðu krýndar þetta kvöld. Í úrslitaviðureigninni áttust við lið starfsmanna LbhÍ og lið umhverfis- skipulags og í æsispennandi keppn urðu úrslitin þau að lið umhverf- isskipulags bar sigur úr býtum og hlaut Viskukúna fyrir árið 2009. Logi Bergmann Eiðsson, sjón- varpsmaður, stýrði keppninni eins og undanfarin ár og fór hann á kostum þar sem hann gerði grín að bæði keppendum og spurningunum. Einar K. Guðfinnsson, þingmað- ur Norðvesturkjördæmis, afhenti Viskukúna þetta árið og taldi hann skólann vera á réttri braut þegar nemendur væru farnir að vinna kennara sína í spurningakeppni. Nýjar Viskukýr krýndar Sigurliðið. F.v. ívar Snæland, Helga Sigmundsdóttir og Jón Árni Bjarnason. Mynd | Áskell Forsetahundurinn Sámur úr Fljótshlíðinni Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú, heimsóttu Hvolsskóla á Hvolsvelli nýlega. Heimsóknin var farin í til- efni þess að skólinn hlaut Íslensku menntaverðlaunin árið 2008 í flokki skóla sem sinnt hafa vel nýsköpun og farsælu samhengi í fræðslustarfi. Með forsetahjónunum var nýjasti fjölskyldumeðlimurinn á Bessastöðum, hundurinn Sámur, sem er frá Smáratúni í Fljótshlíð. Vel var tekið á móti forsetahjónunum og föruneyti þeirra í Hvolsskóla enda heppnaðist heim- sóknin í alla staði vel. MHH Sámur, nýi forsetahundurinn, vakti mikla athygli í heimsókninni en Ólafur gaf Dorrit hundinn síðasta sumar. Hann er blanda af íslenskum og þýsk- um hundi. Það kom ekki annað til greina en að nefna hann Sám, enda úr Fljótshlíðinni. Hér eru Sámur, Dorrit og Hrafnhildur Hauksdóttir, nemandi skólans.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.