Bændablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | fimmtudagur 26. febrúar 2009 Í þeirri efnahagslegu niðursveiflu sem dunið hefur á Íslandi krepp- ir að öllum atvinnugreinum, fjöl- skyldum og einstaklingum. Þetta á ekki síður við um bændastétt- ina en aðra hópa, og segja má að bændur séu um margt í enn erfiðari stöðu en aðrir í ljósi þess að þar er atvinnurekstur og heimilshald í raun lítt eða ekki sundurgreint. Fjöldi búa um land allt á í miklum rekstrarerfiðleik- um um þessar mundir og alls óvíst að það takist að rétta þann rekstur við. Í skugga þessara erf- iðleika verður Búnaðarþing sett um næstu helgi. Framundan er þungur róður en þó er það svo að í íslenskum landbúnaði felast gríðarmörg tækifæri þessa dag- ana. Almenningsálit er bænd- um hliðhollt og ljóst má vera að Búnaðarþing þarf að senda út skýr skilaboð. Ekki síst er það mikilvægt að bændur sjálfir fái vitneskju um það mikla starf sem unnið hefur verið af for- ystumönnum þeirra frá síðasta Bún aðarþingi. Bændablaðið hitti Har ald Benediktsson og ræddi við hann um verkefni síðasta starfs árs Bændasamtakanna, kom andi Búnaðarþing og stöðu bænda í kreppunni. Forsvarsmenn Bændasamtaka Íslands gengu á fund nýs land- búnaðarráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, nú á dögunum. Erindið var að ræða þá grafalvarlegu stöðu sem bændur standa frammi fyrir með hækkandi aðfangaverði og efnahagslífi í lamasessi. „Við ræddum við hann um skuldastöðu landbúnaðarins og úrræði í málum bænda gagnvart lánastofnunum. Einnig ræddum við almennar aðgerðir Alþingis í málefnum heim- ila og fyrirtækja. Við höfum fengið inn á borð til okkar greiðsluaðlög- unarfrumvörpin og gefið um þau umsögn. Við höfum vakið sérstak- lega athygli á að málum einyrkja, þeirra sem hafa rekstur og heimils- hald á einum og sama reikningnum. Ég vona að stjórnarflokkarnir séu jákvæðir í þá veru að taka svona á málum.“ Munu menn geta borið á? Haraldur segir að bændur um allt land séu nú að velta því fyrir sér hvort þeir geti yfirhöfuð keypt áburð og borið á í sumar. „Við ræddum því við hann um þessar gríðarlegu áburðarverðshækkanir og nauðsyn þess tryggja fjármögnun til kaupa á áburði. Það er ljóst áburðarsalar geta ekki staðið undir fjármögnun í sama mæli og áður. Þeir hafa í ýmsum tilvikum ekki enn fengið áburð frá í fyrra að fullu greiddan og þurfa jafnframt að greiða sínum birgjum fyrr en verið hefur.“ – Var ráðherra spurður hvort hann væri tilbúinn að lýsa yfir því að ríkisbankarnir eigi að koma til móts við bændur m.a. við fjármögn- un á áburðarkaupum? „Hans stakkur er þröngur, hann getur ekki sent ríkisbönkunum bréf og skipað þeim að lána einum hópi umfram öðrum. Það er mikilvægt, og það skilja landbúnaðarráðherra og forsvarsmenn bankanna, eftir að við gegnum á þeirra fund í haust, að það skiptir máli að landbúnaðurinn hafi rekstrarfé. Það skiptir bankana miklu máli að hægt sé að reka búin áfram því að landbúnaðurinn er í þeirri stöðu að hafa greiðsluflæði og það er mikilvægt fyrir bank- ana.“ Traust milli bænda og stjórnvalda Haraldur segir að þriðja stóra atrið- ið, sem rætt var sérstaklega við ráðherra, hafi verið hvort stjórn- völd væru tilbúin til viðræðna um búvörusamninga til þess að bændur öðlist á nýjan leik traust á þeim og hefðu fyrirsjáanleika í rekstri búa sinna. Eftir fjárlagagerðina fyrir jólin þar sem ákvæði samninganna voru að hluta til aftengd er það traust ekki til staðar. Haraldur segir að Bændasamtökin líti svo á að um klárt brot á samningum hafi verið að ræða. „Við höfum á öllum stigum mót- mælt þessum gjörningi og höf um skilað inn lögfræðiáliti um að þetta sé samningabrot. Það er alvarlegt að eftir 25 ára sögu búvörusamn- inga séu þeir brotnir nú og Alþingi ætli ekki að standa við þá. Ráðherra lýsti sig tilbúinn að skoða hvaða möguleikar væru í stöðunni. Við höfum lagt til, í samvinnu við búgreinafélögin sem eiga hlut að máli, ákveðna lausn á málinu. Í því felst í fyrsta lagi að koma botni í skerðinguna á þessu ári. Það er þó mikilvægt að gera sér ljóst að verð- lagsþróun ræður því hvort grípa þarf til þessara skerðingarákvæða sem ákveðin voru í fjárlögum. Í staðinn fengjum við tveggja ára framleng- ingu á alla búvörusamningana og sömuleiðis að þeir tækju að fullu gildi á nýjan leik árið 2011. Þannig næðum við ákveðinni festu og stöð- ugleika í rekstri búanna til lengri tíma en kæmum á sama tíma til móts við kröfur um að allir leggist á eitt til að rétta við efnahagslífið. Við bændur viljum líka leggja okkar af mörkum til að taka á málum í þessu erfiða efnahagsástandi og rétta af ríkissjóð. Á móti þurfum við að fá eitthvað til að ráða við þá skerð- ingu sem við verðum fyrir. En um áherslur í slíkum samningi ræðir væntanlega búnaðarþing. Ef af þessu yrði færi samkomulag sem þetta alltaf í atkvæðagreiðslu meðal bænda og þeir ákveða hvort þeir taka slíkum samningi. Við höfðum hreyft við Einar Kristinn Guðfinnsson þessum hug- myndum sem ég hef rakið hér en það gafst ekki tími til að fara nánar yfir þær. Einar Kristinn hafði tekið jákvætt í þær á sínum tíma.“ Kostnaðarauki upp á tæpa tvo milljarða á tveimur árum Forsvarsmenn bænda funduðu einnig með nýskipaðri landbún- aðarnefnd fyrir skemmstu. Að sögn Haraldar var þar fyrst og fremst rætt um erfiðleika í efnahagslífinu og rekstri búanna. „Það er kosnaðarauki á þessu ári í áburðarkaupum hjá bændum um 700 milljónir króna. Í fyrra var kostnaðaraukinn um 1.200 milljón- ir króna. Þetta eru tæpir tveir millj- arðar á tveimur árum sem kostn- aðarauki landbúnaðarins er vegna áburðarkaupa. Það er augljóst að venjuleg bú standa ekki undir þessu við óbreyttar aðstæður. Við höfum leitað leiða við þessum vanda og meðal annars hreyft þeirri hug- mynd að fá aðstoð Bjargráðasjóðs. Þar eru fjármunir sem bændur eiga. Við höfum ekki mjög margar leiðir til að styðja við bændur. Við vitum að ríkissjóður getur tæplega hlaupið undir bagga. Við megum ekki tala um að það þurfi að hækka verð á afurðum. Annað sem skiptir þar máli er að fjármálaráðherra er að skoða möguleika á tilhliðrun á greiðslu virðisaukaskatts um næstu mánaðamót. Bændasamtökin í spennitreyju Samkeppniseftirlitsins – Hver er þá staða bænda að þínu mati? Hversu mörg bú eru í miklum vandræðum og hvers vegna má ekki tala um afurðaverðshækkun? „Við höfum sagt í vetur að það væru um eitt hundrað bú sem eru í verulegum rekstrarerfiðleikum. Það má segja að eftir síðustu hækk- anir á aðföngum, einkum áburðar- verðshækkanir, að nánast öll bú séu komin með bakið upp að veggnum. Við erum í þeirri sérstöku stöðu að við megum ekki tala, eins og við gerðum í fyrra, að aðfangahækk- unum yrðum við að mæta með hækkunum á verði afurða bænda. Það hefur einkennt þetta starfsár Bændasamtakanna. Bændur upp- lifa okkur því sem við séum ekki að berjast af krafti fyrir þeirra hags- munum. Það er einfaldlega búið að setja okkur í spennitreyju.“ – Hvar stendur þetta mál í dag? „Við höfum sent inn andmæla- skjal og bíðum úrskurðar eft- irlitsins. Starfsfólk eftirlitsins er að vinna sína vinnu en sé að vinna eftir löggjöf sem er stórgölluð. Deilan snýst um að þeir skilgreina Bændasamtökin sem samtök fyr- irtækja. Við erum hins vegar stofn- uð úr fagfélagi og stéttarfélagi og erum kjarabaráttufélag íslenskra bænda. Við viljum verja okkar stöðu sem slík. Ég get mjög lítið upplýst um stöðu málsins enda fer Samkeppniseftirlitið fram á trún- að.“ Ekki hvikað frá kröfum um breytingar á matvælafrumvarpinu Matvælafrumvarpið umdeilda var lagt fram á nýjan leik á Alþingi fyrir áramót og er nú í til með- ferðar í landbúnaðarnefnd. Ljóst er að tekið hefur verið tillit til mjög margra þeirra athugasemda sem Bændasamtökin settu fram í umsögn sinni um frumvarpið en eftir stendur að enn er inni ákvæði um að heimilt sé að flytja inn hrátt kjöt til landsins án sérstakra leyfa. Haraldur segir að ekki verði hvik- að frá þeirri kröfu að sá hluti frum- varpsins verði endurskoðaður. „Að mínu mati eru það einkum þrjú atriði. Í fyrsta lagi viljum við að sé tekið fram í greinargerð frum- varpsins bein tilvísun til þrettándu greinar EES-samningsins. Í þeirri grein eru ákvæði um bönn eða höft á innflutningi á vörum ef vernd lífs og heilsu dýra og manna ligg- ur við. Í öðru lagi þarf að fara aftur yfir gjaldtökuheimildir og álagn- ingu gjalda. Í þriðja lagi er það svo okkar stærsta baráttumál, að ekki verði leyfður óheftur innflutningur á hráu kjöti heldur verði, eins og við lögðum til í umsögn okkar eftir ítarlega rannsókn Lagastofnunar Háskóla Íslands, sett á fót matvæl- aráð og innflutningur á hráu kjöti verði leyfiskyldur. Þetta eru þessi þrjú atriði sem við munum ítreka við landbúnaðarnefndina en utan þessara atriða tel ég að það sé að komast það horf á frumvarpið að við getum við unað.“ – Hvers vegna er svona mikilvægt að breyta þessu ákvæði í frumvarp- inu? „Við þurfum að gæta að heilsu dýra og manna hér á landi og það er varasamt að flytja óheft hingað til lands ósoðið kjöt. Landbúnaðarstjóri Evrópusambandsins hefur opinber- lega sagt að framleiðendur á mat utan ESB verði ekki beittir sömu kröfum og evrópskir bændur. Þar af leiðir að mögulega verða flutt inn til Evrópu matvæli sem uppfylla ekki þær kröfur sem eru gerðar til okkar en þau gætu síðan borist hingað til lands.“ Bændahreyfingin virkari en áður Búnaðarþing verður sett kom- andi sunnudag. Ljóst er að fjár- málakreppan mun hafa veruleg áhrif á störf þingsins. Sömuleiðis má greina á innsendum erindum til þingsins að þau stóru mál sem hafa verið á dagskrá Bændasamtakanna eru fjarri því að vera útrædd. Búast má við miklum og fjörugum umræðum á þinginu. Í því ljósi vekur nokkra athygli að stefnt er að því að stytta Búnaðarþing um einn dag frá því sem verið hefur undan- farin ár. Haraldur er spurður hvort verið sé að horfa til kostnaðar og hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að styttra þing muni draga úr lýðræðislegum skoðanaskiptum? „Jú vissulega var verið að horfa í kostnaðinn þegar ákveðið var að stytta þingið. Við leggjum til breytt verklag og að skerpa á áherslum. Ég vona að þetta komi ekki niður á málefnalegri umræðu og það er í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að ef menn hafa mikið að segja þá lengist þingið. Því ræður það bara sjálft. Eitt af því sem við þurfum að átta okkur á er að umræður um hagsmuni bænda hafa ekki síður farið fram heima í héraði upp á síðkastið. Mér finnst að bænda- Lífsafkoma og lífshamingja fólks er undir Formaður Bændasamtakanna telur að Búnaðarþing verði átakaþing þó að bændur muni ekki takast á hver við annan Erfiðleikar og deilur við aðra hópa hafa þjappað bændum saman Öll bú finna fyrir efnahagserfiðleikunum og flestir eru komnir með bakið upp að vegg Búnaðarþing eru mikl- ar vinnusamkomur þar sem fulltrúar allra búgreina af öllu landinu koma saman og ráða ráðum sínum. Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands á von á anna- sömu og jafnvel átakamiklu Búnaðarþingi sem verður sett á sunnudag.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.